Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 Ingólfur Jónsson frá Prests- bakka. Skáld og fræðimaður Ingólfur Jónsson frá Prcsts- bakka, VÆNGIR DRAUMSINS. Ljóð. 50 bls. Alm. bókaí. Rvík, 1978. Ingólfur Jónsson er af fræði- mannaætt. Sjálfur er hann bæði skáld og fræðimaður, hefur meðal annars safnað til tveggja bóka með þjóðsögum. Af fræðataginu er líka Rangskinna þar sem Ingólfur upplýsti hversu því fé, sem hið opinbera ætlar rithöfundum öilum, er í framkvæmdinni mis- skipt. Rangskinna þótti því vera réttnefni. Vængir draumsins er safn þrjátíu kvæða. I og með er þetta Ijóðaúrval því tíu kvæðanna eru hér endurprentuð upp úr eldri bókum skáldsins. Ingólfur Jónsson fer troðnar slóðir í kveðskap. Form hans og yrkisefni höfða til eldri tíðar. Ingólfur yrkir um sveitina, nátt- úrufegurðina — og fegurð lífsins yfirhöfuð. Hann hverfur gjarnan aftur til bernskuáranna, minning hans er söknuði blandin. Angan liðins tíma berst að vitum skálds- ins: »í djúpi húms / eru hulin blóm.« í táknmáli sínu minnist skáldið lindarinnar þar sem lífið og fegurðin eiga sér upptök. Kvæðið Lindin: Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Ila'Kt streymir lindin litla. lindin mín blá ok smá. Hljóður í hvamminum Kræna hlusta ég niðinn á. Gr/pur mÍK eins ok áður óljós ok leitandi þrá, Ijoðhrif sem berKmal bi-rast blávænKJum léttum á. llnKt streymir lindin litla leiðin er niður i á. ok áin leitar að ósi úti við sundin bli. Skáldið -minnist móður sinnar sem leiddi hann forðum »inn í ljóðsins heim.« Og bernskujólanna minnist Ingólfur í kvæðinu Bjart er yfir Betlehem er svona hefst: lljart er yfir Itetlehem blikar jólastjarna. Stjarnan mín ok stjarnan þín. stjarnan allra barna. Var hún aður vitrinKiim veKaljósið skœra. Barn í jötu borið var, barnið Ijúfa. kæra. Opinskár túlkar skáldið endur- minning sína í ljóðinu Hugsað norður en þangað stefnir hugur skáldsins »í leit að ljósi.« Hér sunnan fjalla enn ég stilli strenKÍ stefhörpu fornrar meðan náttblær þýður heldur f norður sem f leit að Ijósi. bar hrafnblá nóttin faðmar hlfö ok cnKÍ harðbalatún ok dreymna á sem Ifður sönKværum flaumi alla feið að ósi. Svona rekur skáldið minning sína, ljóst og leynt en öllu fremur leynt — með táknmáli sem ljóða- lesendum er síður en svo ókunn- ugt. Hins vegar sækir Ingólfur lítt efni til samtíðarinnar, og Reykja- vík, heimabyggð skáldsins á full- orðinsaldri, verður honum sjaldan að yrkisefni. Aðeins bregður þó út af því, t.d. er þarna skemmtilegt kvæði um Óla blaðasala er svona hefst: Ekki skal það undra miK. liótt Óla lfki vinna slfk. Því blöð hann selur manna mest ok manna bezt f Reykjavfk. Ég vil meina að þau dæmi, sem ég hef tilfært hér, sýni nægilega vel þverskurðinn af kveðskap Ingólfs Jónssonar. Þýðleiki og fegurðarþrá einkenna ljóðlist hans. Saman fer að skáldið heldur sér við eldri form og lætur hugann hverfa til horfinnar tíðar. Jafn- framt er þarna fátt að finna sem til nýjunga getur talist. Og þess ber auðvitað að sakna þó mörgum séu fornu minnin kær — endur- nýjunin er skáldskaparins elixír. Með vísan til þess hversu mikla tryggð Ingólfur bindur við forna tíð má óhikað fullyrða að hann sé meiri fræðimaður en skáld. Erlendur Jónsson. »129afstöðinni« Guðlaugur Guðmundssoni ÁSTIR í AFTURS/ETI. 166 bJs. Örn og Örlygur. Rvík. 1978. »í SÖGUM þessum hygg ég að mörg konan muni sjá sjálfa sig, bæði í sorg og gleði. Sumir hafa álitið að um 60—80% íslenskra kvenna hafi farið í ástandið,« segir Guðlaugur Guðmundsson í for- mála. Þetta er ekki fyrsta bók Guð- laugs. Áður hafði hann sent frá sér bækurnar Reynistaðabræður og Enginn má undan líta. Þær hef ég því miður ekki lesið. En því aðeins get ég þeirra hér að auðséð er að höfundur þessarar bókar er ekki byrjandi, hér er á ferð höfundur sem nýtur bæði eðlisgreindar, nokkurrar þjálfunar og nauðsyn- legs sjálfstrausts. Auk þess er ekki vandalaust að glíma við efni af því tagi sem Guðlaugur fæst hér við. Sem söguritari, er fjallar um jafnviðkvæmt tímabil og her- námsárin voru, gæti hann sagt eins og de Gaulle: hlutverk mitt er stærra en ég sjálfur. Hernámið á stríðsárunum er stærri atburður í íslandssögunni en ævilok Reyni- staðabræðra svo dæmi sé tekið og mun þjóðin um ókomin ár vitna til frásagna þeirra sem urðu áhorf- endur að þeim atburðum og ástandinu (með og án gæsalappa) sem af því leiddi. í rauninni er ævisaga Guðlaugs sjálfs eins og dæmigerð fyrir kynslóð hans. Guðlaugur er hún- vetningur — vatnsdælingur. Hann er 26 ára þegar stríðið skellur á, er þá við fjárgæslu fyrir norðan því »áhugi minn beindist aðallega að sauðfjárrækt.« En enginn ræður sínum næturstað, Guðlaugur hverfur til Reykjavíkur og gerist leigubílstjóri í »ástandinu« og hlýðir kallinu »129 af stöðinni«. Sem leigubílstjóri á þessum ein- stæðum og — í rauninni stórfurðu- legu, allt að ótrúlegu tímum, kynntist hann flestum hliðum mannlífsins, ekki síst þeim ótrú- legu. Farþegi hans einn, kona, spyr hvort satt sé að aftursætið sé stundum notað sem hjónarúm. Svona talaði fólk á stríðsárunum, spurði beint með því aö haga orðum dálítið skáhallt við mein- inguna, en þó svo að skildist. Og víst var aftursætið notað til athafna sem áður máttu einungis fara fram í hjónarúmi — almenn- ingsálitinu samkvæmt! Bílstjórinn sat í sæti sínu og fylgdist með í baksýnisspeglinum því að sjálf- sögðu bar hann ábyrgð á lífi og limum farþega! Hvort sem nú hinn ungi vatnsdæiingur í bílstjórasæt- inu hefur fundið sig sem eins konar Ara fróða sem forsjónin væri þarna að útvelja til að skrásetja sögu þessara kynlegu tíma eður eigi þá er svo mikið víst að hann hefur dregið allar lokur frá skilningarvitum sínum og fest á sálarfilmu sína þær furðulegu senur sem fyrir augu og eyru bar. Nöfn nefnir Guðlaugur ekki, sögur hans eru að því leyti almenns eðlis og óneitanlega hverri annarri líkar. Og ekki eru þær frábrugðnar þeim sögum sem undirritaður Bðkmennlir ef tir ERLEND JÓNSSON (stálpaður krakki á stríðsárunum) heyrði þá ganga manna á meðal, stundum milliliðalaust. Það sem gerðist í aftursætinu hjá Guðlaugi þarf hvorki að vera ýkt né fært í stílinn, slíkir atburðir gerðust víða. Og þyki einhverjum, sem les, ótrúlegt, skyldi sá hinn sami minnast þess að stríð er ekki venjulegur tími, heldur óvenjuleg- ur, afbrigðilegur, þá fljóta frum- hvatirnar uppi, magnast og æsast og gera manninn að allt annarri persónu en hann áður var, /nargur Bókmenntlr ef tir JÓHANN HJÁLMARSSON Ileimir Pálsson> STRAUMAR OG STEFNUR í ÍSLENSKUM BÓKMENNTUM FRÁ 1550. Val mynda og umhrot. Jón Reykdal. Aðstoð við umbrot og teiknun kápui bröstur Magnússon. Iðunn 1978. I íslenskum menntaskólum hef- ur á undanförnum árum verið stuðst við fjölritaðar bækur og pésa í bókmenntakennslu. Flest hefur þetta efni verið tekið saman eða samið af kennurum, stundum hafa nemendur sjálfir átt þátt í mótun þess. Sumt hefur verið til lítils sóma. Hafi fólk utan skóla rekið augun í það hafa viðbrögð yfirleitt orðið með tvennum hætti: Sumir hafa hlegið, aðrir hneyks- last. Eitthvað af þessu lestrarefni mun enn vera í höndum nemenda til vafasams ávinnings fyrir bók- menntakennslu og bókmenntir í landinu. Þess vegna ber að fagna því að nú hefur Heimir Pálsson samið bókmenntasögu sem hann kallar Straumar og stefnur í íslenskum bókmenntum frá 1550. Þrátt fyrir ýmsan ágreining um efni hennar og efnistök sem ekki verður flúinn er hún fyrir margra hluta sakir nytsamleg. Á það skal að vísu bent að til er ágæt bókmenntasaga sem notuð hefur yerið lengi í framhaldsskólum: íslensk bókmenntasaga 1550—1950 eftir Erlend Jónsson. En hún nær ekki til höfunda síðustu ára eins og bók Heimis Pálssonar. í formála segir Heimir Pálsson m.a.: „Á síðasta áratug hefur orðið umtalsverð breyting á bókmennta- kennslu við íslenska menntaskóla, og má gera ráð fyrir að svo haldi áfram í framhaldsskólum lands- ins. Hér er fyrst og fremst um að ræða áhersluflutning: í stað þess að leggja alla áherslu á fornbók- menntir og nítjándu öldina, er lestrarefni nú í auknum mæli sótt til samtíma okkar". Síðan skýrir Heimir frá því að á fundi mennta- skólakennara á höfuðborgarsvæð- inu hafi það fyrst komið til tals í alvöru að hann setti saman „einhvers konar kver til nota við bókmenntakennslu". Um stefnu verksins fórust Heimi svo orð á fundinum: „Það ætti að leggja ríka áherslu á síðustu áratugi, forðast ævisagnaritun eftir megni, fjalla um einstök verk fyrst og fremst sem dæmi, ekki vegna þess að þau væru endilega „best" að mati einhvers og einhvers". Það hefur verið stefna Heimis „að leggja meiri áherslu á félagslega sögu bókmenntanna en persónusögu", það sem hann kallar „tengsl skáldverka við almenna þjóð- félagsþróun og menningarsögu". Áður en vikið er að bókinni sjálfri virðist nauðsynlegt að vitna enn til formálans svo að ætlun höfundar með ritun bókarinnar sé ljós: „Þegar rætt er um bókmennta- sögu, virðist oft gert ráð fyrir að átt sé við tæmandi skráningu bókmennta frá einhverju tímabili eða hjá tiltekinni þjóð. Straumar og stefnur eru ekki bókmennta- saga í þessum skilningi. Þar er með vilja gengið fram hjá ýmsu eða aðeins drepið lauslega á það. Og þar kemur til kasta hvers notanda, einkum kennaranna, við að fylla upp í eyðurnar". En þótt ýmsir varnaglar séu slegnir í formálanum verður ekki hjá því komist að leggja í senn bók- menntalegt og persónulegt mat á ýmislegt sem fram kemur í bókinni. Bókin mótast að sjálf- sögðu af þeim skoðunum sem Heimir Pálsson hefur á samfélags- málum og hlutverki bókmennta og því sem hann hefur lesið. Og rétt hefur hann fyrir sér í því að ágreiningsefnin séu „því fleiri þeim mun nær sem dregur samtíð okkar". í öðrum kafla bókarinnar: Upplýsingaröld 1770-1830 þykir mér Heimi Pálssyni hafa tekist vel að sýna fram á mikilvægi þýðinga Jóns Þorlákssonar og reyndar frumsamins skáldskapar hans líka fyrir þróun bókmenntanna. Sama er að segja um Eggert Ólafsson sem ásamt Jóni Þorlákssyni hafði mikið gildi fyrir Jónas Hallgríms- son. Upplýsingarstefnan eignaðist liðsmenn í báðum þessum skáld- um; hjá Jóni birtist hún í þýðing- um hans, en frumsaminn skáld- skapur Eggerts er dæmigerður fyrir stefnuna. Við kaflann um Rómantík er ég einnig sáttur, en í honum er hlutur Bjarna Thorarensens gerður mik- kastar hversdagsgervinu með þeim afleiðingum að ótrúlegur innri maður kemur í ljós. Hins má líka minnast að íslendingar voru jafnóviðbúnir þessum aðstæðum og vatnsdælingurinn ungi sem skömmu áður hugði »aðallega að sauðfjárrækt« en er svo skyndi- lega orðinn áhorfandi og þátttak- andi í stórborgalífi eins og það getur blóðheitast og trylltast orðið; þjóðin var jafnopin fyrir þessu og augu bílstjórans. Ástand- ið eins og það var getur því aldrei endurtekið sig af þeirri einföldu ástæðu að íslendingar munu aldrei framar verða sams konar sakleys- ingjar og þeir voru áður en það skall hér yfir. Nú hefur hvorki undirritaður né líkast til nokkur annar aðstöðu til að sannprófa sögur Guðlaugs. Það styður sannleiksgildi þeirra að margir sambærilegir atburðir frá sama tíma voru skjallega sannaðir af lögreglu. Hins vegar þykja mér farþegar Guðlaugs grunsamlega opinskáir við bílstjóra sinn — sá einn hluturinn þykir mér ótrúleg- ur við þessar sögur. Víst má búast við að fólk sem er í uppnámi eða ölvað nema hvort tveggja sé láti hitt og annað flakka sem venjuleg- ur maður mundi aldrei láta út úr sér undir venjulegum kringum- stæðum. Hitt æltaði ég að teldist til einsdæma að fjöldi manns opni hjarta sitt svo gersamlega fyrir ókunnugum eins og raun ber vitni í þessum frásögnum Guðlaugs — nema hann hafi verið gæddur þess konar meðfæddum sálusorgara- hæfileikum að hann hafi beinlínis laðað farþega sína til að létta á áhyggjum sínum, trúa sér fyrir sínum leyndustu feimnismálum. Allt um það eru þessar sögur Guðlaugs merkilegar. Þær eru líka skrifaðar af þrótti og sannri frásagnargleði og kemur mér ekki á óvart þó bók hans beri hátt á metsöluhimninum fyrir komandi jól. Fyrir það fyrsta hafa þessar sögur nokkurt sagnfræðilegt gildi. Hitt mun þó vega meira að »ástandið« er meir en saga, það teygir arma sína allt til dagsins í dag. Guðlaugur bendir réttilega á að af þeim sæg kvenna sem nutu ásta með hermönnum hafi aðeins fáar flust úr landi. Hvar eru hinar? Þær eru hér á götunum — húsmæður, mæður og ömmur, konur á sextugs- og sjötugsaldri og sumar vafalaust eldri. Ástandið spannaði allan aldur íslenskra kvenna, allt fra barnsaldri og upp úr. Það hafði svo gífurleg áhrif á íslenskt þjóðlíf að þeirra áhrifa mun lengi gæta. Eitt þeirra er enn rækilega viðvarandi: verðbólgan! Vinnusvik þekktust varla á íslandi fyrr en í bretavinnunni en urðu þá almennur þjóðarlöstur. í raun og veru er útilokað að lýsa lífinu á stríðsárunum eins og það var. Grófu drættina er vandalaust að draga upp. En fínustu blæbrigðum tilfinninganna verður aldrei svo gerla lýst að sá, sem ekki man, nemi rétt. Ég spái að margur, sem man stríðsárin, muni hressa upp á minni sitt með lestri þessarar bókar. Hinir, sem síðan eru fæddir, mega vel vita hvað sú kynslóð, sem hefur fóstrað þá og frætt, reyndi sjálf í sinni æsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.