Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 Karpov reiðubúinn að tefia við Fischer en hefur fengið nóg af Korchnoi Buenos Aires 10. nóvember. Frá Högna Torfasyni fréttaritara Mbl. „Ég er reiðubúinn til að tefla einvígi við Fischer, en ég mun hins vegar * ekki fallast á, eins og sumir hafa lagt til, að það einvígi yrði um heimsmeistaratit- ilinn,“ sagði Anatoly Karp- ov heimsmeistari í skák, er ég spurði hann að því hvort hann væri reiðubúinn til að tefla við Bobby Fischer. „Við höfum okkar ákveðnu reglur innan Fide um tilhögun keppninnar um heimsmeistaratitilinn og menn verða að gera sér grein fyrir því að ég get ekki sniðgengið reglur Al- þjóðaskáksambandsins." Um styrkleika Fischers nú sagði Karpov: „Ég held að hann hafi tapað einhverju af styrkleika sínum, en ég tel hann mikinn skákmeist- ara.“ Boris Spassky fyrrum heimsmeistari var við- staddur þetta spjall og hann spurði Karpov, hvað hann teldi um afstöðu skáksambands Sovétríkj- anna til þátttöku sovézkra skákmanna í mótum, þar sem Viktor Korchnoi verður þátttakandi. „Ég veit ekki hver afstaða skáksambands okkar er, en persónulega hef ég fengið nóg af því að tefla við Korchnoi," sagði Karpov. „Ekki ég,“ sagði þá Spassky. „Ég kýs að berjast Karpov áfram við Korchnoi á skák- borðinu en vil ekki berjast gegn honum á öðrum svið- um. Annars held ég að óhætt sé að spá því að sovézka skáksambandið muni ekki senda keppendur á mót, þar sem hann verður meðal þátttakenda." „Það kann að vera,“ sagði Karp- Fischer ov.“ Korchnoi hefur sent frá sér ýmsar pólitískar yfirlýsingar og þær kunna að hafa sín áhrif. Hann hefur borið sovézka skák- sambandið þungum sökum og það kann að bregðast við þeim á einhvern hátt, þótt ég geti ekki sagt til um hver þau viðbrögð verða. Spassky Korchnoi Síðan barst talið að ein- víginu á Filipseyjum: „Ég var ekki í mínu bezta keppnisskapi," sagði Karp- ov. „Stundum náði ég mér vel á strik, en ég hafði enga ánægju af að tefla þetta einvígi. Ég sat undir stöð- ugum árásum og móðgun- um frá andstæðingi mín- um, bæði persónulegum og pólitískum, hlutum, sem koma skák ekkert við. Ég hafði lýst því yfir áður en einvígið hófst, að ég væri þarna kominn til að tefla skák, en ekki til að þjarka um stjórnmál eða aðra hluti óviðkomandi skákinni." þörf er á stöðugri fræðslu um eðli þess og þróun. Það er hlutverk stjórnmálamannanna að hafa þannig stjórn á þróuninni, að vinna manna breytist í almenna hagsæld. Þeir hljóta því í senn að vera bæði uppfræðendur og stjórn- endur, því að vegur þeirra vex, ef þeir ávinna sér traust með gjörðum sínum og tekst að sann- færa menn um, að rétt sé á málum haldið. Þvi miður verður ekki sagt um umræður á Alþingi á þessu hausti, að þær hafi einkennst af viðleitni til að gera þjóðinni grein fyrir því í hvers konar erfiðleikum hún er stödd. Er það augljós breyting frá því sem var í tíð fyrri ríkis- stjórnar, því að þá lágu ávallt fyrir ítarlegar upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins og sett voru fram markmið, sem voru til þess fallin að koma í veg fyrir kollsiglingu og meiriháttar ófarnað. Verulegur árangur náðist einnig á ýmsum sviðum. Adgerdalítil þjódfélög I grein sinni minnist Jean- Francois Revel á „sífellt aðgerða- minni þjóðfélög". I þessum orðum felst áminning um nauðsyn þess, að hver og einn láti til sín taka sé honum misboðið. Menn sitji ekki aðgerðalausir, þegar þeir verða varir við að verið er að ganga á rétt þeirra. Láti sér ekki nægja að gera kröfur til annarra heldur geri einnig kröfur til sjálfra sín. Það er tvímælalaust andstætt íslenskum hugsunarhætti að kjósa fremur að lúta forsjá annarra en vera sjálfs sín herra. Hitt er þó ljóst, að íslenska þjóðfélagið er að verða sífellt aðgerðaminna. Alltof algengt er að menn komi sér undan því að axla ábyrgð og forðist í lengstu lög að þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir. I slíku andrúmslofti þróast ópersónuleg kerfisstjórn best, skrifstofuvald nafnleysingja fær tækifæri til að teygja fingur sína inn á æ fleiri svið. Menn skjóta sér á bak viö samtök í stað þess að koma fram sem einstaklingar. Oftar en einu sinni heyrist sagt, að nauðsyn sé á „sterkri stjórn" hér á landi. Ekki er tekið undir þá kröfu, ef í henni felst ósk um afskipti af stóru sem smáu. Hins vegar á hún rétt á sér, ef um það er að ræða, að menn vilja viðnám gegn sífelldri kröfugerð á hendur ríkisvaldinu, sem að lokum greiðist úr vasa skattborgaranna. Einkenni aðgerðalausra þjóð- félaga er einnig, að þau leyfa mönnum átölulaust að vaða uppi með hvers konar firrur. Jafnvel er það þolað, að skólar séu notaðir til undirróðurs gegn lýðræðislegum stjórnarháttum í þágu skoðana, sem boða afnám skoðanafrelsis og skerðingu mannréttinda. Hvað segja menn til dæmis um eftir- farandi tilvitnun úr kennslubók í íslenskum framhaldsskólum: „... I bók Brynjólfs Bjarnasonar „Með storminn í fangið“ (fyrra bindi, bls. 60—61) er opinberri hugmyndafræði í okkar samfélagi lýst á þennan hátt: (Síðan kemur löng tilvitnun og lýkur henni með þessum orðum:) „Það græðir enginn á drepsóttum. Aftur á móti eru til voldugir menn sem græða á styrjöldum. Og þeir sem mestu ráða í þjóðfélaginu græða á fátækt, þeir njóta gæða lífsins ... vegna þess að aðrir eru fátækir, og þess vegna er fátæktinni haldið við og örbirgðin ræktuð, þrátt fyrir að vísindunum hefur tekist að finna orsök hennar og ráðið til að útrýma henni.“ Er unnt aö sitja aðgerðalaus undir því, aö þetta sé kennt sem gagnrýni á „opinbera hugmynda- fræði í okkar samfélagi"? Er það svo hér á landi, að fátæktinni sé „haldið við og örbirgðin ræktuð“ af því að „þeir sem mestu ráða í þjóðfélaginu græða á fátækt"? Á þeim tímum rannsóknarþing- mennsku, sem nú eru að hefjast, ættu þingmenn að krefjast rannsóknar á þeirri undirróðurs- starfsemi sem fram fer í skólum landsins og kostuð er af almanna- fé. Ákafi margra við að koma ofangreindum boðskap og öðrum álíka að í skólum landsins er svo mikill, að þeir ná varla að festa mótmæli sín á blað fyrir reiði, þegar að er fundið og hulunni svipt af undirróðrinum. Þegar menn sjá fram á reiðilesturinn, sem þeir fá yfir sig, blaki þeir við ósónianum, kjósa þeir frekar að sitja aðgerða- lausir. Tilgangi orðhákanna er náð, þeir hafa stöðvað uniræðu fyrir opnum tjöldum. Fullvissir um, að stóryrðin duga best til að haida mönnum frá því að láta í ljós skoðanir sínar, hafa sömu menn stofnað styrktarsjóð fyrir þá, sem gerast lögbrjótar með skrifum sínum. Skyldu margir, sem leggja út af orðum Brynjólfs Bjarnasonar í skólum landsins og nota þau sem gagnrýni á „opinbera hugmynda- fræði í okkar samfélagi" vekja athygli nemenda á óðrum kenningum Br>njólfs? Til dæmis um viðhorf manna til skoðana Brynjólfs má vitna í bók Arnórs Hannibalssonar, Kommúnisma, en þar segir t.d. á bls. 139: „Niðurstaðan af hinni „djúp- stæðu krufningu" Brynjólfs Bjarnasonar á veldi Stalíns er sú, að það hafi aðeins verið „þjáningarfullir vaxtarverkir hins nýja þjóðfélags", „gelgjuskeið nýrra þjóðfélagshátta“. Slík líking sannar vissulega ekki neitt — en hún lýsir mæta vel þeirri stefnu, sem höfundurinn boðar: Stalínisminn er jafn eðli- legt og sjálfsagt fyrirbæri og vaxtarverkir ung\'iðis. Hann er sósíalisminn, sá sósíalismi sem Brynjólfur Bjarnason aðhyllist og boðar Islendingum. I hans augum er sósíalismi alls engin bót á mannlegum högum, leið til betra lífs, — hann er ákveðið valdakerfi, sem á að kúga þjóðirnar undir sig, því að þær vita ekki sjálfar, hvað þeim er fyrir bestu. Hann er réttlæti byssukúlna og dýflissna fyrir hvern þann, sem dirfist að óhlýðnast. Og Brynjólfur Bjarna- son veit hvað er réttlæti.Hann er bróðir Andans.“ En á öðrum stað segir Arnór Hannibalsson: „I augum Brynjólfs er einstaklingur- inn aðeins holdguð eining hins mikla Anda, hvers staðgengill Stalín var.. .“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.