Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 7 „Borgaralegur stjórnmála- fræöingur“ Einn hinna ungu trúuðu marxista, sem setja nú æ meiri svip á síður Þjóð- viljans og brjótast til ihrifa innan Alpýðu- bandalagsins, skrifar grein í blaö sitt í g»r, Þar sem hann gefur eftirfar- andi lýsíngu á einum helzta forystumanni Al- Þýðubandalagsins um Þessar mundir, Ólafi Ragnari Grímssyni:. en ég Þekki Þennan gamla læriföður minn sem afar hæfan borgara- legan stjórnmálafræöing. í samræmi við sinn menntaða bakgrunn leit Ólafur á Þau vandamál sem steðja að íslenzku auðvaldssamfélagi nú og hvernig ríkisvaldið mætti sem bezt leysa úr Þeim. Meginniðurstaðan varð sú, að til Þess Þyrfti stjórnaraðild verkalýðs- ins, væri hann ekki gerð- ur ábyrgur fyrir stjórnun landsins væri fjandinn laus. ÞÞetta er að sjálf- sögðu túlkun mín á skrif- um Ólafs. Hver og einn getur lagt sinn dóm á réttmæti hennar. En síð- an kemur spurningin: Hvernig getur jafn aug- Ijóslega borgaralega sinnaður maður og Ólafur Ragnar hafizt til vegs og virðingar í Alpýðubanda- laginu? Svarið felst vita- skuld í Því, að Alpýðu- bandalagið býður ekki upp á annað en umbóta- hyggju og umbótahyggja Ólafs er „vísindalegri" - betri - en sú sem fyrir var.“ Stjórnmála- starfsemi og atkvæöaveiöar Þessi ungi höfundur lýsir AlÞýöubandalaginu með eftirfarandi hætti: „Ég ætla ekki aö draga í efa einlægni AlÞýðu- bandalagsforystunnar og stuðningsmanna hennar í Því að stefna að sósíal- ísku samfélagi. Gagnrýni mín beinist hins vegar m.a. að Því aö menn hafi látiö ánetjast af borgara- legum hugmyndun um stjórnmálabaráttu - taki trúanlegt gervi ríkis- valdsins sem hið óháða æðsta samfélagsvald. Sé Það meginmarkmiðið að ná tökum á ríkisvaldinu leiöir Það til stjórnmála- starfsemi sem miðast við atkvæðaveiöar á meðan athafnir í pingsölum og ráðuneytum takmarkast viö Þann Þrönga ramma, sem borgaralegu ríkis- valdi er settur. Að sjálf- sögðu er efnislegur grundvöllur fyrir Þessum villum í Þoku auðvalds- samfélagsins og hins vegar segja skammtíma- hagsmunir millistéttanna til sín í ríkum mæli.“ Aö lesa Marx kvölds og morgna Skrif af Þessu tagi, Þar sem sanntrúaðir marxist- ar, óspilltir af raunveru- leikanum í íslenzkum stjórnmálum, gagnrýna AlÞýöubandalagið harð- lega fyrir að vera tæki- færissinnaður flokkur, sem hafi látið ánetjast borgaralegri stjórnmála- baráttu, verða æ algeng- ari á síðum Þjóðviljans. Þessi skrif undirstrika Þá staðreynd, að fyrir Al- Þýðubandalagið, eins og Það er í dag, er Þaö ekki alveg einfalt mál að taka viö Þeim liðsstyrk, sem Því hefur borizt úr rööum vinstri sinnaös æsku- fólks, sem vissulega hef- ur veriö býsna stór hópur á undanförnum árum, par sem petta unga fólk bindur sig mun meir við grundvallarkenningar marxismans en talsmenn AIÞýðubandalagsins hafa gert nú um skeið. Nú eru í forystu Alpýðubanda- lagsíns menn, sem eru tilbúnir til að varpa ýms- um kenningum fyrir róða, ef Þeir geta skapað sér valdaaðstööu. En sú af- staða fellur ekki í geð Þessu unga vinstri sinn- aöa fólki. Og hér er komin skýringin á pví, að einn af helztu talsmönn- um AlÞýöubandalagsins um Þessar mundir, Svav- ar Gestsson viöskipta- ráðherra, er allt í einu byrjaður að vitna í Marx í ræðum sínum. Óhætt er að fullyrða, að í tvo áratugi hafa forystumenn Sósíalistaflokksíns og Al- Þýðubandalagsins látið Það vera að hampa Karli Marx, Engels og öðrum kenningasmiðum marx- ismans. Þetta hafa peir látið vera, að sjálfsögðu til pess að fela sitt rétta andlit. En nú er kominn öflugur hópur inn í Al- Þýðubandalagið, sem sættir sig ekki við Þessa pólitík og togar Alpýöu- bandalagið til Þess að starfa í betra samræmi við kenningar Marx en Það hefur gert um skeið. Þetta er skýringin á Því, að Svavar Gestsson sagði í ræöu á verkalýðs- ráðstefnu Alpýöubanda- lagsins fyrir nokkru: „í Þessari gömlu tilvitnun (í Marx) felast enn mikil sannindi. Textarnir i Marx, Engels úrvalsrit eru engu ónauðsynlegri lesning kvölds og morgna en stjórnarsátt- máli ríkisstjórnar íslands eða Hagtölur mánaðar- ins.“ Þessi ummæli viö- skiptaráðherra eiga eftir að veröa fleyg vegna Þess, aö Þau undirstrika, að AlÞýðubandalagið er fyrst og fremst marxist- ískur flokkur, sem hefur Það að meginmarkmiði að umbylta íslenzku Þjóðfélagi og koma hér á sósíalísku Þjóðskipulagi í svipuðu formi og Þau Þjóðfélög, sem sniðin hafa veriö eftir hugmynd- um Marx í A-Evrópu. Þetta er staðreynd, sem enginn ætti að láta fara fram hjá sér. Stimplar og stimplalegur Breiðar felgur og hjólbarðar Tannstangir, tengslum við öxla. Gatabjálkar Sambandstengi rör fyrir mesta styrkleika Nýar víddir á lcik-sviöinu \ Eins og í alvörunni Nýjung fyrir stóra krakka. Þá sem hafa áhuga á því tæknilega - sem líkist veruleik- anum. Ný samstæða með ýmsu sem kemur á óvart. Allt virkar, snýst og hreyfist líkt og í alvöruvélum. f nýja LEGO tækni-bílnum er t.d. hrevfanlegur stýrisbúnaður. bullur, stimplar sem snúast, færanleg sæti og hann gengur ekki einungis áfram heldur einnig afturábak Nú býður Lego: Tæknibíl, dráttarvél lyftara, þyrlu, kranabíl og vélkerru - og nýja Lego vél sem kemur öllu í gang. EitthvaÓ fyrir tækniáhugamenn frá 9 ára aldri Eigum fyrirliggjandi leirbrennsluofna 35 og 55 lítra. Utvegum aörar stærðir meö stuttum fyrirvara. HANDID Tómstundavörur fyrir heimili og skóla Laugavegi 168, sími 29595. SNIÐ 'j OTNAR Sniðnir eftir yðar þörfum 7 hæðir (frá 20—99 cm). Allar lengdir. I Margra ára reynsla hér á landi. Henta bæði hitaveitu og olíukyndingu. Sænskt gæðastál. Stenst allar kröfur íslensks staðals. Hagstætt verð. Efnissala og fullunnir ofnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.