Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 27 indum og stuðla að góðri, opin- berri stjórnsýslu. Breyting á umferðarlögum Albert Guðmundsson (S), Ólafur G. Einarsson (S) og Matthías Bjarnason (S) flytja frv. til laga um breytingu á umferðar- lögum. Frumvarpið felur í sé nánari lagaskilgreiningu á orðun- um bifreið, dráttarvél og vinnuvél varðandi ýmiss konar gjaldskyldu. I greinargerð segir: Á síðari árum hefur notkun stórvirkra vinnuvéla við mann- virkjagerð aukist verulega og tæknin orðið fjölbreyttari og fullkomnari. Við öflun slíkra tækja skiptir öllu máli að ljóst sé í hvaða flokk ökutækja viðkomandi tæki lendi, þar sem á því veltur um gjaldskyldu. Þess eru dæmi, að embættismenn, sem um þessi mál eiga að fjalla, komist að ólíkri niðurstöðu um hliðstæð tæki, en slíkt er með öllu ófært. Notkun námuvagns er torvelduð eða gerð ómöguleg ef skylt er að greiða þungaskatt af slíkum tækjum, enda þótt akstur á þjóðvegum væri óheimill, en dæmi er um að slíkur vagn hafi verið úrskurðaður bif- reið, enda þótt akstur á vegum væri ekki heimilaður. Getur það varla verið ætlun löggjafans að koma í veg fyrir notkun stórvirkra vinnuvéla við mapnvirkjagerð. Slíkt væri spor aftur á bak. Hér er því lagt til að nánari skilgreining á ökutækjum verði tekin upp í umferðarlögin til þess að komast hjá þeirri óvissu og ósamræmi, sem hefur átt sér stað og valdið verulegum óþægindum og tjóni. Þá er einnig lagt til, að hraða- viðmiðun sú, sem notuð er í lögunum í sambandi við bifreiðar, dráttarvélar og vinnuvélar, sé gerð úr 30 km í 45 km á klst. Er það í samræmi við breytingar á hrað- gengi slíkra vinnuvéla, sem fram- leiddar eru á síðari árum. Kornrækt til brauðgerðar Jón Helgason (F), bórar inn Sigurjónsson (F) og Friðrik Sophusson (S) flytja tillögu til þingsályktunar um kornrækt til brauðgerðar. Tillagan felur í sér að kannað verði, að hvað miklu leyti er hægt að nota íslenzkt korn til brauðgerðar og hefja undirbún- ing þegar á komandi vori að meiri kornrækt. Igreinargerð er vitnað til notkunar íslenzks korns til manneldis, kornræktar Eggerts Ólafssonar á Þorvaldseyri og nýtingar íslenzks korns til brauð- gerðar hjá brauðgerð Hermanns Bridde. Grundarfjörður tollhöfn Friðjón bórðarson (S) flytur frumvarp til laga, þess efnis að Grundarfjörður verði tekinn í tölu tollhafna. I greinargerð er rakin byggðarsaga Grundarfjarðar í stuttu máli, en þar búa nú 700 manns í vaxandi útgerðar- og fiskvinnslustað, þar sem ný og glæsileg höfn hafi verið tekin i notkun. Nýir þingmenn Guðmundur J. Skúli Guðmundsson Alexandersson SKÍJLI Alexandersson (Abl) hef- ur tekið sæti á Alþingi í veikinda- forföllum Jónasar Árnasonar, 4. þm. Vesturlands. Guðmundur J. Guðmundsson (Abl) hefur tekið sæti á Alþingi í veikindafjarvistum Svövu Jakobs- dóttur, 10. þm. Reykvíkinga. fjalla um málið sem leiðbeinandi, en hún er starfsmaður hjá Flug- leiðum, sem tekið hefur upp slíka vinnutilhögun. Þá mun Pétur Sigurðsson, sjómaður, flytja fram- söguerindi, „Vinnuálag-yfirvinna. Er vinnuþrælkun á íslandi?“ og Soffía Skarphéðinsdóttir, starfs- maður Norðurtanga h.f. á ísafirði, mun einnig fjalla um viðfangsefn- ið. Loks er þriðja framsöguerindið, sem Björg Einarsdóttir fulltrúi flytur og nefnist: „Fjölskyldan og fyrirvinnan". Um það efni fjallar einnig Guðrún Erlendsdóttir, lög- fræðingur. Eftir hádegi verða umræðuhóp- ar um viðfangsefni ráðstefnunnar, fluttar greinargerðir umræðuhópa og almennar umræður. Áætluð ráðstefnuslit verða klukkan 18.30 og mun Jónína Þorfinnsdóttir formaður Hvatar slíta ráðstefn- unni. Fundarstjóri verður Ragn- heiður Guðmundsdóttir læknir. Ráðstefna um virmumark- aðinn og fjölskylduna Auglýst eftir forstjóra STAÐA forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins hefur verið auglýst laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til 20. desem- ber. Sigurður Ingimundarson gegndi stöðu forstjóra Tryggingastofn- unarinnar þar til hann lézt fyrir skömmu. Formaður Landssambandsins, Sigurlaug Bjarnadóttir, setur ráð- stefnuna, en síðan mun Geir Hallgrímsson flytja ávarp. Þá verða flutt þrjú framsöguerindi. Hið fyrsta flytur Baldur Guðlaugsson, lögfræðingur, um „Sveigjanlegan vinnutíma", en einnig mun Anita Knútsdóttir Tryggingastofnunin: LANDSSAMBAND sjálf- stæðiskvenna og Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, efna til ráð- stefnu á laugardag um umræðuefnið „Vinnu- markaðurinn og fjölskyld- an“. Ráðstefnan hefst klukkan 9,30 árdegis í Valhöll að Háaleitisbraut 1. Hún er öllum opin. Dr. Gunnar G. Schram prófessor. RÉTTARSTAÐA norrænna maka, sem giftir eru eða kvæntir hérlendis verður til umræðu í Norræna húsinu á laugardaginn. bað eru Samtök vinafélaga Norðurlanda er efna til þessa umræðufundar, en hann hefst klukkan 15.00. Þau Guðrún Helgadóttir tryggingafulltrúi, dr. Gunnar G. Schram prófessor og Ingólfur Þorsteinsson bankafulltrúi munu flytja stutt inngangserindi og sitja síðan fyrir svörum. Á fundinn eru allir velkomnir. Samtök vinafélaga Norðurlanda voru stofnuð árið 1973 og gengust m.a. fyrir mikilli hátíð í Háskóla- bíói 1. apríl það ár til styrktar Vestmannaeyingum. Þar komu fram listamenn frá öllum Norður- löndum og ágóðinn nam tæpri milljón króna. Þá stóöu samtökin að norrænni kvikmyndaviku á liðnu hausti. Hana sóttu á 6. þús. manns. í samtökunum eru nú 13 félög auk fulltrúa Norræna hússins. Formaður er Hjálmar Ólafsson frá Norræna félaginu og meðstjórnendur Inga Ólafsson frá Islands-svenskorna og Thorunn Sigurðsson frá Nordmannslaget. Læknamiðillinn Einar Jónsson Einarsstöðum í Reykjadal, er kominn til Reykjavíkur. Tímapantanir í síma 39218 dagana fimmtudag og föstudag klukkan 5—7 e.h. Undirbúningsnefndin. Handklæóa- markaóur Stórkostlegt úrval af mjög lítið göilum einlitum handklæöum. 5 stæröír. Ótal litir Ath.: Markaðurinn stendur aöeins til 1. des. Opið lil kl. 10 á föstudagskvöld HAGKAUP SKEIFUNN115 Hver er rétt- arstaða nor- rænna maka á íslandi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.