Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 33 skammlaust á erlendar tungur, þó að þær séu menningarlega og málfræði- lega skyldar móðurmálinu. Þetta er öllu erfiðara í menningar og mál- samhengi sem er gjörólíkt því sem maður er alinn upp við. I þessu starfi er ég eiginlega bara ritari, gagnrýn- andi og spyrjandi. Ég hef haft með mér menn sem hafa Bórana að móðurmáli og eru vel að sér í menningu þjóðar sinnar. Ég ber undir þá það sem mér þykir vafasamt og bið um skýringu á því sem ég skil ekki. Á þennan hátt forma þeir setningarnar, en ég fullvissa mig um að merkingin komist til skila. Öll umræðan fer fram á Bórana til að forðast áhrif frá öðrum tungum. — Hvað er langt í land. að Nýja testamentið komi út? — Ég er að hreinrita handritið með eþíópsku letri og fara yfir þýðinguna í síðasta sinn. Þetta er seinunnið, en ég vona að þetta verði tilbúið til prentunar einhverntíma á árinu 1979. — A hvers vegum er þetta verk unnið? — Það má segja að þetta sé samstarf kristniboðsfélaga og Biblíufélaga. Ég starfa á vegum Norsk Luthersk Misjonssamband, sem Samband íslenskra kristniboðs- félaga hefur samstarf við. Sam- starfsmenn mínir í Eþíópíu eru launaðir af kirkjunni, en það er gert ráð fyrir að Biblíufélögin beri kostnaðinn af útgáfunni. — Eitt cr að gefa út bækur, en kann nokkuð af þessu fólki að lesa? — Lestrarkunnátta er heldur bág- 'borin. Hundraðshlutfallið er a.m.k. lágt, e.t.v. 1—2% sem kunna að lesa eða 30 til 60 þúsund manns. Kirkjan og kristniboðið hafa haft með höndum lestrarkennslu í mörg ár, en kennslan hefur verið á ríkismálinu, Ungur bórana-nemandi les móðurmál sitt íyrsta sinni. Amharísku, sem mjög fáir kunna. Þetta fólk, sem við höfum kennt að lesa er ólæst í reynd vegna skorts á hæfilegu lestrarefni eða öllu heldur skiljanlegu lestrarefni. Ég hef oft séð fólk lesa og skilja í fyrsta skiptí. Það er ógleymanlegt! Það kom t.d. eitt sinn til mín maður þegar ég var önnum kafinn að gera við bíl. Hann vildi kaupa bók um Jesú. Hann langaði til að vita meira um hann. Ég kannaðist við manninn og vissi að hann kunni ekki Amharísku, en hann kunni að lesa. Sömuleiðis vissi ég að í nágrenni við þennan mann bjó maður sem kunni Amharísku, en hann kunni ekki að lesa. Mig grunar að þeir hafi ætlað að lesa saman, annar sem augu, hinn sem eyru. Sá læsi átti að lesa og hinn átti að þýða. Það stóð svo á að við vorum að fjölrita fræði Lúthers svo að ég sagðist skyldu gefa honum iestrar- efni. Ég tók manninn með mér inn í fjölritunarstofuna og rétti honum fjölritaða örk. Maðurinn tvíhenti blaðið og byrjaði strax að lesa. Eftir stundarkorn leit hann upp og ljómaði allur: „Þetta er alveg eins og við tölum!!!“ sagði hann og hélt svo áfram að lesa! Að lokum varð ég að biðja hann að fara, vegna þess að ég hafði verk að vinna. Þeim sem ekki kunna að lesa verður að kenna. Við höfum gert ráð fyrir þessu og ég er að vinna að lestrarbók með hinu starfinu. Okkur er mikið í mun að búa til lestrarbók, sem er svo einföld að þeir sem hafa lært að lesa geti kennt öðrum, þannig að af þessu verði keðjuverk- anir. Annars er ég með ýmislegt í handriti sem ætlunin er að gefa út þegar fram líða stundir. Má þar nefna einfalda bæklinga um heilsu- vernd, búfjár-heilsuvernd, ræktun ýmiss konar o.þ.h. — Þið eruð sem sagt að leggja grundvöll að bókmenntum á þessu máli. — Það er eflaust rétt, — ef maður lítur ekki á munnlegar sögur, sagnir og ævintýri sem bókmenntir. Þetta er a.m.k. upphaf bók-mennta í Suður Órómó Þetta er alveg eins og við töiumi Hérfer á eftir viðtal við Harald Ólafsson sem um árabil var kristniboði í Suður-Eþiópíu. Haraldur býr nú í Noregi þar sem hann vinnur nú að útgáfu Nýja testamentisins á Bóranamállýzku. — Haraldur er sonur hjónanna Herborgar og Ólafs Ólafssonar kristniboða og bróðir Jóhannesar Ólafssonar kristniboðslæknis sem sagt erfrá annars staðar hér á síðunni. Ilaraldur var fyrst spurður í hverju starf hans væri fólgið. — Ég er að vinna Nýja testament- ið á Bórana-mállýsku Órómómáls í Eþíópíu. Starf mitt er ekki þýðingar- starf en öllu heldur endurskoðun og breyting á mállýsku. Það er enskur kristniboði, sem starfar í Norð- ur-Kenya, Stephen Houghton, og samverkamenn hans, sem hafa gert grundvallarþýðinguna, sem ég og samstarfsmenn mínir í Eþíópíu erum að búa til prentunar. Houghton er reyndar fæddur og uppalinn í Kína. Við vorum reyndar búnir að þýða nokkuð mikið af Nýja testa- mentinu áður en við fengum þýðingu Haughtons. Það var eins konar hallærislausn til notkunar í fræðslu- starfi kirkjunnar. ~ Nú skilst mér að ritmál sé oft ekki fyrir hendi, þegar hafist er handa um hiblíuþýðingar. Hvernig er þessu farið hjá ykkur? — Það hafa verið gefin út nokkur guðspjöll og smárit í Kenya á Bórana-mállýzkunni en með latn- esku letri. Mér skildist nokkuð fljótt að ég varð að vinna réttritunargrein- ingu, svo nefnda fónemíska grein- ingu, og reyna að búa til réttritun á þeim grundvelii. Þetta er nokkrum vandkvæðum bundið, þar eð eþíópískt letur er atkvæðaletur (syllabrium) og varð að gera sérstak- ar ráðstafanir til að skrifa tvöfalda sérhljóða og tvöfalda samhljóða. Tillögur mínar voru upphaflega samþykktar, en hafnað síðar og önnur réttitun tekin fram yfir. Þessa nýju réttritun er ákaflega auðvelt að skrifa en mjög erfitt að lesa vegna þess að hún gefur engar upplýsingar um hvort hljóðin eru stutt eða löng, — hvort sögn er í eintölu eða fleirtölu, eða hvort orðmyndin er þið eðá þeir. — Þið hafið sem sagt orðið að búa til ritmál. Voru bækur ykkar þá þær fyrstu scm komu út á Órómó- máli? — Nei, fyrstu bækurnar á Órómó komu út upp úr 1860 og öll Biblían var gefin út 1899. Það er meira að segja gefið út á blað á Órómó. En allar bækur sem gefnar hafa verið út til þessa eru á Vestur-Órómó, sem er mjög ólíkt Bórana-Órómó og Bórön- um næsta óskiljanlegt. Til þessa hefur máli verið kallað Galla, en Órómó-menn sjálfir kalla það Órómó og er það að komast í hefð. — Er þetta stórt málsamfélag? — Órómó er vafalaust stærsta málsamlfélag í Eþíópíu. Það eru margar milljónir sem tala það sem móðurmál og aðrar milljónir, sem of lítið um fjórða flokkinn til að gera okkur grein fyrir hvort hún kemur að notum þar. Þú talar um Órómó-mál og mállýzkur sem eru að mestu inn- byrðis óskiljanlegar. Er það ekki fremur um skyld mál að ræða en mállýzkur? — Það er matsatriði. Samkvæmt þessum skilningi er Skandinavíska eitt mál og danska, norska og sænska mállýskur. — Ilvaða vinnubrögðum beitirðu í þessu starfi? — Ég legg þýðingu Houghtons til grundvallar og ber hana saman við Ilaraldur Ólafsson við þýðingarstörf. tala það sem annað mál. Bóranar eru ekki nema 400 þúsund, en við gerum ráð fyrir að a.m.k. 3 milljónir manna geti haft not af ritum ókkar og e.t.v. allt að því 5 milljónir . Við höfum gert ráð fyrir að þrír mállýskuflokk- ar geti nýtt þýðinguna, en við vitum inni, eins og aðrir Gyðingar. Margir þeirra eru nú komnir til Israels. I öðru lagi er svo ieitast við að stofna til kynna við aðra Gyðinga, reynt að vinna bug á tortryggninni og andúðinni og gera þeim ljóst, að kristnir menn hata þá ekki, heldur bera til þeirra meiri kærleika og sterkara vinarþel en aðrir menn. Jafnframt er svo leitazt við að vekja athygli þeirra á Nýja testamentinu og tengslum þess við eigin Biblíu þeirra, Gamla testamentið, og Mess- iasarvonir þeirra sjálfra. Starfið er unnið af hógværð og í hljóði, og árangur sýnist rpörgum smár. En fyrirheit Guðs eru gömul og gild, og þúsund ár eru honum einn dagur. — Eru margir kristnir Gyð- ingar í ísrael í dag? — Nei, þeir eru furðu fáir, ef farið er í skrár. Þeir munu ekki fleiri en þúsund af þrem milljónum Gyðinga í landinu. Þó er rétt að hafa i huga, að ófáir Gyðingar aðhyllast kristna trú á laun, Þeir hafa ekki dirfsku eða þrek til að takast á við þá andúð og það mótlæti, sem þeir ella ættu yfir höfði sér. Kristnir menn í ísrael eru taldir tæplega áttatíu þúsundir alls. Trúlegt er, að margir Arabar í hinum fornu krikjudeildum þar eystra séu komnir af ættum kristinna Gyðinga. — Ilvað geta íslcndingar lagt af miirkum í þessu starfi? — Hlutur íslendinga getur ekki orðið stór að sinni. Ifætt er við, að þeir verði miklu fremur þiggjendur en veitendur meðal frændþjóðanna. Allir kristnir menn geta þó beðið, og fyrirbæn á sér fyrirheit. Samtökin ný- stofnuðu munu þó eftir getu reyna aö kynna málefnið hér á landi og afla því vina og síðan fjárstuðnings. Svo gæti og farið, þegar fram líða stundir, að unnt yrði að senda héðan hæfa menn til starfa. Það háir norrænu félögunum m.a., að þau skortir starfsfólk á akurinn. aðrar þýðingar og að nokkru leyti við gríska textann. Þar sem mér þótti Houghton mistakast gerði ég at- hugasemdir, sem ég lagði fyrir þriggja manna nefnd, sem ég starf- aði með í Eþíópíu sumarið 1977. Ég notaði nokkuð mikinn tíma til að fara yfir biblíuleg hugtök eins og náð, miskunn, réttlæting, helgun o.þ.h. og gerðum við nokkrar breyt- ingar varðandi þessi atriði. Annars eru vinnubrögð Houghtons athyglisverð. Hann fékk Bórana-stú- dent ensku þýðinguna „Good News for Modern Man“, og lét hann þýða hana af hendi fram. Houghton fór síðan yfir þýðinguna með hliðsjón af gríska textanum og lagfærði það sem var brenglað. Að því loknu fór hann yfir alla þýðinguna með nefnd manna, með það fyrir augum að færa málið í eðlilegt form. Árangurinn er mjög góður. Þýðingin er að mestu mjög góð og málið lipurt og eðlilegt. „Nú, þetta er bara alveg eins og við tölum!“ segja Bóranar þegar maður les fyrir þá. Þessi vinnubrögð hafa það til síns ágætis að þýðingin er fljótunnin án þess að það gangi út yfir áreiðanleika hennar. „Good News for Modern Man“ eða Today's English version, er mikið notuð sem eins konar módel fyrir nýjar þýðing- ar. Það er ekki ætlast til að „Good News“ sé notað sem grunntexti, en lögð áhersla á að setningar séu stuttar, málið eðlilegt og aiþýðlegt. — Þú ert þá ekki einn að vinna að þessari útgáfu Nýja testamentis- ins. Hverjir vinna þetta með þér? — Það er fáum gefið að geta þýtt A Umsjón: Séra Jórt Dalbú Hróbjartsson Séra Karl Siyui'bjönmon Siyuröur Pdlsson DROTTINSDEGI Biblíulestur vikuna 12, —18. nóv. Sunnud. 12. 24,15-28. nóv. Matt. Mánud. 13. nóv. 2. Þess. 2,1-12. Þriðjud. 14. 8,1-13. nóv. Opinb. Miövikud. 15. nóv. Opinb. 11,15-12,6. Fimmtud. 16. nóv. Opinb. 12,7-17. Föstud. 17 13,1-18. nóv. Opinb. Laugard. 18. 15,1-8. nóv. Opinb.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.