Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 25 ippi- síár Árgangurinn frá 1974 var einnig veigamikill í aflanum eða 20% í botnvörpu og 17% í flotvörpu. Með tillögum sínum um 270 þúsund tonna þorskveiði í ár var tilgangur Hafrannsóknastofnunar að ná hrygningarstofninum upp í 400 þúsund tonn í ársbyrjun 1980. Ef það hefði tekizt hefði hann þá verið orðinn sá sami og var árið 1973. Sagði Jón að með því að fara 50 þúsund tonn fram yfir þessar tillögur í ár seinkaði uppbyggingu hrygningarstofnsins. Það kom fram hjá Jóni Jónssyni að bæði karfa- og skarkolastofn- arnir eru vannýttir og mætti auka sóknina í þá um helming án þess að þeim væri stefnt í voða. Af skarkola verður veiðin trúlega um 5 þúsund tonn í ár og af karfa um 25—30.000 þúsund tonn. Að sögn Jóns er óhætt að veiða 50—55 þúsund tonn af karfa hér við land á næsta ári og mætti því sam- kvæmt þessu hæglega tvöfalda sóknina. Einnig má auka grálúðu- veiðina í allt að 15 þúsud tonn en til 1. júlí í ár var hún rúm 9.000 tonn. Ufsastofninn hefur farið minnk- andi undanfarin ár, en ástand hans er þó ekki eins slæmt og var í kringum 1960. Sagðist Jón telja að friðanir á ufsa ættu eftir að skila sér á næstu árum, en friðanir á ýsu væru þegar farnar að bera góðan árangur. Minnkuð möskva- Jón Jónssun forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar. Óhætt að herða verulega sókn- inaíkarfa, skar- kola og grálúðu, friðanir heilla- vænlegar fyr- ir ýsu og ufsa, aðgátar þörf í loðnu- og sild- veiðum stærð hefði verndað smáýsuna á undanförnum árum og stofninn væri að komast í ágætt jafnvægi. Sérstaklega væri árgangurinn frá 1976 sterkur og friðanir hefðu án tvímælis haft heillavænleg áhrif á ýsustofninn. Um loðnustofninn sagði Jón að hann hefði verið í mjög góðu ásigkomulagi undanfarin ár og talaði síaukin veiði þar skýrustu máli. Það mætti þó ekki henda okkur eins og gerzt hefði í Barentshafi að þar hefði loðnan verið ofveidd og veiðin minnkað með hverju ári undanfarið. Við ísland hefði loðnuveiðin aukizt úr 460 þúsund tonnum 1974 og 1975 í það að ná um einni milljón tonna á þessu ári, en fiskifræðingar miða árið við 1. júlí til 30. júní varðandi loðnuna með lífshlaup hennar í húga. Fiskifræðingar telja óráð- legt að veiða hér við land meira en eina milljón lesta á þessu tímabili. Jón sagði að hrygningarstofn íslenzku sumargotssíldarinnar hefði verið kominn niður í 10 þúsund tonn árið 1971, 1974—75 hefði hann verið kominn upp í 100 þúsund tonn og í sumar var talið að hann væri um 150 þúsund tonn. Samkvæmt áætlunum Haf- rannsóknarstofnunar þarf hrygningarstofninn að komast í 350 þúsund tonn, en afraksturs- getan yröi þá 65 þúsund tonn. Jón sagði að síldveiðarnar í haust vörpuðu nokkrum skugga á uppbyggingu síldarstofnsins, en þá hefðu sjómenn hent dauðri síld í sjóinn í töluverðum mæli. Jón sagði að ekki væri á þessu stigi hægt að greina frá tillögum fiskifræðinga um hámarksafla helztu nytjafiska á næsta ári. Unnið væri við að leggja síðutu hönd á tillögugerðina og yrði hún tilbúin í byrjun desember. I þessu húsi verður fyrsta fullkomna útvarpsstúdíóið utan Reykjavíkur. Þarna var áður reykhús. Ljósm. á.þ. Útvarpið setur upp studíó á Akureyri RÍKISÚTVARPIÐ hefur tekið á leigu húsið Norður- götu 2b á Akureyri og hyggst koma þar upp fullkomnu stúdíói, hinu fyrsta utan Reykjavíkur, að því er Akureyrarblaðið Dagur skýrir frá. Húsið sem um ræðir er í eigu Tónaútgáfunnar og leigir Ríkisútvarpið það í 2 ár frá og með 1. desember. Pantaður hefur verið bún- aður, sem gerir kleift að útvarpa efni beint frá Akureyri. Verður þessi búnaður settur upp í vetur. Lentu inn fyrir rifið við Breiða- merkursandinn „VIÐ VORUM að leita að sfld þarna rétt fyrir utan brotið, þegar það varð bilun í rafmagnsstýringunni og þá tókum við niðri á sandrif inu á því sem næst f ullri ferð og fórum inn fyrir það. Þar sigldum við svo meðfram rifinu þar til við fundum ál og komumst út um hann aftur," sagði Páll Dagbjartsson skipstjóri á Lyngey SF 61 í samtali við Mbl. í gær en í fyrrinótt var tilkynnt til Hornaf jarðarradíós að Lyngey væri strönduð um 3 km austan við ósa Jökulsár á Breiðamerkursandi. KristjánRagnarssoná aðalfundiLÍU: „Takmarkanir á loðnu- veiðum í desember tel ég ekki koma til greina" Sveitir SVFÍ i Höfn og Oræfum voru kvaddar út, aðstoðarskipið Goðinn fór frá Hornafirði og varðskip hélt á staðinn, en ekki kom til þeirra kasta, því eins og fram emur í lýsingu Páls komst Lyngey af sjálfsdáðum út aftur. Lyngey hélt áfram síldveiðum, þar sem enginn leki kom að skipinu, en Páll sagði, að þeir væru ekki nógu vel settir með handstýringuna eina. Mbl. talaði við Pál um klukkan 18 í gær og sagði hann að þá væru bátarnir að byrja að leggja, en lítið fyndist af síld. „Við keyrum mjög grunnt, þegar við erum að leita að síldinni," sagði Garðabær: Hundaleyfis- gjald 25 þús. BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur ákveðið að hundaleyfisgjald fyrir tímabilið 1978-1979 verði 25 þúsund krónur. Þá hefur bæjar stjórnin einnig ákveðið að ábyrgðartrygging nemi 4 milljóir um króna og er hreinsun þar innifalin. Páll, „erum þetta á 4,5 og 6 fóðmum og þá er afar stutt í brotið þannig að ekkert má út af bera." KOMI til þcss að takmarka verði loðnuveiðar vegna hættu á ofveiði koma fleiri en ein leið til greina. Kristján Rajgnarsson sagði á aðalfundi LÍU í gær, að kæmi til þessa, þyrfti fyrst af öllu að koma í veg fyrir að erlendum aðilum yrðu heimilaðar loðnuveiðar hér við land. Þá væri eðlilegt, ef til takmörkunar kæmi. að hefja loðnuveiðarnar mánuði síðar en gert hefur verið tvö síðastliðin sumur. Þá kæmi cinnig til álita að banna loðnuveiðarnar síðast á vetrarvertíðinni þegar loðnan væri afurðaminnst til vinnslu. — Takmarkanir á loðnuveiðum í desember tel ég ekki koma til greina vegna þess, að þá er loðnan hvað afurðamest og veðurfar oftast ekki verra en í nóvember og janúar, sagði Kristján Ragnars- son. Sjómannasamband íslands hefur hins vegar gert þá samþykkt að loðnuveiðarnar verði bannaðar í þessum mánuði. Gæzluvarðhald fram- lengt í þjófnaðarmáli SAKADÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæzluvarðhald rúmlega fimmtugs manns. sem setið hefur inni grunaður um þjófnaði. Maðurinn var handtekinn 7. nóvember s.l. og viðurkenndi hann þá að hafa stolið byggingavörum í Hafnarfirði. Mál þetta vakti tölu- verða athygli, því umræddur maður starfaði um árabil í lögregl- unni í Reykjavík, en var vikið úr starfi í fyrra. Grunur lék á, að hann hefði framið fleiri þjófnaði og var hann úrskurðaður í allt að 7 daga gæzluvarðhald og í gær var gæzluvarðhaldið framlengt til 29. nóvember eða í allt að 14 daga. Vegna rannsóknar málsins veitti sakadómur Rannsóknarlögreglu ríkisins heimild til leitar í húsi mannsins. Útvarpið vill reisa geymsluskemmu „VIÐ erum orðnir í standandi vandræðum með geymslupláss og þcss vegna sóttum vjð um leyíi til að byggja þessa skemmu á lóð útvarpsins við Hvassaleiti," sagði Andrés Björnsson útvarpsstjóri er Mbl. spurði hann um umsókn ríkis- útvarpsins til að byggja bráða- birgðastálgrindarskemmu á lóðinni númcr 60 við Hvassa- leiti. Andrés sagði að skemman væri hugsuð sem geymsla fyrir bæði útvarp og sjónvarp, en ríkisútvarpið hefði nú á leigu mikið húsnæði á mörgum stöð- um undir geymslu. „Það er leikmyndadeild sjónvarpsins sem er duglegust að leggja okkur til efni til geymslu," sagði Andrés, „en einnig þurfum við að rýma heila hæð, sem við höfum nú á leigu sem geymslu fyrir útvarpið." Með fimmtíu tonn af strand" sfld í bræðslu Reknetabáturinn Þinganesið landaði í fyrrakvöld um 50 tonnum af síld í bræðslu á Höfn í Hornafirði, en Þinganesið hafði misst trossu sína upp í fjörú með þeim afleiðingum að mikið af sandi komst í síldina þannig að hún var ekki hæf til söltunar. Verðmæti 50 tonna af síld upp úr sjó til söltunar er um 4 millj. kr. og til útflutnings um 12 millj. kr. Háhymingaveiðimaður veitt- ist að Þórði Ásgeirssyni Verður væntanlega vísað úr landi RAUÐUM vö'kva var skvett yfir Þórð Ásgeirsson, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. er hann kom til vinnu sinnar í gærmorgun. Var þar að verki Frakkinn Roger de la Grandier, sem hér hefur stundað háhyrningavciðar. Með honum var. að sögn Þórðar. I jósmyndari er tók myndir í gríð og erg, en ásamt Þórði var hins vegar bróðir hans, er hafði ekið honum til vinnu sinnar. „Hann réðst að mér og sprautaði á mig þessum vökva," sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið í gær. Þórður kvaðst ekki vita um hvers konar vökva hefði verið að ræða. Ekki kom til neinna hnippinga, enda kvaðst Þórður hafa stillt sig um að veitast að manninum. Hins vegar hefði Frakkinn gengið í veg fyrir sig er hann var að koma inn í húsið, og þannig varnað sér inngöngu. „Ég reikna með því að lambskinnsúlpa sem ég var í sé ónýt," sagði Þórður ennfremur, „og ég kærði því atburðinn til lögreglunnar, sem kom á staðinn." Sagði Þórður að mennirnir hefðu verið farnir er -lögreglan kom á staðinn, en engin orðaskipti sagði Þórður að farið hefðu á milli þeirra. Þórður kvaðst ekki vita hverju hann hefði verið að mót- mæla þarna, en þeir hefðu hins vegar oft rætt saman áður, eins og fram hefði komið í blöðum. De la Grandier kveðst hafa heimild til að veiða hér lifandi háhyrninga, að sögn Þórðar, en það leyfi mun vera útrunnið, enda gefið út árið 1975. „Ætli hann sé ekki svona vondur út í mig fyrir að vilja ekki gefa honum nýtt leyfi. Ekki held ég að þetta tengist málum Green- peace-samtakanna, mótmælum þeirra á hvaladrápi hér, en þó veit ég það ekki. Þessar aðferðir minna óneitanlega á aðgerðir þeirra í London á sínum tíma." Að öðru leyti vildi Þórður ekki tjá sig um málið, enda kvað hann þegar nógu mikið um það rætt í fjölmiðlum. Grandier var sem fyrr segir handtekinn í gær, og í gærkvöldi var hann til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Morgunblaðinu tókst ekki að fá nánari upplýsingar um málið í gærkvöldi, en samkvæmt óstað- festum heimildum mun vera í ráði að vísa mnninum úr landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.