Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 39 VI I ▼ - ’ið komum með feikimikið af upplýsingum um portúgalska framieiðslu, sem hvað gæði varðar stenzt alveg samjöfnuð við það sem við kaupum annars staðar frá og að því er * okkur sýnist einnig hvað verð snertir. Ég dreg því ekki í efa að það er hægt að stórauka viðskiptin við Portúgal, en það kostar nokkra vinnu og fyrirhöfn í upphafi. En innflutningur tii Islands er frjáls, þannig að þetta verður komið undir vilja manna til að stuðla að siíkum viðskiptum, því hitt er víst, að okkur er lífsnauðsyn að selja saitfisk í verulegu magni til I’ortúgals," sagði Jón Ármann Héðinsson starfsmaður SÍF, er Mbl. ræddi við hann og Sigvalda borsteinsson hjá verzlunarráðinu, en þeir eru nýkomnir úr fjögurra vikna ferð til Portúgals, þar sem þeir athuguðu möguleika á auknum kaupum íslendinga á portúgalskri framleiðslu. Allt frá því portúgölsk sendi- nefnd kom hingað til lands vegna viðræðna um viðskipti landanna hefur verið unnið að því að kanna möguleika á auknum innflutningi okkar frá Portúgal, sem Portúgal- ar hafa lagt áherzlu á til mótvæg- is við saltfiskkaup þeirra héðan. sína framleiðslu," sagði Jón Ár- mann. „Þeir selja of lítið í gegnum pappír, en leggja aðaláherzluna á sölusýningar. Þeir eru með mikið af sölu- sýningum og til dæmis var haldin stór fataefnasýning í Lissabon Jón Ármann Héðinsson og Sigvaldi Þórsteinsson Hœgt að stórauka viðskiptin við Portúgal ef áhugi er á - segja Jón Ármann Héðinsson og Sigvaldi Þorsteins- son sem nýkomnir eru úr mánaðarferð um Portúgal „Á fundum með þessum nefndarmönnum settum við í verzlunarráðinu fram nokkurs konar vörulista yfir þá fram- leiðslu, sem við óskuðum eftir upplýsingum um,“ sagði Sigvaldi. „Okkur var gefið loforð um þær, en ekkert gerðist, þannig að minn þáttur í þessari ferð var síðasta J,ilraunin af okkar hálfu til að lýsa áhuga okkar á því að athuga þessi mál. Á þessum vörulista voru m.a.: vefnaðarvörur, gólf- og veggflísar, hreinlætistæki, fittings, rör, þil- plötur, búsáhöld, skófatnaður og ýmsar pappírsvörur auk þess sem mér sýnist að möguleikar séu á kaupum á niðursoðnu grænmeti og sykri. Ú tflutningsef lingarráð Portúgals skipulagði heimsókn okkar Jóns í 32 verksmiðjur í Portúgal og einnig kom verzlunar- ráð þeirra á fundum okkar og ýmissa framleiðenda og útflytj- enda. Einnig greiddi félag portúgalskra iðnrekenda götu okkar.“ „Það sem eiiikennir viðskipta- máta Portúgala er það að þeir hafa of lítið af prentuðu máli um meðan við vorum í Portúgal. Þangað komu kaupmenn frá Norðurlöndum, Englandi, Belgíu, Hollandi og V-Þýzkalandi, en enginn íslendingur. Við skoðuðum í þessari ferð ýmsar vörur sem þeir flytja út til Bandaríkjanna og Englands, en menn í þeim löndum eru ekki síður kröfuharðir um verð óg gæði en við Islendingar. Við lögðum áherzlu á í viðræð- um okkar við Portúgali, að ef af viðskiptum á að verða, þá þýðir ekki annað fyrir þá en að sinna þeim markaði, sem skapast á Islandi, þótt ekki sé hann stór. Þeir verða að svara bréfum og þeir verða að bjóða kjör sem eru sambærileg við það sem okkar innflytjendur njóta annars stað- ar.“ „Áhugi portúgalskra stjórn- valda á auknum viðskiptum er ótvíræður," sagði Sigvaldi. „Og við fundum ekki annað en að portú- galskir framleiðendur hefðu einn- ig áhuga á viðskiptum við ísland. Margar af þessum verksmiðj- um, sem við sáum, var einmitt verið að stækka, þannig að aukinn markaður er áhugamál forráða- manna þeirra. Sem stendur eru engar fastar skipaferðir milli íslands og Portú- gals þannig að íslenzkir innflytj- endur hafa orðið að taka portú- galskar vörur heim í gegnum Holland, sem hefur reynzt dýrt og óhagkvæmt. En ef til vill verður bætt úr því ef af auknum innflutn- ingi verður." „Þær upplýsingar sem við höf- um með okkur heim úr þessari ferð munu liggja frammi hjá verzlunarráðinu og einnig hefur verið rætt um það að hafa sams k^nar upplýsingamiðstöð hjá SÍF,“, sagði Jón Ármann. „En það er ljóst að það mun kosta mikla vinnu að koma viðskiptum á, því íslenzkir innflytjendur hafa sín verzlunarsambönd, í mörgum til- fellum gamalgróin, þannig að það er meira en bara að segja það að skapa þau skilyrði að þeir snúi sér til Portúgala. En vegna saltfisks- ins er það engu að síður nauðsyn- legt.“ „Það má geta þess, að á einum stað þar sem við komum sáum við langar biðraðir fólks við verzlan- ir,“ sagði Sigvaldi. „Okkur lék forvitni á að vita hvaða vara væri svona eftirsótt, því yfirleitt sýnd- ist mér vöruúrvalið nægt og gott í verzlunum. Það kom þá í ljós, að það sem fólkið fór í biðraðir til að ná í var nýr saltfiskur frá íslandi, þanníg að það er engin spurning um það að fólkið í Portúgal vill fá sinn saltfisk.“ er fyrsta hljómplatan og vonandi ekki sföasta sem Linda Gísladóttir sendir frá sér. Þaö var einmitt Linda sem söng sig inní hjörtu íslendinga á s.l. vetri f sjónvarpinu meö Lummunum og fleirum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.