Morgunblaðið - 16.11.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 16.11.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 2 1 „Stefnum að söltun í nýju húsi nœsta haust” — segir Kristján Gústafsson framkvæmdastjóri Stemmu Kristján Gústaísson framkvæmdastjóri við brunarústirnar þar sem á þriðja þúsund nýsaltaðar síldartunnur brunnu. I>AÐ var margt um manninn um kvöldmatarlcytið þegar við hcim- sóttum Kristján Gústafsson fram- kvæmdastjóra Stemmu, en síðan stöðin hóf starfrækslu hefur mötuneyti starfsfólks verið á heimili þeirra Kristjáns og Sól- rúnar konu has og allt upp i' 40 manns eru í öll mál við matar- borðið og þarf þá að tvídekka. Það voru óvenju fáir þetta kvöld. því aðstæður höfðu breytzt og þeir atvinnulausu farnir til síns heima í atvinnuleit á ný. En starfsfólkið scm vinnur nú að því að ryðja rústirnar og verka síldina á svæðinu var kátt og hresst eins og vera ber þegar glíma þarf við vanda. Það var mötuneytisstemmning, en stelpurnar kvörtuðu yfir því að það ætti að mynda þær innan um allan þennan mat. A borðum var smásteik, brauð og slátur og hrútspungar með meiru. Ein stúlkan. Nina Maja, skaut að blaðamanninum hvort hann borð- aði ekki punga og henni var svarað um hæli „Jú, aldeilis og þó það væri hitt líka.“ > Hrúgaðist nú upp snaggaralegur hlátur mannskapsins og Nína Maja kallaði fram í eldhús og spurði hvort það væri ekki til afgangur af hinu síðan um daginn og enn kom hviða. Talið barst að því að stelpurnar sem voru farnar höfðu allar kvatt Kristján með kossi og Nína Maja skaut því fram að slíkt gæti nú kostað uppþorn- aða kynorku, en mér varð á orði að það virtist vera allt í lagi með hitt hjá henni og þótt það væri ekki komið í súr, bætti Guðrún í eldhúsinu við, og var nú hlegið mest. En léttlyndishjalið fjaraði og við Kristján tókum tal saman: „Eg ímynda mér að þetta tjón sé í kringum 300 millj. kr.,“ sagði Kristján Gússtafsson frarru^ kvæmdastjóri Stemmu í samtali við Mbl. „Það er hugsanlegt," sagði hann, „að tjónið verði meira ef okkur tekst ekki að halda við og verka þá síld sem við eigum í tunnum, en við vonum það bezta. Vertíð hefði lokið hjá okkur n.k. fimmtudag og þá hefðum við keyrt síldina inn í hús og verkað hana við 8—10 stiga hita eins og talið er nauðsynlegt. Okkur hefur boðist húsnæði til að yfirtaka síldina í mati fyrir útflutning en hitað hús til að taka síldina inn er ekki til hér eftir að Stemma er brunnin. Við munum freista þess að það gangi utandyra að pækla og verka hráefnið en það tekur mun lengri tíma með líklega um 10 þús. tunnur. Ég geri mér vonir um að fyrstu saltanirnar verði tilbúnar á réttum tíma í desember, en eftir áramót er ómögulegt að segja til um hvernig spilin stokkast. Hlut- hafar munu koma saman á fund í næstu viku og þá munu málin skýrast, bæði hvað mikið verður bætt af tjóninu og hvað mikið skellur á okkur, en við erum einhuga um að koma stöðinni aftur í gang og upp fyrir næsta haust. Meginhluti stöðvarinnar var byggður fyrir ári á 4 mánuðum. í apríl var byrjað að grafa og 9. sept. var byrjað að salta í 1200 m2 húsi, en í sumar stækkuðum við það upp í 1800 m2. Við tókum okkur saman margir einstaklingar og fengum til liðs við okkur fjölda manns hér heima, fólk sem ekki hafði mikla peninga, en þeim mun meira af bjartsýni og dugnaði. Ég fór jn.a. til Ólafsvíkur og bauð aðilum þar að gerast hluthafar með því að þeir ættu forgang að löndun. Þeir voru þakklátir fyrir þetta pg þetta dugnaðarfólk vissi hvað það var að fara í, því þeir höfðu verið á miðunum hér í kring á reknetum. Það varð því úr að 8 bátar frá Ólafsvík, Stykkishólmi og Sandgerði gerðust hluthafar í Stemmu. Stemma var á engan hátt hugsuð sem samkeppnisaðili við þann rekstur sem hér var fyrir í síldarverkun heldur til þess að auðvelda öðrum að leggja hér upp afla til verkunar vegna mjög hagstæðrar staðsetningar, en söltunarstöðin hér gat ekki annað öllum afla þótt hún hafi saltað upp í 30 þús. tunnur". Ég spurði Kristján nánar um hinn óvenjulega mikla byggingar- hraða Stemmu. „Það gekk vel að halda bygging- arhraðanum, enda takmarkalaus bjartsýni og dugnaður þessa fólks. Þegar brauðstritinu lauk var farið að vinna úti í Stemmu á hverju kvöldi oft til kl. 2 og allar helgar frá morgni til kvölds. Hlutafé samkvæmt stofnskrársamningi er 12 millj. kr. ýmist í peningum eða vinnu á ákveðnum tíma. Af opinberum aðilum hlutum við ákaflega góða fyrirgreiðslu hjá Byggðasjóði, sem við á þessari stundu sendum beztu þakkir og vonum að hann styðji okkur áfram í þeim þungu raunum sem við erum í. Eftir að við höfðum starfrækt stöðina í eina síldarver- UNNSTEINN Guðmundsson er stjórnarformaður Stemmu. Ilann kvað þá hafa verið búna að salta í tæplega 20 þús. tunnur og áfallið væri geigvænlegt, bæði mann- virkjatjónið og svo væru þeir með um 14 þús. tunnur á svæðinu til verkunar. Búið var að senda um 2000 tunnur til Póllands og 3000 tunnur til Siglufjarðar til Siglo- síldar og á næstunni er gert ráð fyrir að 3500 tunnur til viðbótar fari til Siglufjarðar. Á þriðja þúsund tunnur hafa skemmst i eldsvoðanum. Unnsteinn kvað kaupfélags- stjórann og fleiri aðila á Höfn hafa boðið aðstoð sína daginn eftir brunann, fyrst og fremst húsnæði til að meta síldina fyrir útflutning. Að lokinni síðari afskipun til Siglufjarðar verða um 10 þús. tunnur á lóð Stemmu, en ef allt hefði verið samkvæmt áætlun gátu þeir tekið um 6000 tunnur inn í hitað húsið í einu til verkunar. Nú verður að verka þetta allt úti þar sem það tekur mun lengri tíma. Þó kvað Unnsteinn það bjarta hlið á málinu að tjónið hefði orðið í lok vertíðar. „en það er ýmislegt sem verður aldrei bætt,“ sagði hann, „húsið sjálft er í lagi með tryggingu og síldin er tryggð, en tíð lánaði Fiskveiðasjóður okkur smá upphæð, eða 10% af virðing- arverði stöðvarinnar sem var um 200 millj. kr. í vor, en sjóðurinn lánaði okkur. þá 19 millj. kr. Brunabótafélag íslands lánaði okkur 3 millj. kr. í fyrra og það var ákaflega góð aðstoð þá og fleiri aðilar studdu við bakið á okkur. Vélsmiðjan Héðinn veitti okkur ákaflega mikilvæga fyrirgreiðslu og fjöldamörg verzlunarfyrirtæki. Það er kannski ljótt að segja það en ég hafði ekki hugmynd um það á tímabili hvað víxlarnir voru margir, en enginn þeirra fór í vanskil. Landsbankinn, sem var okkar banki, veitti okkur enga fyrir- greiðslu við uppbyggingu fyrir- tækisins, en þegar búið var að koma fótunum undir fyrirtækið og það búið að sanna tilverurétt sinn, þá breyttist afstaða Landsbankans og samskipti okkar og bankans hafa verið góð ð undanförnu og við höfum fengið jákvæða fyrir- greiðslu. í gegnum stöðina hafa farið, þegar frá eru talin þau verðmæti í afurðum sem eyðilögðust í eldin- tækin eru mjög vantryggð svo nemur um 30—40 millj. kr. Við höfum reynt að byggja fyrirtækið upp án þess að taka mikla fjárhagslega áhættu. Þetta var mikið átak sem við trúðum á og það gekk. Það er sárgrætilegt aö sú vinna sem að baki liggur skuli hafa fuðrað upp á einni nóttu. Ástæðan fyrir mikilli vinnu okkar sjálfra var fyrst og fremst sú að við áttum ekki annarra kosta völ þar sem við fengum slæmar móttökur hjá ýmsum lánastofnun- um og við vildum ekki leggja árar í um, útflutningsverðmæti fyrir um það bil 700—800 millj. kr., eða sem svarar líklega fjórföldum tekjum sveitarfélagsins. Þetta þýðir ýmiss konar skattgreiðslu, en sem dæmi um sjálfvirkan skatt sem aidrei er talað um þá vil ég nefna skatt á veðsetningu sjávarafurðalána, en sá skattur rennur til ríkisins. Af haustaflanum nú höfum við veð- sett fyrir um 300 millj. kr., en þar af fer 1% beint í ríkiskassann eða 3 millj. kr. og á þessu eina starfsári höfum við orðið að greiða alls 7,2 millj. í þennan sjálfvirka skatt. Þetta er einn af mörgum hliðarsköttum sem þeir virðast ekki vita um sem gjarnan halda því á loft að fyrirtæki greiði enga skatta. Að maður nefni nú ekki bakslagið með afturvirkri skatt- álagningu eins og dengt var á f.vrir skömmu. Mál málanna nú hjá okkur er hins vegar að reisa Stemmu úr brunarústunum og við erum þegar byrjaðir að kanna hina ýmsu möguleika. í næstu viku mun hluthafafundur ákveða hvernig uppbyggingunni verður háttað fyrir næstu vertíð.“ bát. Sú afstaða var orðin bre.vtt og fyrirtækið búið að hasla sér viðurkenndan völl. En þótt fáir hafi haft trú á fyrirtækinu í byrjun þá var það viðhorf breytt og hugur starfsfólks og Hafnarbúa hefur komið mjög skýrt fram í samstöðu með okkur í þesspm erfiðleikum og þessi samúð hvetur okkur til dáða og yljar manni í þessu áfalli. Nú liggur framundan að ryðjja rústirnar og rífa fýrir- tækið upp, en ég vil nota tækifærið til þess að þakka fólki góðan hug í okkar garð og við erum þakklátir fyrir viðbrögð hjá forsvarsmönn- um Hafnar í orði og verki, bæði opinberum aðilum og fyrirtækj- í mötuneyti Stemmu heima hjá Kristjáni og Sólrúnu. en þar hafa verið allt upp í 40 manns í mat mánuðum saman og að sjálfsögðu oft galsi í mannskapnum þrátt fyrir allt. um. Unnsteinn Guðmundsson hjá mynd af Höfn í Hornafirði. „Samstaða fólks og afstaða hvetur okkur til dáða” Rætt við Unnstein Guðmundsson stjórnarformann Stemmu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.