Morgunblaðið - 16.11.1978, Page 14

Morgunblaðið - 16.11.1978, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 Naudungarlippboð sem auglýst var í 46., 50. og 53. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1978 á Borgarholtsbraut 72, hluta, þinglýstri eign Guöjóns Jóhannssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 22. nóvember 1978 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 50. og 53. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1978 á Nýbýlavegi 16-A, þinglýstri eign Bjarna Böövarssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 22. nóvember 1978, kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst vac í 46., 50. og 53. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1978 á Fífuhvammsvegi 5, þinglýstri eign Stórafljóts h.f., fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 22. nóvember 1978 kl. 12.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 50. og 53. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1978 á Vatnsendabletti 110, þinglýstri eign Magnúsar Árnasonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 22. nóvember 1978 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 50. og 53. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1978 á Nýbýlavegi 50, hluta þinglýstri eign Jens Guömundssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 22. nóvember 1978 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 50. og 53. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1978 á Auöbrekku 50, þinglýstri eign Jöfurs h.f., fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 22. nóvember 1978 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboö sem auglýst var í 46., 50. og 53. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1978 á Skólageröi 62, (áöur 40), þinglýstri eign Árna Jakobssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 22. nóvember 1978 kl. 10.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 50. og 53. tölublaði Lögbirtingablaösins 1978 á Digranesvegi 79, þinglýstri eign Guörúnar Eyjólfsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 22. nóvember 1978 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 50. og 53. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1978 á Vatnsendabletti 116, þinglýstri eign Skúla Kristjánssonar, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 22. nóvember 1978 kl. 11.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Kínverjar og Japanir vinir NÝGERÐUR friðar- og vináttusamningur Kínverja og Japana hefur bundið enda á styrjaldarástand sem hefur ríkt milli þjóðanna síðan Japanir gerðu innrás í Kína 1931 og raunar fjandskap sem hefur ríkt í heila öld og á sér 2.000 ára sögu. Með samningnum er komið á fullri samvinnu á sviðum stjórnmála, efnahagsmála, menningarmála og utanríkismála. Samningurinn tryggir Kínverjum mikilvægan stuðning Japana við áætlanir um breytingar í nútímaátt. Samningurinn jafngildir líka mikilvægum sigri fyrir Kínverja í baráttu um áhrif við norðanvert Kyrrahaf. Kínverjar hafa háða harða samkeppni við Rússa um aðgang að gífurlegum efnahagsauðlindum Japana og háþróaðri tækni þeirra. Kínverjar hafa sigrað í þessu kapphlaupi. Kínverjar hafa keppt að því að breyta valdahlutföllum í fjarlægari Austurlöndum sér í vil og einangra Rússa í þessum heimshluta. Með samningnum við Japani hefur þeim orðið verulega ágengt í þessari viðleitni. Þetta sést meðal annars á því að Kínverjum tókst að fá í samninginn sérstakt ákvæði þar sem fordæmd er yfirdrottnunarstefna, en það orð nota Kínverjar um sovézka útþenslustefnu. Rússar hafa farið hörðum orðum um samninginn og halda því fram að hann stefni öryggi allra landa í hættu. Sáttfýsi Kínverski varaforsætisráðherrann Teng Hsiao-ping fór til Japans til að staðfesta samninginn og steig stórt skref í þá átt að treysta hið nýja samband þjóðanna með heimsókn- inni. Á sínum tíma barðist Teng gegn Japönum þegar grimmileg styrjöld þeirra geisaði á árunum 1937 til 1945, en hann sýndi ótrúlega mikla sáttfýsi og gerði lítið úr hernámi Japana. Hann sagði aðeins að þetta hefðu verið „óheppilegir atburðir", hvatti menn til að gleyma því sem heyrði til liðinni tíð og sagði að aðalatriðið væri að horfa fram á veg og bæta samskipti landanna. Hirohito keisari, sem var æðsti yfirmaður japanska heraflans í síðari heimsstyrjöldinni tók undir það að „óheppilegir atburðir" hefðu átt sér stað í sambúð landanna. Orð hans voru túlkuð sem afsökun á öllu óréttlæti sem Kínverjar hafa orðið að þola af hendi Japana. Samningurinn er bezta dæmið til þessa um þá raunsæisstefnu, sem kínversku valdhafarnir hafa ákveðið að fylgja, og sýnir að þeir gera sér vel grein fyrir þeim möguleikum, sem standa þeim opnir í heiminum. Þeir vilja annars vegar hamla gegn þeirri útþenslustefnu, sem þeir telja Rússa fylgja, og hins vegar berjast gegn því frumstæða ástandi sem ríkir í efnahagsmálum þeirra. Þróunaráætlun Nokkur ár eru liðin síðan Chou En-lai forsætisráðherra lagði á það áherzlu að Japanir og Kínverjar ættu aldrei að vera á öndverðum meiði því að fjandskapur milli þeirra stofnaði velsæld allrar Asíu í hættu. Hann sagði að þeir ættu þvert á móti að taka höndum saman um að draga úr fátækt, sjúkdómum og ólæsi. Hua Kuo-feng formaður ítrekaði þetta i ræðu í febrúar og lagði á það áherzlu að Kínverjar gætu mikið lært af árangri Japana í efnahagsmálum. Síðan lagði Teng áherzlu á von sína um sættir þjóðanna þegar hann fór til Japans til að staðfesta samning- inn. Kínverjar hafa snúið baki við þeirri stefnu sinni að vera sjálfum sér nógir og hafizt handa um tíu ára þróunaráætlun í efnahagsmálum þar sem gert er ráð fyrir víðtækum nútímabreytingum á sviðum land- búnaðar, iðnaðar, landvarna, vísinda og tækni. Stefnt er að því að auka matvælaframleiðslu úr 290 milljón- um í 400 milljónir lesta og stálfram- leiðslu úr 25 í 60 milljónir lesta. Samkvæmt 20 milljarða dollara viðskiptasamningi sem Kínverjar gerðu við Japani í febrúar er gert ráð fyrir að Kínverjar fái á næstu átta árum iðjuver og tæknibúnað að verðmæti 7—8 milljarðar dollara og byggingarefni og vélar að verðmæti 2—3 milljarðar dollara. Japanskir verkfræðingar, forstjórar og verka- menn eiga að þjálfa kínverska starfsbræður sína í greinum stál- framleiðslu, vefnaðarvörufram- leiðslu, plastframleiðslu og rafeinda- tækjaframleiðslu. Síðan samningurinn var gerður hefur komið í ljós að markmiðum hans verður líklega náð á aðeins tveimur árum. Þegar japanski við- skiptaráðherrann, Toshio Komoto, fór til Kína í september féllst hann í grundvallaratriðum á að framlengja samninginn í fimm ár í viðbót. Viðskipti landanna geta því aukizt úr þeim 20 milljörðum dollara, sem upphaflega var gert ráð fyrir, í allt að 80—100 milljarða dollara. Kínverjar hafa samið við um 30 japönsk fyrirtæki á þessu ári um kaup á olíuborpöllum og stáliðjuver- um o.fl. á þessu ári. Áfall Rússa Vináttusamningurinn er áfall fyrir Rússa, en þeir hafa sýnt að þeir gera sér grein fyrir þeirri hættu, sem er á vopnuðum árekstrum í Austurlöndum fjær. Rússar hafa Kínversk nefnd frá Shanghai skoðar Nippon-stáliðjuverið í Kimitsu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.