Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 15 Gísli Halldórsson leikstjóri ásamt Sigríði Hagalín. Tómas Zoega. þýðandi „Lífs- háska“. Myndir Kristinn. ÞRIÐJA frumsýning Leik- félags Reykjavíkur á þessu hausti verður í Iðnó í kvöld. Leikritið „Lífsháski“ eftir Ira Levin verður þá sýnt í annað skipti utan Bandaríkjanna. Þýðandi „Lífsháska“ er Tómas Zoega. leikstjóri er Gísli Halldórsson en leikarar eru 5, Þorstcinn Gunnarsson, Iljalti Rögnvaldsson. Ásdís Skúla- dóttir. Sigríður Ilagalín og Guðmundur Pálsson. „Lífsháski“ er sakamálaleik- rit, tryllir, eins og þýðandinn hefur kallað það. Leikurinn gerist í West Port í New England í Bandaríkjunum á heimili hjóna sem leikin eru af Þorsteini Gunnarssyni og Ás- dísi Skúladóttur. Eiginmaður- inn er rithöfundur og skrifar glæpaleikrit. Leikritið er í 2 þáttum og 6 atriðum. Sýningar- tíminn er 2 tímar og 20 mínútur með hléi en innri tími leikrits- ins er 3 vikur. „Lífsháski" frumsýn! í Iðnó í kvöld Fyrsta sakamálaleikrit L.R. í 21 ár „Þetta er spennandi nútíma- leikrit, gerist í október hvenær sem er í nútímanum,“ sagði þýðandinn Tómas Zoega. Vigdís Finnbogadóttir leik- hússtjóri tjáði okkur að síðast hefði sakamálaleikrit verið sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1957, Lykill að leyndarmáli, en áður var sakamálaleikritið Blúndur og blásýra sýnt í Iðnó árið 1947. „Þetta er vel samið og gott leikhúsverk," sagði Vigdís. „í leikritinu er talsverð ádeila á vinsældir höfunda sem lenda í kreppu með hvað þeir eiga að skrifa næst. Mesti kosturinn við þetta leikrit er hvað það er nýtt. Við höfum sjaldan fengið svona ný leikrit, það má segja að það sé volgt úr pennanum. Við héldum lengi að við yrðum fyrst til að sýna „Lífsháska" utan Bandaríkjanna en svo varð þó ekki þar sem það var frumsýnt í London fyrir nokkrum dögum,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir. I leikskránni sem L.R. gefur út með leikritinu eru áhorf- endur hvattir til þess að segja ekki frá ef eitthvað hefur komið þeim á óvart til að spilla ekki ánægju þeirra sem eiga eftir að sjá leikinn. Ilér er verið að undirbúa Þorstein Gunnarsson fyrir hlutverkið í „Lífsháska“ en hann fer með eitt af aðalhlutverkum leikritsins. Skólabörn- um fækk- aði um 1957 á 5 árum í GRUNNSKÓLUM Reykja- víkur voru á sl. ári 1977 — 78 samtals 12621 nemendur, að því er fram kemur í nýút- kominni Árbók Reykjavík- ur. Tala nemenda í bekkjar- deildum sýriir að nemendur eru færri í neðri bekkjum en þeim efri. enda kemur það heim við þá staðreynd að börnum fækkar með ári hverju. I sex ára bekkjum, þar sem raunar ekki ér skólaskylda, voru á sl. vetri 1351 barn, í 1. bekk eða 7 ára 1336, 8 ára 1320, 9 ára 1259, 10 ára 1318, 11 ára 1436, 12 ára 1469, 13 ára 1495, 14 ára 1482 og 15 ára 1506. Börnum í öllum þessum aldurshópum hefur fækkað verulega í skólunum á síð- ustu 5 árum eða síðan veturinn 1972—73. Þá voru sex ára börnin 1579 talsins, 7 ára börnin 1609, 8 ára börnin 1619, 9 ára börnin 1587, 10 ára börnin 1625, 11 ára börnin 1542, 12 ára börnin 1620, 13 ára börnin 1628, 14 ára börnin 1597 og 15 ára börnin 1751 talsins. Samtals vöru börnin fyrir 5 árum 14578, en nú 12621. „Við erum ánægðir með árangurinn síðasta ár og ætlum að koma aftur næsta ár. Við munum ekki hætta fyrr en 10 ára hvalveiðibann er orðið staðreynd. hvort sem það tekur 2 eða 5 ár að koma því á,“ sögðu forsvarsmenn Greenpeace-samtakanna á fundi með blaðamönnum í gær. Á næsta ári mun skip Greenpeace-manna, Rainbow Warrior, koma aftur hingað til lands í byrjun hvalvertíðar. Áhöfn skipsins, allt sjálfboðaliðar, mun eins og áður reyna að hindra áhafnir hvalveiðibátanna við veiðarnar. Að sögn Green- peace-manna munu þeir beita sömu aðferðum og síðasta ár, þ.e.a.s. þeir munu fara á uppblásn- um gúmbátum milli skutuls hval- veiðibátanna og hvalanna. Greenpeace-samtökin álíta að síð- Greenpeace-sam- tökin boda komu sína á næst a ári: SS' s ' ' Greenpoace-menn hindra veiðar Hvals 9. Rainbow Warrior, skip Greenpeace, sést í baksýn. Allan Thornton (t.v.) og Peter Wilkinson (t.h.) skýra málstað Greenpeace-samtakanna á blaða- mannafundinum í gær. Ljósm. Kristján. „Hættum ekki fyrr en 10 ára hval- veiðibannið er orðið staðreynd” asta ár hafi þau komið í veg fyrir dráp 12 til 15 hvala með þessum aðgerðum. Markmið samtakanna er að verða til þess að 10 Ara hvalveiði- banni verði komið Trnínhið víif samþykkt einróma á alþjóða umhverfismálaráðstefnunni í Stokkhólmi 1972. Nokkrum vikum seinna greiddu íslendingar atkvæði á móti banninu á ársþingi alþjóða hvalveiðiráðsins. Að sögn Greenpeace-manna eru Islendingar eina þjóðin sem sæti á í alþjóðahvalveiðiráðinu og veiðir langreyði. Þeir segja að hvölum þeirra tegundar hafi fækkað mikið um allan heim en þeir eru nú friðaðir alls staðar nema i Norður-Atlántshafi. Á næsta ári segjast Green- peace-menn ætla að verða lengur hér við land en á síðasta ári, eða 2 til 3 mánuði, og vonast þeir til að geta stöðvað dráp enn fleirri hvala en gert var í fyrra. Einnig munu Greenpeace-samtökin halda til Spánar á Rainbow Warrior í sömu erindagjörðum og til Miðjarðar- hafsins munu þeir halda til að reyna að koma í veg fyrir að tunnum með gasi er þar kastað í sjóinn dagiega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.