Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 13 Félagslegar bókmennta- leiðbeiningar handa menntaskólanemum ill eins og vera ber. Jónasi Hallgrímssyni og Fjölnismönnum eru gerð góð skil, sömuleiðis Benedikt Sveinbjarnarsyni Gröndal, Steingrími Thorsteins- syni og Matthíasi Jochumssyni. Kynningin á Grími Thomsen er aftur á móti snubbótt. Sammála er ég Heimi Pálssyni í því að þótt Þorsteinn Erlingsson sé stundum talinn til raunsæisskálda eru yrkisefni hans og umfjöllun af rómantískum toga. Raunsæisstefnu Verðandi- manna er lýst, einkum verkum Gests Pálssonar og Einars H. Kvarans, en ekki er gleymt að minna á þátt Jóns Stefánssonar (Þorgils gjallanda) svo sem skáld- sögu hans Upp við fossa og smásögur hans. „Aðeins eitt ¦ ís- lenskt ljóðskáld verður alfarið talið til raunsæisskálda," segir Heimir Pálsson. Það er Stephan G. Stephansson sem hann á við og er þá einkum átt við ádeiluskáldskap hans gegn styrjöldum. Meðal nýrómantískra skálda gnæfir Einar Benediktsson upp úr. En svo margþættur er skáldskap- ur Einars að varasamt er að telja hann til einnar bókmenntastefnu. I skáldskap hans var rúm fyrir margt: Rómantík, raunsæi, klassík, heimspeki. Heimir bendir réttilega á íslenskar aðstæður nýrómantískra skálda. Þau „þjuggu við annan veruleik en hin erlendu. Sú borgarmenning sem að sínu leyti kallaði fram nýrómantík í erlendum skáldskap, fyrirfannst ekki hérlendis". En þess ber að gæta að nýrómantísk skáld eins og Jóhann Sigurjónsson til að mynda dvöldu langdvölum erlendis. Sama er að segja um Stefán frá Hvíta- dal. Síðasti kafli bókarinnar nefnist Fullvalda og sjálfstætt fólk. Heim- ir Pálsson vitnar í bók Kristins E. Andréssonar íslenskar nútíma- bókmenntir 1918—1948 í umfjöll- un um þriðja áratuginn. Kristinn talar um formleysi og óskapnað, „áratugurinn fer allur í tilraunir Heimir Pálsson og leit" að hans mati. Vefarinn mikli frá Kasmír eftir Halldór Laxness er einkennandi fyrir leitina sem Kristinn talar um, en Heimir nefnir einnig Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. Hann skýtur yfir markið þegar hann leggur að jöfnu „vitundarstraum" erlendra höfunda á borð við James Joyce og kafla úr Bréfi til Láru. Pólitískur boðskapur er Þórbergi höfuðatriði, eti James Joyce og súrrealistar voru honu«i fjarri, að minnsta kosti í upphafi þótt heimsstyrjöldin si íðari ætti eftir að setja mark sitt á súrrealískan skáldskap. Fjóröi áratugurinn verður ára- tugur samfélagslegra ádeilusagna Halldórs Laxness og sama er að vísu að segja um fimmta áratug. En á fjórða áratugnum koma líka út tvær áhrifamiklar skáldsögur Guðmundar Gíslasonar Hagalíns eins og Heimir bendir á: Kristrún í Hamravík og Sturla í Vogum. Steinn Steinarr heilsar öreiga- æskunni í fyrstu ljóðabók sinni Rauður loginn brann og Jóhannes úr Kötlum breytist úr ungmenna- félagaskáldi í róttækt baráttu- skáld, kveður um nýtt fólk og nýtt líf. Guðmundur Böðvarsson yrkir sum listrænustu kvæði sín eins og Vísurnar við hverfisteininn og Tómas Guðmundsson kennir fólki að meta fegurð Reykjavíkur. Á fimmta áratugnum sendir Halldór Laxness frá sér íslands- klukkuna og Atómstöðina. Ólafur Jóhann Sigurðsson vekur athygli sem sagnaskáld með Fjallinu og drauminum. Snorri Hjartarson t.ekur sér sæti meðal „fremstú fagurkera íslenskrar ljóðlistar". Jón úr Vör boðar tímamót með Þorpinu. Steinn Steinarr yrkir um manninn „án takmarks og til- gangs". Hann heldur áfram „inn- hverfri túlkun persónuleikans" með höfuðverki sínu Tímanum og vatninu. Sjötti áratugurinn er hin „rím- lausa skeggöld" svo að vitnað sé til Jóhannesar úr Kótlum. Jóhannes kom eftirminnilega til móts við hina nýju ljóðlist með Sjödægru. Thor Vilhjálmsson hóf að skrifa þætti sína um einsemd og firringu mannsins. Gerpla Halldórs Laxness er „uppgjör við hvers konar ofurmennisdýrkun" eins og Heimir skrifar. Elías Mar gefur út Reykjavíkurlýsingu sína Sóleyjar- sögu. Indriði G. Þorsteinsson hefur lýsingu sína á hinum rótslitna sveitamanni í höfuðborg- inni með Sjötíu og níu af stöðinni. Mörg ljóðskáld koma fram á sjötta áratugnum. Meðal þeirra sem Heimir aðeins nefnir á nafn er Hannes Sigfússon sem reyndar sendi frá sér Dymbilvöku undir lok fjórða áratugar þótt hún vekti ekki verulega athygli fyrr en í endurskoðaðri útgáfu í Ljóöum ungra skálda (1955). Hlutur Hannesar mætti vera stærri í bók Heimis og sama er að segja um Sigfús Daðason, en þessi skáld áttu bæði þátt í módernisma íslenskrar ljóðlistar. Tilvitnanir í Jónas E. Svafár eru góðar og gildar, en betur hefði mátt gera til að sýna inntak nútímaljúðs á fimmta áratugnum. Þegar kemur að því að lýsa síðustu sautján árum virðist mér Heimir Pálsson ekki vera nógu vel að sér. Hann leggur of mikla áherslu á hve Ijóðlistin sé inn- Honoré Daumicn Bókmcnntaumraður á iWrum Stcinprent. Ein myndanna 1 Straumum og stefnum. svölum. IRfii. hverf, en sannleikurinn er sá að ljóðið hefur fjarlægst hinn hefð- bundna módernisma sjötta ára- tugar eins og mörg dæmi sanna. Sagnagerðinni hefur Heimir Páls- son aftur á móti fvlgst ve! með eins og skrif hans um Jakobínu Sigurðardóttur, Svövu Jakobsdótt- ur og Guðberg Bergsson leiða í ljós. Á leikritun er rétt drepið svona til málamynda. Sama er að segja um ævisögur. Barnabækur eru naumast til í huga Heimis. Ég á erfitt með ;tð ímynda mér að unnt sé að skrifa um íslenskar bókmenntir án þess að minnast á Gunnar Gunnarsson. Þetta hefur þó Heimi Pálssyni tekist. Annars ætla ég inér ekki að deila við hann um hvað á heima í slíku verki sem Straumum og stefnum. Bókin er að sjálfsögðu vegvísir en ekki endan- leg bókmenntasaga. Geta niá í eyðurnar. Það er fyrst og frenist hlutverk kennara sem munu nota þessa bók í framtíðinni. Ég hef ekki minnst á fyrsta kafla bókarínnar: Lærdómsöld 1550—1770. Þar er nijög stuðst við verk Óskars Halldórssonar Bók- menntir á lærdómsöld. Verdens Litteratur Historie er aðalheimild höfundar um evrópskar bók- mennlir. „Sjálfur hafði ég áður þóst kynna mér upplýsinguröld nokkuð vandlega," skrifar Ileimir í for- mála. Það má sjá á því sem hann hefur að segja um þetta merka timabil. Kaflinn um það er í senn fróðlegur og skemmtilegur. Ileim- ir er enginn ritskussi. Ilann skrifar vandaðan stíl, dálítið einhæfan kannski, en engu að síður mjög læsilegan. í heild sinni eru Straumar og stefnur verk sem getur ba'tt við hókmenntaþekk- ingu hvers og eins, ekki aðeins menntaskólanemenda. Ég spái því að fleiri muni hafa not af því. Með vali mynda í bókina hefur Jón Reykdal leitast við að sýna þróun myndlistar, en jafnframt lagt áherslu á fjölbreytni „hæði efnislega og tæknilega". Valið er persónulegt. I!m rnyndirnar kemst Jón svo að orði: „Islensk nútíma- list og alþýðulist fyrri alda er hér fléttuð við erlenda myndlist til þess að gefa gleggri hugmynd um samtíð bókmenntanna og tengsl listgreinanna, þar sem þær fást við svipuð viðfangsefni eða tjá líkar hugmyndir." Myndirnar og frágangur bókarinnar er mjög til fyrirmyndar og gera hana ekki síst eigulega. m Med leiguf lugi til LONDON 27. nov. og 3. des. LONDON býður upp á flest allt sem hugurinn girnist Hótel Þú getur valió úr 3 hótelum, sem öll eru staósett vió OXFORDSTREET, fræg- ustu verslunargötu í London. Skodunarferdir Skipulagóar skoóunarferóir í báóum ferðum-íslensk fararstjórn. Knattspyrna Af hverju ekki að bregóa sérá völlinn og sjá knattspymu eins og hún gerist best? Fyrri feró: » Chelsea — Bristol City Tottenham—Arsenal Síóari feró: Chelsea — Aston Villa Tottenham — Ipswich iSamvinnuferöir Skemmtanir I London er skemmtanalífió ótrúlega fjöl- breytt og allir sem þangaó koma ættu aó skreppa í leikhús. Landbúnaðarsýning HinheimsfrægaSMITHFIELD land- búnaðarsýning stendur þeim til boóa sem velja siðari ferðina. AUSTURSTRÆTI 12 - SIMI 27077 9 LANDSÝN AUSTURSTR/ETI 12-SIMI 27077

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.