Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 23 Slmamynd AP John Warner, öldungadeildarþingmaður, fagnar hér sigri í kosningunum í Bandaríkjunum í s.l. viku ásamt eiginkonu sinni, Elizabeth Taylor, leikkonunni frægu. Ormar notaðir í hamborgara McDonalds? Atlanta. Bandarfkjunum, 15. nóvcmber AP ORÐRÓMUR þess efnis að bandaríska matsölufyrir- tækið McDonalds noti orma í hamborgara sína, hefur rýrt sölu fyrirtækis- ins gífurlega að sögn for- ráðamanna fyrirtækisins. Doug Timberlake, einn forstjóra fyrirtækisins, sagði á fundi með frétta- mönnum að orðrómurinn hefði tekið hefðbundna stefnu og breiddist nú út um Bandaríkin með mikl- um hraða. Forstjórinn sagði að orðrómur- inn væri alveg fáránlegur, enda hefðu forráðamenn fyrirtækisins ekkert sinnt honum þegar hann kom fram fyrst í Chattanooga í ágúst s.l. Nú yrði hins vegar ekki komizt hjá því að grípa til aðgerða til að kveða þennan ljóta draug niður fyrir fullt og allt, enda væri það alkunna að fyrirtækið seldi aðeins hamborgara með 100% nautakjöti. Að síðustu sagði Timberlake að tap fyrirtækisins vegna þessa væri þegar orðið gífurlegt en ekki vildi hann nefna neinar tölur í því sambandi. Ekki hefði auglýsingum fyrirtækisins verið fjölgað en nú væri enn ríkari áherzla lögð á þá staðreynd að fyrirtækið seldi aðeins 100% nautakjöts-ham- borgara. Forystumenn í Tíbet náðadir Tokyo. 15. nóvember.AP. Kínverjar hafa látið lausa 24 tíhezka uppreisnarleiðtoga scm hafa verið í haldi í 19 ár fyrir hlutdcild í uppreisn Tíbeta gegn kínverskum yfirráðum að sögn fréttastofunnar Nýja Kína. Þeir voru látnir lausir á fjöldafundi í Lhasa ásamt 10 erlendum njósnurum sem frctta- stofan segir að hafi verið sendir til landsins til þess að hjálpa uppreisnarmönnum. Tien Pao, varaformaður bylt- ingarnefndarinnar í Tíbet, skoraði á fundinum á útlæga Tíbeta að snúa aftur heim og taka þátt í sósíalistískri uppbyggingu lands- ins. Hann sagði að þeir yrðu ekki látnir sæta ábyrgð fyrir gamlar yfirsjónir og að þeim yrði útveguð atvinna og lífsafkoma þeirra yrði tryggð. í frétt Nýja-Kína segir að þeir sem hafi verið látnir lausir hafi verið aðalskipuleggjendur upp- reisnarinnar en þeir hafi játað sig seka og lýst sig fúsa til að snúa við blaðinu. Fréttastofan segir að fjórir aðrir hópar hafi verið látnir lausir síðan 1963 þar sem söku- dólgarnir hafi iðrazt gerða sinna. Þeir sem nú hafa sloppið úr fangelsi hafa fengið ný föt, rúmföt, handtösku og daglegar nauðsynjavörur auk 100 yuana (um 18.000 kr.) í eyðslufé og úrum þeirra, pennum og peningaveskj- um var skilað að sögn fréttastof- unnar. Brasilíumenn að kjörborði Rio de Janeiro. 15. november. Reuter. AP. BRASILÍUMENN ganga í dag að kjörborðinu og er talið að þar muni koma fram afstaða kjósenda til herforingjastjórnarinnar f land inu. Samkvæmt skoðanakönnunum er búist við því að stjórnarflokkur landsins, ARENA, muni halda velli í báðum þingdeildum. Þó er búist við því að demókratar, eini löglegi Hiyðjuverkamenn á leynirádstefnu Róm. 15. nóv. Reuter Hryðjuverkamenn frá níu löndum ákváðu á fundi í Júgóslavíu í síðasta mán- uði að gera margar árásir samtímis í ýmsum löndum að sögn ítalska tímritsins Panorama í dag. Tímaritið kveðst hafa undir höndum skýrslu á arabísku um leyniráðstefn- una sem var sótt af fulltrú- um hópa palestínskra öfga- manna, Rauða hersins í Vestur-Þýzkalandi, Rauðu herdeildanna á ítalíu, írska lýðveldishersins og annarra samtaka. Ráðstefnan var haldin í október- byrjun í júgóslavneskum smábæ sem er ekki nafngreindur en er skammt frá ítölsku landamærun- um. Fulltrúarnir níu báru saman bækur sínar, gagnrýndu hverjir aðra og skiptust á leiðbeiningum og ráðleggingum að sögn tímarits- ins. Þeir ákváðu að endurtaka ekki sameiginlegar aðgerðir eins og árásina á aðalstöðvar Samtaka olíusöluríkja (Opec) í Vín. I þess stað samþykktu þeir nýja meginreglu um „samtímis bylt- ingaraðgerðir," segir Panorama. Samkvæmt þessari reglu verður gripið til samræmdra aðgerða samtímis í ýmsum löndum. Meðal annarra samtaka sem áttu fulltrúa voru japanski Rauði herinn, Frelsisfylking Sandinista í Nicaragua og samtók í Alsír, á Spáni og í Argentínu. Ekki linnir látum á Norður-írlandi stjórnarandstöðuflokkurinn bæti eitthvað við sig í sumum landshlut- um. Joao Baptista de Guieiredo, her- foringi, sem mun taka við embætti forseta landsins í marz á næsta ári hefur lofað því að stjórnarháttum landsins verði komið í lýðræðislegra horf á næstu árum og því er það talið mjög mikilvægt fyrir stjórn- málaflokkana að fá sem bezta útkomu að þessu sinni. Belfast. 15. nóvember. AP. EKKI linnir látum á Norð- ur-frlandi. Liðsmenn írska lýðveldishersins héldu upp- teknum hætti í dag og sprengjur sprungu víða í bæjum landsins og í tilkynn- ingu þeirra sagði, að ekki yrði um neitt vopnahlé að ræða um jólahátíðina. Sérfræðingar breska hers- ins gerðu í dag margar sprengjur óvirkar og lög- reglan handtók sendibif- reiðarstjóra einn sem var með fullan bfl af sprengjum á leið til Belfast. Þrátt fyrir þessa miklu sprengjuherferð írska lýðveldis- hersins á síðustu dögum hefur ekkert fórnarlamba þeirra látist en mikill fjöldi hefur særst, þar af nokkrir alvarlega. í tilkynningu írska lýðveldis- hersins segir að meiningin með sprengingunum að þessu sinni sé að' afsanna þá kenningu írlands- málaráðherra bresku stjórnarinn- ar, Roy Masons, að líf á Norður-ír- landi sé að komast í eðlilegt horf eftir margra ára blóðugar skærur. GUNNAR ÞORÐARSON og hljómsveit í Háskólabíói 19. nóv kl. 21:30. Ósóttar pantanir óskast fyrir kl. 1 í dag, annars seldar öðrum. sóttar Tónleikar sem enginn sannur tónlistar- unnandi má láta fram hjá sér fara. Miöasala er á eftirtöldum stööum: Hljómdeildum Kamabæjar í Glæsibæ, Laugavegi 66 og Austurstræti 22, Verzluninni Fataval í Keflavík, Skífunni Laugavegi 33 og Hafnarfiröi. .Ymir/ Steinai

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.