Morgunblaðið - 16.11.1978, Side 16

Morgunblaðið - 16.11.1978, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 RÆÐA KRISTJÁNS RAGNARSSONAR, VIÐ SETNINGU ÞINGS LÍÚ í GÆR Hér fer á eftir í heild ræða Kristjáns Ragnarssonar, formanns Landssambands íslfinzkra útvegsmanna, við setningu þings LÍÚ í gær« Góðir fundarmenn! Ytri skilyrði sjávarútvegsins hafa verið góð á þessu ári. Gert er ráð fyrir, að sjávarvöruframleiðsl- an verði að verðmæti 123 milljarð- ar króna á móti 84 milljörðum á árinu 1977. Aukningin nemur 46.4%, sem skiptist þannig: Magn- aukning er áaetluð 1%, hækkun söluverðs í erlendri mynt 33%. Áætlað er, að útflutningur sjávar- afurða aukist meira en fyrr greindi vegna birgðarbreytinga, þannig að heildarútflutningurinn nemi 125 milljörðum króna, en hann var á árinu 1977 76 milljarð- ar. Aflabrögð Á þessu ári hafa aflabrögð verið góð, líkt og á s.l. ári. Heildarþorsk- fiskaflinn virðist ætla að verða álíka mikill og á s.l. ári éða um 470 þúsund lestir, þar af um 330 þúsund lestir þorskur. Togaraafl- inn eykst um 10 þúsund lestir, en bátaaflinn minnkar um álíka magn. Vegna fjölgunar togara er afli á hvert skip, það sem af er þessu ári, um 9.9 lestir á úthalds- dag, en var á sama tíma í fyrra 10.1 lest. Þessi þróun er mjög alvarleg fyrir bátaflotann og þá sérstaklega á svæðinu frá Vest- mannaeyjum til Stykkishólms. Minnkun bátaaflans á þessu svæði í ár er um 20 þúsund lestir eða um 15%.. Á árinu 1977 minnkaði afli bátanna á þessu sama svæði um 15 þúsund lestir eða um 10%. Minnkunin nemur því fjórðungi aflamagns á tveimur árum. Loðnuaflinn er nú orðinn um 830 þúsund lestir, en var um 770 þúsund lestir á sama tíma í fyrra. Aflaaukning hefur orðið veruleg á sumar- og haustvertíð, því vetrar- vertíðaraflinn var 80 þús. minni í ár en í fyrra, en heildaraflinn nú orðinn 60 þús. lestum meiri. Síldveiðarnar hafa ekki gengið eins vel og vonast var eftir vegna erfiðs veðurfars og vegna þess að skipum, sem veiða með nót hefur reynst erfitt að fá afla, vegna þess hve síldin er smá, hefur þó ræzt úr síðustu daga. Eru áhöld um hvort leyfilegt aflamagn, 35 þúsund lestir, veiðist á vertíðinni. Þegar svo mikið er af smásíld eins og nú, virðist þurfa að taka til endur- skoðunar, hvort leyfa eigi veiðar með nót í jafnríkum mæli og nú er gert. Humarveiðar voru með lakasta mótí s.l. sumar og veiddist nú í fyrsta sinn ekki leyfilegt afla- magn, þrátt fyrir það, að aflakvót- inn var minnkaður í 2.500 lestir úr 2.800 lestum. Auk þess var humar- inn nú smærri en nokkru sinni fyrr. Undanfarin sumur hefur sá humar, sem veiðist farið smækk- andi á hverri vertíð og er það til mikils skaða því verðmæti humar- ins ræðst að verulegu leyti af stærð hvers einstaklings. Þótt útvegsmenn hafi ávallt fallist á tillögur fiskifræðinga um tak- mörkun á humaraflanum og stundum viljað ganga lengra en þeir til takmörkunar í aflamagni, virðist að nú þurfi að takmarka þessar veiðar enn frekar til þess að gera þessar veiðar arðbærari á næstu árum. Aðrar skelfiskveiðar, þ.e. rækju- og hörpudiskaveiðar hafa gengið vel og betur en undanfarin ár. Rækjuveiðar eru nú stundaðar í fleiri svæðum en áður og djúp- rækjuveiðar í sumar gefa tilefni til aukinnar bjartsýni um þær veiðar. Rækjuveiði í fjörðum hefur ekki getað hafist enn á þessu hausti vegna seiðagengdar og hefur það valdið erfiðleikum fyrir þá aðila, sem þar eiga hagsmuni. Þeir verða hins vegar að víkja fyrir meiri hagsmunum, sem eru að seiðin fái að dafna án áreitni. Afkoma fiskveiöanna Afkoma fiskveiðanna var betri á árinu 1977 en verið hafði um mörg undanfarin ár. Ef fiskiskipaflotan- um er skipt í fjóra flokka, þe. báta án loðnuveiða, báta á loðnuveiðum, minni skuttogara og stærri skut- togara er áætlað að afkoman sé þessi: Bátar án loðnuveiða: Halli 1.60 millj. kr. eða 6% af tekjum. Bátar á loðnuveiðum: Hagnaður 463 millj. kr. eða 6.2% af tekjum. Minni skuttogarar: Halli 295 millj. kr. eða 2.5% af tekjum. Stórir skuttogarar: Halli 557 millj. kr. eða 11.3% af tekjum. Halli af rekstri alls fiskiskipa- flotans var því 1.576 milljónir króna eða 3.6%> af tekjum, sem voru um 43.5 milljarðar króna. Afskrifaðar höfðu þá verið 4.629 milljónir og brúttóhagnaður var því 3.0503 milljónir króna eða 7% af tekjum. Eins og undanfarin ár er af- koma þess hluta bátaflotans, sem ekki veiðir loðnu, verst og hefur 1976, en þeir munu vera mun stærri en meðalárgangur eða um 340 millj. 3ja ára fiska. Það er skylda okkar við komandi kynslóð- ir, að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins, þess fisks, sem við aðallega byggjum lífsafkomu okkar á. Það gerum við með því að minnka sóknina í millifisk og smáfisk í ríkari mæli en gert hefur verið. Stækkun möskva og lokun svæða, þar sem vart verður við mikið af smáfiski, er góðra gjalda verð, en dugar ekki ein sér. Þorskveiðibann í 1 mánuð að sumri og í 3 vikur í desember er heldur ekki nægilegt. Mikið hefur verið rætt um að eina leiðin að settu marki sé að sitja aflakvóta á hvert skip, eða banna notkun afkastamesta veiðarfærisins, flotavörpunnar. Eg hef ekki sann- færst um ágæti þessara leiða. Aflakvóti á hvert skip er neikvæð leið, sem dregur alla niður í meðalmennsku og virkar gegn dugnaði og sjálfsbjargarviðleitni. Flotvarpan er hagkvæmt veiðar- færi og við eigum á hverjum tíma að afla fiskjarins með sem minnst- um tilkostnaði. Fiskifræðingar hafa mælt með, að við megum fiska um 60 þús. lestir af karfa á þessu ári. Allar horfur eru á, að við munum fiska innan við helming þess magns eða milli 25 og 30 þúsund lestir og höfum við minnkað sóknina frá fyrra ári vegna hins frjálsa aðgangs að þorskstofninum. Er reynsla, sem fékkst af því á s.l. vertíð, að slægja netafisk á sjó og ísa hann í kassa, eigi að fram- kvæmast í ríkara mæli en gert hefur verið. Vegna þeirra markaðserfiðleika, sem nú eru með sölu á lélegum gæðum saltfisks, kemur einnig til álita, að taka net úr sjó, þegar fiskimið eru yfirgefin. Betri búnaður við veiðar með þorskanet- um ætti að auðvelda þetta. Is- lepzkur sjávarútvegur hefur ávallt aðlagað sig að markaðsaðstæðum á hverjum tíma, andstætt því, sem gerist í landbúnaði, þar sem framleitt er án tillits til eftir- spurnar. Framleiðsluaukninr í sjávarútvegi hefur staðið undir þeim lífskjarabótum, sem hér hafa orðið. Á hinn bóginn hefur offram- leiðsla íslenzks landbúnaðar skert lífskjörin. Ég hefi hér hreyft nokkrum hugmyndum um takmörkun þorskveiða og með hvaða hætti það væri auðveldast m.v. að það valdi, sem minnstum erfiðleikum. Vænti ég þess, að þær geti orðið innlegg í þær umræður, sem fram fara á fundinum um þetta mikil- væga málefni. Loðnuveiðar Fiskifræðingar hafa látið í ljós þá skoðun, að við þurfum að hyggja að takmörkun á loðnuveið- um vegna hættu á ofveiði. Ef til þess kemur, þurfum við að athuga, hvernig það verði gert með sem minnstum erfiðleikum. Fyrst af „Með þessari veiði ná- um við ekki upp kyn- þroska hluta stofnsins” hún enn versnað vegna minnkandi '‘Ufla'og þrátt fyrir að síldaraflinn komi nú nær allur í þeirra hlut. Eftir hverja fiskverðsákvörðun er áætlað hver sé afkoma hinna fyrrgreindu flokka skipa og er hún miðuð við rekstrarskilyrði í október sem hér segir: Bátar án loðnuveiða: Halli 3.362 milljónir króna eða 11.3% af tekjum. Bátar á loðnuveiðum: Hagnaður 1.233 milljónir króna eða 1.0% af tekjum. Minni skuttogarar: Halli 180 milljónir króna eða 1.0% af tekjum. Stærri togarar: Halli 679 mill- jónir króna eða 8.4% af tekjum. Hallarekstur er því við núvér- andi rekstrarskilyrði, krónur 2.988 milljónir, eða sem nemur 4.2% af tekjum. Varðandi afkomu minni skut- togaranna vil ég taka fram, að hún er mjög mismunandi eftir lands- hlutum vegna mismunandi afla- bragða. I skýrslu L.I.U. um aflabrögð togaranna kemur fram, að aflaverðmæti á úthaldsdag er mjög mismunandi eða sem hér segir: Á svæðinu frá Vestm.eyj.- Snæfellsness kr. 855 þús á út- haldsd. Á Vestfjörðum kr. 1.383 þús. á úthaldsd. Á Norðurlandi kr. 990 þús. á úthaldsd. Á Austfjörðum kr. 910 þús. á úthaldsd. Meðaltal allra minni skuttogara kr. 1.001 þús. á uthaldsd. Þetta segir okkur, að verulegur hagnaður er á togurum, sem gerðir eru út frá Vestfjörðum, en með sama hætti halli á togurum, sem gerðir eru út frá SV.-landi. Afkomuskilyrði þeirra báta, sem ekki veiða loðnu, eru nú óbærileg og verður að finna lausn á því vandamáli hið bráðasta, því heilir landshlutar eiga afkomu sína undir því, að hægt verði að gera út þennan hluta fiskiskipaflotans með eðlilegum hætti. Takmörkun þorskveiöa Á undanförnum aðalfundum okkar, höfum * við ítrekað gert samþykktir um aukna fiskvernd og um frekari takmarkanir á þorskveiðum í því skyni, að efla þorskstofninn að nýju og auka kynþroska hluta hans til öryggis fyrir vexti hans og viðgangi. Samþykktir okkar hafa stutt tillögur fiskifræðinga um að tak- marka þorskveiðarnar við 275 þúsund lestir á þessu og næsta ári. Á s.l. ári veiddum við um 330 þúsund lestir og útlendingar um 10 þúsund lestir og var því heildarafl- inn um 340 þúsund lestir. Á þessu ári verður veitt álíka mikið og á s.l. ári eða um 340 þús. lestir. Ljóst er, að með þessari veiði munum við ekki ná upp kynþroska hluta stofnsins, sem talinn er vera innan við 200 þúsund lestir, en hann var fyrir fáum árum um 700 þús. lestir og fyrir tuttugu árum 1 milljón lesta. Mjög algengt er, að menn efist um þau vísindi fiskifræðinga, að þeir geti sagt fyrir um stofn- stærð einstakra fisktegunda. Sér- staklega var þetta áberandi s.l. sumar, þegar aflabrögð togara við Vestfirði og Norðurland voru fádæma góð. Minna hefur borið á fullyrðingum í þessa átt undan- farnar vikur, þegjir aflabrögð hafa verið fádæma léleg. Hvort sem þekking fiskifræðinga er nægileg eða ekki, er það sannfæring mín, að við séum ekki á réttri leið. Marka ég þetta í meginefni af því, hve aflabrögð hafa verið léleg við SV.-land á hrygningartímanum og hinum ört minnkandi afla báta- flotans. Við höfum nú sérstakt tækifæri til þess að byggja upp nýjan hrygningarstofn, því við eigum nú í uppvexti tvo mjög sterka árganga, þ.e. frá árunum 1973 og jafnvel hætta á, að við verðum ásakaðir fyrir að nýta ekki þennan stofn og aðrar þjóðir krefjast þess, að fá að nýta hann. Miðað við það, sem ég hefi nú sagt, tel ég að við eigum að takmarka þorskaflann yfir sumar- mánuðina á þann hátt, að leyfa aðeins ákveðið hlutfall þorsks í afla, t.d. hverjum 3 veiðiferðum á tímabilinu frá júní til september. Gæti það hlutfall verið 25—40%. Þetta er sá árstími, sem heppileg- ast er að sækja í aðra fiskstofna og mest hætta er á að millifiskur og smáfiskur veiðist í miklu magni út af Norðurlandi, líkt og gerðist s.l. sumar. Við megum ekki láta það endurtaka sig, sem gerðist þá, að komið verði með meiri afla að landi en hægt er að vinna. Þessi tillaga miðar að því að auka annan afla en þorsk og draga á sama tíma úr þorskveiðum. Heildar- þorskaflinn yrði innan við 280 þúsund lestir, en annar afli ykist að sama skapi. Auk þess myndi tillaga þessi, ef framkvæmd yrði, draga úr vinnuálagi á þeim tíma árs, sem fiskverkunarfólk æskir að fá sumarleyfi. Til nokkurs ágreinings hefur komið milli íbúa hinna ýmsu landshluta um æski- lega takmörkun þorskveiða. Á SV.-landi er því haldið fram, að Vestfirðingar og Norðlendingar drepi of mikið af millifiski og smáfiski og nægjanlegt magn af þorski nái ekki að verða kyn- þroska. Á Vestfjörðum og Norður- landi er því hins vegar haldið fram, að við SV.-land sé of mikið veitt af fiski, sem kominn er að hrygningu. Hann sé veiddur í net, sem valdi því, að fiskurinn sé af lélegum gæðum. Bæði þessi sjónarmið eiga nokkurn rétt á sér, og þurfum við því að takmarka veiðarnar þannig að allir geti við unað. Ég tel því rétt, að áfram verði gert skylt að taka net úr sjó eina viku á vertíðinni. Jafnframt þarf að huga að því, hvort sú öllu hljótum við að gera þá kröfu, að erlendum aðilum verði ekki heimilaðar veiðar hér við land. Engin þjóð á hér sögulegan rétt í þessu efni og ætti það því ekki að valda erfiðleikum, að fella niður veiðiheimildir erlendra aðila. Ef til takmörkunar þarf að koma, tel ég eðlilegt, að við byrjum sumar- veiðarnar mánuði síðar, en gert hefur verið 2 s.I. sumur. Vísa ég þar til þeirrar reynslu, sem fengist hefur af gæðum loðnunnar til vinnslu og þeirra erfiðleika, sem verksmiðjurnar áttu í við vinnsl- una s.l. sumar. Ennfremur kemur til álita, að banna loðnuveiðarnar síðast á vetrarvertíðinni, þegar hún er komin að hrygningu og hún er afurðaminnst til vinnslu. Tak- markanir á loðnuveiðum í desem- ber tel ég ekki koma til greina, vegna þess, að þá er loðnan hvað afurðamest og veðurfar oftast ekki verra en í nóvember og janúar. Verðbólgan Á næstu dögum mun koma í ljós, hvort okkur auðnast að ná einhverjum tökum á verðbólgunni og á ég þar við endurskoðun á kaupgjaldsvísitölunni, sem koma á til framkvæmda 1. desember n.k. Svo virðist að nær allir hafi gert sér ljóst, að áframhaldandi víxl- gangur kaupgjálds og verðlags getur ekki gengið lengur og leiðir til ófarnaðar. Éinnig virðist skiln- ingur hafa aukist á því, að atvinnurekstrinum beri að sýna meiri ábyrgð við gerð kjarasamn- inga en verið hefur undanfarin ár, þar sem vinnuveitendur hafa í alltof ríkum mæli látið að vilja stjórnvalda og treyst á að þau björguðu málinu, þegar í óefni væri komið. Síðustu almennu kjarasamningar voru gerðir á grundvelli tillögu sáttanefndar, sem í áttu sæti fulltrúar allra stjórnmálaflokka, auk ríkissátta- semjara. Ábyrgð þeirra er því mikil, en þeir verða ekki sóttir til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.