Morgunblaðið - 16.11.1978, Síða 19

Morgunblaðið - 16.11.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 19 Fríkirkjan í Reykjavík. „Nei, ekki er um neitt formlegt samband að ræða milli Fríkirkj- unnar og Þjóðkirkjunnar, né heldur milli annarra sértrúar- flokka. Þó hefur alltaf verið ríkjandi góður andi og bróðurþel á milli kirknanna og samstafið hefur alltaf verið gott.“ „Kvenfélagið starfar af miklum þrótti“ — Er einhver félagsstarfsemi starfandi innan Fríkirkjunnar? „Já, bæði kvenfélag og bræðra- félag starfa hér í Fríkirkjunni og hefur sú starfsemi verið mjög blómleg, sérstaklega hjá kvenfé- laginu, sem starfað hefur af miklum þrótti, og hefur söfnuðin- um verið mikill styrkur af störfum þessara félaga. Ennfremur hefur farið fram talsvert starf með börnunum og er það löngun okkar núna að reyna að auka það starf.“ „Fríkirkjusöfnuðurinn verður 80 ára á næsta ári, en Fríkirkjan hefur alltaf átt mikil ítök í hugum og hjörtum Reykvíkinga. Sjálf kirkjan stendur á einum fegursta staðnum í borginni og Reykvíking- ar myndu áreiðanlega illa getað hugsað sér umhverfi tjarnarinnar án Fríkirkjunnar. Prestar Frí- kirkjusafnaðarins frá upphafi hafa allir verið landsþekktir kennimenn og kirkjuleiðtogar og það er von okkar í söfnuðinum nú að það starf sem unnið hefur verið á undanförnum 80 árum megi ekki aðeins haldast við„ heldur eflast og aukast, þannig að Fríkirkjan verði áfram sterkur þáttur í trúarlífi Reykvíkinga. Mín per- sónulega skoðun er lika sú að Fríkirkjuhugsjónin sjálf eigi það skilið að eflast og til þess er ég orðinn prestur hér að reyna að vinna að því að svo megi verða." „Ilef áhuga fyrir mörgu öðru en bara kirkjunni“ — Hvað varð til þess að þú lagðir stund á prestskap? „Strax á ungligsárum hafði ég mikinn áhuga fyrir trúmálum, en ég hafði þó ekki beinlínis hugsað mér að fara út í prestskap lengi vel. Þegar ég var í Menntaskóla á Akureyri hafði ég reyndar allt annað í sigti. Ég hafði þá mikinn áhuga fyrir að leggja fyrir mig bókmenntir og þá ekki síst leiklist, þó ekki með það í. huga að verða sjálfur leikari, heldur að fást við leikhússtjórn og annað þar að lútandi. Ekkert varð þó úr því og voru þau öfl, sem mér voru sterkari, sem tóku þar í taumana, en presónuleg reynsla varð til þess að ég fann mig knúinn til að fara út í þetta starf og ég sé ekki eftir því núna og hef raunar aldrei séð eftir því. Hitt er antiað mál að ég hef áhuga fyrir mörgu öðru en bara kirkjunni og mörg af mínum gömlu áhugamálum á ég enn, þó ég stundi þau ekki nema sem hreinn áhugamaður. Þar má nefna að ég hef mikinn áhuga fyrir bóknennt- um og leiklist og er alinn upp á heimili, þar sem allir sungu. Við vorum stór fjölskylda, en ég er yngstur af níu systkinum. Élsta systir mín var kirkjuorganisti um hríð og var það afskaplega vinsæl dægrastytting á heimilinu að fjölskyldan kom saman og söng, og þá var venjulega sungið fjórradd- að. Strax í menntaskóla á Akureyri söng ég í Karlakór Akureyrar, en síðar hef ég sungið með Karla- kórnum Vísi á Siglufirði og eins gerði ég töluvert af því í Kanada að syngja.“ Basar Kvenfélags Hallgrímskirkju KVENFÉLAG Hallgrímskirkju heldur basar laugardaginn 18. nóv. í safnaðarheimili kirkjunnar, og hefst hann kl. 14.30. Verður þar margt fagurra og eigulegra muna á boðstólum, þ. á m. margs konar handavinna, fagurlega unnin og annað, sem getur komið sér vel nú, er menn fara óðum að huga að |jólagjafakaupum. Basarinn hefur frá upphafi verið ein aðal fjár- öflunarleið félagsins, sem ávállt hefur lagt mikið að mörkum bæði til kirkjusmíðinnar og nauðsyn- legs búnaðar kirkju og safnaðar- heimilis. Ég vil hvetja alla vini og velunnara kirkjunnar til að sýna enn hug sinn í verki, því kornið fyllir mælinn og allur stuðningur mun flýta fyrir því, að Hallgríms- kirkja standi fullgerð. Bygging kirkjunnar hefur staðið í manns- aldur. Eftir tvö ár eru 40 ár frá því að Alþingi fól Hallgrímssöfnuði í Reykjavík það vandasama hlut- verk að reisa þetta mikla og veglega hús í minningu Passíu- sálma skáldsins. Nú finnst okkur smíðin vart mega dragast öllu lengur! Við verðum að geta fagnað 40 ára afmæli safnaðarins og 1000 ára minningu kristniboðs á íslandi undir háreistum hvelfingum hins dýrlega helgidóms á Skólavörðu- hæð! Athygli skal vakin á því, að tekið er á móti munum á basarinn í safnaðarheimilinu á fimmtudag og föstudag kl. 15—19. Karl Sigurbjörnsson. Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur. Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum Á sérverði: Tómatar I Mandarínur 895. -Pr‘ k8*lSl B 590. -Prkg. Epli, rauð Deliciouj; 2 kg. 298^2- " Nautagúllas 3 kg. 2.750.- Prks Kjúklingar 1.480.- pr.kg. Hveiti 10X2 kg. 2.950.- 10 kg.Nautahakk \670.- pr.kg. Nautabuff 3 kg. 3.320.- pr.kg. Franskar kartöflur 690.-prífc Serla W.C. pappír 36 rúllur 2.950.- Merrild Java mokkakaffi/ millibrennt 598pr pakki^ Ferskjur 1/1 dós 375.- Opið á laugardögum DJ A.K. STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.