Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 258. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Auðugri dóttur bjargað í árás Mexíkóborg. 11. nóv. AP LÖGREGLAN í Mexíkóborg bjargaði í dag Brianda Domecq de Rodriguez, 36 ára gamalli dóttur spænska vínkóngsins Don Pedro Domecq, úr höndum fjögurra mannræningja í árás á fylgsni þeirra. Ræningjarnir voru handteknir og konan var heil á húfi. Hún sagöi í samtali við AP að hún hefði verið höfð í haldi með bundið fyrir augun í húsi í fátæklegu hverfi nálægt miðborg- inni síðan henni var rænt á þriöjudag. Ræningjarnir voru fjór- ir og þeir voru ákærðir fyrir fimm önnur mannrán að sögn lögregl- unnar. Brianda sagði að ræningjarnir hefðu krafizt fimm milljóna doll- ara í lausnargjald og að það hefði ekki verið greitt. Ræningjarnir höfðu ekki í hótunum við hana og hún kvaðst hafa sætt góðri með- ferð. „Ég svaf í herbergi þegar lögreglan braut upp dyrnar. Ég hélt að þetta væri annað mann- rán,“ sagði hún. Síðasta orðsendingin frá mann- r Urhelli í Malaga Malaga. Spáni. 11. nóvembor. Rcuter. Mikið úrhelli lamaði allt líf 1 bænum Malaga á suðurströnd Spánar í gær og dag. og um 250 manns misstu heimili sín. Mittisdjúpt vatn var á sumum götum bæjarins og hundruð manna sem búa á jarðhæð íbúðar- húsa urðu að yfirgefa íbúðir sínar. ræningjunum barst á fimmtudag. Þeir hringdu þristfár sinnum í eiginmann Briöndu áður en þeir sendu þá orðsendingu. Hún telur að pólitískar ástæður hafi legið til 16 ára stal skriðdreka London. 11. nóvember. Reuter. VIÐ yfirheyrslur í dag viðurkenndi 16 ára gam- all drengur að hafa farið í ökuferð á skriðdreka brezka hersins á æfinga- svæði hersins nálægt bænum Shoeburyness í Austur-Englandi. Drengurinn sagðist hafa laumazt inn á svæðið einn góðan veöurdag og setzt upp í gamlan skriðdreka sem þar var. Hann þrýsti á hnapp og rauk skriðdrekinn samstundis af stað. Ók hann um svæðið í nokkrar klukkustundir þrjá daga í röð. Bangkok. 11. nóvembcr. Reuter. AP. VÍETNAMAR skýrðu frá því í dag að uppreisnarmenn í Kambódíu hefðu náð á sitt .vald bæjum og herstöðvum 1' Kambódíu og fellt um 200 hermenn stjórnarinnar í Phnom Penh. Uppreisnarmennirnir eru einkum óbreyttir borgarar, menn úr flokksröðum og yfirmenn og hermcnn sem er í nöp við stjórn Pol Pot forsætisráðherra. að sögn útvarpsins í Víetnam. Diplómatískar heimildir skýrðu hins vegar frá því að stjórnin í Hanoi hefði sent allt að 20—30.000 skæruleiða úr röðum kambódískra flóttamanna í Víetnam til Kambódíu. Víetnamar sögðu að uppreisnar- mennirnir hefðu ráðiztá herstöðvar, og vegi í Kambódíu: Sagt er að uppreisnarmennirnir hafi náð mikl- um birgðum vopna frá stjórnarhern- um. Utvarpsstöðin í Hanoi sagði að mótbyr gegn stjórn Pol Pots færi vaxandi og væru skæruliðar at- hafnasamir í 16 af 19 héruðum Kambódíu. Ljósm. Mbl. RAX. MQljón mótmælir ofbeldi á Spáni Margir bæir í Kambódíu falla San Sebastian. 11. nóvember. AP. HRYÐJUVERKAMENN sem tal- ið er að hafi verið félagar úr skilnaðarhreyfingu Baska sprengdu upp lögregiubíl í dag og tveir þjóðvarðliðar biðu bana en einn særðist. Þar með hafa 29 þjóðvarðliðar verið drepnir á þessu ári. Árásin var gerð nálægt Verg- ara. um 35 km frá Baskaborginni San Sebastian, og aðeins nokkr- um klukkutímum eftir mótmæli um það bil einnar milljóna Spán- verja í tugum borga gegn vax- andi pólitísku ofbeldi. Þetta var önnur sprengjuárásin í dag gegn Þjóðvarðliðinu, aðal- andstæðingi aðskilnaðarhreyfing- ar Baska, ETA. Einn þjóðvarðliði særðist í fyrri árásinni sem var gerð í Rentieria, skammt frá. Alls var efnt til rúmlega 140 mótmælaaðgerða víðs vegar á Spáni í gærkvöldi undir vígorðun- um „Lýðræði, já, hryðjuverk nei“ til þess að mótmæla aukinni hryðjuverkastarfsemi, aðallega í Baskahéruðunum. Aðskilnaðarhreyfingin ETA hefur aukið hryðjuverkabaráttu sína á undanförnum vikum til að reyna að spilla fyrir þjóðarat- kvæði sem á að fara fram 6. desember um nýja stjórnarskrá Spánar. Skilnaðarsinnar segja að nýja stjórnarskráin geri ráð fyrir of lítilli sjálfstjórn og sniðgangi réttindi sem konungar Spánar hafi veitt Böskum. ETA krefst einnig sjálfstæðis og brottflutnings spænska hersins og ríkislögregl- unnar frá Baskahéruðunum. Tilræði liðsmanna ETA hafa rúmlega þrefaldazt síðan í árs- byrjun. Blekkti yfírvöld til að hreinsa borgir og bæi Belnxað. JÚKÓslavíu. 11. nóvember. AP. HIN 21 árs gamla Goranka Krajl er nú í haldi í Belgrað og bíða hennar réttarhöld, þar sem hún er sökuð um að hafa villt á sér heimildir og blekkt yfirvöld. En áður en Goranka var hneppt í varðhald kom hún því til leiðar að miklar endurbætur og tiltekt- ir voru gerðar í sex borgum og bæjum Júgóslaviu og að hæð nokkur við einn bæjanna var ræktuð upp. Goranka hafði þann hátt á að hún gekk á fund yfirvalda í borgum og bæjum og sagðist vera Olga Walter, fulltrúi kvikmynda- gerðarmanna sem ætluðu að gera kvikmynd um viðkomandi stað. Hún sagði að fyrst yrði þó að snyrta borgina og lagfæra hús, götur, garða o.þ.h. Yfirvöld gleyptu við sögunni og frí var gefið í skólum svo að nemendur gætu aðstoðað við hreinsunina og lagfæringarnar. Og Goranka lét ekki sitja við þetta eitt. Hún bauð embættis- mönnum og leiðtogum ýmissa samtaka á hverjum stað til matarveislu og sagði hótelstjór- anum að framkvæmdastjóri kivk- myndatökumannanna sem ekki var til, mundi greiða reikninginn. En þegar hún hafði leikið þennan leik í sex borgum fóru grunsemd- ir að gera vart við sig. Lögreglan tók að rannsaka málið og kom í ljós að persónuskilríki Gorönku voru stolin. Hún var handtekin í samkvæmi sem hún hélt ýmsum áhrifamönnum í Ljig, sjöttu borginni sem hún kom hreinsun- um og lagfæringum af stað. Það var þó ekki fyrr en eftir málaþóf við samkvæmisgesti að lögregl- unni tókst að fara með Gorönku á brott, því samkvæmisgestirnir voru ekki á þeim buxunum að láta handtaka þessa ágætis konu. Amarasinghe áfr am í forsæti New York, 11. nóv. AP ALLSHERJARÞINGIÐ samþykkti í gærkvöldi gegn atkvæðum ríkja Rómönsku Afríku að Hamilton Shirley Amarasinghe skuli áfram vera íorseti hafréttarráðstefnunnar á næsta ári þótt hann hætti að vera fulltrúi lands síns, Sri Lanka. hjá Sameinuðu þjóðunum í marz á þessu ári. Jafnframt samþykkti Alls- herjarþingið þá ákvörðun ráð- stefnunnar í september að áttundi fundur ráðstefnunnar skuli hefj- ast í Genf 19. marz og standa til 27. apríl eða í sex vikur. Samþykkt var með 86 atkvæðum gegn 9 að Amarasinghe yrði áfram í forsæti að tillögu fjárlaganefnd- ar en 18 sátu hjá og að hann gegndi starfinu sem starfsmaður Sameinuðu þjóðanna en ekki sem fulltrúi ríkisstjórnar. Hann fær 55.900 dollara í laun og risnu samkvæmt tillögunni. Filippseyjar, Dóminíska lýð- veldið, Mexíkó, Guatemala, E1 Salvador, Venezúela, Perú og Uruguay .greiddu atkvæði gegn honum og einnig Kúba, en flest óháð ríki, þar á meðal Víetnam, greiddu atkvæði með honum. Sovétríkin og fylgiríki þeirra sátu hjá. Andstæðingar Amarasinghe sögðu sem fyrr að hann gæti ekki verið í forsæti þar sem hann væri ekki fulltrúi ríkisstjórnar og enn fremur að þar sem hann væri starfsmaður SÞ væri hann háður fyrirmælum frá Kurt Waldheim framkvæmdastjóra og það ylli ruglingi. Amarasinghe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.