Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 25 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rítstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiösla Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. A mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hugarfarsbreyting verkalýðsforing j a Alþýðubandalagsins Sú hugarfarsbreyting, sem bersýnilega hefur orðið hjá verkalýðs- foringjum Alþýðubandalagsins í kaupgjaldsmálum og vísitölumál- um og er forsenda þeirrar stefnubreytingar sem nú er að koma fram í dagsljósið, er að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni, þar sem hér er um að ræða nokkurn hóp manrta, sem hefur mikil ráð í verkalýðssamtökunum og þar með mikil áhrif á framvindu og þróun íslenzkra efnahagsmála. Sem dæmi um þessa stefnubreytingu foringja Alþýðubandalagsins má taka ummæli sem Benedikt Davíðsson lét falla í viðtali við Tímann fyrir nokkrum dögum, en Benedikt Davíðsson er formaður Sambands byggingarmanna og jafnframt formaður Verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins og á sæti í miðstjórn Alþýðusambands íslands. Hann sagði: „Það er ekki bara þessi vandi, sem fyrirsjáanlegur er nú 1. desember vegna hækkana á verðbótavísitölu, sem menn eru að ræða um, helduí líka framhaldið, þ.e. 1. marz og 1. júní. Ég býst við því, að allir séu sammála um það, að ef reyna á að ná einhverjum tökum á þessu verkefni, þ.e. efnahagsmálunum, þá verði þær uppbætur, sem launþegar eiga að fá 1. des. að vera í því formi, að þær magni ekki verðbólguvandann. Við teljum, að það sé æskilegri leið heldur en beinar hækkanir, sem síðan færu beint út í verðlagið." Það er vissulega alveg rétt hjá Benedikt Davíðssyni, að 14% vísitöluhækkun kaupgjalds hinn 1. des. nk. mundi hafa hinar alvarlegustu afleiðingar í efnahags- og atvinnumálum og magna verðbólguvandann. Ög þess vegna er sannarlega æskilegt, að samkomulag takist milli ríkisstjórnar og verkalýðssamtaka um, að þessi vísitöluhækkun gangi ekki út í kerfið. Þannig var einnig ástatt í febrúarmánuði sl., að fyrirsjáanleg var mikil vísitöluhækkun launa hinn 1. marz sl. Og augljóst mátti vera, að ef sú vísitöluhækkun gengi fyrir sig með eðlilegum hætti mundi það magna verðbólguna og verða þess valdandi að erfitt yrði að hafa stjórn á efnahagsmálunum. Við þær aðstæður sagði Benedikt Davíðsson hins vegar í viðtali við Þjóðviljann: „Við erum að verjast ólögmætri árás og grípum til neyðarréttar. Við gerum okkur ljóst, að þessar aðgerðir eru ekki samkvæmt því sem skráð er í vinnulöggjöfinni, en bendum á, að fleira eru lög en það sem skráð er, og teljum okkur hafa allan siðferðislegan rétt til þess að mótmæla með þeim hætti, sem við höfum boðað, og ég hvet hvern og einn launamann til þess að mótmæla á þann hátt einnig ólögum ríkisstjórnarinnar." Þessi orð lét Benedikt Davíðsson falla, þegar þáverandi ríkisstjórn hafði beitt sér fyrir lagasetningu til þess að koma í veg fyrir að gegndarlausar hækkanir færu út í efnahagskerfið, en í kjölfar þess hefði fylgt holskefla verðhækkana, sem komið hefði hart niður á launafólki. Þá brugðust Benedikt Davíðsson og félagar hans hins vegar þannig við, að þeir efndu til ólöglegra verkfalla um mánaðamótin febrúar/marz, sem Benedikt Davíðsson var að verja með þeim orðum, sem vitnað var til. Morgunblaðið er ekki að rifja þessi ummæli Benedikts Davíðssonar upp til þess að áfellast hann fyrir þau skoðanaskipti sem orðið hafa hjá honum á rúmlega 8 mánuðum. Þvert á móti er Morgunblaðið að vitna til þessara ummæla til þess að undirstrika, hve ánægjuleg sú stefnubreyting er, sem orðið hefur hjá verkalýðsforingjum Alþýðu- bandalagsins, en nú er nánast ekki hægt að þverfóta fyrir yfirlýsingum frá þeim á síðum Þjóðviljans um það, að nauðsynlegt sé, að vísitöluhækkunin komi ekki til framkvæmda hinn 1. des. nk. eins og samningar segja til um, heldur eru þeir reiðubúnir til þess að falla frá ákvæðum kjarasamninga að þessu leyti. Hafa þeir þá á þeim tveimur mánuðum, sem liðnir eru frá myndun núverandi ríkisstjórnar, gerbreytt um stefnu og fallið frá kjörorði sínu um „samningana í gildi“ og er því alveg sérstök ástæða til að bjóða þá velkomna í hóp þeirra, sem þeir mundu fyrr á þessu ári hafa kallað „kaupránsmenn", en slík stóryrði eru ekki notuð nú og er það vel og sýnir aðeins, að aukin skynsemi er að færast í þjóðmálaumræður hér. Þessi hugarfarsbreyting verkalýðsforingja Alþýðubandalagsins, sem svo glögglega kemur fram með samanburði á ummælum Benedikts Davíðssonar nú og í febrúar sl., veldur því, að takast ætti samkomulag um skynsamlega meðferð kaupgjaldsvísitölunnar. Þeirri þróun fagnar Morgunblaðið eins og fram kom í forystugrein blaðsins f fyrradag, og vill gjarnan taka höndum saman við forystumenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í verkalýðshreyfingunni og á öðrum vettvangi um að gera þjóðinni grein fyrir réttmæti og nauðsyn þeirrar stefnu, sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar markaði í febrúar sl., en náði ekki fyllilega fram að ganga vegna andstöðu verkalýðshreyfingarinnar þá. Sú andstaða er nú ekki lengur fyrir hendi og meginsjónarmið Geirs Hallgrímssonar er því að sigra. Mikilvægt er að samningar takist nú um þær breytingar á vísitölukerfinu sem duga í baráttu gegn verðbólgunni. Þá er að sjálfsögðu átt við breytingar sem standi til nokkurrar frambúðar en verði ekki afnumdar, þótt einhverjar breytingar verði á þeim einstaklingum, sem sitja í ráðherrastólum. En að sjálfsögðu vænir Morgunblaðið ekki verkalýðsforingja Alþýðubandalagsins um að þeir hafi neitt slíkt í huga. Fimm ára fiskur uppi- staða þorskaflans í ár FISKIFRÆÐINGAR höfðu áaetlað að þorskaflinn á árinu yrði um 350 þúsund tonn á þessu ári, en áætlanir fiski- fræðinga um heildarafla á undanförnum árum hafa verið mjög nærri lagi. í ár er hins vegar útlit fyrir að aflinn verði ekki nema um 320 þúsund tonn og þrátt fyrir að aflatakmark- anir hafi komið til um tíma á árinu er það minna magn en reikna hefði mátt með. Jón Jónsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar sagði á fundi LÍÚ í gær að þetta kynni að vera vísbending um að þorskstofninn væri enn veikari en talið hefði verið. í ár hefur þorskur frá 1973 verið uppistaðan í aflanum og sagði Jón að það hefði einhvern tíma þótt sæta tíðindum ef fimm ára fiskur væri svo veigamikill þáttur í aflanum sem raun ber nú vitni. Á vetrarvertíð var þessi árangur 40% línuaflans, 45% af afla togaranna og 35% netafisksins. Síðastliðna vetrarvertíð hefði varla sést eldri fiskur en 10 ára og t.d. hefði aðeins frétzt um einn 12 ára þorsk til Hafrannsókna- stofnunar. Utan vertíðartímans var hlut- fall árgangsins frá 1973 enn meira í þorskaflanum, eða 53.5% í botnvörpu og 59% í flotvörpu. Árgangurinn frá 1974 var einnig veigamikill í aflanum eða 20% í botnvörpu og 17% í flotvörpu. Með tillögum sínum um 270 þúsund tonna þorskveiði í ár var tilgangur Hafrannsóknastofnunar að ná hrygningarstofninum upp í 400 þúsund tonn í ársbyrjun 1980. Ef það hefði tekizt hefði hann þá verið orðinn sá sami og var árið 1973. Sagði Jón að með því að fara 50 þúsund tonn fram yfir þessar tillögur í ár seinkaði uppbyggingu hrygningarstofnsins. Það kom fram hjá Jóni Jónssyni að bæði karfa- og skarkolastofn- arnir eru vannýttir og mætti auka sóknina í þá um helming án þess að þeim væri stefnt í voða. Af skarkola verður veiðin trúlega um 5 þúsund tonn í ár og af karfa um 25—30.000 þúsund tonn. Að sögn Jóns er óhætt að veiða 50—55 þúsund tonn af karfa hér við land á næsta ári og mætti því sam- kvæmt þessu hæglega tvöfalda sóknina. Einnig má auka grálúðu- veiðina í allt að 15 þúsud tonn en til 1. júlí í ár var hún rúm 9.000 tonn. Ufsastofninn hefur farið minnk- andi undanfarin ár, en ástand hans er þó ekki eins slæmt og var í kringum 1960. Sagðist Jón telja að friðanir á ufsa ættu eftir að skila sér á næstu árum, en friðanir á ýsu væru þegar farnar að bera góðan árangur. Minnkuð möskva- Jón Jónsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar. Óhætt að herða verulega sókn- ina í karfa, skar- kola og gráltíðu, friðanir heilla- vænlegar fyr- ir ýsu og ufsa, aðgátar þörf í loðnu- og sild- veiðum stærð hefði verndað smáýsuna á undanförnum árum og stofninn væri að komast í ágætt jafnvægi. Sérstaklega væri árgangurinn frá 1976 sterkur og friðanir hefðu án tvímælis haft heillavænleg áhrif á ýsustofninn. Um loðnustofninn sagði Jón að hann hefði verið í mjög góðu ásigkomulagi undanfarin ár og talaði síaukin veiði þar skýrustu máli. Það mætti þó ekki henda okkur eins og gerzt hefði í Barentshafi að þar hefði loðnan verið ofveidd og veiðin minnkað með hverju ári undanfarið. Við Island hefði loðnuveiðin aukizt úr 460 þúsund tonnum 1974 og 1975 í það að ná um einni milljón tonna á þessu ári, en fiskifræðingar miða árið við 1. júlí til 30. júní varðandi loðnuna með lífshlaup hennar í húga. Fiskifræðingar telja óráð- legt að veiða hér við land meira en eina milljón lesta á þessu tímabili. Jón sagði að hrygningarstofn íslenzku sumargotssíldarinnar hefði verið kominn niður í 10 þúsund tonn árið 1971, 1974—75 hefði hann verið kominn upp í 100 þúsund tonn og í sumar var talið að hann væri um 150 þúsund tonn. Samkvæmt áætlunum Haf- rannsóknarstofnunar þarf hrygningarstofninn að komast í 350 þúsund tonn, en afraksturs- getan yrði þá 65 þúsund tonn. Jón sagði að síldveiðarnar í haust vörpuðu nokkrum skugga á uppbyggingu síldarstofnsins, en þá hefðu sjómenn hent dauðri síld í sjóinn í töluverðum mæli. Jón sagði að ekki væri á þessu stigi hægt að greina frá tillögum fiskifræðinga um hámarksafla helztu nytjafiska á næsta ári. Unnið væri við að leggja síðutu hönd á tillögugerðina og yrði hún tilbúin í byrjun desember. Fjármálaráðherra: Skattfrelsismörk ellilífeyris- þega verði hækkuð um 50% „Ég tel því sjálfsagt að í meðförum þingsins sé vandlega athugað hvort og þá hvernig bæta megi úr hnökrum þeim sem kunna að vera á bráðabirgðalögunum. Á ég hér sérstaklega við eignarskattsauka þann sem lagður var á elli- og örorkulífeyrisþega,“ sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra í fjárlagaræðu sinni á Alþingi 1 fyrradag. Tómas benti á að vegna þess hve seint á árinu ríkisstjórnin tók við hefði verið mjög skammur tími til stefnu að semja skattaákvæði bráðabirgðalaganna. „Það kann því að vera að skattar leggist að einhverju leyti á þá sem hafa litið gjaldþol til greiðslu þeirra," sagði ráðherrann. Hann benti á að ekki ættu „allir ellilífeyrisþegar hér óskipt mál því innan þess aldurs- hóps finnast bæði stóreigna- og hátekjumenn ekki síður. en í flokki þeirra sem yngri eru.“ Til úrbóta kvaðst ráðherrann telja eðlilegt að breyta eignar- Endurtryggingafélag vill verða tryggingafélag... „Það liggur fyrir beiðni frá endurtryggingafélagi um að fá leyfi til að breytast í almennt trygg- ingafélag," sagði Magnú H. Magnússon tryggingamála- ráðherra í samtali við Mbl. í gær, en Magnús hefur sagt það sína skoðun að trygg- ingafélög ættu að sameinast og þannig félögunum í raun að fækka en ekki fjölga. „Ég hef ekki uppi nein áform um að beita valdi í þessum efnum,“ sagði Magnús. „En ég teldi gott ef félögin sjálf sæju hagkvæmni í því að sameinast og ef aðstoð frá því ópinbera væri talin nauðsynleg, þá held ég að ekki stæði á henni. Ég tel æskilegast að almennu tryggingafélögin sameinuðust þannig að þau yrðu 2—3 félög og bendi auk þess á sameiginlega sérstöðu Brunabótafélagsins og Samvinnutrygginga, sem eru gagnkvæm tryggingafélög." skattsaukanum hjá þessum hóp- um, þannig að það samsvaraði því að þeir nytu 50% hærri skattfrels- ismarka en aðrir gjaldendur. Þannig yrðu hjón, sem njóta elli- og örorkulífeyris, ekki skattlögð ef skattgjaldseign þeirra fer ekki fram úr 18 milljónum króna og einstaklingar sleppa við eignar- skattsauka ef skattgjaldseign þeirra er undir 12 milljónum króna. „Með þessum skattfrelsis- mörkum ættu allir þeir ellilífeyris- þegar að sleppa við eignarskatts- auka sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði til eigin nota svo fremi það sé ekki óhóflega stórt eða íburðarmikið," sagði ráðherrann. Aðalfundur sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi Heilbrigðisráðherra mætir á fundinum SAMTÖK sveitarfélaga í Vestur landskjördæmi halda aðalfund sinn f Munaðarnesi næstu tvo daga, föstudag og laugardag. Hefst fundurinn kl. 13.30 á morgun og lýkur síðdegis á laugardag. Helztu viðfangsefni fundarins, auk venjulegra aðal- fuhdarstarfa, verða málefni minni sveitarfélaga — strjálbýlishreppa —, heilbrigðisþjónusta á Vestur- landi, fjölbrautanám í lands- hlutanum og verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga. Magnús H. Magnússon, heilbrigðisráðherra, verður gestur samtakanna á fundinum og flytur þar erindi. 39 sveitarfélög á Vesturlandi standa að samtökunum og er gert ráð fyrir að milli 40 og 50 sveitarstjórnarmenn mæti á aðal- fundinum. Formaður stjórnar samtakanna er Árni M. Emilsson, sveitarstjóri í Grundarfirði — en framkvæmdastjóri samtakanna er Guðjón Stefánsson. í þessu húsi verður fyrsta fullkomna útvarpsstúdióið utan Reykjavíkur. Þarna var áður reykhús. Ljósm. á.þ. Útvarpið setur upp studíó á Akureyri RÍKISÚTVARPIÐ hefur tekið á leigu húsið Norður- götu 2b á Akureyri og hyggst koma þar upp fullkomnu stúdíói, hinu fyrsta utan Reykjavíkur, að því er Akureyrarblaðið Dagur skýrir frá. Húsið sem um ræðir er í eigu Tónaútgáfunnar og leigir Ríkisútvarpið það í 2 ár frá og með 1. desember. Pantaður hefur verið bún- aður, sem gerir kleift að útvarpa efni beint frá Akureyri. Verður þessi búnaður settur upp í vetur. Lentu inn fyrir rifið við Breiða- merkursandinn „VIÐ VORUM að leita að sfld þarna rétt fyrir utan brotið, þegar það varð bilun í rafmagnsstýringunni og þá tókum við niðri á sandrifinu á því sem næst fullri ferð og fórum inn fyrir það. Þar sigldum við svo meðfram rifinu þar til við fundum ál og komumst út um hann aftur,“ sagði Páll Dagbjartsson skipstjóri á Lyngey SF 61 í samtali við Mbl. í gær en í fyrrinótt var tilkynnt til Hornafjarðarradíós að Lyngey væri strönduð um 3 km austan við ósa Jökulsár á Breiðamerkursandi. Sveitir SVFÍ í Höfn og Öræfum voru kvaddar út, aðstoðarskipið Goðinn fór frá Hornafirði og varðskip hélt á staðinn, en ekki kom til þeirra kasta, því eins og fram emur í lýsingu Páls komst Lyngey af sjálfsdáðum út aftur. Lyngey hélt áfram síldveiðum, þar sem enginn leki kom að skipinu, en Páll sagði, að þeir væru ekki nógu vel settir með handstýringuna eina. Mbl. talaði við Pál um klukkan 18 í gær og sagði hann að þá væru bátarnir að byrja að leggja, en lítið fyndist af síld. „Við keyrum mjög grunnt, þegar við erum að leita að síldinni," sagði Garðabær: Hundaleyfis- gjald 25 þús. B/E.IARSTJÓRN Garðabæjar hefur ákveðið að hundaleyfisgjald fyrir tímabilið 1978 — 1979 verði 25 þúsund krónur. Þá hefur bæjar- stjórnin einnig ákveðið að ábyrgðartrygging nemi 4 milljón- um króna og cr hreinsun þar innifalin. KristjánRagnarssoná aðalfundiLÍlJ: „Takmarkanir á loðnu- veiðum í desember tel \ ég ekki koma til greina” KOMI til þess að takmarka verði loðnuveiðar vegna hættu á ofveiði koma fleiri en ein leið til greina. Kristján Ragnarsson sagði á aðalfundi LÍU í gær, að kæmi til þessa. þyrfti fyrst af öllu að koma í veg fyrir að erlcndum aðilum yrðu heimilaðar loðnuveiðar hér við land. Þá væri eðlilegt, cf til takmörkunar kæmi. að hefja loðnuveiðarnar mánuði síðar en gert hefur verið tvö síðastliðin sumur. Þá kæmi einnig til álita að banna loðnuveiðarnar síðast á vetrarvertíðinni þegar loðnan væri afurðaminnst til vinnslu. — Takmarkanir á loðnuveiðum í desember tel ég ekki koma til greina vegna þess, að þá er loðnan hvað afurðamest og veðurfar oftast ekki verra en í nóvember og janúar, sagði Kristján Ragnars- son. Sjómannasamband íslands hefur hins vegar gert þá samþykkt að loðnuveiðarnar verði bannaðar í þessum mánuði. Gæzluvarðhald fram- lengt í þjófnaðarmáLi SAKADÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæzluvarðhald rúmlega fimmtugs manns, sem setið hefur inni grunaður um þjófnaði. Maðurinn var handtekinn 7. nóvember s.l. og viðurkenndi hann þá að hafa stolið byggingavörum í Hafnarfirði. Mál þetta vakti tölu- verða athygli, því umræddur maður starfaði um árabil í lögregl- unni í Reykjavík, en var vikið úr starfi í fyrra. Grunur lék á, að hann hefði framið fleiri þjófnaði og var hann úrskurðaður í allt að 7 daga gæzluvarðhald og í gær var gæzluvarðhaldiö framlengt til 29. nóvember eða í allt að 14 daga. Vegna rannsóknar málsins veitti sakadómur Rannsóknarlögreglu ríkisins heimild til leitar í húsi mannsins. Útvarpið vill reisa geymsluskemmu „VIÐ erum orðnir í standandi vandræðum með geymslupláss og þess vegna sóttum við um leyfi til að byggja þcssa skemmu á lóð útvarpsins við Hvassaleiti.“ sagði Andrés Björnsson útvarpsstjóri er Mbl. spurði hann um umsókn ríkis- útvarpsins til að byggja bráða- birgðastálgrindarskemmu á lóðinni númer 60 við Hvassa- leiti. Andrés sagði að skemman væri hugsuð sem geymsla fyrir bæði útvarp og sjónvarp, en ríkisútvarpið hefði nú á leigu mikið húsnæði á mörgum stöð- um undir geymslu. „Það er leikmyndadeild sjónvarpsins sem er duglegust að leggja okkur til efni til geymslu,“ sagði Andrés, „en einnig þurfum við að rýma heila hæð, sem við höfum nú á leigu sem geymslu fyrir útvarpið." Með fimmtíu tonn af „strand” sfld í bræðslu Páll, „erum þetta á 4,5 og 6 föðmum og þá er afar stutt í brotið þannig að ekkert má út af bera.“ Reknetabáturinn Þinganesið landaði í fyrrakvöld um 50 tonnum af síld í bræðslu á Höfn í Hornafirði, en Þinganesið hafði misst trossu sína upp í fjörú með þeim afleiðingum að mikið af sandi komst í síldina þannig að hún var ekki hæf til söltunar. Verðmæti 50 tonna af síld upp úi sjó til söltunar er um 4 millj. kr. o$ til útflutnings um 12 millj. kr. Háhyrningaveiðimaður veitt- ist að Þórði Ásgeirssyni Verður væntanlega vísað úr landi RAUÐUM vökva var skvett yfir Þórð Ásgeirsson. skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, cr hann kom til vinnu sinnar í gærmorgun. Var þar að verki Frakkinn Roger de la Grandier, sem hér hefur stundað háhyrningaveiðar. Með honum var, að sögn Þórðar. ljósmyndari er tók myndir í gríð og erg, en ásamt Þórði var hins vegar bróðir hans, er hafði ekið honum til vinnu sinnar. „Hann réðst að mér og sprautaði á mig þessum vökva,“ sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið í gær. Þórður kvaðst ekki vita um hvers konar vökva hefði verið að ræða. Ekki kom til neinna hnippinga, enda kvaðst Þórður hafa stillt sig um að veitast að manninum. Hins vegar hefði Frakkinn gengið í veg fyrir sig er hann var að koma inn í húsið, og þannig varnað sér inngöngu. „Ég reikna með því að lambskinnsúlpa sem ég var í sé ónýt,“ sagði Þórður ennfremur, „og ég kærði því atburðinn til lögreglunnar, sem kom á staðinn.“ Sagði Þórður að mennirnir hefðu verið farnir er lögreglan kom á staðinn, en engin orðaskipti sagði Þórður að farið hefðu á milli þeirra. Þórður kvaðst ekki vita hverju hann hefði vérið að mót- mæla þarna, en þeir hefðu hins vegar oft rætt saman áður, eins og fram hefði komið í blöðum. De la Grandier kveðst hafa heimild til að veiða hér lifandi háhyrninga, að sögn Þórðar, en það leyfi mun vera útrunnið, enda gefið út árið 1975. „Ætli hann sé ekki svona vondur út í mig fyrir að vilja ekki gefa honum nýtt leyfi. Ekki held ég að þetta tengist málum Green- peace-samtakanna, mótmælum þeirra á hvaladrápi hér, en þó veit ég það ekki. Þessar aðferðir minna óneitanlega á aðgerðir þeirra í London á sínum tíma.“ Að öðru leyti vildi Þórður ekki tjá sig um málið, enda kvað hann þegar nógu mikið um það rætt í fjölmiðlum. Grandier var sem fyrr segir handtekinn í gær, og í gærkvöldi var hann til yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Morgunblaðinu tókst ekki að fá nánari upplýsingar um málið í gærkvöldi, en samkvæmt óstað- festum heimildum mun vera í ráði að vísa mnninum úr landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.