Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.1978, Blaðsíða 48
Benedikt Gröndal um Alþýðubandalagið: Meiri áherzla á annað en raun- hæfa baráttu gegn verðbólgunni í RÆÐU sinnu á 38. þingi Alþýðuflokksins, sem hófst í Reykjavík í fyrrakvöld, gerði Benedikt Gröndal, formaður flokksins, meðal annars að umræðuefni stjórnarsamstarf- ið og haráttuna gegn verðbólgunni. Benedikt sagði að svo virtist sem Alþýðubandalagið legði áherzlu á önnur atriði en raunhæfa baráttu gegn verðbólgunni, en Framsóknarmenn væru Alþýðuflokknum hins vegar sammála um nokkur atriði. Sagði Benedikt í ræðu sinni að ýmislegt benti til þess að Alþýðubandalaginu væri annað frekar í huga en að ná skjótum árangri gegn verðbólgunni. Hækkanir póst- og símagjalda: Ársfjórð- ungsgjald- jð nemur kr. 8.280 með sölu- skatti PÓST- OG símamálastjórn- in hefur fengið heimild fyrir hækkun gjaldskrár símaþjónustu frá 10. nóv- ember og fyrir póstþjón- ustu frá 1. jan. n.k. og er gjaldskrárhækkunin að meðaltali um 12% að víð- bættum 2% sem er jöfnun- argjald vegna dreifbýlis- ins. Afnotafyald síma hækkar úr kr. 6.0(X) í 6.900 eöa samtals 8.280 með söluskatti 0}í er hér átt við ársfjórðunjísgjald. Gjald fyrir umframsímtöl hækkar úr kr. 13 í kr. 15 eða kr. 18 með söluskatti. Almennt gjald fyrir flutning á síma milli húsa á svæði sömu miðstöðvar fyrir hvert símanúmer og venjulegan búnað hækkar úr kr. 20.500 í 23.000 sem er með söluskatti kr. 27.600. Gjald fyrir símskeyti innan- lands hækkar úr kr. 15 í 17 sem er kr. 19.40 með söluskatti fyrir hvert orð og til viðbótar kemur grunn- gjald kr. 360 með söluskatti fyrir hvert símskeyti. Burðargjald fyrir 20 g bréf innanlands og til Norðurlanda verður kr. 80 eftir áramótin og fyrir prent kr. 70. Benedikt sagði að Alþýðuflokk- urinn legði meiri áherzlu en Alþýðubandalagið á að ríflegur tekjuafgangur væri hjá ríkissjóði og að ríkissjóður greiddi sem allra mest af skuldum sínum hjá Seðlabankanum þar eð sú skulda- söfnun væri mjóg verðbólguauk- andi. Væri oft um að ræða hreina útgáfu peningaseðla sem engin verðmæti stæðu á bak við og væri það „klassískt" dæmi um hættu- lega verðbólgu. Alþýðuflokkurinn væri reiðubúinn til að ganga lengra en hinir flokkarnír í samdrætti og gerði meiri kröfu en þeir varðandi skipulagningu á fjárfestingu, sem hefði verið í hinni mestu óreiðu og mikill verðbólguvaldur. — A hinn bóginn virðist Al- þýðubandalagið leggja miklu minni áherzlu, stundum næsta litla, á þessi atriði, sem að tvímælalaust heyra til nauðsyn- legustu ráðstafana til að spyrna gegn verðbólgunni en Alþýðu- bandalagið krefst sífellt meira fjármagns til þess að auka á fjárfestingu og ber barátta þess svip af því skipulagslausa ástandi, sem einkenndi það tímabil er Islendingar misstu vald á verð- bólgunni, sagði Benedikt Gröndal. Síðar í ræðu sinni sagði hann m.a.: — Þá hefur komið fram í ríkisstjórninni nokkur skoðana- munur á því hvernig afla eigi tekna sem óhjákv'æmilegt er að tryggja ríkissjóði. í þeim efnum hefur Alþýðuflokkurinn lagt áherzlu á það meginstefnumál sitt að auka ekki tekjuskatt á almenn- um launþegum, en þar virðast hinir flokkarnir báðir vera býsna kærulausir. Mikill vandi blasir við 1. desember, en skapleg lausn á honum fer að langmestu leyti eftir því, hvernig samstarf við laun- þegahreyfinguna tekst. Kjarasátt- máli einn getur leyst þann þunga vanda, sagði formaður Alþýðu- flokksins í ræðu sinni. Krafla: Landsigið orðið 50 sm Landsig við Kröflu var orðið um 50 sm laust eftir hádegi í gær og voru þá bæði skjálftavirknin og landsigið í rénum Skjálftavirknin kom fram á siimu slóðum og í júní sl. og virðist kvikuhlaupið haga sér líkt og þá. en engar sjáanlegar breytingar höfðu menn orðið varir við í Gjástykki í gær. í júni sl. varð landsigið um 70 sm, en fyrir þessa hrinu nú hafði land risið aftur i meiri ha‘ð en nokkru sinni síðan mælingar hófust 1975. Friörik Olafsson: Eðlilegt að ég velji þá sem ég tel bezt áð starfa með Rétt aö bíóa með umræður um málið þar til heim er kom- ið segir Einar S. Einarsson forsetiSkáksambandsins „ÞAÐ ER alltaf til einhver ágreiningur milli manna í þessu sem iiðru og það er eðlilegt að ég velji mér til samstarís menn, sem ég tel sjálfur bezt að starfa með,“ sagði Friðrik Olafsson nýkjör- inn forseti Alþjóðaskáksam- handsins er Mbl. talaði við hann í Buenos Aires í gær og spurði hann um ágreining hans og forystu Skáksambands ís- lands varðandi það. hver skyldi verða gjaldkeri Fide. „l>að er rétt að það kom upp ágreining- ur út af féhirðisstöðunni." sagði Einar S. Einarsson. for- seti Skáksamhands íslands. er Mhl. spurði hann um þessi mál. „Þetta var hlutur. sem stjórn Friðrik Einar Gísii Sveinn Skáksamhands íslands hafði gengið frá áður en við fórum til Argentínu. og þá þannig að ég yrði í framhoði tjl emba'ttisins en ekki Gísli Árnason. sem Friðrik vildi.“ „Mér þykir leitt að þetta skuli vera komið fram opinberlega," sagði Friðrik. „Af minni hálfu átti þetta að liggja í þagnargildi og ég tel mjög miður að þetta skuli hent á lofti, þar sem samkomulag tókst í rnálinu." Að öðru leyti kvaðst Friðrik ekki vilja segja neitt um þetta mál. Hann kvaðst búast við því að Fide-þinginu lyki á laugar- dag, en að því loknu fara hann og kona hans, Auður Júlíusdótt- ir í 3ja daga heimsókn til Brasilíu, en það var einmitt Skáksamband Brasilíu, sem hafði forystu um að afla Frið- riki fylgis í S-Ameríku til forsetaembættisins. „Eg tel rétt að bíða með það að ræða þetta mál opinberlega, þar til heim er komið," sagði Einar S. Einarsson forseti Skák- sambands Islands. „En að þess- um ágreiningi undanskildum hefur verið mjög gott samband milli allra hér.“ Eins og Mbl. hefur skýrt frá varð það að samkomulagi að Sveinn Jónsson viðskiptafræð- ingur yrði frambjóðandi til starfs féhirðis Fide og var hann ti) þess kjörinn á þinginu í Buenos Aires.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.