Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 Aðrir hafa lent í fangelsi vegna trúar sinnar. Við söknum nokk- urra af okkar bestu vinum úr hópi trúaðra. Afskipti þeirra af stjórn- málum hafa dregið þá burt úr samfélaginu. Þeim mun gleði- legra er að sjá kirkjuna fulla á sunnudögum. mest ungt fólk, sem vitnar um afturhvarf og endur- fæðingu til iifandi samfélags við Drottin Jesú. Nýr starfsakur í Kenya Vegna hins ótrygga ástands í Eþíópíu, eftir að byltingin var gerð, ákvað samstarfsfélag S.Í.K., Norsk Luthersk Missionssamband, að hefja kristniboðsstarf í Kenýu. Þing Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga samþykkti á síðast- liðnu ári að feta í fótspor þeirra og stefna að því að senda íslenska kristniboða til Kenýu. Kristni- boðahjónin Kjellrún og Skúli Svavarsson lögðu leið sína til Kenýu í ágúst í sumar og eru þau nú við málanám í Nairobi. Auk þess er Skúli farinn að kynna sér aðstæður til kristniboðsstarfs þar suður frá. Mun hann njóta sam- starfs og hollráða norskra kristni- boða, sem eru allmargir í landinu. Fimm til sex milljónir Kenýubúa eru taldir vera andadýrkendur. Þar eru því víðáttumiklir, óplægð- ir akrar. Hið umfangsmikla starf Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga hefur notið skilnings og fórnfýsi margra einstaklinga hér á landi, enda starfið borið uppi af framlög- um þeirra og fyrirbænum. A kristniboðsdaginn er vakin sérstök athygli á þessu starfi í kirkjum landsins og fjölmiðlum og tekið við framlögum til starfsins. Einnig má senda gjafir til Aðalskrifstof- unnar, Amtmannsstíg 2B, 101 Reykjavík, Pósthólf 651, gíró 65Í00. Samhand íslenskra kristniboðsíélaga og starf þess er orðið svo kunnugt lesendum Morgunhlaðsins. að ekki er ástæða til að kynna það miirgum orðum. Fyrsti kristniboðinn sem það styrkti til starfs var Ólafur Ólafsson. en hann dvaldi 14 ár í Kína ásamt eiginkonu sinni og þar fæddust flest börn þcirra. Eftir að ólafur fluttist heim til íslands ferðaðist hann hér um. boðaði fagnaðarerindið og kynnti kristiniboðið. Þegar Ki'na lokaðist voru séra Jóhann Hannesson prófessor og Astrid kona hans við kristniboðsstörf í Kína. Samband ísllenskra kristniboðsfélaga hóf störf í Suður-Eþíópíu, nánar tiltekið i Konsó-héraði. árið 1954 er séra Felix Ólafsson og Kristín kona hans hófu þar störf. Starfið í Konsó hefur borið ríkuíegan ávöxt og er enn í vexti. Ýmsar breytingar urðu á starfinu við byltinguna sem varð í landinu. þegar Haile-Selassie keisara var steypt af stóli. Síðan hafa stöðugar róstur verið í landinu og ástandið ótryggt. Miklar trúarvakningar í Eþíópíu Ástandið í þjóðálum Eþíópíu virðist þó hafa róast eitthvað síðastliðið ár. Þó að nýju yfir- völdin boði róttæka stjórnmála- stefnu, hafa þau allt til þessa veitt kristnum mönnum fulla heimild til að útbreiða trúna og leggja lútherskir kirkjuleiðtogar í land- inu áherslu á að þetta tækifæri sé notað. Jafnframt óska þeir þess eindregið að kristniboðar starfi áfram af fullum krafti og leggi söfnuðunum lið svo sem kostur er. Sjö fulltrúar lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu komu nýlega til Óslóar til þess að ræða samstarfið við norska kristniboða. Meðal þeirra var Leggese Wolde, forseti synodu þeirrar, sem söfnuðirnir í Konsó tilheyra. Hann benti á hinar opnu dyr og gat þess m.a. að yfirvöld æsktu þess að kirkjan héldi áfram skóla- og hjúkrunarstarfi sínu. Þá sagði hann að miklar trúar- vakningar væru í landinu, fólk hungraði og þyrsti að heyra kristilega boðun og einkum streymdi æskan til kirknanna. Gudina Tumsa, aðalfram- kvæmdastjóri lúthersku kirkjunn- ar í Eþíópíu, var og í Ósló. Hann vék að byltingunni í landinu og sagði m.a.: „Margt hefur breyst, og enn fleira á eftir að breytast. En fagnaðarerindið er hið sama. Það er eilíft. Það er ekki takmarkað við sérstakt tímabil eða ákveðnar þjóðfélagsaðstæður, því að það eitt getur veitt mönnum sáluhjálp." Tumsa kvað andlega byltingu líka eiga sér stað í Eþíópíu og fólk leitaði Krists. „Ilaldið áfram að senda okkur kristniboða.“ sagði hann. „Ekkert getur komið í stað fagnaðarerindisins. Ég veit að margir biðja fyrir Eþíópíu, en ég heiti á ykkur: Biðjið meira! Guð vill heyra. Biðjið þess að við bregðumst ekki, við, sem erum að læra hvað það kostar að fylgja Jesú.“ Þessi ummæli eru samhljóða því sem kristniboðar okkar hafa sagt um ástand og horfur þar syðra. Þeir einir, sem eiga djúpar rætur í trúnni á Krist, standast álagið sem hinn mikli mótbyr, og nýjar lífsstefnur hafa haft í för með sér. En verkefnin eru óþrjótandi. Mikil áhersla er lögð á að útbreiða Biblíuna. Mun yfir 1,5 millj. eintökum af Biblíum og kristileg- um ritum hafa verið dreift í landinu árið 1977. Sumir kaupa tvær Biblíur og grafa aðra í jörð ef hin yrði frá þeim tekin. Konsó Hinn ungi söfnuður í Konsó hefur sjálfur tekið við umsjón með starfinu þar suður frá. Umsjónar- maður starfsins er presturinn Bcrrisha Húnde. Hann segir svo frá, að fagnaðarboðskapurinn breiðist æ meira út um byggðir Konsóhéraðs. Tveir ungir Konsómenn voru vígðir til prestsstarfa á þessu ári. Vinna þá átta prestar auk predik- ara og sjálfboðaliða að kristilegri boðun og fræðslu í héraðinu og standa fyrir lestrarskólum og sunnudagaskólum. Námskeið, lengri eða skemmri, eru haldin úti í sveitunum og á kristniboðsstöð- inni. Á kristniboðsstöðinni er barna- skóli með heimavist og innlendu starfsliði. Innlent starfsfólk vinn- ur einnig í sjúkraskýlinu undir Séð inn í húsgarð í Konsó. Berrisha Hunde, stöðvarstjóri í Konsó, ásamt fjölskyldu sinni. stjórn tveggja norskra hjúkrunar- kvenna. Þá starfar norskur bú- fræðingur í Konsó á vegum innlendu kirkjunnar að ræktunar- tilraunum og ýmsum framkvæmd- um, sem miða að því að efla atvinnuháttu og bæta kjör Konsó- manna. Jónas Þórisson kristniboði og fjölskylda hans fóru öðru sinni til Eþíópíu í sumar. Þau verða í Arba Minch, höfuðstað fylkisins Gamu Gofa, til áramóta en þá munu þau flytja til Konsó. Er fyrirhugað að Jónas leggi áherslu á útbreiðslu- starf í tengslum við kristniboðs- stöðvarnar í fvlkinu. Jóhannes Olafsson læknir og fjölskylda hans fór einnig til Eþíópíu að nýju á þessu ári. Þau verða í Arba Minch, og er Jóhannes yfirlæknir fylkisspítal- ans, sem rekinn er í nánú sam- bandi við kristniboðsstöðina í bænum. Mun Jóhannes einnig taka þátt í boðunarstarfinu eins og hann hefur ætíð gert. í nýlegu bréfi frá Jóhannesi segir svo: Fimm ár eru liðin síðan við settumst fyrst að hér í Arba Minch, þá til þess að skipuleggja og koma á stofn sjúkrahúsinu hér í bæ. Margt hefur breyst á þessum árum. Það finnum við nú, þegar við setjumst hér að aftur eftir nær þriggja ára fjarveru. Við erum flutt inn í sama húsið og við höfðum. Mjög vingjarnlega var tekið á móti okkur. Þrátt fyrir áróðurinn gegn heimsvaldastefnu Vesturlanda erum við engan veg- inn látin gjalda þess að við komum frá vestrænu landi, heldur finnum við fremur að litið er á okkur sem vini. í stjórnmálaumrótinu hafa að vísu nokkrir af vinum okkar misst trúna og fjarlægst okkur. Kristniboósdagur íslenskt kristniboð í Eþiðpíu og Kenya Kristniboð meðal Gyðinga Nýlega voru stofnuð JSamtök um kristna boðun meðal Gyðinga“, en slík samtök eru til á öllum hinum norðurlöndunúm. Þessi samtök stóðu að norrœnum fundi í Skálholti dagana 21.—25. sept. s.l. og var hann fyrsti fundur sinnar tegundar á Islandi. Umsjónarmenn þessarar síðu leituðu til formanns þessara samtaka á íslandi, sem er sr. Guðmundur Oli Ólafsson og inntu hann eftir fróðleik um norrœna fundinn og almennt um kristniboð meðal Gyðinga. — Ilvað kom að þínu matT markverðast fram á norræna fundinum í Skálholti? — Því er vandsvarað. Allt, sem fram fór á mótinu í Skálhoiti, var íslendingi stór- fróðlegt og nýstárlegt, enda saman kominn fágætur hópur sérfróðra manna að fjalla um málefni, sem aldrei hefur verið fjallað um með líkum hætti áður á íslandi. Nestor erlendu gest- anna, síra Axel Torm, verður minnisstæður. Hann er slíkur hafsjór þekkingar um málefnið, að leitun mun á öðrum eins. Að mótinu loknu verður þetta þó efst í huga: Á Norðurlöndum er dálítill hópur einlægra, krist- inna manna, vandaðra manna, lærðra og leikra, er telur köllun sína þá að sinna því verki á akri Guðs, sem er einna örðugast, vandasamast og þó veglegast: að snúa huga þjóðar Jesú Krists til hans. Þessi hópur er samhuga. Og nú hefur oss, íslendingum, verðið boðið í þennan hóp. Það er lagt að oss að leggja lið. Þökk sé Guði — og þessum ágætu erlendu vinum. — Ilvernig er staðið að kristniboði meðal Gyðinga? — Kristniboð meðal Gyðinga er ekki talið áhlaupaverk, og e.t.v. hefur það þó aldrei verið svo harðsótt sem nú. Margir guðfræðingar vilja nú raunar helzt ekki vita af neinu kristni- boði, sízt meðal Gyðinga. Aðrir telja kristniboðsskipun Jesú Krists í fullu gildi sem fyrr. Þeir, sem stunda kristniboð meðal Gyðinga, eru raunar margir sannfærðir um, að kjarni deilunnar um ailt kristni- boð sé aftaða kristinna manna til Gyðinga. Jesús sjálfur fór fyrst til Gyðinga með fagnaðar- erindið og bauð lærisveinum sínum að fara eins að. Nýja testamentið ber með sér, að þeir hlýddu því bókstaflega. Fyrstu kristniboðar meðal heiðingja voru Gyðingar, sem höfðu þenn- an hátt á. Þeir sneru sér fyrst til Gyðinga, síðan heiöingja. Kristnir menn hafa þó öldum saman gjarna gleymt því, að kristniboðsskipunin er í raun tvíþætt. Guð vill, að allir menn verði hólpnir. Boða skal öllum þjóðum fagnaðarerindið. í munni Guðs, í hjálpræðisráð- stöfun hans eru „allar þjóðir" ekki einungis heiðingjar, heldur einnig og ekki síður Gyðingar. Vér hlýðnumst ekki kristniboðs- skipuninni nema vér séum jafn fúsir að fara til Gyðinga sem heiðingja. í stað þess að flytja Gyðing- um fagnaðarerindið höfum vér flekkað sögu vora og kristið nafn vort með því að fyrirlíta, hata og ofsækja Gyðinga öldum saman. Sú synd vor veldur því, ekki sízt, hve Gyðingur eru frábitnir kristinni trú. Þeir eru langminnugir á mótgjörðir, og enn er skammt að minnast þeirra hörmunga, sem þeir þoldu af hendi svokallaðra kristinna manna í síðustu heimsstyrjöld. Engan þarf því að furða, þótt kristniboð sé nú litið óhýru auga austur í ísrael. Hinn 27. des. s.l. samþykkti ísraelska þingið að sönnu lög, sem beinlínis eru sett til þess að hindra allt kristniboð í landinu, ef unnt væri. Kristnir Gyðingar mega þar einnig venjast ýmsu mótdrægnu. Þeir eru ekki viður- kenndir sem G.vðingar af öðrum Gyðingum. Þeim er m.ö.o. af- neitað af þjóð sinni. Norrænu kristniboðsfélögin hafa einkum starfað í Frakk- landi og í ísrael eftir heims- st.vrjöldina. í fyrsta lagi leitast þau við að aðstoða og styðja kristna Gyðinga, sem þoldu hörmungar og flosnuðu upp úr fyrri heimkynnum í styrjöld-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.