Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 Siglingar kjörin tómstundaiðja Siglingaklúbburinn BROKEY í Reykjavík hélt nú nýverið 8. aðalfund sinn, en félagið var stofnað 1971 af áhugafólki um siglingar. Starfið í BROKEY er m.a. fólgið í almennri fræðslu um siglingar, þjálfun og kennslu í meðferð seglbáta, sköpun aðstöðu til báta- bygginga og bátageymslu, skipulagningu og fram- kvæmd siglingakeppna, þátttöku í siglingakeppnum og félagslegu starfi til að auka skoðana- og samskipti áhugafólks um siglingar. Á fundinum var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur siglingaklúbbsins BROKEYJAR í Reykjavík, haldin að Háaleitisbraut 68 þann 30. október, vill vekja athygli borgaryfirvalda á Fossvoginum, Nauthólsvíkinni og umhverfi hennar, sem einum vinsælasta útivistarstað borgar- búa. Siglingamenn treysta þvi að borgaryfirvöld haldi áfram að bæta þá aðstöðu til siglinga, sem þar er þegar fyrir hendi. íbúar í höfuðborginni við sundin blá hafa frá náttúrunnar hendi mjög ákjósanleg skilyrði til að iðka siglingaíþróttina. Ætti hún því að vera þeim ekki síður en öðrum landsmönnum kjörin tómstundaiðja og holl útivistarskemmtun."' I stjórn klúbbsins voru kosnir: Róbert Pétursson, formaður, Steinar Gunnarsson, Bjarn Guðmundsson og Stefán Mogen- sen. Ef fjölsky Idan er ekki ryllilega ánægð með litina í • blaupunkt geturðu skilað tækinu aftur! Við erum sannfærðir um yfirburði litasjónvarpstækjanna frá Blaupunkt. Tæknilega fullkominn búnaður þeirra og frábær hönnun tryggir viðskiptavinum okkar góð kaup. Þess vegna máttu skila Blaupunkt litasjónvarpstækinu aftur að viku liðinni, ef þiö eruð ekki fyllilega ánægð með kaupin. Hvað gerir WBLAUPUNKT litasjónvörp áhugaverðari en önnurfullkomin tæki? 1. Ekkert, en litasjónvörp Blaupunkt eru íhæstagæðaflokki. 2. Myndlampinn. Blaupunkt notar aðeins amerískan RCA myndlampa ítæki sín. 3. Skilarétturinn. Ef þér líka ekki litirnir, máttu skila tækinu að viku liðinni. GunnarÁsgeirsson h.f. endur- greiðir fúslega kaupverð tækisins. 4. Ábyrgðin. Vegna reynslu okkar af Blaupunkt vörum hérlendis er ábyrgð okkar á myndlampanum 3 ár. 5. Verðið. Hagstæðir samningar, sem m.a. byggjast á vinsældum Blaupunkt meðal íslenskra sjónvarpseigenda, gera okkur nú kleift að bjóöa þér litasjónvarps- tæki á betra verði en nokkru sinni áður. Skoðaðu önnur tæki, en komdu svo og fáðu þér Blaupunkt litasjónvarp! Blaupunkt geturðu skilað aftur að viku liðinni ef fjölskyldan er ekki fyllilega ánægð! Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16, simi 91-35200 Safna upp- hjsmgumum íslenzkar kvikmyndir SKIPAÐ hefur verið í stjórn Kvikmyndasafns íslands, en á síðasta Alþingi voru sam- þykkt lög um Kvikmyndasafn og Kvikmyndasjóð. í stjórn safnsins hafa verið skipaðir Árni Björnsson, Erlendur Sveinsson, Jón bórarinsson, Magnús Jóhannsson og Knút ur Hallsson formaður safnsins skipaður af menntamálaráðu- neytinu. Hlutverk safnsins er að safna íslenzkum kvikmyndum og kvikmyndum um íslenzk efni, gömlum og nýjum, hverju nafni sem nefnast og varðveita þær. Á fyrsta fundi safnstjórnar var ákveðið að hefjast handa um söfnun upplýsinga og skráningu íslenzkra kvikmynda og kvikmynda um íslenzk efni. í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borizt, beinir safnstjórnin þeim til- mælum til allra þeirra, sem kunna að hafa undir höndum slíkar kvikmyndir eða telja sig hafa vitneskju um hvar þær kunni að vera niður komnar, að koma þeim upplýsingum á framfæri, annaðhvort við menntamálaráðuneytið eða við Fræðslumyndasafn ríkisins. Karsten Andersen stjórnar Sinfóníunni SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands heldur fjórðu áskriftar- tónleika sína á þessu starfsári n.k. fimmtudag 16. nóv. kl. 20.30. Tónleikarnir verða eins og að venju í Háskólabíói. Efnisskráin á þessum tónleik- um verður sem hér segir: Vivaldi: Concerto grosso Honegger: Concertino Jón Nordal: Píanókonsert Sibelius: Sinfónía nr. 1. Stjórnandi er norski hljóm- sveitarstjórinn Karsten Ander- sen aðalhljómsveitarstjóri rík- ishljómsveitarinnar í Bergen, en hann er íslenskúm tónleika- gestum að góðu kunnur frá því hann var aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í nokkur ár. Gísli Magnússon hefur áður leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands og einnig haldið sjálfstæða tónleika. A tónlistarhátíðinni í Bergen á síðastliðnu ári lék Gísli píanó- konsertinn eftir Jón Nordal með fílharmoníuhljómsveitinni í Bergen undir stjórn Karstens Andersens, og hlutu þeir báðir einróma lof gagnrýnenda. Rithöfundasam- bandiðstyður UstabannFÍM STJÓRN Rithöfundasambands íslands lýsir yfir eindregnum stuðningi við listbann Félags íslenskra myndlistarmanna vegna ágreinings um stjórn listrænnar starfsemi á Kjarv- alsstöðum. Jafnframt vill stjórnin skora á borgarfulltrúa Reykjavíkur- borgar að gera nú þegar gang- skör að því að leysa ágreining hússtjórnar Kjarvalsstaða og samtaka listamanna svo að Kjarvalsstaðir geti sem fyrst orðið sá vettvangur lista í Reykjavík sem að er stefnt. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.