Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 41 Sýning Bjarna G. Þórarinssonar Á síðustu árum hafa hollenzk áhrif í æ ríkari mæli náð að festa rætur meðal yngri kyn- slóðar hérlendra myndlistar- manna. Væri einnig hægt að nefna þetta miðevrópsk áhrif, því að þar í álfunni hefur einna mest borið á iðkun þessarar tegundar listar — utan Banda- ríkjanna. En hin beinu áhrif koma ótvírætt frá Hollandi þar sem nokkrir ungir menn ís- lenzkir, hafa náð að hasla sér völl svo sem kunnugt er. Hafa þeir og nokkrir félagar þeirra víðs vegar að úr Evrópu haft gott samband við hérlenda sporgöngumenn sína, með bein- um samskiptum, sýningahaldi og kennslu. — Þessi tegund listar hefur þann ótviræða kost yfir málverkið annars vegar og skúlptúrinn hins vegar, að flutningskostnaður verður nær enginn þar sem myndverkin eru annað hvort ljósmyndir eða gerð með efnum sem finna má í næsta nágrenni á hverjum stað. — Það mætti máski gefa Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON þessari tegund listar samheitið „náttúruvirkjun", því að hún byggist mjög á því að gera náttúruna að þátttakanda í sköpun myndverka — ekki með beinni eftirlíkingu, heldur á beinan skynrænan hátt eða þá að listamaðurinn staðsetur sjálfan sig eða hluta af sjálfum sér inn í landslagið og gerist með slíkri samsemd eins konar hluti af líkamningu láðs og lagar. Ekki er þetta alls kostar nýtt fyrirbæri, því að ég man t.d. mjög vel eftir keimlíkum leikj- um úr bernsku minni — en það er nýtt að virkja slíka leiki sem list, og við því er fátt hægt að segja, frekar en að ýmsir listamenn byggðu list sína á teikningum barna á fyrstu áratugum aldarinnar, til að mynda Klee og Dubuffet. Einnig má hér vísa til da-da-istanna og margra uppátækja þeirra. Skyldu ekki margir muna eftir því að hafa í bernsku sinni hlaðið ýmis mynstur úr fjöru- grjóti á ströndinni og notið þess að láta svo aðfallið flæða yfir tiltektina, — eða framið ótal- marga þykjustuleiki í bland við náttúruna? — Ekki er undirritaður á neinn hátt að leitast við að rýra gildi þess að virkja slíkar tiltektir sem gilda list — ekkert er eingetið á jörðinni — allt er samverkan og þróun og frum- leikinn er næsta afstætt hugtak á vorum dögum. í hæsta lagi er mögulegt að vera frumlegur í samsetningu myndverka eða hagnýtingu hinna margvísleg- ustu efna er notuð eru í nútímalist. Við þetta má bæta, að ljósmyndin og myndraðir af hinum aðskildustu fyrirbærum eru jafngömul uppfinningu ljós- myndatækninnar. Bjarni G. bórarinsson, er undanfarið hefur verið með fyrstu einkasýningu sína í Galleríi Suðurgötu 7, er einn af þeim ungu mönnum er hafa látið heillast af hinum mið- evrópsku straumum í myndlist. Hann er skólaður úr Myndlista- og handíðaskólanum og sýndi þar fljótlega tilhneigingu til sérstæðra vinnubragða og var jafnframt óvenju þrautseigur við að vinna úr hugmyndum sínum. Það er vafalítið óskhyggja mín, en fyrir ýmsa hluti hefði ég heldur viljað sjá viðleitni hans þróast í annan farveg en þann er getur að líta á þessari sýningu hans — mér þykja hæfileikar Bjarna engan veginn njóta sín til fulls né koma hér nægilega vel fram og þó tel ég þetta með athyglisverðustu sýningum er ég hefi augum barið á þessum stað. Einkum er mér minnis- stæð snjöll útfærsla hans á Brennu-Njálssögu svo og annað myndverk er nefnist „Dropi í hafið" — það er einlægni og alvara á bak við gerð þessara mynda er gefa loforð um meiri og gildari átök á þessum vett- vangi í náinni framtíð. Bragi Asgeirsson. Heyrnarleysi verði metið til bótaskyldrar örorku Frá aðalfundi Foreldra- og Styrktarfél.ags Heyrnardaufra Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra hélt nýlega aðal- fund sinn. Formaðurinn, Sigurður Jóels- son, kennari, rakti þar störf félagsins á liðnu starfsári. Síðastliðið haust beitti félagið sér fyrir því, að nemendur Heyrn- leysingjaskólans fengu aðstöðu til tómstundaiðkana á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur. Gaf sú nýbreytni góða raun og mun verða framhald þar á í vetur. 22. okt. 1977 tók Félag heyrnar- lausra í notkun húsnæði að Skólavörðustíg 21, sem það festi kaup á til félagsstarfsemi sinnár. Samstarfsnefnd sem í eiga sæti fulltrúar frá Foreldra- og st.vrkt- arfélagi heyrnardaufra og frá Félagi heyrnarlausra, vann mikið að þessu máli. Félögin reka þar nú skrifstofu í sameiningu. Þess má geta, að Reykjavíkurborg veitti 1 milljón kr. styrk til húsakaup- anna. Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra hefur lengi barist fyrir því, að með íslensku efni, sem flutt er í sjónvarpi, svo sem fréttum, íslenskum leikritum og kvikmyndum verði texti. Telja má fullvíst, að slíkur texti mundi koma mörgum að gagni öðrum en skjólstæðingum félagsins. Mætti þar til nefna aldrað fólk sem farið er að missa heyrn. Enn sem komið er hefur ekkert áunnist í þessu máli. Þá hefur félagið unnið að því að heyrnarleysi verði metið til bóta- skyldrar örorku og Öryrkjabanda- lági íslands var falið að gæta þess að hlutur heyrnarskertra verði ekki fyrir borð borinn í frumvarpi að bre.vtingum á tryggingalöggjöf- inni. Árni Böðvarsson, cand. mag. kom á aðalfundinn og ræddi um gerð og notkun orðabóka, en Foreldra- og styrktarfélag heyrn- ardaufra hefur í mörg ár unnið að gerð orðabókar með skýringar- myndum og hyggst gefa hana út á næsta ári. Slík orðabók mun henta vel heyrnardaufum og yngstu aldursflokkum grunnskólans. Orðabók af þessu tagi hefur ekki verið til á íslensku áður. Á aðalfundinn komu líka Brandur Jónsson, skólastjóri og Guðlaug Snorradóttir, yfirkennari. Þau greindu frá nýstofnaðri fram- haldsdeild við Heyrnleysingjaskól- ann. Skólastjóri og kennarar skólans hafa unnið mjög ötullega að stofnun framhaldsdeildarinnar undanfarin ár og mun hún gjör- breyta allri aðstöðu heyrnleys- ingja til framhaldsnáms. Tekna hefur Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra aflað með félagsgjöldum, kaffi- og kökusölu og með því að halda basar. Hafa félagskonur unnið þar mikið og óeigingjarnt starf. For- maður félagsins er Sigurður Jóels- son, aðrir í stjórn eru Jón Erling Jónsson, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Margrét ísaksen, Guðbjörg Sveinsdóttir, Sverrir Gunnarsson og Valdís Jónsdóttir. (Úr fréttatilk.) Verðbólgan Allir tala um hana en enginn gerir neitt í því nema við. Við bjóðum þér nýjan Amigo á 1.660.000- JÖFUR HF Tékkneska bifreióaumboóió á Islandi AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SIMI 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.