Morgunblaðið - 16.11.1978, Page 26

Morgunblaðið - 16.11.1978, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 Ný þingmál — Ný þingmál — Ný þingmál — Ný þingmál — Ný þingmál — Ný þingmál — Ný þingmál Verklegar framkvæmdir rík- is og ríkisstofnana boðnar út Utvarpsstöðvar íhverjum landsfjórðungi — rækjuleit — samrœmd lítflutningsstarfsemi — umboðsmaður Al- þingis - skilgreining á ökutækjum - kornrækt til brauð- gerðar — Grundarfjörður tollhöfn Ellert B. Schram (S) hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar, þess efnis að ríkisstjórnin hlutist til um að fylgt verði þeirri meginreglu, sem fram kemur í"13. gr. laga nr. 63/1970, að verklegar framkvæmdir ríkis og ríkis- stofnana verði boðnar út á frjáls- um verktakamarkaði. I greinar- gerð er bent á: 1) Að hönnun verka, sem boðin eru út, séu betur undirbúin en ella, 2) þegar hönnuður sé jafnfranlt fram- kvæmdaaðili verði undirbúningur jafnan síðri, 3) þegar verk eru boðin út þurfi að áætla fjárþörf til loka verks, sem sé nauðsynlegt til að verk gefi sem fyrst arð, 4) þegar fyrir liggi fastur verksamningur við tilboðshafa sé kostnaðarþáttur Ijós og fyrirliggjandi, 5) erlend lánafyrirgreiðsla sé oft bundin því að verk séu boðin út, 6) hér hafi risið innlendur verktakaiðnaður, sem gefið hafi góða raun og verktilboð hafi yfirleitt verið hagstæð miðað við kosnaðaráætl- anir. Aukin leit að djúp- sjávarrækju fyrir Vestf jörðum, Norður- og Austurlandi Lárus Jónsson, Matthías Bjarnason, Pálmi Jónsson og Sverrir Hermannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, flytja tillögu til þingsályktunar um aukna leit að djúpsjávarrækju. Haft verði sam- ráð við útgerðarmenn og sjómenn sem reynslu hafi af veiðum á rækju á djúpmiðum. í greinargerð er minnt á fund rækjumiða við Grímsey og Kolbeinsey 1969 og rækjuleit síðan. 1976 hafi verið gert verulegt átak á þessu sviði, að frumkvæði Matthíasar Bjarnason- ar, fv. sjávarútvegsráðherra. Árangur hafi verið umtalsverður. Einkum fundust mið á Dohrn- banka og flákanum norðan hans. Djúprækjumið, sem nú eru nýtt eru fimm: Dohrnbanki, Norður- kantur, Kolbeins- og Grímseyjar- svæði og Eyjarfjarðaráll. Ástæða er til að ætla, segja flutnings- menn, að víða umhverfis land séu rækjumið, einkum út af Vestfjörð- um, Norður- og Austurlandi. Sjálfstæðar útvarpsstöðvar Ellert B. Schram (S) hefur flutt frumvarp til laga, sem gerir ráð fyrir, að ríkisútvarpið geti veitt landshlutasamtökum og/eöa einstökum'sveitarfélögum heimild til að reka sjálfstæðar en stað- bundnar útvarpsstöðvar. Nánar skal kveða á um slíkan út- varpsrekstur í reglugerð, sem háð er samþykki Ríkisútvarpsins. I greinargerð er vitnað til stakkaskipta fjölmiðla á síðari árum, krafna um óháðari frétta- þjónustu, opnari umræðu og dreif- ingu valds í þjóðfélaginu. „Hug- myndin er sú,“ segir í greinargerð, „að slíkar stöðvar verði settar á stofn í hverjum landsfjórðungi, eftir því sem efni standa til. Utvarpað verði tvo til fjóra tíma dag hvern, fluttar fréttir og frásagnir úr heimabyggð, auglýs- ingar sem fyrst og fremst þjóna viðkomandi héraði, lista- og menn- ingarþættir verði af heimaslóðum, samdir og fluttir af heimamönn- um sjálfum. Efni af þeim toga má aftur nota í Ríkisútvarpi og gagnkvæmt, en almennt séð væru slíkar dagskrár hvati og aðhald fyrir aðrar stöðvar um að gera betur og standast samkeppni. Að slíkum stöðvum yrði ótvíræð þjónusta og kjörinn vettvangur til að koma á framfæri efni, hvort heldur fréttum, skemmti- eða menningarþáttum, sem höfðuðu til viðkomandi byggðarlaga öðru fremur." Ellert B. Schram Lárua Jónaaon Matthlaa Bjanmm Pálml JónMton Jón Helxason Þórarinn SÍKurjónHHon Frlðjón ÞórðarHon Sverrlr Hermannsaon Frlðrik SophuKKon Albert GuðmundHHon Samræming og efling útflutn- ingsstarfsemi Lárus Jónsson (S) og Sverrir Hermannsson (S) hafa flutt eftir- farandi tillögu til þingsályktunar: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gera úttekt á skipu- lagi og aðstöðu útflutningsversl- unar landsmanna og leita leiða til þess að efla og samræma útflutn- ingsstarfsemi fyrir íslenskar framleiðsluvörur og þjónustu. Um úttekt þessa, samræmingu og eflingu útflutningsstarfsemi skal hafa samráð við þá aðila sem nú annast útflutning og markaðs- starfsemi. Þingfréttir í stuttu máli: Nýjum lögum um frjálsa verðmyndun frestað Á að banna þingmönnum önnur störf en þingstörf? • Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp. Fyrsta umræða um fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar fór fram á Álþingi í fyrradag, hófst upp úr kl. tvö miðdegis og stóð vel fram yfir miðnætti. Auk frétta í Mbl. í gær (baksíða og opna), birtir blaðið í dag efnis- atriði úr framsögu fjármálaráð- herra og ræðu fv. fjármálaráð- herra, Matthíasar Á. Mathiesen. — Aðrir, sem þátt tóku í umræðunni voru: Lúðvík Jóseps- son (Abl), Sighvatur Björgvins- son (A), Lápus Jónsson (S), Pálmi Jónsson (S), Ellert B. Schram (S), Vilmundur Gylfa- son (A), Þorvaldur G. Kristjáns- son (S), Steinþór Gestsson (S) og loks Tómas Árnason fjár- málaráðherra á ný. — Efnisatr- iði úr ræðum þessara þing- manna verða rakin á þingsíðu Mbl. síðar. • Verðlagslögum frestað Stjórnarfrumvarp — um frestun á gildistöku laga um breytingu á lögum um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti, sem koma átti til framkvæmda í dag, — til 1. nóvember 1979, var sam- þykkt sem lög frá Alþingi í gær, eftir að hafa farið í gegn um þrjár umræður í efri deild. Frumvarp þetta hefur að geyma margar athyglisverðar greinar, m.a. um frjálsa verðlagsmyndun þar sem samkeppni er næg. Eyjólfur K. Jónsson (S), sem mælti fyrir munn minnihlutans varðandi þessa frestun, krafðist þess, að viðskiptaráðherra gæfi yfirlýsingu um, að þegar yrði hafinn undirbúningur að fram- kvæmd laganna, þann veg að þau gætu komið til fram- kvæmda á næsta ári, ef málið ætti að ná fram að ganga samdægurs. Svavar Gestsson viðskiptaráðherra hét því að allt kapp skyldi lagt á undirbún- ing málsins, og hefði hann sótt um fjárveitingu, til þess að svo mætti verða, til fjárveitinga- valdsins. • Upplýsingar frá almannastofnunum Stcingrímur Hermannsson (F) mælti í efri deild fyrir frv. um upplýsingar hjá almanna- stofnunum. Efnisatriði frv. hafa áður veríð rakin á þingsíðu Mbl. Ragnhildur Helgadóttir (S) og Olafur R. Grímsson gerðu at- hugasemdir við nokkur atriði frumvarpsins. Ragnhildur taldi m.a. að ekki lægi nægilega ljóst fyrir, hvað væri við átt með sumum orðum og ákvæðum þess, og þyrfti málið í heild að fá vandlega skoðun, áður en af- greitt væri. • Bílar til öryrkja Alexander Stefánsson (F) mælti fyrir frv. til breytinga á tollskrá, sem m.a. felur í sér að fella megi niður gjöld af allt að 500 bifreiðum árlega fyrir bækl- að fólk og lamað, (450 þús. kr. að viðbættum tollum), og algerlega gjöld af 25 bifreiðum árlega til þeirra, „sem mestir eru öryrkj- ar“, en geta þó ekið sjálfir. Fjármálaráðherra skipi nefnd er úrskurði um umsóknir. • Þingmenn verði bara þingmenn Gunnlaugur Stefánsson (A) mælti fyrir frumvarpi til stjórn- skipunarrlaga, þess efnis að þingmenn hafi ekki með hönd- um iaunuð störf utan þings, og ríkisstarfsmenn, kjörnir til þings, verði án kostnaðar fyrir ríkissjóð að sjá um að störfum þeirra verði sinnt. í þessari umræðu tóku til máls, auk framsögumanns: Ellert B. Schram (S), Einar Ágústsson (F), Páll Pétursson (F) og Finnur T. Stefánsson (A). Umræður urðu hinar líflegustu. Töldu sumir þingmenn að frv. þetta, ef samþykkt yrði, myndi ýta hæfum mönnum frá þing- störfum, auk þess sem þinginu væri styrkur að því að þjóð- kjörnir fulltrúar væru í lifandi tengslum við hinar ýmsu greinar atvinnu- og þjóðlífsins. • Rannsóknarstörf þingnefnda Vilmundur Gylíason (A) mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um þingsköp Alþingis, þess efnis að þingriefndum sé „skylt að fylgjast með framkvæmd laga“ og hafi „rétt til þess að kalla fyrir sig þá einstaklinga, sem að mati þingnefnda eiga hlut að rnáli". Ellert B. Schram (S) sagði tilgang flutnings- manns sjálfsagt góðan, sem sé að styrkja og bæta stöðu Alþingis, sem ekki veitti af gagnvart öðrum þáttum stjórn- skipunarinnar, einkum fram- kvæmdavaldinu. Pólitískt kjörn- ar rannsóknarnefndir gætu hins vegar verið varasamar og spurn- ing væri, hver áhrif slík rann- sóknarstörf hefðu á önnur störf Alþingis. Taldi hann aál þetta þyrfti mun meiri athugunar við, en að baki byggi flutningi og greinargerð. í þessu sambandi skal áhersla lögð á eftirfarandi: 1. að kanna hvort rétt sé og hagkvæmt að koma á fót samstarfi allra aðila, sem vinna að útflutningsstarfsemi, m.a. í því skyni að stuðla að á skipulegan hátt almennri kynn- ingu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis og þjálfun starfsfólks, sem vinna mun að hvers konar útflutningsstarf- semi; 2. að marka enn frekar þá stefnu í skatta- og tollamálum, svo og annarri opinberri fyrirgreiðslu, sem auðveldar íslenskum út- flytjendum samkeppni á erlend- um mörkuðum; 3. að kanna hvort rétt sé og hagkvæmt að samræma eða sameina starf utanríkis- og viðskiptaráðuneytis á sviði út- flutningsstarfsemi og efla starf utanríkisþjónustunnar í mark- aðsmálum. Umboðs smaður Alþingis Ellert B. Schram (S) og Friðrik Sophusshon (S) hafa flutt tillögu til þingsályktunar um undirbún- ing frumvarps um umboðsmann Alþingis. I greinargerð er vitnað til tillögu Péturs Sigurðssonar um sama efni, sem samþykkt var sem þingsályktun 1972. Á þinginu 1972—73 kom fram stjórnarfrum- varp um þetta efni, en fékk ekki fullnaðarafgreiðslu. Megintilgang- ur tillagna og frumvarps var að koma upp aðila, sem hefði það hlutverk á hendi að styðja menn til að ná rétti sínum, hindra stjórnvöld í að beita menn rang-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.