Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.11.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1978 45 \ VELVAKANDI ' SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI • Er stjanað við bændur? „Fyrir stuttu kom það fram í fréttum, að verið væri að reisa kálfafjós austur í sveitum þar sem hýsa á kynbótakálfa til að taka úr þeim sæði og gera einhverjar kynbætur og tilraunir með. Kom fram í frétt sjónvarpsins, að hús þetta ætti að kosta yfir 30 milljónir króna. Eftir að hafa hlýtt á þá'frétt langar mig til að varpa fram þeirri spurningu, hvort ekki sé hér verið að stjana dálítið mikið við bændurna okkar. Auðvitað eru þeir alls góðs maklegir og rétt að huga að því hvernig nautgripa- rækt og mjólkurkúarækt verður bezt komið í þessu harðbýla landi okkar, en kostar þetta samt ekki nokkuð mikið? Framleiðsluvörur bænda eru greiddar niður til að hægt sé að flytja þær á erlendan markað en er ekki bara sífellt verið að veita fjármagni í hitt og þetta bæði meðal bændastéttar- innar og annarra sem ekki er tímabært og rétt? Manni finnst vera stjanað við bændur, en þegar nánar er að gætt er líka stjanað við allar mögulegar aðrar stéttir. Hvað er t.d. langt síðan að alls konar fiskileit hófst hér við land? Má ekki segja að hún sé m.a. til þess að vísa flotanum á hvar helzt sé aflavon? Auðvitað er hún líka tii þess að hægt sé að fylgjast með fiskigengd á miðun- um og varna því að ofveiði eigi sér stað? En er það ekki bara orðið svo að fiskimenn eru farnir að fara fram á það að hafa jafnan fiskileitarskip á miðunum hvar og hvenær sem er? Þessi dæmi eru nefnd hér til þess að drepa á það hversu algengt það er að ákveðnir hópar þjóðfélagsins, ákveðnar stéttir, njóta ýmiss konar aðstoðar frá ríkisfyrirtækjum og stofnunum og mætti segja að þar sé um nokkurs konar kjarabætur að ræða. Vera má að mörgum finnist þetta ekki réttlát skrif, en mig langar samt til að varpa þessu hér fram, fólki til umhugsunar og jafnframt að vita hvort einhverjir andmæla mér eða hvort menn eru bara á sama máli og finnst það í lagi að sífellt sé verið að krefjast meira og meira af ríkinu. Skattborgari.“ Bifreiðaeigendur athugió í vetur höfum viö einnig opiö á laugar- dögum frá 8—18.40. Komið reglulega meö bifreiöina og viö þvoum hana og bónum meðan beöiö er. Bón og Þvottastöðin h.f. Sigtúni 3. Canon piQ-Q ELECTRONIC CALCULATOR ■ ■ Þessir hringdu . . . • Meira af slíku efni Sjónvarpsáhorfandi, se.m segist hafa það að .venju að athuga dagskrá sjónvarps og útvarps strax og þær birtast í blöðum fyrir viku í senn, með það í huga að velja úr og hafna hvað hann helzt vjlji horfa á, sagðist hafa rekið augun í eitt atriði í sjónvarpsdag- skránni, sem gleddi hann, það að nú ætti að taka aftur upp ein- hverskonar spurningaþátt eða getraun. — Þetta er án efa langvinsælasta efni, sem sjónvarp- ið getur boðið upp á, það er alltaf gaman að sjá fólk spreyta sig og fylgjast með því heima og taka þátt í þvi eins og hægt er. Eg minnist þáttarins Menntaskólar mætast og fleiri slíkra og tel að sjónvarpið eigi að hafa þætti sem þessa í dagskrá sinni allan vetur- inn, og mætti auðvitað skipta um þætti þ.e. keppendur og fyrir- gangandi í erlendum sjónvarps- komulag einu sinni til tvisvar á stöðvum og því ekki að gera meira vetri. Svona þættir eru sífellt af því hérlendis? HÖGNI HREKKVÍSI *ham Mr cóKi/íunnonk\ o&a£ 4 ÓTJÖRNUR!" Þessi vél var aö fá CES-verðlaunin í Bandaríkjunum. Vélin gerir allar vinnslur stærri véla Ijósaborö & strimill + rafhleösla. Verö kr. 50.400- SKRIFVÉLIN HF Suöurlandsbr. 12 s. 85277 Spónlagðar viðarpiljur Enn einu sinni bjóðum við viðarpiijur á ótrúlega hagstæðu verði. Kr. 3.100,- Kr. 3.490,- Kr. 3.590,- Kr. 4.390,- Kr. 4.390,- Kr. 4.390,- Kr. 4.390,- m2 meö söluskatti. og tilbúnar til Koto Oregon pine Hnota Antik eik Gullálmur Teak Palesander Ofangreind verö pr. Þiljurnar lakkaöar uppsetningar. Ennfremur bjóðum við: Spónaplötur í 8 bykktum og 7 stærðum, rakavarðar, eldvarðar, spónlagðar, plastlagðar í hvítu og viðarlitum. Birkikrossvið. Harðtex. Furukrossvið. Hörplötur. Panel-krossvið. Gipsplötur. Steypumótakrossvið. Gaboon. Trétex. Hilluefni í lengjum. Gerið verðsamanburð það borgarsig. IBJORNINN j Skúlatúni 4. Sirru 25150. Reykjavík I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.