Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NOVEMBER 1978 1976 — Fyrstu formlegu við- ræður Bandaríkjanna og Víet- nams frá falli Saigons í París. 1956 — Kadar neitar SÞ um að senda fulltrúa til Ungverja- lands. 1948 — Tojo og aðrir stríðsleið- togar Japana dæmdir til dauöa. 1941 — „Ark Royal" sökkt við Gíbraltar = Rússar stöðva Þjóð- verja í útjöðrum Moskvu. 1937 — Japanir taka Shanghai herskildi. 1927 — Trotsky rekinn úr kommúnistaflokknum. 1918 — Karl keisari I leggur niður völd í Austurríki, sem lýsir yfir sameiningu við Þýzka- land. 1812 — Her Napoleons kemur til'Smolensk á undanhaldinu frá Moskvu. 1673 — Vilhjálmur af Óraníu tekur Bonn. 1642 — Karl I snýr við í herferð til Lundúna, við Brentwood, er hann mætir jarlinum af Essex. 1603 — Réttarhöldin gegn Sir Walter Raleigh hefjast í Winchester. Afmæli dagsinst Sir Edward Vernon, enskur flotaforingi (1684—1757) = Grace furstafrú af Monaco (1929 — —) = Sun Yat Sen, stofnandi kínverska lýðveldisins (1866—1926) = Nadia Comaneci, rúmensk fim- leikakona (1961----). Innlenti Blaöamannaávarpið birt 1906 = D. Knútur konungur ríki 1035 = F. Elínborg Lárus- dóttir 1891 = D. Bogi Th. Melsteð 1929 = F. Magnús Helgason skólastjóri 1857 = Brezk herskip hóta að sökkva „Þór“ norður af Bjargtöngum 1958 = F. Ríkaröur Jónsson 1929. Orð dagsinsi Hvað skyldi ég hafa þekkt marga „upp'rennandi menn“! Hvað í ósköpunum skyldi verða um þá alla? — Sir Arthur Wing Pinero, enskur leikritahöfundur (1855—1934). Þetta gerðist 1977 — Sómalir reka sovézka ráðunauta og loka sovézkum flotastöðvum. 1975 - WHO tilkynnir að bólusótt hafi verið útrýmt i Asíu. 1974 — Arafat, leiðtogi PLO, ávarpar Allsherjarþingið. 1973 — Bandaríkin og V- Evrópa slíta samningi um að verzla ekki með gull. 1972 ~ Samningur 91 ríkis gegn losun eiturefna í sjó. 1968 — Bhutto handtekinn fyrir að æsa stúdenta til óeirða. 1961 — Kongó biður um aðstoð SÞ til að koma á reglu i Katanga. 1956 — Úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna um að kynþátta- aögreining í strætisvögnum stríði gegn Stjórnarskránni. 1950 — Tíbet biður SÞ um hjálp gegn árás Kínverja. 1945 — De Gaulle kosinn forseti Frakka — Sukarno forseti Indó- nesíu. 1942 — Bretar taka Tobruk — Japanskri árás hrundið á Guad- alcanal. 1918 — Karl keisari I leggur niður völd í Ungverjalandi — Lýst yfir stofnun lýðveldis í Austurríki — Rússar ógilda samninginn í Brest-Litovsk. 1915 — Churchill segir sig úr brezku stjórninni. 1913 — Grikkir og Tyrkir semja frið. 1885 — Serbar gera innrás í Búlgaríu. 1863 — Slesvík innlimuð sam- kvæmt nýrri stjórnarskrá Dana. 1814 — Rússar láta Saxland af hendi við Prússa. 1553 — Lafði Jane Grey fyrir rétt í Englandi. Aímæli dagsinsi Robert Louis Stevenson, skozkur rithöfundur (1850-1893) - Oskar Werner, austurrískur leikari (1922 --). Innlenti Surtseyjargos 1963 — F. Árni Magnússon 1663 — Benedikt Gröndal 1762 — Páll Melsteð 1812 — Alberti skipar Hannes Hafstein 1903 — F. Eysteinn Jónsson 1906 — Al- þingi samþykkir samkomulag við Breta 1973. Orð dagsinst Það er sniðugt, en er það list? — Rudyard Kiplíng, enskur skáldsagnahöfundur (1865-1936). tungumálanámskeid á hljómplötum og kassettum LINGUAPHONE tungumálanámskeió fást á eftirtöldum stöóum: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Bókabúó Máls og menningar Hljóófærahús Reykjavíkur Bókabúó Keflavíkur — Haraldar Níelssonar, Akranesi — Jónasar Tómassonar, ísafirói Tónabúóin Akureyri Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Húsavík Nú er rétti tíminn til þess að auka málakunnáttuna LINGUAPHONE-umboðió Hljódfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656 Hálfa öld í járniðnaði: Sigurður Sveinbjörns- son forstjóri — Sjötugur Sigurður Sveinbjörnsson for- stjóri og eigandi Vélaverkstæðis Sigurðar Sveinbjörnssonar hf er sjötugur um þessar mundir. Sig- urður fæddist 13. nóvember 1908 í Reykjavík. Snemma lærði, Sigurður vél- virkjun hjá Hamri hf., sigldi svo til Danmerkur og lauk prófi í þeirri grein frá Burgmeister og Wain í Kaupmannahöfn 1930. Þar fékk Sigurður dýrmæta skólun, sem hann hefir notað vel og ávaxtað ríkulega eftir að hann kom aftur heim. í Kaupmannahöfn var Sigurður svo lánsamur að kynnast sinni ágætu konu, Ingibjörgu Ingimund- ardóttur, sem staðið hefir eins og bjarg við hlið hans alla tíð. Þau hjónin eignuðust sjálf tvö mann- vænleg börn, Karl og Sveinbjörgu, og hafa auk þess alið upp tvo drengi, Guðmund og Karl. Karl sonur þeirra dó 17 ára gamall, og var hann þeim hjónum mikill harmdauði, en Karl líktist föður sínum í mörgu og var kominn vel á veg í vélvirkjanámi er hann lést. Tækniþróun fiskiskipaflotans Sigurður hefir sannarlega verið brautryðjandi á mörgum sviðum, hvað áhrærir háþróaða tæknivæð- ingu fiskiflota okkar. Hann vann m.a. ötullega í samstarfi við fremstu skipstjóra okkar að koma í framkvæmd hagnýtri notkun kraftblakkarinnar, sem olli hreinni byltingu á sviði síld- og loðnuveiða og færði lífskjör Is- lendinga upp um margar tröppur. Sigurður átt gott samstarf m.a. við Harald Ágústsson skipstjóra um að leysa ýms vandamál á þessu sviði á undan öðrum mönnum. Spilaframleiðsla Einn megin þáttur í framleiðslu Sigurðar hefir þó verið framleiðsla á spilum fyrir flotann og hefir hann framleitt yfir 300 togspil, eða sem svarar 30% af öllum tog- og snurpuspilum í flotanum auk 2—3 sinnum fleiri línu- og hjálparspila. Hefir Sigurður ævinlega verið framarlega í flokki hvað áhrærir vöndun og gæði þessara tækja og vel getað borið sig saman við bestu framleiðendur stærri iðnaðar- þjóða eins og t.d. Breta eða hin Norðurlöndin á þessu sviði, þetta hefi ég getað borið saman á mörgum sýningum hérlendis og erlendis undanfarin 15 ár. Eg efast um að menn geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið gagn einn slíkur maður gerir þjóð sinni og tel því eðlilegt að vekja athygli á því á hátíðar- stund Sigurðar. Ekki verður reynt að gera góðum og löngum starfsferli Sig- urðar nein ýtarleg skil hér, en til viðbótar því sem sagt er hér að framan vil ég telja fram að Sigurður hefir mörg undanfarin ár framleitt vandaðan drifásabúnað fyrir djúpdælur fyrir margar hitaveitur og keppt þar og unnið sigur í samkeppni við framleiðend- ur í Bandaríkjunum. Persónulega er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst Sigurði Sveinbjörnssyni, en hann var helsti samstarfsmaður minn við stofnun Stálvíkur hf. og með mér í stjórn fyrirtækisins í mörg ár, en seldi sinn hlut nýlega til þess að létta á sér störfum, enda í mörgu að snúast hjá honum heima fyrir. Sigurður er óhræddur að ráðast í vandasöm verkefni, í kringum hann er engin lognmolla eða sofandaháttur. Sigurður hefur fjölmörg áhuga- mál, einkum hefur hann verið snjall laxveiðimaður um margra ára skeið og hefur hann einmitt gegnum þetta uppáhaldssport sitt eignast marga góða vini. Stundum hefir Sigurður minnt mig á annan stórskörung sem ég bar gæfu til að kynnast, Egil Thorarensen í Sigtúnum, sem oft gekk undir nafninu Jarlinn í Sigtúnum, og bar það viðurnefni með réttu. Á meðan Island elur syni eins og Sigurð Sveinbjörnsson, og ber gæfu til að þeir fái að starfa og njóta sín, erum við á framfaraleið. Ég færi Sigurði og fjölskyldu hans hugheilar hamingjuóskir á afmælisdaginn, frá fjölskyldu minni og starfsfélögum. Heill sé þér Sigurður sjötugum. Jón Sveinsson. Sá yngsti meðal ungra verður 70 ára þ. 13. nóvember. Það er iðjuhöldurinn Sigurður Svein- björnsson. Hann vildi ungur skapa eitthvað og móta, hann valdi skjótt þá lífsbraut sem var ekki sú léttasta, því járniðnaður skyldi FYRIR nokkru var efnt til hlutaveltu til égóöa fyrir Krabbameinsfél. íslands, að Langholtsvegi 61 hér ( basnum. Söfnuðu telpurnar tvaar sem heita Eygló Sigurðardóttir og Þóra Sigurðardóttir rúmlega 4300 krónum. Ekki vitum hvað litla hnétan sem stendur é milli peirra heitir. ÞESSAR skólatelpur efndu fyrir nokkru tll hlutaveltu til égóða fyrir Hallgrímskirkju í Reykjavfk. — Söfnuðu paar kr. 17.700 til kirkjunnar. Telpurnar heita Brynhildur Jónasdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.