Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1978 43 Gunnar Þórðarson með STOR-hljómleika Gunnar bórðarson mun halda hljómleika í Háskólabíói næstkomandi sunnudagskvöld, líklega klukkan háll tíu. Mun hann þar kynna væntanlega hljómplötu sína sem kemur svo út daginn eftir með pompi og prakt. Efnið á hljómleikunum samanstendur fyrst og fremst af lögum af þessari plötu sem er tvöföld, en auk þess verða nokkur eldri lög látin fylgja í kaupbæti. Ásamt Gunnari koma fram Ljgsin í bænum, 16 manns úr sinfóníuhljómsveitinni, þar af 12 strengjaleikarar og 3 blásarar auk nokkurra annarra, en búist er við að í allt verði um 25—30 manns á sviðinu. Efni það sem Gunnar verður með tekur um tvo tíma, en þar að auki koma einhverjir af vinum hans til með að troða upp inn á milli. Gunnar er búinn að leggja allmikla vinnu í þessa plötu. Hann byrjaði á upptöku snemma vors og kom upp með spólurnar fyrir um það bil mánuði. Platan var tekin upp í New York, Los Angeles og Hafnarfirði eins og áður hefur komið fram í Slagbrandi, en meðal efnis má nefna tónlistina úr „Blóðrauða sólarlaginu" hans Hrafns Gunnlaugssonar, en tónlistin í þeirri mynd var tvímælalaust það sem gaf henni hvað mest gildi. Þar sem svo mikið hefur verið lagt í plötuna þótti tilhlýðilegt að hún yrði kynnt á veglegan og eftirminnilegan hátt og því var þessi leið valin. Búast má við að hljómleikar sem þessir verði ekki daglegur viðburður því samkvæmt útreikningum er engan veginn hægt að fá þá til að borga sig, jafnvel ekki standa á jöfnu. HIA Megasar-hljómleikarnir: And- stæður w I sinna, lög og textar, sem Megas samdi um og upp úr 1970, og birtust margir textanna ásamt nótum í þremur bókum sem Megas gaf út um það leyti. Nokkur laganna eru reyndar vinsæl fyrir þó ekki hafi þau verið gefin út enn, lög eins og „Ef þú smælar framan í heiminn" sem Slagbrandur hefur heyrt Megas skila betur en á þessum hljóm- leikum. Annað vinsælt lag er „Grísalappa Lísa“ og enn annað „Okí Kókí“. Flutningurinn var lýtalaus en líka mikið til líflaus og ekkert nýtt var að heyra frá gömlu tónlist mætast SÍÐASTLIÐNA helgi voru haldnir hljómleikar í sal Menntaskólans við Ilamrahlíð með Megasi og hljómsveit. Hér var um að ræða upptöku á væntanlegri tvöfaldri breiðskífu sem koma á út einhvern tímann í byrjun næsta árs. Ásamt Megasi komu fram Guðmundur Ingólfs- son, sem lék á flygil, rafmagns- pi'anó og harmónikku, Pálmi Gunnarsson sem lék á bassagít- ar, Sigurður Karlsson, sem lék á trommur og pákur, Björgvin Gíslason, sem lék á rafmagnsgít- ar, „slide“-gítar og „Ovat- ion‘‘-kassagítar, og Lárus Gríms- son lék á orgel og flautu. Eins og flestir vita er hér um afbragðs hljóðfæraleikara að ræða, og urðu mistök því ekki ýkja mörg (á fyrri hljómleikunum þ.e.a.s.) en þó leikur grunur á að eitthvað þurfi að leika aftur í stúdíói til að hreinsa útallar villur. Efnið, sem gengur undir samheitinu „Drög að sjálfs- morði", er mest allt komið til ára plötudómar — plötudómar — plötuc Revíuvísurnar gömlu virðast vera í miklum metum þessa dagana meðal plötuútgefanda. Skömmu eftir fréttir af væntanlegri Revíuplötu frá Sigrúnu Iljálmtýsdóttur og Agli Ólafssyni birtist önnur Revíuplata. „Revíuvísur", með útvarps; upptökum með söng Alfreðs Andréssonar. Nínu Sveinsdóttur, Brynjólfs Jóhannessonar og Lárusar Ingólfssonar. Það skemmtilega við þessar plötur er að þeim slær ekki saman nema í einu tilfelli. Það eru „KerlingaVísur" sem Nína Sveinsdóttir syngur prýðilega á þessari plötu. Nína. sem var ein sú vinsadasta í revíubransanum, syngur cinnig lögin „Þegar Kanarnir komu í Keflavík" og „Jónsvísur" en „Jónsvísurnar" áttu miklum vinsaddum að fagna. Brynjólfur Jóhannesson syngur lögin „Hvers er hvurs", „Hvað cr um að tala“ og „Ástandið". Alfreð Andrésson ar líka mjög vinsa‘11 revíusöngvari og syngur hann hér lögin „Ó vertu ei svona sorró" og „M-Listinn“, sem bæði eru prýðisgóð, auk þess syngur han líka „Utvarpsvísur", en allar upptökurnar voru teknar upp í útvarpinu og eru að komast á plötu í fyrsta sinni núna! Lárus Ingólfsson á skemmtilegasta lagið, „Daninn á íslandi", sem er ómetanlegt. auk þess syngur hann „Syrpu Óla í Fitjakoti" og „Eftirhermuvísur". Plata þessi er tímaba>r og mun eiga sinn hlut í að viðhalda áhuganum á þessu skemmtiformi. kempunni, enda búinn að gefa út fimm breiðskífur. Ætla má að með þessum hljómleikum hafi Megas verið að hrista af sér þennan sönglaga-lager til að geta byrjað á nýju efni, en þar kann mér að skjátlast. Textaflutningur Megasar var fullkomlega óskilj- anlegur líkt og fyrri daginn og fetar hann þar algerlega í fótspor Mick Jaggers, sem kom fram með þá hugmynd eitt sinn, að syngja ætti texta óskýrt til að undir- strika lagið sjálft og tónlistina. Hljómlistin hljómaði svo allt of hátt í salnum en líklega kemur það ekki að sök í plötuvinnslunni. Lögin sem flutt voru á hljóm- leikunum voru þessi: Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig, Gleymdur tími, Grísalappa Lísa, Formsatriði var ekki full- nægt; Áttunda afrit af eyðublaði númer niu, Atvinnulaus gítaristi á bísanum, Hadda Morgan á flæðiskerinu, Ekkert er útilokað, allt..., I skotgröfinni, Aðeins draumur, Eg horfi niður, Þegar lyfturnar í blokkinni biluðu, Ódysseifur snýr aftur, Pan og pípan, Eyjólfur Bóndi: Heim II, Frægur sigur, Hvellgeiri, Ókí Kókí. Þess má líka geta að hljóm- sveitin lék án Megasar Also Sprach Zarathustra á undan og tókst vel upp. Reyndar var hljómsveitin bein andstaða við Megas í flutningi, hans flutningur hrár og grófur en hennar mjúkur og ákveðinn. HIA. Vinsœldalistar Þar kom að því, „Summer nights“ með John Travolta og Oliviu Newton-John er ekki lengur í efsta sæti brezka vinsældalistans. Ekki svo að skilja að um miklar og merkar breytingar sé að ræða, því að við efsta sætinu hefur John Travolta einn tekið með lagi sínu „Sandy“. Boomtown Rats gera það gott í Bretlandi þessa dagana, en þær eru í öðru sæti og þá er ekki síður eftirtektarverð hraðferð Oliviu Newton-John upp listann með lag sitt „Hopelessly devoted to you“. í Bandaríkjunum er Donna Summer nú í efsta sæti, en Nick Gilder er ekki langt undan, eða í 2. sæti. Aðeins eitt nýtt lag er á listanum, það nefnist „Ready to take a chance again“ og flytur Barry Manilow það. í Vestur-Þýzkalandi situr allt við hið sama, utan hvað Teens og Leif Garrett eru að nýju komnir á blað að ógleymdum Jóni og Oliviu. 1. ( 2) 2. ( 5) 3. ( 1) 4. ( 3) 5. ( 8) 6. ( 4) 7. ( 7) 8. (10) 9. (27) 10. (14) London: Sandy — John Travolta. Rat trap — Boomtown Rats. Summer nights — John Travolta og Olivia Newton-John. MacArthur park — Donna Summer. Blame it on the boogie — Jacksons. Rasputin — Boney M. The public image — Public Image Ltd. Darlin’ — Frankie Miller. Hopelessly devoted to you — Olivia Newt.-John. Hurry up Harry — Sham 69. New York: 1. ( 2) MacArthur park — Donna Summer. 2. ( 1) Hot child in the city — Nick Gilder. 3. (3) Kiss you all over — Exile. 4. ( 4) You needed me — Anne Murrey. 5. ( 6) Double vision — Foreigner. 6. ( 8) How much I feel — Ambrosia. 7. ( 7) Beast of burden — Rolling Stones. 8. ( 5) Whenever I call you „friend“ — Kenny Loggins. 9. (11) Ready to take a chance again — Barry Manilow. 10. (10) You never done it like that — Captain og Tennille. Bonn: 1. ( 1) Mexican girl — Smokie. 2. ( 2) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia Newton-John. 3. ( 4) Summer night city — ABBA. 4. ( 3) Substitute — Clout. 5. (11) Gimme gimme you love — Teens. 6. ( 5) Dancing in the city — Marshall og Hain. 7. ( 6) Rasputin — Boney M. 8. ( 7) Three times a lady — Commodores. 9. (19) Summer nights — John Travolta og Olivia Newt.-John. 10. (—) The wanderer — Leif Garrett. Puplic Image Ltd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.