Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 15 Teng og Fukuda í Tokyo. lengi keppt að því að fá fjárhagslega og tæknilega aðstoð Japana til að nýta náttúruauðlindir sínar í Síberíu. En Japönum hefur fundizt of mikil áhætta fylgja slíkum fjárfestingum og þeir hafa heldur ekki viljað auka þá ógn, sem þeir telja að þeim stafi frá Rússum. Rússar hafa sjálfir stuðlað að því að afstaða Japana til þeirra hefur harðnað: með nærveru sovézka flotans á Kyrrahafi, harðrar afstöðu í fiskveiðiviðræðum og með því að neita að taka til athugunar kröfu Japana um að þeim verði skilað fjórum eyjum, sem Rússar hertóku í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Rússar hafa boðið Japönum vináttu- og samstarfssamning, en Japanir hafa hafnað honum. Síðan Teng kom í heimsókn hafa Japanir gefið í skyn að þeir vilji bæta sambúðina við Rússa, en þeir eru greinilega óhræddir við þá. Valdahlutföllin við Kyrrahaf hafa breytzt. Ástandið í Kóreu er mesta ógnunin við jafnvægið í þessum heimshluta. Kínverjar eru aðal- bandamenn Norður-Kóreu og Japan- ir eiga mikil viðskipti við Suður-Kór- eu. Kínverjar vilja koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn dragist inn á áhrifasvæði Rússa, en reyna að stuðla að viðræðum Norður- og Suður-Kóreu og Japanir hafa látið í ljós áhuga á því að draga úr spennunni á skaganum. Teng sagðist ekki trúaður á styrjaldarátök á skaganum í fyrirsjáanlegri framtíð og Kínverjar og Japanir gætu hugsanlega tryggt það í sameiningu, hvað sem Rússar gera. Agreinmgsmal I heimsókn sinni viðurkenndi Teng opinskátt að Kínverjar og Japanir greindi á um Kóreu og Sean- kaku-eyjar, en notaði óspart tæki- færi með lítt fullbúnum árásum til að benda á þá hættu, sem báðum þjóðunum stafaði frá Rússum. Takeo Fukeda, forsætisráðherra Japans, tók fram að þótt Japanir vildu hjálpa Kínverjum í tækni og efna- hagsmálum vildu þeir ekki hjálpa þeim að breyta kínverska hernum í nútímahorf. Teng dró úr ugg ýmissa Japana um að Kínverjar mundu beita sér fyrir hernaðarsamstarfi þegar hann sagði að Kínverjar vildu þakka Japönum fyrir hverja þá samvinnu, sem þeir gætu látið í té. Teng ítrekaði stuðning Kínverja við afstöðu Norður-Kóreumanna, meðal annars þá kröfu þeirra að bandarískt herlið verði flutt frá Suður-Kóreu, en hann lagði megin- áherzlu á nauðsyn þess að Kóreu- menn gerðu sjálfir út um deilumál sín. Fukuda gat vel tekið undir slikar óskir, þótt hann styðji aðstoð Bandaríkjanna við Suður-Kóreu. Þótt Teng fengi ákvæðið með fordæmingunni um yfirdrottnun inn í samninginn með öðrum orðum sovézka útþenslustefnu varð hann að fallast á kröfu Fukuda um annað ákvæði þess efnis, að samningnum væri ekki beint gegn nokkru þriðja ríki. Þess vegna voru Sovétríkin ekki nefnd með nafni. En Teng talaði sí og æ um þá hættu sem heimsfriðn- um stafaði af yfirdrottnunarsinnum og sagði eitt sinn: „Hættan á heimsstyrjöld er nærtækur veru- leiki". En hann gerði þetta á þann hátt, að Japanir ókyrrðust ekki, og sýndi í þessu sem öðru, að hann er ágætur diplómat. Heimsóknin vakti geysimikla athygli og var mikill sigur fyrir Teng. Þyngdar- punkturinn Að dómi japansks dálkahöfundar, Jiro Tokoyama, er framtíð allrar Asíu og Kyrrahafssvæðisins bjartari eftir gerð vináttusamningsins. Hann telur, að samningurinn muni stuðla að því að gæða efnahagslíf þessa heims mikla auknum þrótti, ásamt lækkuðum flugfargjöldum yfir Kyrrahaf, auknum fjarskiptum um gervihnetti og öðrum þáttum. Tokoyama segir, áð Henry Kiss- inger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi lýst þeirri skoðun í samtali við sig í sumar, að hann sæi merki þess, að „kjarni lífsþróttarins í heiminum" væri að færast frá Atlantshafi til Kyrrahafs. „Ég er alveg sammála," segir Tokoyama. „Samningurinn er enn ein vísbendingin um að þessi heims- hluti er í þann veginn að stíga fram í dagsljósið." BÓJi weca \unom- * eKKi uvn V* uún flaftar. n\*X vera, &m** ,_^eo. - rna°n'tnn Sönn DÓK09 s\ör<enc m ;iU— Fynr bornin í Vörumarkaðinum Fatnaöur íglæsilegu úrvali. Skór og vaöstígvél. Húsgögn íbamaherbergi. Playmobil leikföng. Dúkkur margar geröir, gullfallegar. Þroskaleikföng og önn- ur sterk leikföng. Leikkrókur fyrir börnin j meöan pabbi og mamma versla. Vörumarkaðurinn hf. J Ármúla 1A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.