Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. NÖVEMBER 1978 Þorsteinn Guójónsson; K.O. Schmidt og „Guð- irnir á Síríusi” Hver var K.O. Sehmidt? Þessu er í fyrsta la>;i þannin að svara, að hann var þýskur rithöf- undur, fæddur árið 1904 í bænum Lahoe við FlensborK í Slésvík, ok átti til danskra forfeðra að telja eins og marttir Slésvíkurbúar. En hann lézt í borjíinni Reutlinj;en í Suðvestur-Þýzkalandi að kvöldi þess 21. desemher 1977, og hafði hann þá búið á þeim slóðum í meir en 50 ár on átti að baki sér nærri því jafnlanKan rithöfundarferil. Reyndar hafði hann aldrei verið starfsaniari sem rithöfundur en þes;ar hið óvænta fráfall hans bar að. Bókum hans er stundum skipt í þrjár höfuðgreinar: 1. Þær sem miða að kynninf;u á dulfræðilegum on heimspekilet;um ritum, aust- rænum on vestrænum, fornum otí nýjum. 2. Lífsleiðbeininttabækur í ætt við þær sem mikið eru nú lesnar víða á Vesturlöndum og eitta að auðvelda fólki að ttera sér efnivið úr hverdatísleik samtím- ans. 3. Bækur sem varða tiltíantí lífsins ok þroskun hæfileikanna með framtíðarmarkmið fyrir aug- um. Lífsspeki, dulspeki ou heim- speki eru þannij; aðalviðkvæðin í þeim fjölmörgu ritum, sem K.O. Schmidt hefur skilið eftir sig. \'arð hann af þessu vinmart;ur og vinsæll, bæði sem rithöfundur off sem maður, ot; sóttu mart;ir styrk ok ráð til hans, sem illa hafði t;ent;ið að finna sér viðfangsefni í lífinu. Líklet;a hefði þó ekkert af þessu mej;nað að vekja verulegan áhuga þess, sem þetta ritar, á þessum rithöfundi, ef ekki hefði komið annað til. K.O. Schmidt hafði f.vrir allmört;um árum skrifað almenna fræðslubók um stjörnufræði, sem hann nefndi „Stjarna meðal stjarna" (Stern unter Sternen), ok er hún, eins ok margar bækur um slíkt efni frá síðari árum, miklu jákvæðari gagnvart hugsun um líf á öðrum stjörnum en bækur um sama efni voru áður. Höfundurinn heldur fram lífi á öðrum stjörnum ok leitast við að setja stjörnu- fræðina í samband við sjálft eðli mansins. Af þessu hefði mátt ætla, að einhver glóð sannfæringar um “annað og rneira" en ytri ásýnd stjarnheimsins brynni að baki áhuga hans á að fræða um þessi efni. Elnda fór það svo, í framhaldi af „Stjörnu meðal stjarna“, að áður en K.O. Schmidt lyki ævi sinni átti hann eftir að birta lesendum sínum nokkuð það, sem hann hafði lengi og vel geymt í fylgsnum huga síns. Árið 197ö kom út á forlagi G.E. Schröders (Kleinjörl við Flens- borg) bókin Guðirnir á Síríusi eftir K.O. Schmidt, og meðal annars vegna þess hve kunnur og vinsæll höfundurinn var þá þegar orðinn, fjölgaði lesendum brátt, enda var þetta hið mesta af- kasta— og útgáfuár á rithöfundar- ferli hans. \ „Guðunum á Síríusi" segir hann frá furðulega stórkost- legum vitrunum, sem fyrir hann bar á barnsaldri, það er á tólfta árinu (1915) og síðar endurnýjuð- ust að nokkru árin 1927 og 1941. Urn 60 ára skeið þagði K.O. Schmidt nær því gersamlega yfir þessum auði hugar síns, meðan enn var langt í land, að menn væru viðbúnir því að veita viðtöku slíkum boðskap. Tilraunir hans til að klæða þessa reynslu sína í einhvern þann búning, sem sam- tíðin viðurkenndi, höfðu líka reynzt árangurslausar. Enda fór svo, að þegar hann loksins gat komið sér að því að láta þetta frá sér fara, þá var það með því að gera hreint fyrir sínum dyrum og segja söguna eins og hún hafði komið honum fyrir, án alls bók- menntalegs klæðnaðar. En þetta gerðist, eins og að ofan greinir, árið 1976, og mátti varla seinna vera, því rúmu ári síðar var K.O. Sehmidt látinn. Kom það þó mörgum á óvart, því að hann hafði starfað með fuliri orku til hinztu stundar. Úr ævisögu K.O. Schmidts skal fátt eitt rakið hér, enda mun hún ekki hafa verið viðburðarík á yfirborði. Hann var alla tíð einn þeirra, sem Þjóðverjar nefna „die Stillen im Lande“, en það eru hóglátir og góðviljaðir menn, sem vinna þjóðfélaginu og einstakl- ingunum gagn í kyrrþey, án yfirborðsskarkala, og má þeim jafna við þá sem Forn-Islendingar nefndu spaka menn eða spekinga. En það orð þýðir, eins og merking þess ber með sér: hæglátir menn og vel stilltir. En það að vera cel stilltur, leiðir einmitt af þessu sambandi við lengra komna íbúa stjarnheimsins, sem K.O. Schmidt lýsir svo aðdáanlega í bók sinni um „Guðina á Síríusi". K.O. Schmidt' menntaðist í fyrstu til þess að vera bóksali eða stjórnandi fyrirtækis af slíkri gerð, og kom það honum að góðu haldi í sambandi við lífsstarf sitt, sem var að fræða og mennta góða lesendur með þeim bókum, sem hann skrifaði. Hann ávann sér LADA 1600 Allar tegundir af LADA fyrirliggjandi Lada 1200 ca. kr. 2.130 pús. Lada 1200 station ca. kr. 2.140 pús. Lada 1500 station ca. kr. 2.230 pús. Lada 1500 Topas ca. kr. 2.540 pús. Lada 1600 ca. kr. 2.710 pús. Lada Sport ca. kr. 3.570 pús. Tryggið ykkur LADA á lága verðinu. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Bilreiðar & Landbúnaðarvélar hí. Sudurlandsbraul 14 - Reykjavík - Símí 38600 ALLT TIL VATNS-, HITA- OG FRÁRENNSLISLAGNA 1. rör 4. fittings 2. röraeinangrun 5. Danfoss 3. vafningar sjálfvirkir hitastillar o.fl. - OKKAR LAUSN ER BETRI LAUSN - J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F Skúlagötu 30 - Sími 11280 ýmsar heiðursnafnbætur sem lær- dómsmaður og rithöfundur, en hélt slíku lítt á loft, og aldrei safnaði hann veraldarauði, heldur var hitt lengi, að hann kostaði sjálfur útgáfu bóka sinna. En það breyttist þegar aldur færðist yfir hann, Þá fór að verða arðvænlegt að gefa út bækur hans. K.O. Schmidt giftist ekki og átti ekki börn, enda mun maður með lífsstefnu slíka, sem hann markaði sér, naumast hafa átt margra kosta völ um tekjuöflun og aðra aðstöðu á þeim umbrotasömu árum, sem gengu yfir fyrri hluta ævi hans. Á stríðsárunum sat hann um tíma í fangabúðum vegna einhvers, sem hann hafði sagt eða ritað, og jafnframt var bókaút- gáfufyrirtæki hans lokað. Borgar- stjóranum í Reutlingen tókst þó síðar að fá hann lausan, og lofaði að koma honum fyrir við það að „sleikja frímerki", svo að „þessi Schmidt geti ekki lengur gert neitt af sér“. En ekki leið á löngu, áður en áhrifa hans og þekkingar færi að gæta þarna til góðs, og eftir stríðið átti hann góðan hlut að uppbyggingunni, einkum á sv'iði bókasafna og listasafna Reutling- enborgar. Borgarbókavörður og borgarsagnfræðingur var hann þar til ársins 1969, að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. K.O. Schmidt var alla ævi mjög fús til starfa fyrir aðra, og.ýmsar voru þær andlegar hreyfingar, sem hann studdi með ráðum og dáð. Hann var einn hinn fyrsti til að kynna læk ingahreyfingu Emils Coué hins franska á millistríðsár- únum í Þýskalandi. I guðspeki- hreyfingunni starfaði hann lengi, í esperantohreyfingunni, í friðar- hreyfingum þeim, sem hann taldi þess verðar að styðja þær, og lengi studdi hann mjög þá hreyfingu, sem kennd er við „nýja hugsun“ (New Thought), án þess þó að gerast henni skuldbundinn. í Suðurameríku er hann kunnur sem friðarrithöfundur, í Japan sem lífsspekingur, Hann átti mjög auðvelt með að komast í samband við leitandi og hugsandi menn af ýmsum þjóðernum og styðja starf þeirra, en þó leit hann jafnan fyrst og fremst á sig sem Germana — þrátt fyrir allt sem á undan var gengið — og sýnir það bezt innri styrk hans og sannan drengskap. Eins og margir hugsandi Þjóð- verjar horfði Karl Otto Schmidt — en svo hét hann fullu nafni — mjög til Norðursins eftir því, sem koma skyldi. Og ein hin mesta gleði hans á efri árum var það, þegar vim hans, A.R. Walther og P.Bötz, tókst að koma verkum hans verulega á framfæri í Sví- þjóð, um 1972—73, og var hann þeim innilega þakklátur fyrir þá dáð. — Mikil vinátta var með honum og hinni ágætu Elizabeth Kvber v. Boltho, sem enn býr háöldruð í Heilbronn, og manni hennar, Manfred K.vber, dýra- sagnahöfundi. Árið 1971 lagði K.O. Schmidt ieið sína til íslands, en varð að nokkru fyrir vonbrigðum, því honum fannst liggja hér í landi einhver deilukenndur ættvíga— andi, en þó spáði hann, að úr því mundi rætast og íslendingar niundu ná hinni réttu stefnu. Hingað horfði 'hann, og hingað leitaði hans dýpsti grunur, en sennilega hefur enginn, sem hann hitti, getað sagt honum frá því, að kenning, sem líktist hans eigin, væri hér fyrir löngu komin fram. En dálítið athyglisvert er það, og eins og í ætt við fyrirheit, að sama ár sem bókin hans um guðina á Síríusi kom út í Þýska- landi, skyldi hér á landi vera gefin út bókin „Astrobiology“ sem stefn- ir að nokkuð líku marki. Langa og furðulega orsakakeðju er að rekja frá því að báðar þessar bækur komu út, þangað til höfund- ur hinnar síðarnefndu frétti af hinni fyrrnefndu, og komst í samband við þá, sem nú halda áfram verki K.O. Schmidts að honum látnum. Þorsteinn Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.