Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.11.1978, Blaðsíða 32
Lækkax hitakostnaðinn Verzliö í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. BUÐIN Skipholti 19. sími 29800 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1978 V ísitalan til umræóu h já aðilum vinnumarkaðarins: FRUMDRÖG þau. scm Morgun- blaðið skýrði frá íyrir helgi að löKð hefðu verið fram í vísitölu- nefndinni svokölluðu. voru til umfjöllunar í nefndinni á föstu- datí ojí laugardaK ok tekin þar til ítarlejírar umra-ðu. í framhaldi af þcim fundum hcfur ný útgáfa draganna orðið til. drög að áliti nefndarinnar. og voru þessi drög send nefndarmönnum í ga'rmorg- un. Voru þau til umfjöllunar síðdegis í gær á miðstjórnarfundi ASÍ. BSRB og á framkvæmda- stjórnarfundi VSÍ. I dag er svo fundur í vísitölu- nefndinni og er þar búizt við því að fulltrúar þeirra hagsmunasamtaka, sem sæti eiga í nefndinni, taki afstöðu til þessara draga að áliti nefndarinnar þá. Er stefnt að því að nefndin geti skilað fyrsta áliti síðari hluta dags, föstudaginn 17. nóvember, en samkvæmt skipunar- bréfi nefndarinnar, sem forsætis- ráðherra undirritaði, var henni gert að skila fyrsta áliti fyrir 20. nóvember, sem er næstkomandi mánudagur. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær munu þessi drög mjög í öllu meginmáli keimlik frumdrögunum, sem blaðið hefur áður skýrt frá. Gerðar hafa verið nokkrar orðalagsbreytingar frá frumdrögunum og eru meiri fyrirvarar nú og ekki hinar sömu áherzlur á atriði draganna og áður var. Niðurlagskafli frumdraganna hefur algjörlega verið felldur niður, en í stað þess er kominn kafli, sem er meir skírskotun til þess, sem gera þarf í framhaldi af niðurstöðu draganna. Er það skírskotun um samninga milli aðila vinnu- markaðarins og ríkisvalds. Öll atriðin 8, sem nefnd eru í ágripi draganna eru fremur leiðbeinandi en ákvarðandi, og þar Fjármálaráðherra í f járlagaræðu á Alþingi: Innheimtur tekjuskattur ein- staklinga hækkar um 81% Fjárlagafrumvarpið vitnar um stefnuleysií efnahags- og ríkisf jármálum, segir Matthías Á. Mathiesen TÓMAS Árnason fjármálaráðherra sagði í fjárJagaræðu sinni, sem hann flutti á Alþingi í gær. að á árinu 1979 yrðu beinir skattar miðaðir við sambærilega skattlagningu og fclst í ákvæðum bráðabirgðalaganna frá því í september.en hann kvað formþessarar skattlagningar vcrða endanlega ákveðið í frumvörpum. sem lögð verða fyrir Alþingi á næstunni. Hann kvað meiri hækkun verða á innheimtu en álagningu skatta milli áranna 1978 og 1979. Þannig myndi álagður eignaskattur einstaklinga hækka um 34%, en innheimtur eignaskattur um 81%. Innhcimtur tekjuskattur einstaklinga hækkar samkvæmt áætlun úr 13 milljörðum í ár í nær 23.6 milljarða á næsta ári eða um 81% og er skattlagning í samræmi við bráðabirgðalögin frá september þá meðtalin. Álagður tekjuskattur hækkar nokkru minna eða um tæplega 77%. Síðan sagði ráðherrai „Þessi hækkun ræðst fyrst og fremst af hinni miklu tekjuhækkun í ár. en heildarbrúttótekjur einstaklinga eru taldar hækka um 53% frá árinu 1977. í ræðu fjármálaráðherra kemur fram að skattlagning fyrirtækja eykst í prósentutölu ekki eins mikið. Innheimtur tekjuskattur félaga hækkar um nær 59%, en álagning hins vegar um tæp 30%. Séu allir tekjuskattar dregnir saman, þá hækka innheimtir skattar um tæp- lega 74% en álagðir skattar hækka um 63%. I gildandi fjárlögum var reiknað með að beinir skattar í tekjuöflun ríkissjóðs yrðu 18,2%, en samkvæmt nýja fjárlagafrumvarp- inu verður hlutdeild beinna skatta 22,1%. Hlutdeild óbeinna skatta minnkar aftur á móti úr 80,9% samkvæmt áætlun í 76,4%. I ræðu fjármálaráðherra kemur fram að gert er ráð fyrir 8,2 milljarða króna tekjuafgangi. Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, ræddi um fjár- lagafrumvarpið í þingræðu í gær og kvað hann í frumvarpinu ekki gert nægilega mikið ráð fyrir launahækk- unum á næsta ári og þýddi það að auka yrði niðurgreiðslur um 5,2 milljarða króna. Þar til viðbótar vantaði 2,8 milljarða til þess að halda því niðurgreiðslustigi, sem bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar frá því í septembermánuði gerðu ráð fyrir. I þriðja lagi kvað Matthías ekki gert ráð fyrir umsömdum launahækkunum til opinberra starfsmanna á næsta ári, sem auka útgjöld launa- og tryggingamála um 2 milljarða. Kvað hann nauðsynlegt að gera ráð fyrir þeim útgjöldum, þar sem engin trygging væri fyrir að ríkisstjórnin næði samningum um að fella niður launahækkanir og í fjórða lagi kvað Matthías Á. Mathiesen hafa verið gert ráð fyrir 1,2 milljarða króna niðurskurði á fram- lagi úr ríkissjóði til Byggðasjóðs, en framlag þetta sé bundið lögum. í fimmta lagi sagði Matthías að vantalinn væri einn milljarður króna, sem fjármálaráðherra hefði gert ráð fyrir að fjárveitinganefnd mundi ráðstafa. Þegar á allt þetta væri litið hækkuðu útgjaldaliðir frumvarpsins um 12,2 milljarða og því væri ekki rekstrarafgangur á frumvarpinu, sem næmi 8,2 milljörð- um, heldur rekstrarhalli, sem næmi 4 milljörðum króna. Þá benti Matthías á, að samkvæmt frumvarpinu væri gert ráð fyrir að álagsgreiðslur og yfirvinna til starfsmanna ríkisspítalanna lækk- uðu um 270 milljónir króna og hjá löggæzlu um 125 milljónir króna. Þá væri og gert ráð fyrir lækkun launagjalda í grunnskólum um 150 milljónir króna. Matthías taldi fjárlagafrumvarpið verðbólguhvetjandi, en Tómas Árna- son hafði haldið hinu gagnstæða fram í ræðu sinni. Þá sagði Matthías Á. Mathiesen að fjárlagafrumvarpið bæri þess merki, að við völd væri ríkisstjórn, sem hefði enga fastmót- aða stefnu í efnahags- og ríkisfjár- málum. er t.d. enn inni lengt verðbótatíma- bil í 6 mánuði. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í gærkveldi voru drögin kynnt á miðstjórnarfundi ASI í gær. Fundurinn tók enga afstöðu til draganna, en nýr miðstjórnarfund- ur var boðaður á fimmtudag, sem fjalla skal um málið. Ljósm. Mbl. RAX. ASÍ tók ekki afetöðu til nýrra draga að á- liti vísitölunefndar Gjörbreytt aðstaða fyrir skíðaiðkendur FulUcomin stólalyfta íBláfjöUum, sem annar allt að 980manns á klst VERIÐ er að leggja síðustu hönd á nýja og fullkomna skíðalyftu í Bláfjöllum. sem nær frá botni Kóngsgils og upp á fjallsöxlina. Hægt er að skíða í báðar áttir frá lyftunni og við beztu aðstæður annar hún 980 manns á klukku- stund. Kostnaður við lyftuna er yfir 100 milljónir króna. Segja má að vertíð skíðafólks sé þegar hafin, en síðasta sunnudag var ein lyfta opin í Bláfjöllum og töluvert var af fólki á skíðum. I fyrravetur voru lyfturnar ekki almennt settar af stað fyrr en 19. febrúar. Nýja lyftan er stólalyfta, keypt frá Austurríki og eru framleiðend- ur væntanlegir til landsins um helgina til að taka verkið út. Lyftan er 700 metrar að lengd og fallhæð 200 metrar, en frá toppi lyftunnar er hægt að velja um margar skíðaleiðir. Auk þessarar lyftu Reykjavík- urborgar eru Ármenningar langt komnir með að setja upp diska- lyftu og eru möstrin þegar komin upp. Vonast Ármenningar til að geta komið sinni lyftu í gagnið eftir nokkrar vikur. Með tilkomu þessara tveggja skíðalyftna gjör- breytist öll aðstaða í Bláfjöllum til hins betra og verða þar í vetur 3 diskalyftur og ein stóllyfta auk annarra smærri. sem drifnar eru með dráttarvélum og slíkum tækjum. Mestur hluti þeirrar fjárveit- ingar, sem veitt var til fram- kvæmda í Bláfjöllum, hefur farið í kaupin á stólalyftunni og í uppsetningu hennar. Þó hefur vegurinn í Bláfjöllum verið hækk- aður á verstu köflunum Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra: Tollar á valdar vörur á móti Efta-lækkunum „Það hefur ekki verið gengið endanlega frá þessu, en mér þykir líklegast að ekki verði farin sú leið að fresta tollalækkunum heldur verði lagðir á selektífir tollar, sem yrðu ígildi tollalækkunarinnar,“ sagði Olafur Jóhannesson forsætisráðhcrra, er Mbl. spurði hann, hvort ríkisstjórnin hefði ákveðið, hvort farið yrði fram á frestun tollalækkana við Efta, eða gripið til annarra ráða vegna iðnaðarins. Ólafur sagðiað reiknað væri með að fyrirhugaðar tollalækkanir um áramótin þýddu 1100 milljón króna tekjutap fyrir ríkissjóð á næsta ári, en ekki væri útrætt hvaða mismunandi tollar yrðu lagðir á valdar vörur til að vega þar á móti. Svavar Gcstsson viðskiptaráðherra verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar á ráðherrafundi Efta í Genf í næstu viku «g sagði hann í samtali við Mbl. í gær, að hann gerði ráð fyrir því að mæta á fundinn með ákvörðun ríkisstjórnarinnar í málinu. en ekki væri endanlega búið að móta. hvernig á málinu yrði haldið. Þá spurði Mbl. Lúðvík Jósepsson út í þau ummæli hans, að við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins verði tekin upp ný tekjuhlið, sem samsvari fyrirhuguðum tolla- lækkunum, og á að þjóna því að vernda íslenzkan iðnað í samkeppni við innfluttar iðnaðarvörur. „Mér er efst í huga að það verði haldið við þá stefnu, sem boðuð hefur verið, og fallið frá lækkunum á Eftatollum og aðlögunartíminn lengdur," sagði Lúðvík. „Hins vegar eru þeir flokkar sem með okkur vinna í ríkisstjórn orðnir hikandi í málinu og hafa fitjað upp á því að gerðar verði ráðstafanir á móti sem telja mætti ígildi tolla- lækkananna. Það er efalaust hægt að gera marga hluti, sem telja má ígildi tollalækkananna, en það sem aðal- lega er rætt um eru ráðstafanir til að hækka innflutningstolla þannig að jöfnuður haldist þrátt fyrir Efta-lækkunina.“ Lúðvík sagði að áætlaður tekju- missir vegna Efta-lækkunarinnar væri 1,1 milljarður króna og þyrfti þá að leggja tolla á samkeppnis- vörur, sem jafngiltu þeirri upphæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.