Morgunblaðið - 16.11.1978, Síða 30

Morgunblaðið - 16.11.1978, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 Tómas Árnason f jármálaráðherra: „Það brakar í undir- stöðum efnahagslífeins’ ’ HÉR Á eftir verða lauslega raktir fáeinir efnisþættir úr fjárlagaræðu Tómasar Árnasonar fjármálaráð- herra sl. þriðjudag. Fjárlögin eru hagstjórnartæki Fjármálaráðherra sagði að verð- bólga í landinu hefði verið frá 26% upp í 50% sl. 5 ár. Höfuðverkefni ríkisstjórnarinnar, sagði ráðherra, er að draga markvisst úr verðbólg- unni og ráða fram úr þeim mikla vanda, sem blasir við í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Hag- fræðingar í öðrum ríkjum telja 10%. verðbólgu hættulega þjóðar- búskap. Hér ríki í raun neyðar- ástand í efnahagsmálum og fram- undan eru versnandi lífskjör og atvinnuleysi. ef ekki verður brugð- ist rétt og skjótt við. Beita þarf fjárlögum komandi árs sem hag- stjórnartæki í baráttunni gegn verðbólgunni. Að þessu er stefnt með fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem sjá má af eftirfarandi: Gert er ráð fyrir tekjuafgangi að upphæð 8,2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður greiði 4,3 milljarða upp í skuldir umfram það sem tekið verður að láni. Ríkissjóður verður rekinn hallalaus, ef miðað er við 16 fyrstu mánuði starfsferils stjörnarinnar. 18 milljörðum verður varið til að greiða niður búvöruverð og tekjutap ríkissjóðs nemur 5,3 milljörðum — 1979 — vegna niðurfellingar söluskatts; hvort tveggja gert til að halda niðri verðbólgu. Tekna verður aflað með tekjusköttum vegna þess að þeir koma ekki inn í vísitölu, er auka á skrúfuganginn. Dregið verður úr opinberum fram- kvæmdum til að lægja spennu. Aðhalds verður gætt í ríkisrekstri. Rétt er hinsvegar að undir- strika, að frumvarpið er lagt fram með fyrirvörum, er lúta að tekju- öflun, skattvísitölu o.fl., en stjórn- arflokkarnir eigi eftir að sam- ræma sjónarmið sín í nokkrum fjárlagaatriðum. Þjóðhagsforsendur o.fl. Síðan vék ráðherra í löngu máli að þjóðhagsforsendum frumvarps- ins, sem hér er ekki rúm til að rekja að ráði. Þar kom m.a. fram að útflutningsframleiðsla 1979 getur naumast vaxið nema 1 til 2%.. Með samdrætti fjárfestingar og óbreyttri samneyzlu má e.t.v. skapa svigrúm til aukningar einkaneyzlu um 1 til 2%. Þjóðar- framleiðslan vex sennilega um allt að 1 % % og þjóðartekjur svipað. íirlendar langtíma skuldir nema nú 195,9 milljörðum króna og vextir og afborganir af þeim 13.7% af útflutningstekjum. Stefnt er að tekju- og greiðsluaf- gangi ríkissjóðs 1979, sagði ráð- herra, m.a. til að minnka þennan skuldabagga. En auk aðgerða á sviði ríkisfjármála og fjárfestíngarstjórnar þarf að koma til breyting í launa- og verðlagsmálum, ef takast á að ná markmiðum fjárlagastefnunnar um verðbólguhjöðnun. Síðan fjallaði fjármálaráðherr- ann um ríkisbúskapinn sem sér- stakan þátt efnahagsmála. Þar kom m.a. fram að þjóðartekjur á næsta ári muni nema nálægt 680 milljörðum króna — en gjöld skv. fjárlagafrumvarpinu. eins og þar er lagt fram, rúmlega 198 millj- örðum eða tæplega þriðjungi þjóðarteknanna. Þróun efnahagsmála 1978 Kauplag og verðlag hefur þotið upp úr öllu valdi, sagði ráðherra, og verið örar en spár stóðu til. Meðalverðhækkun milli áranna 1977 og 1978 verður um 44% samanborið við 30% hækkun í fyrra. Kauptaxtar hafa hins vegar hækkað mun meira, meðalhækkun 53% á árinu. Atvinnutekjur á mann hafa hækkað um 52% og ráðstöfunartekjur rétt um 50% að meðaltali á mann. Kaupmáttur kauptaxta hefur hins vegar hækk- að um 6 til 7%. Hlutfall fjármunamyndunar af þjóðarfrarnieiðslu verður um 26,5%- í ár, samanborið við 28,4% 1977. Þetta er meiri samdráttur en reiknað var með. Hann er mestur í opinberum framkvæmdum — eða 15%-. Fjármunamyndun í atvinnu- vegunum er aðeins minni en liðið ár. Viðskiptahallinn út á við verður minni en áður eða um 2 milljarðar — 0,4% af þjóðarframleiðslu — og hafa gengislækkanir þar haft sín áhrif. Staða ríkis- sjóös 1978 Gengi krónunnar hefur samtals lækkað um 46,8% frá áramótum, sem haft hefur sín áhrif á ríkisbúskapinn. Áhrif launabreyt- inga á árinu og auknar niður- greiðslur, sem og tekjuöflun skv. bráðabirgðalögum, hafa og haft áhrif á stöðu ríkissjóðs. Horfur í fjármálum ríkisins, eru þær, þegar alls er gætt, að útgjöldin verði samtals 158.5 milljarðar eða 20 milljörðum meira en fjárlög heim- ila í raun. Þetta er 14,5% hækkun. Tekjur sýnast verða 154,2 millj- arðar, 14,7 milljarðar umfram áætlun, hækkun 10,5%. Gjöld umfram tekjur nema því sennilega 4,3 milljörðum króna. Þegar tillit hefur verið tekið til breytinga á lánareikningi ríkissjóðs og út- gjalda umfram tekjur „verður enginn afgangur i árslok til greiðslna til Seðlabankans". Mat á stöðu ríkissjóðs bendir til rúmlega 400 m.kr. greiösluhalla. Líklegt er að skuld ríkissjóðs við Seðlabank- ann hækki um 5,8 milljarða króna. Þá gerði ráðherra í ítarlegu máli grein fyrir gjöldum og tekjum ríkissjóðs á líðandi ári. Fjárlagafrum- varpið, gjöld Gert er ráð fyrir í frumvarpinu að tekjur ríkissjóðs verði 206,7 milljarðar og gjöld 198,5 milljarð- ar. Tekjur umfram gjöld 8,2 milljarðar. Greiðsluafgangur er áætlaður, skv. frv., 3,9 milljaðrar. Afborganir af lánum ríkissjóðs verða samtals rúmir 7 milljarðar króna, þar af 5,4 milljarðar til greiðslu erlendra skulda. Gjöld frumvarpsins eru miðuð við verðlag í lok árs 1978. Launakostnaður skv. frv. er 54.186 m.kr. Önnur rekstrargjöld eru áætluð 14.147 m. kr. (sem er 53% hærri tala en í fjárlögum ’78). Útgjöld vegna viðhalds 5.298 m.kr. Vaxtagreiðslur af almenn- um lánum 6.946 m.kr., sem er 104.6% hærri fjárhæð en í fjárlög- um yfirstandandi árs. Framlög til almannatrygginga verða í heild 18.003. m.kr., hækka um 14.118 m.kr. eða 41,7%. Þau verða 24,2% ríkisútgjalda, en bótahækkanir fylgja kauptöxtum. Niðurgreiðslur á vöruverði eru sem fyrr segir 18.037 m.kr. Útflutningsbætur landbúnaðar eru áætlaðar 4.500 m.kr., auk 537 m.kr. vegna útfl.bóta líðandi árs. Fram- Tómas Árnason fjármálaráð- herra flytur fjárlagaræðu sína sl. þriðjudag. • „Hœttusigling framundarí‘ >»: yEnginn val- kostur annar en að ná verð- bólgunni nið- ur ,JDraga verður úr sjálfvirkum verðbólgugangi vísitölukerfisu „Allsherjar þátttaka þjóðarinnar eðlilegu ífram- haldi af bráða- birgðalögum yrAn mótað- gerða vex verð- bólgan veru- lega meir en nú eru og verð- ur lítt viðráð- anleg kvæmdaframlög skv. frv. nema alls 36,8 milljörðum króna (þeirri meginstefnu er fylgt í frv. að framkvæmdaframlög verði hin sömu að krónutölu 1979 og 1978 nema lög og samningar kveði á um annað). Undantekning er þó fram- lag til vegagerðar. Framlög til fjárfestingarsjóða og lána- greiðslna eru áætluð 16.780 m.kr. (hækkun 43,7%). Fjárlög til fjár- festingar sjóða hækka þó minna, vegna 10% niðurskurðar. Tekjuáætlun — Skattahækkunl Innheimtar tekjur ríkissjóðs 1979 eru áætlaðar 206,7 milljarðar króna (154,2 í ár). Tekjuaukning 52.5 milljarðar frá áætlaðri niður- stöðu í ár og 67,2 milljörðum frá fjárlögum 1978 eða 48%. Þessi hækkun veldur því að tekjur ríkissjóðs sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu verður 31 til 32% 1979 (28,5% 1978). Innheimtur eignaskattur, að meðtöldum eignaskattsauka, hækkar úr 2,3 milljörðum í ár í nær 4,3 milljarða 1979, eða um 81% (ál. skattur um 34%). Inn- heimtur tekjuskattur einstaklinga hækkar ú 13 milljörðum í ár í nær 23.6 milljarða 1979 eða um 81% (skattlagning skv. bráðabr.lögum meðtalin). Álagður tekjuskattur hækkar nokkru minna eða 77%, skv. frv. Ákvörðun skattvísitölu, sem er í frv. 143, hefur að sjálfsögðu áhrif á endanlega þróun tekjúskattsaukningarinnar. Inn- heimtur tekjuskattur félaga hækkar úr 3,8 milljörðum 1978 í 6 milljarða 1979 eða um 59% (álagn- ing um 30%). Ljóst er því að hlutdeild beinna skatta í tekjuöfl- un ríkissjóðs hækkar á næsta ári. I gildandi fjárlögum eru beinir skattar 18,2% af heildartekjum ríkissjóðs. Skv. frv. verður hlut- deild beinna skatta 22,1%. Hlutur óbeinna skatta verður hins vegar 76,4% í heildartekjum ríkissjóðs. Síðan vék ráðherra í löngu máli að fjárfestingarstjórn og lánsfjár- áætlun, er hér verður hlaupið yfir, sökum þrengsla í blaðinu. Þó verður að geta þess að í þeim hluta ræðu sinnar fjallaði hann um magnminnkun framkvæmda ríkis- ins 1979, sem áætluð er 12% frá líðandi ári. Ennfremur, að í orðum ráðherra um aðhald í ríkisrekstr- inum kom fram, að útgjöld fjög- urra gjaldaliða frv., þ.e. trygging- armála (51,1 milljarður), fræðslu- mála (28,5 milljarðar), heilbrigðis- mála (15,2 milljarðar) og lögreglu- mála (10,5 milljarðar) nema meira en helmingi fjárlagaútgjalda, skv. frv. — Ráðherra sagði að hann áliti að möguleikar væru á frekari sparnaði í ríkisbúskapnum, bæði að því er snertir einstakar ríkis- stofnanir og stóra málaflokka. Nauðsyn væri á uppskurði sums staðar í ríkiskerfinu. Þá sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra, að hann teldi eðlilegt að athuga, „hvern veg bæta má úr hnökrum sem kunna að vera á bráðabirgðalögunum", „sérstaklega varðandi eignaskatts- aukann“. T.d. mætti létta skatta- byrðina þann veg, hjá tilteknum hópum, að þeir nytu 50% hærri skattfrelsismarka. Þá ættu allir ellilífeyrisþegar að sleppa, sem ekki byggju í óhóflega stóru húsnæði. — Ráðherra ræddi í löngu máli ýmsa þætti skatta- reglna og tekjuöflunarleiða, skattasamanburð við önnur lönd, hert skattaeftirlit, tollamál, vöru- gjald o.fl., sem hér verður ekki nánar rakið. Brakar í undirslöðum efnahagslífsins Ráðherra vék í niðurlagi ræðu sinnar að launamálum opinberra starfsmanna. Hann sagði ríkis- stjórnina hafa óskað eftir því að samningar þeirra yrðu framlengd- ir til ársloka 1979 og að fallið yrði frá grunnkaupshækkunum sem taka ættu gildi á næsta ári. Jafnframt þessu hafi verið skipuð nefnd til að endurskoða samnings- rétt opinberra starfsmanna, m.a. tímalengd samninga og hugsan- lega niðurfellingu kjaranefndar. I lokaorðum ráðherra kom fram að þjóðartekjur á þessu ári verða 540 milljarðar króna og út- flutningur vöru og þjónustu 240 milljarðar. En staða atvinnuveg- anna er mjög þröng, sagði hann. Lítið má út af bera. Rekstrartruflanir og jafnvel rekstrarstöðvanir geta verið framundan, ef varúðar verður ekki gætt. „Það brakar í vissum undir- stöðum efnahagslífsins og hættu- sigling er framundan. Ef ekki er höfð aðgát gæti verðbólgan vaxið verulega frá því sem nú er. Við eigum því enga valkosti og verðum einfaldlega að ná verðbólgunni niður, ella stöndum við frammi fyrir versnandi lífskjörum og ótryggri atvinnu. En það getur verið erfið leið frá 50% verðbólgu niður í 10%. Það verður að gera mikið og samræmt átak til þess að ná verðbólgunni niður." Ráðherra sagði að með fyrstu aðgerðum ríkisstjórnarinnar hefðu verið lagðir verulegir eigna- skattar á einstaklinga og enn hærri á fyrirtæki. Lagður hefði verið sérstakur skattur á hærri tekjur. Þá hefðu skattar á at- vinnurekstur verið verulega þyngdir. ígildi þessara skatta „verður framlengt í einu eða öðru formi“. Þeim fjármunum hefur verið varið til að halda verðbólg- unni niðri. „Eðlilegt er,“ sagði ráðherra, „að í framhaldi af þessum aðgerðum komi til allsherjarþátttaka þjóðar- innar í baráttu gegn verðbólg- unni.“ „Draga verður úr sjálf- virkum verðbólgugangi vísitölukerfisins .../ a.m.k. að gefa svigrúm um sinn til þess að fóta sig í stöðunni. Ennfremur verður að afgreiða fjárlögin með þeim hætti, að þau hemli hraða verðbólgunnar, en slíkt gerist ckki nema þau verði afgreidd með ríflegum rekstrar og greiðsluafgangi." incmiÞinGifliÞ niÞinGiniÞinci

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.