Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 „Borgaralegur stjórnmála- fræöingur" Einn hinna ungu trúuou marxista, sem setja nú æ meiri svip é síour Þjóð- víijans og brjótast til áhrifa innan Alpýöu- bandalagsins, skrifar grein í blað sitt í gær, Þar sem hann gefur eftirfar- andi lýsingu á einum helzta forystumanni Al- Þýðubandalagsins um Þessar mundir, Ólafi Ragnari Grímasyni: „ ... en ég pekki Þennan gamla læriföður minn sem afar hæfan borgara- legan stjórnmálafræöing. í samræmi viö sinn menntaða bakgrunn leit Ólafur é Þau vandamál sem steðja að íslenzku auðvaldssamfélagi nú og hvernig ríkisvaldið mætti sem bezt leysa úr Þeim. Meginniðurstaðan varð sú, að til Þess Þyrfti stjórnaraðild verkalýðs- ins, væri hann ekki gero- ur ábyrgur fyrir stjórnun landsins væri fjandinn laus. ÞÞetta er að sjélf- sögðu túlkun mín á skrif- um Ólafs. Hver og einn getur lagt sinn dóm á réttmæti hennar. En síð- an kemur spurningin: Hvernig getur jafn aug- Ijóslega borgaralega sinnaður maður og Ólafur Ragnar hafizt til vegs og virðingar í AlÞýðubanda- laginu? Svariö felst vita- skuld í Því, að AlÞýðu- bandalagið býður ekki upp é annað en umbóta- hyggju og umbotahyggja Ólafs er „vísindalegri" - betri - en sú sem fyrir var." Stjórnmála- starfsemi og atkvæöaveiöar Þessi ungi höfundur lýsir Alpýðubandalaginu með eftirfarandi hætti: „Ég ætla ekki að draga í efa einlægni AlÞýðu- bandalagsforystunnar' og stuðningsmanna hennar í Því að stefna að sósíal- ísku samfélagi. Gagnrýni mín beinist hins vegar m.a. að Því að menn hafi látið énetjast af borgara- legum hugmyndun um stjórnmálabaráttu - taki trúanlegt gervi ríkis- valdsins sem hið óháöa æösta samfélagsvald. Sé Það meginmarkmiðið að ná tökum á ríkisvaldinu leiðir Það til stjórnméla- starfsemi sem miðast við atkvæðaveiðar é meðan athafnir í Þingsölum og ráðuneytum takmarkast við Þann Þrönga ramma, sem borgaralegu ríkis- valdi er settur. Að sjálf- sögðu er efnislegur grundvöllur fyrir Þessum villum í Þoku auðvalds- samfélagsins og hins vegar segja skammtíma- hagsmunir millistéttanna til sín í ríkum mæli." Aö lesa Marx kvölds og morgna Skrif af Þessu tagi, Þar sem sanntrúaöir marxist- ar, óspilltir af raunveru- leikanum í íslenzkum stjórnmélum, gagnrýna AlÞýðubandalagið harð- lega fyrir að vera tæki- færiasinnaður flokkur, sem hafi látið énetjast borgaralegri stjórnméla- baráttu, veroa æ algeng- ari á síðum Þjóðviljans. Þessi skrif undirstrika Þá staðreynd, að fyrir Al- Þýöubandalagið, eins og Það er í dag, er Það ekki alveg einfalt mál að taka við Þeim liðsstyrk, sem Því hefur borizt úr röðum vinstri sinnaðs æsku- fólks, sem vissulega hef- ur veriö býsna stór hópur é undanförnum árum, Þar sem Þetta unga fólk bindur sig mun meir við grundvallarkenningar marxismans en talsmenn AIÞýðubandalagsins hafa gert nú um skeið. Nú eru í forystu AlÞýðubanda- lagsins menn, sem eru tilbúnir til að varpa ýms- um kenningum fyrir róða, ef Þeir geta skapað sér valdaaðstöðu. En sú af- staða fellur ekki í geð Þessu unga vinstri sinn- aða fólki. Og hér er komin skýringin á Því, að einn af helztu talsmönn- um AlÞýðubandalagsins um Þessar mundir, Svav- ar Gestsson viðskipta- ráðherra, er allt í einu byrjaður að vitna í Marx í ræðum sínum. Óhætt er að fullyrða, að í tvo áratugi hafa forystumenn Sósíalistaflokksins og Al- Þýðubandalagsins látiö Þaö vera að hampa Karli Marx, Engels og öðrum kenningasmiðum marx- ismans. Þetta hafa Þeir látið vera, að sjálfsögðu til Þess að fela sitt rétta andlit. En nú er kominn öflugur hópur inn í Al- Þýðubandalagið, sem sættir sig ekki við Þessa pólitík og togar AlÞýðu- bandalagið til Þess að starfa í betra samræmi við kenningar Marx en Það hefur gert um skeið. Þetta er skýringin á Því, að Svavar Gestsson sagði í ræðu é verkalýðs- ráðstefnu Alpýðubanda- lagsins fyrir nokkru: „i Þessari gömlu tilvitnun (í Marx) felast enn mikil sannindi. Textarnir í Marx, Engels úrvalsrit eru engu ónauðsynlegri lesning kvölds og morgna en stjórnarsátt- máli ríkisstjórnar íslands eða Hagtölur mánaðar- ins." Þessi ummæli við- skiptaráðherra eiga eftir að verða fleyg vegna Þess, að Þau undirstrika, að AlÞýðubandalagið er fyrst og fremst marxist- ískur flokkur, sem hefur Það aö meginmarkmiði að umbylta íslenzku Þjóðfélagi og koma hér á sósíalísku Þjóöskipulagi í svipuöu formi og pau Þjóðfélög, sem sniðin hafa verið eftir hugmynd- um Marx í A-Evrópu. Þetta er staðreýnd, sem enginn ætti að láta fara fram hjá ser. Nýar víddír á leik svióinu ^ Eins og Um í alvörunni >v*t •«• JU»* **¦ s Nýjung fyrir stóra krakka. Þá sem hafa áhuga á því tæknilega - sem líkist veruleik- anum. Ný samstæða með ýmsu sem kemur á óvart. Allt virkar, snýst og hreyfist líkt og í alvöruvélum. í nýja LEGO tækni-bílnum er t.d. hreyfanlegur stýrisbúnaður, bullur, stimplar sem snúast, færanleg sæti og hann gengur ekki einungis áfram heldur einnig afturábak. Nú býður Lego: Tæknibíl, dráttarvél lyftara, þyrlu, kranabíl og vélkerru - og nýja Lego j vél sem kemur öllu í gang. Stimplar og stimplalegur Gatabjálkar Sambandstengi- rör fyrir mesta styrkleika Eigum fyrirliggjandi leírbrennsluofna 35 og 55 lítra. Útvegum aörar stærðir meö stuttum fyrirvara. UTJil Tómstundavörur fyrir heimili og skóla. \ Laugavegi 168, sími 29595. /á SNIÐ OFNAR Sniðnir eftir yöar þörfum 7 hæðir (frá 20—99 i Allar lengdir. Margra ára reynsla hér á landi. Henta bæði hitaveitu og olíukyndingu. Sænskt gæöastál. Stenst allar krötur íslensks staöals. Hagstætt verð. Efnissala og fullunnir ofnar Armúla 28 — Sími 37033 EitthvaÓ fyrir tækniáhugamenn frá 9 ára aldri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.