Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 Fákar — íslenzk hestabók í sjö löndum — Er þegar kom- in út á þremur tungumálum Ný bók um íslenzka hestinn er komin út, á þremur tungumálum samtímis. Iceland Review á frum- kvæði að þessari útgáfu og gefur bókina út á ensku. Bókaforlagið Saga er með íslenzku útgáfuna - »k á dönsku er hún gefin út í samvinnu við danska útgáfufyrir- tækið Skarv. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir svoi „Fákar, íslenski hesturinn í blíðu og stríðu. er heiti bókarinn- ar í útgáfu Sbgu, en enska útgáfan ber titilinn. STALLION of the North, The Unique Story of the Iceland Horse. í danskri útgáfu er heiti hennar hins vegan Gudernes hest - Sagan om den islandske hest i nutid og fortid. Bókin hefur verið í undirbúningi hjá Iceland Review á þriðja ár og hefur ekkert verið sparað til að gera hana þannig úr garði að hún gæfi sem fyllstu mynd af íslenzka hestinum, tilveru hans og notkun á öllum árstíðum. Texta bókarinnar skrifaði Sigurður A. Magnússon, rithöf- undur, sem stundað hefur hesta frá unglingsárum og gjörþekkir þennan bezta vin mannsins. Fjall- ar Sigurður um hið goðsagna- kennda hlutverk hestsins í trúar- brögðum, ekki sízt í heiðnum sið, svo og um hið mikilvæga hlutverk hestsins í íslenzkum bókmenntum. Segir svo frá helztu eiginleikum hans, hirðingu og notkun-----og síðast en ekki sízt hve mikilvægur hann er í íslenzku umhverfi og í lífi þjóðarinnar frá upphafi vega. I bókarlok greinir hann frá vaxandi vinsældum hestsins okkar erlend- is. Texti Sigurðar fellur í góðan jarðveg, enda sagði Steen Wiren- feldt í ritdómi í Politiken, þegar bókin kom út í Danmörku fyrir nokkrum dögum: „Ást höfundarins á þessu smávaxna og sérstæða hestakyni er svo smitandi, að þessi litla bók mun auka áhuga fólks á Kirkjutönleikar á Austurlandi UM helgina verða haldnir kirkjutónleikar á þrem stöðum á Austurlandi. Flytjendur eru: Guðni Þ. Guðmundsson orgelleikari, Ingveldur Hjaltested söng- kona, Hrönn Geirlaugs- dóttir fiðluleikari og Sigurður Markússon fagott- leikari. Fyrstu tónleikarnir verða í Reyðarfjarðarkirkju föstudagskvöldið l7.'"nóv., í Eskifjarðarkirkju á laugar- dagskvöldið og í Norð- fjarðarkirkju á sunnudags- kvöldið, 19. nóv. v Þá munu listamennirnir heimsækja Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupstað á sunnudaginn og skemmta sjúklingum og vistmönnum þar. **. < stofninum og afla honum fleiri aðdáenda. Hér er sannarlega um að ræða hestabók, sem er öðru vísi en aðrar hestabækur og hún veitir lesandanum meira en heiti hennar vekur von um" I bókinni eru um 90 ljósmyndir, allar í litum. Hafa fjölmargir ljósmyndarar, bæði innlendir og erlendir, lagt sitt af mörkum, en stærstur er hlutur Guðmundar Ingólfssonar, sem Iceland Review réði um skeið til að ferðast um landið og ná myndum, sem vantaði inn í það safn, sem útgáfan hafði dregið að sér-----svo að bókin gæti í heild speglað sem flesta þætti í tilveru hestsins. Hönnun og í sumum tilvikum stjórn myndatöku var í höndum Gísla B. Björnssonar á Aug- lýsingastofunni, en honum til aðstoðar var annar þekktur hesta- maður, Pétur Behrens. Um verk þeirra segir í fyrrnefndum blaða- dómi í Politiken: „Þessi bók um íslenzka hestinn er hrein perla. Ríkulega og gæsilega myndskreytt M Eins og fyrr segir kemur bókin samtímis út í danskri útgáfu og sér Iceland Review um dreifingu hennar hérlendis. Jafnframt hefur útgáfan selt útgáfurétt til ensks forlags með einkarétt til dreifing- ar í Kanada, S-Afríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Ennfremur hefur bandarískt forlag keypt nokkurt upplag til reynzlu. Þá hefur Iceland Review gert samning við eitt helzta útgáfufyrirtæki Hollands um útgáfu bókarinnar á hollenzku síðar í vetur og enn- fremur við forlög í V-Þýskalandi og Sviss um útgáfu í þeim löndum á næsta ári. Viðræður standa yfir um útgáfu í a.m.k. einu landi til viðbótar. Þessi áhugi forlaga í ýmsum löndum bendir ótvírætt til þess að bókin hafi heppnazt vel í allri gerð og má ætla að útkoma hennar og útbreiðsla muni enn auka áhuga fólks víða erlendis á íslandi og íslenzka hestinum. Iceland Review varöi miklum tíma til að finna heppilegan prentunarstað og kom í ljós, sem erlend reynzla hefur og sannað, að einna hagkvæmustu kjör voru fáanleg á ítalíu-----þar sem bókin er prentuð. Þessa stundina eru það fyrst og fremst ítöisk prentverð, sem lögð eru til grund- vallar á alþjóðlegum samprent- unarmarkaði og ef ekki hefði verið hægt að bjóða þau, hefðu engir þessara útgáfusamninga við erlend forlög tekizt, að dómi útgáfunnar. Hversakn- ar hests? Lbgreglan í Árnessýslu lýsir eftir eiganda ungs, jarps hests, sem varð fyrir bíl við Skeiðavegamót 26. október og slasaðist svo illa að hann varð að aflífa. Leiðsögn ískyndihjálp LEIÐSÖGN í lífgun úr dauðadái. einum þætti skyndihjálpar. fór fram á fundi Kvenfélags Lága- fellssóknar í Mosfellssveit sem haldinn var fyrir skömmu. Alls komu fjörutíu og fimm konur á fundinn. Mál þetta var rætt af miklum áhuga og fjallað um áframhald- andi leiðsögn í skyndihjálp síðar í vetur. Rauðakrossdeild Reykjavíkur sá um fræðsluna og lagði til kennslu- brúður og kvikmynd. Leiðbein- endur voru Guðmundur G. Péturs- son og Jón Oddgeir Jónsson. Félagsfundur sykursjúkra FÉLAG sykursjúkra heldur fund í Atthagasal Hótels Sögu í kvöld ogjiefst hann klukkan 20.30. A dagskrá eru félagsmál. erindi. sem Árni Þórsson læknir flytur. og Guðmundur Guðjóns- son skemmtir með söng við undirleik Sigfúsar Halldórs- sonar. MARGIR tiMJDX AÐ I1ÁTALARAR SEU ADEINS EYRIR ATVINNUMENN... en auðvitað geta allir þeir sem vilja vandaða og nákvæma hátalara, notið þess að hlusta á AR hátalara í stofunni heima hjá sér. Það eru góð meðmæli að atvinnumenn eins og Judi Collins, Miles Davis og Herbert von Karajan skuli velja sér AR til einkanota, því þeir vilja aðeins það besta, hin þjálfaða heyrn þeirra krefst þess. AR hátalarar eru á góðu verði - gæðin getur þú verið viss um - VELJ.ÐARHÁTALARA. ^.^ teprsla Þjonust F ALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.