Morgunblaðið - 16.11.1978, Side 2

Morgunblaðið - 16.11.1978, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 Lítt miðaði í vísi- tölunefnd í gærdag Umdeild svalahandrið í Breiðholti: VISITÖLUNEFNDIN sat í gær á alllöngum fundi, þar sem f jallað var um drög að áliti nefndarinnar, en fyrsta áliti sínu ber henni að skila fyrir 20. nóvember. Nefndin komst ekki að niðurstöðu um drögin, enda höfðu umbjóðendur þeirra fulltrúa, sem sátu fundinn. ekki tekið endanlega afstöðu til draganna í heild. ASÍ heldur t.d. miðstjórnarfund um drögin í dag og í BSRB er stjórnarfundur í dag af sömu ástæðu. Ákveðið var að fundarmenn hittust aftur á morgun, föstudag, en formaður nefndarinnar, Jón Sigurðsson, hagrannsóknastjóri, mun þó hafa opinn möguleika fyrir fundi síðdegis áðurnefndum fundum. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, ræddu menn einstök atriði drag- anna, sem eru mjög í anda þeirra frumdraga, sem Mbl. hefur áður birt kjarnann úr. Heldur er dregið úr áherzlum í drögunum frá því er var í frumdrögunum, en öll hin sömu atriði eru þó enn í myndinni. Umræðan á fundinum mótaðist að nokkru af því að formaður nefndar- innar hefur ekki gert neinar veigamiklar breytingar frá frum- drögunum. Niðurstöður á fundinum voru engar, þar sem enginn aðili á fundinum lýsti afstöðu sinni til tillagnanna í drögunum í heild, heldur skýrðu menn fremur afstöðu til einstakra þátta málsins. Hins í dag, ef skýr svör verða til á vegar munu Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna í stórum dráttum vera sammála drögunum í heild og reiðubúin til að taka þessi atriði til skoðunar, enda eru þau öll í þá veru að takmarka áhrif víxlhækkana verðlags og kaup- gjalds. Helztu sjonarmið forystumanna launþega á fundinum eru að þótt yfirlýst sé að draga eigi úr verðbólgu, þá séu þessar áþreifingar að mestu úr tengslum slitnar við aðrar aðgerðir stjórnvalda. Þeir telja sig ekki sjá nein merki þess að menn ætli að takast á við verðbólgudrauginn af alvöru og þá muni þetta fremur lítt stoða eitt sér. Breki VE 61 kom til heimahafnar í gær eftir langa fjarveru vegna viðgerðar á Akureyri. Ljósm. Mbl.i Sigurgeir. Vísitölunefndin á fundi í gær. Frá vinstri. Július Kr. Valdimarsson, framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélaganna, Jónas Bjarnason, formaður Bandalags háskólamanna, Jónas Sveinsson, hagfræðingur Vinnuveitendasambands íslands, Brynjólfur Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, fulltrúi VSÍ, Ingólfur Ingólfsson, forseti FFSÍ, Jón Sigurðsson, formaður nefndarinnar, Bolli Bollason, ritari nefndarinnar, Þorsteinn Geirsson, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytis- ins, Haraldur Steinþórsson, íramkvæmdastjóri BSRB, Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur ASÍ, og Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar. — Ljósm.. RAX „Ráðið gegn verðbólgunni er ekki að gefast upp fyr- ir henni og hækka vexti” — segir framkvæmdastjóri LÍÚ — IIÆSTIRÉTTUR hefur með nýlegum dómi sýknað byggingameistara einn í Reykjavík af kæru um brot á byggingasamþykkt með frágangi svalahandriða hússins nr. 2—20 við Dvergabakka í Reykjavík, en umræddur maður byggði það hús. VEXTIR og verðtryggingar voru meðal þeirra mála, sem Kristján Ragnarsson ræddi um í setningar- ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í gær. Sagði hann að eftir þá breytingu, sem gerð hefði verið á verðtrygging- ar- og vaxtakjörum Fiskveiðasjóðs, yrði ekki smíðað fiskiskip fyrir íslendinga, hvorki hér á landi né erlendis, nema af aðilum, sem sótt gætu fé í vasa samborgaranna eftir sérstökum leiðum. Útskýrði Kristján Sótt um bygg- ingaleyf i f yr- ir fimm flug- skýliáReykja- víkurflugvelli BYGGINGARNEFND Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtudag byggingu fimm flugskýla á Reykjavíkurflugvelli. Eigendafélagið TF-FET sótti um leyfi til að byggja flugskýli úr stáli, 216,4 fermetrar, og Vélflugfélag íslands sótti um leyfi til að byggja 4 flugskýli úr stáli, samtals 1732,5 fermetrar. mál sitt síðan með dæmum og sagði svo: „Öllum ætti að vera ljóst, að fiskiskip verða ekki smíðuð á næstunni fyrir Islendinga og þaðan af síður, ef vextir og önnur lánskjör verða gerð enn óhagstæðari. Vanda- málið' í þessu dæmi, eins og öllum öðrum, stafar af verðbólgunni og stjórnmálamennirnir verða að skilja, að ráðið er ekki að gefast upp fyrir henni og hækka vexti, heldur að grípa til aðgerða gegn henni. Ekki í margra ára áföngum, heldur einu samræmdu átaki, þar sem fólk skilur að verið sé að taka á vandanum og við ætlum okkur að leysa hann.“ Húsið er stórt fjölbýlishús í Neðra-Breiðholti með um 50 íbúð- um. Frágangur svalahandriða er frábrugðinn því, sem tíðkast í fjölbýlishúsum í nágrenninu, handriðin eru úr tré og var það álit byggingafulltrúa, að með frágangi þeirra hefði byggingasamþykkt verið brotin og slysahætta stafaði af búnaði svalanna. Bygginga- meistarinn var kærður og höfðaði ríkissaksóknari opinbert mál á hendur byggingameistaranum árið 1971. Dráttur varð á því að dómur væri kveðinn upp í héraði og í byrjun árs 1977 var kveðinn upp dómur í sakadómi Reykjavíkur. Þar var refsing ákærða felld niður en honum gert að greiða sakar- kostnað. í hæstarétti var byggingameist- arinn einnig sýknaður og ákveðið að sakarkostnaður skyldi greiðast úr ríkissjóði. í dómi Hæstaréttar segir ennfremur, að vítaverður dráttur hafi orðið á rekstri málsins. Upphaf þessa máls var kvörtun íbúa hússins til byggingafulltrú- ans í Reykjavík vegna ófullnægj- andi frágangs svalanna. Munu íbúarnir hafa beðið eftir niður- stöðu þessa máls og mun það hafa verið ætlun þeirra að höfða mál á hendur byggingameistaranum ef hann tapaði og krefja hann um ný svalahandrið. Nú er endanlegur dómur fallinn og samkvæmt niðurstöðunni þurfa íbúarnir sjálfir að bera kostnað af breyt- ingunni ef þeir ráðast í hana en þarna er um milljóna verk að ræða. Gengu ber- serksgang— misþyrmdu heimilinu HEIMILI í nágrenni Reykja- víkur var um síðustu helgi stórskemmt af óðum krakka- lýð og mun tjón á innan- stokksmunum skipta hundruðum þúsunda ef ekki milljónum. Hjónin, sem eiga húsið, voru ekki heima og hafði dóttir þeirra boðið skólafélögum sínum í „partý" með þeim afleiðingum, sem að framan greinir. Unglingarnir munu hafa ákveðið að mis- þyrma heimilinu. þar sem þeim þótti það of borgaralegt. Hluti gestanna er sam- kvæmt heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, nemendur úr framhaldsskóla á stór-Reykjavíkursvæðinu, en heimasætan, sem bauð til veizlunnar, er þar einnig nemandi. Fleiri munu þó hafa komið í boðið, þar sem það mun hafa spurzt út að glaum- ur væri í húsinu. Nokkrir nemenda skólans munu hafa verið teknir til yfirheyrslu af yfirmanni skólans og mun í ráði að taka fleiri til bæna vegna þessara atburða. Heimilið, sem er í húsi á sjávarlóð, mun hafa verið mjög illa út leikið eftir þessa atburði. M.a. munu ungl- ingarrfir hafa borið húsgögn í fjöruna og slegizt með lömp- um. Nokkrir unglinganna voru sýnu verstir og gengu berserksgang. Aðrir reyndu að stilla til friðar, en fengu lítið sem ekkert að gert. Mál þetta hefur ekki verið kært til lögregluyfirvalda. Örin bendir á Dvergabakka 2 — 20. Álagið óskaplegt segja stúlkurnar á 09- „ÞAÐ HEFUR verið óskaplegt álag hjá okkur undanfarna daga og fólk þarf að bíða í þrjá til íimm tíma eftir því að ná samhandi." sagði Guðný Þórðar- dóttir varðstjóri á Talsamband- inu við útlönd í samtali við Mbl. Sæstrengurinn milli íslands og Skotlands, Scottice, er enn slit- inn. Guðný sagði að í gær hefði borizt skeyti þess efnis að við- gerðarskipið Iris væri lagt af stað frá Suðureyjum. Er áætlað að skipið verði sólarhring á leiðinni á bilunarstaðinn, sem er norðan við Færeyjar. Það fer svo eftir veðri hvenær viðgerð hefst en hún tekur skamman tíma. „Við vonura að kapallinn komist í lag um helgina og að ástandið komist þá í samt lag,“ sagði Guðný. Talsambandi hefur orðið að notast við fjórar línur í gegnum sæstrenginn Icecan, sem liggur héðan til Kanada og þaðan hefur verið gefið samband um allan heim. Byggingameistarinn sýknaður í Hæstarétti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.