Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 21 Samþykkt SÞ-um Kýp- ur fagnað Sameinuðu þjóðunum, 10. nóvember. Reuter. NICOS Rolandis utanríkisráð- herra Kýpur lét í dag í ljós ánægju með þá samþykkt alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að aílt erlent herlið skyldi nú þegar á brott frá Kýpur. Rolandis sagði að samþykktin mundi ekki binda hendur tyrkn- eskra Kýpurbúa og hefði engin áhrif á samningaviðræður við gríska Kýpurbúa í framtíðinni. HVAÐHEITA MARANTZ TÆKIN A STR€TISI/OGNUNUM ? Hitler verður heiðursborgari Uamelin, Vesturbýzkalandi, 10. nóvember. Reuter. BORGARRÁÐ Ilamelin ákvað í dag að Adolf Hitler skuli enn um sinn vera heiðursborgari borgar- innar „af tæknilegum ástæðum“. Borgarráðið ákvað að þar sem Hitler væri látinn væri ekki hægt að afmá nafn hans af heiðursskildi og skjölum bæjarins. Hópur borg- arbúa hafði krafist þess í tilefni þess að 40 ár eru um þessar mundir liðin frá því að nasistar hófu ofsóknir á hendur gyðingum. Kvenprestur á Grænlandi GRÆNLENDINGAR fengu fyrir skömmu sinn fyrsta kvenprest. Það var landsprófasturinn af Grænalndi, Jens Christian Chemnitz, sem vfgði hinn nýja prest, Jane Enna, í embætti. Vígslan fór fram í Hans Egedi kirkjunni f Godthab, en hún mun þjóna í þeirri kirkju. 300.000 kr. verðlaun (vöruúttekt). Nú i nóvembermánuði auglýsum við fjögur MARANTZ-tæki á strætisvögnum Reykjavikur og Kópavogs. Hver sá sem sendir inn eyðu- blaðið, hér til hliðar, rétt útfyllt á kost á því að vinna 300.000 króna vöruúttekt hjá okkur. Dregið verður úr réttum lausnum og vinningur afhentur hinum heppna á Þorláksmessu. Enginn er of ungur, gamall eða ófróður um MARANTZ hljóm- tæki til að taka þátt í getrauninni, því að heiti tækjanna standa skýrum stöfum í auglýsing- unum. Aðeins smáathygli, annað ekki. Siðasti innsendingardagur er 5. desember. y Leiðandi fyrirtæki á sviði sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150 m —sK MARANTZ magnarinn heitir: MARANTZ útvarpsmagnarinn heitir:. MARANTZ piötuspitarinn heitir:___ MARANTZ kassettutækiö heitir: Nafn þátttakanda. Heimili. Simi. L_ Fæðingardagur. Sendist Nesco hf. Laugaveg 10. 101 Reykjavik fyrir 5. desember 1978. Husqvarna Mýja heimilissaumavélin Þessi nýja draumavél húsmóöur- innar hefur alla helstu nytjasauma — svo sem: Zig-Zag, teygju Zig-Zag, hnappagöt, over-lock, teygju- saum, blindfald og teygjublindfald. Hún er auöveld í notkun og létt í meðförum (aöeins 6,5 kg). Smurning óþörf. Þessi sænsksmíöaða vél frá Husqvarna er byggö á áratuga reynslu þeirra í smíöi saumavéla sem reynzt hafa frábærlega — eins og flestum landsmönnum er kunnugt. Viö bjóöum viöhaldsþjónustu í sérflokki. Þaö eina sem kerlingin hún Pálína átti var saumamaskína. Þess vegna spýrjum viö: Getur nokkur húsmóöir veriö án sauma- maskínu? Nú — viö tölum nú ekki um ósköpin pau — aö hún sé frá Husqvarnal 'unnoh Ó^ózehóóon h. SUÐURLANDSBRA’JT 16, REYKJAVÍK — SÍMI (91) 35-200. og umboðsmenn viöa um land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.