Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 99 Oddviti Hafnar í Hornafirði: „ Ósk okkar að Stemma rísi af fullum krafti Bruni söltunarstöðvarinnar Stemmu mikið áf all fyrir marga aðila MEÐ áræðni einkaframtaksins var síldarsöltunarstöðin Stemma byggð á fjórum mánuðum 8.1. ár. 33 aðilar, einstaklingar á Höfn og útvegs- og sjómenn frá ólafsvík, Stykkishólmi og Sandgerði, öfluðu 12 millj. kr. hlutaf jár og síðan lögðu menn nótt við dag í eigin vinnu og byggðu 1200 ferm. stöð og fóru raunverulega fram úr kerfinu. Peningar voru kríaðir út hvar sem var, en enginn víxill féll í gjalddaga. S.l. vor var stöðin metin á um 200 millj. kr., en með framleiðslu s.l. haust og nú á haustvertíðinni hefur hún skilað verðmætum til útflutnings fyrir um 700 millj. kr. Á ein ári hefur stöðin því sannað gildi sitt og ríflega það, því hún var orðin sterkur hlekkur í rekstri og uppbyggingu Hafnar í Hornafirði. Það var því mikið áfall fyrir marga aðila þegar Stemma brann til kaldra kola aðfararnótt s.l. sunnudags. Um 100 manns höfðu haft vinnu við stöðina, 17 bátar lögðu upp hjá henni og í kringum allan þennan rekstur kemur til margs konar atvinna í þjónustu og öðru. Við ræddum við forsvarsmenn fyrirtækisins, hreppsins og starfsfólk í Stemmu til þess að kanna stöðuna og hvað væri f ramundan. Sóð yfir hluta brunarústa Stcmmu. en burðargrindin var 30 slíkar bitasamstæður. „ Tökum upp hanzkann nœsta haust Rætt við tvær „ullarlagðar" starfsstúlkur Stemmu » TVÆR kappklæddar ungar stúkur voru að vinna við að pækla síld hjá Stemmu þcgar við skoðuðum rústirnar og við tókum þær tali. Ilrafnhildi Karlsdóttur. 21 árs gamla. og Aðalheiði Aðalsteinsdóttur, 1G ára. báðar frá Ólafsvík. Ég spurði þær fyrst hvers vegna þær va-ru á Höfn í vinnu? Habby: Það er svo lítið að gera á Ólafsvík á þessuni tíma. Heiða: Bátarnir fóru allir hingað og við bara eltum þá. Það er líka gott að breyta um vinnu. Habbý; Það er gaman að þessu og svo er líka fljótfenginn peningur. Blm: Þú sagðir breyta um vinnu Heiða. Heiða: Já, fara úr saltfiski í síld, það er skemmtilegra í síldinni, viss tilfinning sem fylfíir henni. Habbý: Það fylgir henni kapp umfram aðra fiskvinnu, enda kom fólk víða að til að vinna í síldinni. Við vorum hér um 25 aðkomu- stúlkur víðs vegar að af landinu, frá Siglufirði, Hellu, Ólafsvík, Eskifirði og Reykjavík, en nú hafa flestar misst vinnuna og verða að leita fyrir sér annars staðar. Upp á síðkastið hefur maður annaðhvort verið hér á Höfn eða heima í Ólafsvík í fiskvinnslu. Það er um lítíð að velja í störfum í sjávar- þorpunum nema fiskinn, en það er ágætt að breyta um umhverfi. Heiða: Gaman að kynnast nýju fólki. Talið barst nú að brunanum og þær sögðu að það hefði verið grátur og gnístran tanna hjá kvenfólkinu. Habbý og Heiða úr Ólafsvók. Heiða: Ég hef ekki séð hryllilegri sjón. Habby: Maður tók þetta nærri sér, það var farið að ganga svo vel hjá okkur, góður vinnuhraði. En við tökum bara upp hanskann næsta haust, það er ekkert mál, maður lætur þetta ekki á sig fá. Heiða: Það þýðir ekkert annað en að rusla þessu upp. Habbý: Það er aldrei að vita nema að maður komi í sumar og hjálpi þeim að byggja. Heiða: Það gæti víst dottið í mann ef það gæti orðið að liði. Ég spurði þær um kuldann við útivinnuna? Heiða: Við þurftum að galla okkur alveg upp því gamli gallinn brann, en nú er um að gera að klæða sig vel. Habbý: Það má segja að við séum ullarlagðar í bak og fyrir og ætli það endi ekki með því að við prjónum okkur sokkabuxur úr lopa, við hvort eð er saumum oft og prjónum heima á kvöldin, nema náttúrlega þegar við förum í bíó eða rússum um bæinn í hópi hinna stelpnanna. Óskar Helgason oddviti. „Bruni Stemmu er mikið áfall fyr- ir sveit- arfélagið" r — segirOskar Helgason oddviti „ÞAÐ fer ekki á milli mála að þessi stórbruni cr mikið áfall og það verða margir aðilar fyrir miklu tjóni. li;roi þeir sem hafa staðið í uppbyggiiigiiiini og lagt mjög hart að sér. þeir sem hafa haft aðstö'ðu þarna og lagt upp afla sinn og fólkið sem hefur haft vinnu við Stemmu."4 sagði Óskar Helgason oddviti á Höfn. „Þetta er mikið áfall fyrir sveitarfélag- ið, bæði vegna hinnar miklu atvinnu í kringum stöðina og ýmissa annarra þátta svo sem fjármagnshreyfingarinnar. bað er von mín og okkar í sveitar- stjórninni að uppbygging stó'ðvarinnar hcíjist sem allra fyrst og við voiuim að stöðin verði tilbúin með allt klárt fyrir næstu vcrtíð. Miðað við hug í mönnum og vilja þá sjáiim við ekki annað en að það eigi að ganga. Hér á staðnum heyrist cngin önnur rödd en að nú sé að bíta á jaxlinn og rífa þctta upp og bæta aðstöðuna enn frekar m.a. með byggingu mötuneytis sem hefur vantað fyrir stöðina. Þctta cr almenn skoðun. beir sem hafa rekið Stemmu hafa staðið sig vel með mikilli drift og það cr til hagsbóta fyrir alla sem eiga hlut að máli að það taki sem skemmst- an tíma að byggja stbðina upp og það er mikið hagsmunamál fyrir sveitarféiagið að þetta fyrirtæki fái góða fyrirgreiðslu og gangi vel. eins og á við um öll fyrirtæki sem skipta miklu máli á hverjum stað. Það var sérstakur dugnaður við að koma fyrirtækinu upp og hluthafarnir unnið mikið verk sjálfir með því að leggja nótt við dag og fyrirtækið hefur tvímæla- laust styrkt mjóg stö'ðu reksturs á Hornafirði og mikils af því að vænta. Okkar ósk cr að Stemma ri'si af fiillum krafti."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.