Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 Ólafsfjörður Vélsmiðja Til sölu er hlutafélagið NONNI h.f. Ólafsfirði. Fasteignir félagsins eru verkstæðis- og skrifstofuhús 15x15 m eða 1800 rúmm. á tveim hæðum og nýbygging sem er 3000 rúmm. í smíðum, fokheld meö einöngruðum útveggjum, án gólfplötu. NONNI h.f. rekur einu VÉLSMIÐJUNA á ÓLAFSFIRÐI, en smiðjan er einnig meö HÚÐUNARVERKSTÆÐI og BLIKKSMIÐJU. VÉLSMIÐJAN NONNI h.f. er vel staðsett, vel tækjum búin og mikil verkefni framundan. Saumastofa Prjónastofa Til sölu lítil saumastofa í góðu leiguhúsnæði. Hentugt tækifæri fyrir samhentar konur, til sjálfstæös atvinnureksturs. Til sölu prjónastofa, sem framleiðir m.a. til útflutnings. — Fyrirtæki sem hægt er að flytja hvert á land sem er. — Seljandi myndi aðstoða væntanlega kaupendur með uppsetningu og rekstur til að byrja með. Góð greiðslukjör. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN AUSTURSTRÆTI 7 símar 20424 — 14120. Stereo Hi-R □□ IDOLBY SYSTEMl GXT4513 DCW 4800 GXT 4580 SAMSTÆÐUR Góö ódýr samstæöa — 4 bylgjur FM stereo. Fullkomiö kassettutæki 2 hátalarar 2 mikrafónar Mjög vönduð samstæða 2x22 R.M.S. wött — 4 bylgjur FM stereo, belti-drifinn, plötuspilari sjálfvirkur. Samstæöa hinna vandlátu. Búin öllum helstu nýjungum, 2x25 R.M.S. wött (80 músikwött). Verð frá kr. 185.130. unnai SUzzei’ióóon h.f. Suðurlandsbraut 16, sími 35200 Verkfall á Spánitefur annan togara Eskfirðinga HÓLMANES, annar tveggja skut- togara Eskfirðinga. hefur undan- farna tvo mánuði verið í viðgerð hjá Slippstöðinni á Akureyri. Upphaflega átti skipið að fara í venjubundna klössun, en fljótlega kom í ljós bilun í spili skipsins. Þurftu útgerðarmenn skipsins því að panta varahluti frá Spáni. Varahlutirnir eru fyrir nokkru komnir til Reykjavíkur og tók þó drjúgan tíma að fá þá þangað frá Spáni. Þar með var allur vandinn þó ekki leystur, því að fylgiskjöl með varahlutunum fundust hvergi og ekki var hægt að leysa vara- hlutina út. Fljótlega uppgötvaðist þó að pappírarnir höfðu tafist vegna póstmannaverkfalls á Spáni, en þeir munu nú einnig vera komnir til landsins. Ætti viðgerð á Hólmanesi því að ljúka fljótlega og skipið að komast á veiðar. Aldrei meiri framleiðsla á graskögglum en í sumar FRAMLEIÐSLA á graskögglum gekk mjög vel í sumar segir í fréttabréfi Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Það hefur aldrei verið framleitt jafn mikið áður. Ileildarframleiðslan á öllum 5 verksmiðjunum var rétt um 10.000 tonn. Mestu afköst voru hjá „Fóður og Fræ“ í Gunnars- holti. þar var framleiðslan 3400 tonn. Samkvæmt efnagreiningum hefur fóðurgildi kögglanna verið mikið. Verksmiðjurnar héldu áfram vinnslu fram í október. Þá var slegið grænfóður, aðallega hafrar. Talið er að það þurfi 1 kg. til 1.25 kg. í eina fóðureiningu. Verðið er frá 65 krónum og upp í 72 kr. fyrir hvert kg. Það er veittur magnafsláttur og svo er ekki alveg sama verð hjá verksmiðjunum. Birgðir af graskögglum af fyrra árs framleiðslu seldust allar snemma í sumar. Salan hefur verið mjög góð að undanföríiu og álitið, að engin vandkvæði verði á að selja alla framleiðsluna í vetur. Reginn, blað templara TEMPLARAR á Siglufirði hafa gefið út blaðið Regin í 40 ár. Nú hefur stórstúkan orðið aðili að útgáfu blaðsins en prentað er það enn á Siglufirði og Jóhann Þorvaldsson skólastjóri er ritstjóri þess eins og verið hefur. Ákveðið er að blaðið komi út einu sinni í mánuði í vetur, 8 blöð þar til í maí og er verð þeirra til áskrifenda þúsund krónur. Bókabúð Æskunnar tekur við áskrift- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.