Morgunblaðið - 16.11.1978, Side 17

Morgunblaðið - 16.11.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 17 saka, heldur vinnuveitendur, sem undirrituðu þessa samninga og hafa orðið að líða fyrir þá, og ekki aðeins þeir, heldur öll þjóðin, því þeir eru undirrót þeirrar óðaverð- bólgu, sem hér hefur magnast á ný. Vextir og verötrygging Mikið hefur verið um það rætt að undanförnu, að nauðsyn bæri til að stórhækka vexti og láta þá fylgja verðbólgustigi. Tillögur þessar virðast fá nokkrar undir- tektir og þá aðallega hjá þeim, sem aðstöðu hafa til þess að velta út í verðlagið öllum vaxtaáhrifum. Það er mikið vandamál hvað sparifé hefur minnkað og ef svo fer fram sem horfir, verður ekkert lánsfé að fá. Er lausnin sú, að gefast upp við verðbólguna og gefa henni í staðinn vitamínssprautu, vegna þeirra afleiðinga, sem hækkun vaxta hafði? Sjávarútvegurinn býr nú við þau vaxta- og verðtrygging- arkjör, sem hann stendur ekki undir í samkeppni við erlenda aðila. Eftir þá breytingu, sem gerð hefur verið á verðtryggingar- og vaxtakjörum Fiskveiðasjóðs, verður ekki smíðað fiskiskip, hvorki hér á landi eða erlendis, nema af aðilum, sem sótt geta fé í vasa samborgaranna eftir sérstök- um leiðum. I þessu sambandi vil ég nefna dæmi um skip, sem byggt hefði verið hér á landi, hvort heldur skuttogari eða nótaskip, og kostað hefði um 1.500 millj. króna. Miðað er við að skip þetta hefði komið í rekstur um s.l. áramót. Aflaverðmæti er 363 milljónir króna á árinu, en það er líklegt meðalaflaverðmæti skuttogara af minni gerð á árinu 1978 og álíka og aflaverðmæti hæstu loðnuskipa. Lán úr Fiskveiðasjóði næmi 75% af kostnaðarverði eða 1.125 millj. króna og lán úr Byggðasjóði, sem næmi 10% kostnaðarverðs, eða 150 milljónir króna. I afborganir, verðtryggingu og vexti af þessum lánum yrði að greiða m.v. verð- þróun þessa árs 217 milljónir króna eða 60% af aflaverðmæti skipsins og er þá ekki reiknað með vöxtum af eigin fjármagni, sem nemur í þessu dæmi 15% af kaupverði. Samkvæmt lögum verður að greiða 10% af skipta- verði til greiðslu afbörgana og vaxta og í þeim tilfellum að skip er keypt erlendis með ábyrgð Ríkis- ábyrgðasjóðs, er skilyrt að greiða 16% af skiptaverði til greiðslu vaxta og afborgana og er það hámark þess, sem rekstur skipsins leyfir að greitt sé í afborganir og vexti. Ef greitt væri 16% af aflaverðmæti umrædds skips yrðu vanskil í Fiskveiðasjóði og Byggðasjóði á þessu ári 163 milljónir króna, sem á næsta ári yrðu vaxtafærðar með 3% dráttar- vöxtum á mánuði og bættist þá við greiðslubyrðina 54 milljónir króna. En hver yrði nú staða lánanna, ef miðað er við að staðið hafi verið í skilum, sem er með öllu útilokað, eins og ég hefi sýnt fram á? Lánsupphæðin, sem nam 1.275 milljónum króna í ársbyrjun, yrði að 1.665 millj. króna, þótt greiddar hefðu verið 216 milljónir í vexti og afborganir. Lánsupp- hæðin hefði hækkað um 390 milljónir króna eða 30%. Þetta dæmi er nægilega skýrt til þess að öllum ætti að vera ljóst, að fiskiskip verða ekki smíðuð á næstunni fyrir Islendinga og þaðan af síður, ef vextir og önnur lánskjör verða gerð enrróhagstæð- ari. Vandamálið í þessu dæmi, eins og öllum öðrum, stafar af verð- bólgunni og stjórnmálamennirnir verða að skilja, að ráðið er ekki að gefast upp fyrir henni og hækka vexti, heldur að grípa til aðgerða gegn henni. Ekki í margra ára áföngum, heldur einu samræmdu átaki, þar sem fólk skilur að verið sé að taka á vandanum og við ætlum okkur að leysa hann. Útgerð framkvæmda- stofnunar ríkisins Vegna frétta frá Þórshöfn á Langanesi hefi ég orðið þess var, að almenningur undrast, þegar frá því er skýrt, að skuldir vegna eins skips séu yfir 900 milljónir króna, en skipið ekki yfir 200 milljón króna virði. Fólk spyr, hvort þetta sé fyrirgreiðsla, sem útgerðinni standi almennt til boða, og er eðlilegt að fólki spyrji. Ég -nefni þetta vegna þess, að ég held að þetta dæmi sé alvarleg aðvörun til stjórnmálamanna um pólitíska misnotkun á almannafé, sem ekki megi endurtaka sig. Atvinnurekst- ur á þessum stað hefur verið undir forustu Framkvæmdastofnunar ríkisins í nokkur ár og þaðan hefur fjárrennslinu til togaraútgerðar- innar og frystihússins á staðnum verið stjórnað. Næsti leikur í þessu dæmi mun vera sá, að selja Síldarverksmiðjum ríkisins ónýta síldarverksmiðju, sem til er á staðnum. Verksmiðja þessi var seld á uppboði fyrir mörgum árum og eignaðist þá Ríkisábyrgðasjóð- ur verksmiðjuna, en seldi hana 1973 fyrirtæki á staðnum fyrir 18 milljónir króna, en aldrei mun það þó hafa greitt nema 3 milljónir króna. Nú mun áætlað af stjórn- völdum, að selja Síldárverksmiðj- um ríkisins verksmiðjuna fyrir 300 milljónir króna gegn vilja stjórnar og framkvæmdastj. verksmiðj- anna, sem telja verksmiðju þessa aldrei verða notaða. Síldarverk- smiðjur ríkisins er þjónustufyrir- tæki við loðnuflotann og hefur vegnað vel að undanförnu og hafa útvegsmenn og sjómenn sýnt því skilning vegna þess hve brýnt er, að verksmiðjurnar búi sig betur að tækjum og búnaði til þess að nýta það hráefni, sem þeim berzt. Verði verksmiðjunum gert skylt að kaupa þessa ónýtu verksmiðju er sýnt, að allar endurbætur dragast á langinn. Til undirstrikunar á því ábyrgð- arleysi, sem ríkt hefur í atvinnu- rekstri á þessum stað, vil ég láta þess getið, að frystihúsið, sem nú á að fá andvirði síldarverksmiðjunn- ar, samþykkti eitt allra fyrirtækja í landinu kröfur A.S.I. í samning- unum 1977. Ætla mætti, að stjórnvöld hafi sérstakt dálæti á svona atvinnurekstri. Greiðsla aflaandviröis Þegar samið var við sjómenn á árinu 1977 um mánaðarleg kaup- tryggingatímabil var því lofað af stjórnvöldum, að tryggt yrði, að aflaandvirði yrði greitt útgerðar- mönnum reglulega, þegar búið væri að vinna aflann og hann veðsettur fyrir afurðalánum. Þetta hefur ekki orðið svo í reynd og hefur til verulegra vanefnda kom- ið á þessu loforði, sem leitt hefur af sér vanefndir af hálfu útgerðar- manna við sjómenn. Við svo búið má ekki standa og hefur mál þetta nú verið tekið upp við stjórnvöld og væntum við jákvæðs árangurs af þeirri málaleitan. Svo virðist, sem fjöldi fiskverkenda undirriti veðsetningarskjöl um að aflaand- virði hafi verið greitt.'þótt svo hafi ekki verið og þetta sé gert með vitund og vilja viðskiptabankanna. Aflatryggingasjóður Jafnhliða þessari formbreytingu á kauptryggingartímabilum var gert ráð fyrir að Aflatrygginga- sjóður breytti viðmiðun bótatíma- bila til samræmis við kjarasamn- inga. Hefur þetta ekki enn orðið og hefur það valdið útgerðarmönnum erfiðleikum. Er þess að vænta, að breytt fyrirkomulag taki gildi um næstu áramót. Verðmyndun á olíu Á síðasta aðalfundi samtakanna var gerð grein fyrir verðmyndun á olíu, þar sem fram kom, að ríkissjóður leggur skatt á olíu, en slíkt þekkist hvergi, um svo þýðingarmikla rekstrarvöru. Nem- ur skattlagning þessi nú um þremur krónum á líter. Dreifing- arkostnaður olíu er nú um ellefu krónur á líter og er það óhóflega há upphæð. Samtals greiðir út- gerðin um 2 milljarða króna í dreifingarkostnað fyrir olíu. Nú mun liggja fyrir beiðni um allt að 20% lækkun á olíu og er þó ekki talin vera komin fram sú hækkun, sem í vændum er. Þetta eru ill tíðindi, sem erfitt er að sjá hvernig leysa megi. Þessi hækkun á olíu mun valda útgerðinni um 1.8 milljarða króna útgjaldaauka á ári, komi hún til framkvæmda. Tekjur útgerðarinnar verða því að hækka um 3.000 milljónir króna til þess að jafna þennan útgjalda- auka. Þörf fyrir hærri tekjur en nemur hækkun olíuverðs stafar af hlutaskiptasamningum við sjó- menn. Aldurslagnasjóður Sérstök ástæða er til að fagna setningu laga á þessu ári um Aldurslagasjóð fiskiskipa, þar sem gert er ráð fyrir, að öll fiskiskip greiði nokkurt iðgjald í sjóð, er varið verði til þess að aðstoða útgerðarmenn, sem eiga úrelt og ósamkeppnishæf fiskiskip til þess að hætta rekstri þeirra. Hefur vafalítið verið of mikið gert af því að endurbyggja úrelt skip og endurnýja vélar í skipum, sem betra væri að hætta útgerð á. Hafa útgerðarmenn oft verið neyddir til slíkra fjárfestinga vegna veð- skulda í skipunum. Nokkru fé var nú ráðstafað af gengismun í sama tilgangi og er þess að vænta, að hægt verði að hefjast handa í þessu efni strax á næsta ári. Afnám löndunarbanns Allt frá því að landhelgin var fyrst færð út við ísland, höfum við átt í deilum við nágranna okkar og höfum við verið beittir þvingunum af þeim, m.a. með löndunarbanni á ísfisk. Síðustu leifar þessara þvingana stóðu í Bretlandi fram á þetta ár og voru það samtök brezkra verkamanna, sem neituðu að landa afla úr íslenzkum skipum. Með samkomulagi, sem gert var í London 2. marz í vetur milli L.Í.Ú. og samtaka brezkra verkamanna tókst að fá löndunarbanninu aflétt í Hull og síðar hafa verkamenn í Fleetwood og Grimsby aflétt löndunarbanni. Alls hefur nú verið landað 10.400 lestum í Englandi og hafa þær selst fyrir 5.2 milljónir £ eða andvirði 3.2 milljarða ísl. króna. Búum við nú við eðlilegar markaðsaðstæður í öllum löndum, sem við eigum viðskipti við. Þegar þessum árangri er náð, er næsta furðulegt, að ríkisstjórn landsins knúin áfram af samtök- um iðnaðarins, skuli hugleiða að rifta gerðum samningum við Efta og Efnahagsbandalagið um afnám verndartolla á Islandi og stofna þar með í hættu meiri hagsmunum fyrir minni. Augljóst er, að samningar okkar um tollfríðindi á útflutningsvörur okkar eru í hættu, ef við riftum einhliða samningum við þessar þjóðir. Allir íslenzkir útflytjendur krefjast þess, að það verði ekki gert. Afnám sölugjalds Sérstök ástæða er til að fagna þeirri ákvörðun stjórnvalda, að fella niður sölugjald af vélum og tækjum, sem notuð eru í frystihús- um, saltfisk- og skreiðarverkunar- húsum. Svo furðulegt, sem það er, hafa þessir aðilar ekki búið við sömu kjör í þessu efni og fram- leiðsluiðnaðurinn. Eitt skyggir þó á í þessu efni og það er, að ákvörðun þessi nær ekki til véla og tækja, sem notuð eru í loðnu- og fiskimjölsverksmiðjum okkar, en þær eru stórlega vanbúnar til að hagnýta sér það hráefni, sem þær fá miðað við erlendar verksmiðjur. Er slík mismunun með öllu óþoi- andi. Lokaorð Ég hefi hér gert að umtalsefni þau atriði, sem hæst ber í sjávarútvegi okkar í dag. Ekki er neinum vafa undirorpið að tvö mál eru þar mikilvægust, en það er að okkur takist að takmarka sókn okkar í þorskstofninn á þann veg, að hann eflist á ný og að okkur takist að ná tökum á verðbólgunni. Það gerum við ekki nema komið verði í veg fyrir víxláhrif launa og verðlags. Laun munu hækka um 53—55% milli áranna 1977 og 1978 samanborið við 44% hækkun milli áranna 1976—1977. Ef svona launabreytingar halda áfram, er öllum atvinnurekstri hætta búin og þar með atvinnuöryggi lands- manna. Það hlýtur að vera sameiginlegt áhugamál allra að hér verði breyting á. Ég vil þakka öllum samstarfs- mönnum mínum í stjórn L.Í.Ú. fyrir ánægjulegt samstarf og starfsfólki L.Í.Ú. fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna. Að svo mæltu segi ég 39. aðalfund L.Í.Ú. settan. ELDHÚS-OG BADINNRÉTTINGAR SIUOREMA eru fallegar og vandaðar norskar innréttingar. Höfum sett upp eldhús- og baðinnréttingar í húsnæði okkar. Þar gefst yður kostur á að sjá hinar ýmsu gerðir, ef til vill er einhver sem hentar yður. Komið og skoðið þessar glæsilegu innréttingar og leitið upplýsinga. Það er ekki oft sem þér fáið yður nýtt eldhús, þess vegna verður að vanda valið. innréttinga- húsiö Háteigsvegi 3 105 Reykjavík Verslun sími 27344 Skrifstofa sími 27475 Séð yfir fundarsalinn við upphaf 39. aðalfundar LÍÚ á Hótel Esju í gær. (ljósm. Kristján).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.