Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 Talsmenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í verkalýðshreyfingu: Ætla þeir að verja „kauprán" 1. d esember ? Hér fer á eftir í heild ræða sú, sem Matthías Á. Mathie- sén, fyrrverandi fjármála- ráðherra flutti við 1. um- ræðu fjárlaga á Alþingi í fyrradagi Það kemur betur í ljós með hverjum deginum sem líöur, að bráðabirgðaráðstafanir ríkis- stjórnarinnar hafa engan vanda leyst, þvert á móti stóraukið hann eins og við sjálfstæðismenn bent- um á þegar við setningu bráða- birgðalaganna \ september. Síðan ríkisstj. tók við hefur ekki verið gripið til neinna þeirra aðgerða, sem gætu ráðið bót á vandamál- unum. Við stöndum nú frammi fyrir svipaðri verðhólguþróun og í tíð vinstri stjórnarinnar 1971 — 1974 og verði ekkert að gert nú á næstunni virðist stefna á hærra verðbólgustig á næsta ári en áður hefur þekkst hér á landi. Fyrirsjáanlegur halli Samfara þessu eru ríkisfjármál- in 1978 afgreidd með halla og er sá halli bein og ótvíræð afleiðing ráðstafana ríkisstj. frá í septem- ber. Með fjárlagafrv. því sem hér er til umr., sýnist ekki ætlunin að leysa á árinu 1979 nema síður sé, þann hluta efnahagsvandans, sem velt var yfir á ríkissjóð með septemberaðgerðunum og því aft- ur stefnt í hallarekstur hjá ríkissjóði. I tíð fyrrv. ríkisstjórnar hafði tekist að koma á jöfnuði í ríkisfjármálunum, eftir verðbólgu- áhrif vinstri stjórnarinnar, eins og fram kom í þeirri endurskoðuðu áætlun ríkisfjármálanna 1978, sem gerð var á miðju þessu ári og alþm. hafa fengið í hendur og niðurstöðu ársins 1976. Áhrif AlÞýöubandalags Allur aðdragandi, svo og mynd- un núverandi ríkisstjórnar var með þeim hætti, að áhrifa Alþýðu- bandalagsins gætti þar mest og úrræðin sem gripið var til ein- kennast af stefnumörkun Alþýðu- bandalagsmanna í efnahagsmál- um. Áhrifa flokks forsætisráðherra gætti að vísu að nokkru leyti, en segja má að honum hafi verið rétt stjórnarforystan upp í hendurnar, þegar Alþýðubandalagið hafði beygt Alþýðuflokkinn svo kyrfi- lega, að ekkert stóð eftir af hinum fögru kosningaloforðum, ekki einu sinni siðbótin og gengið hafði verið framhjá öllum 10 punktunum í efnahagsstefnu Alþýðuflokksins. Lúðvík Jósepsson, 1. þm. Aust- url., kunni vel til verka sinna, enda þrautreyndur, hafði áður mótað efnahagsstefnu tveggja vinstri stjórna 1956—1958 og 1971-1974. Þær voru að vísu ekki langlífar, en það tókst samt að ná fram ætlun þeirra Lúðvíks og félaga, að setja íslenskt efnahagslíf úr skorðum. Lúðvík Jósepsson munaði því ekkert um að móta efnahagsstefnu þriðju vinstri stjórnarinnar og árangurinn lætur nú ekki á sér standa. Reyndar taldi hann sér hag- stæðara að eyða ekki tíma sínum í það að veita einhverju ráðuneyti forstöðu, heldur leitaði fyrir- mynda um stöðu sína erlendis og gegnir nú yfirráðherrastörfum án stjórnardeildar. Það er hins vegar allrar athygli vert, hvernig 1. þm. Austurl. tókst að leggja hin pólitísku net sín og hvernig hann leikur á 'metorðagirnd manna. Honum var og ljóst vegna nýrrar reynslu flokks hans í borgarstjórn Reykjavíkur, að kosningaloforð settu menn ekki fyrir sig og sviku þau ef valdaað- staða var í boði. Hann vissi, að Alþýðuflokksmenn í vímu kosn- ingasigurs hefðu að leiðarljósi afsökun, sem kunnur Alþýðu- flokksmaður í Hafnarfirði notaði einu sinni er hann afsakaði svik gefinna kosningaloforða og sagði orðrétt: „Það er sitt hvað, hvað skrifað er og skrafað fyrir kosningar en framkvæmt er eftir kosningar." Þannig framkallaði Lúðvík Jósepsson hjá sigurvegurum kosn- inganna etn mestu kosningasvik síðari ára. Viðskilnaður vinstri stjórna Víðskilnaður vinstri stjórnanna er öllum kunnur og óþarft að eyða að því mörgum orðum. Þó verður að minna á þeirra eigin orð, en ríkissjóðs sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu 0.5%. Árið 1974 reynd- ist hann hins vegar 2.4% sbr. sömu viðmiðun. í tölum talað hefði rekstrarhallinn þurft að vera 2.6 milljörðum lægri en hann varð til þess að halda hlutfallinu frá 1971. Árið 1971 voru ríkisútgjöldin 24.9% af þjóðarframleiðslunni en höfðu hækkað í 29.6% 1974. Til þess að halda sama hlutfalli 1974 og var 1971 hefðu ríkisútgjöldin því þurft að vera 6.4 milljörðum lægri. Þessar tölur tala sínu máli og sýna glöggt þróun efnahagsmála, svo og ríkisfjármálanna og eru skólabókardæmi um hvernig til tekst, þegar vinstri stjórnir sitja að völdum. Verkefni fyrri stjórnar Af því sem hér hefur verið sagt. má sjá hvert verkefni fyrrverandi ríkisstjórn fékk í hendur til úrlausnar á sviði efnahags- og fjármála, að ógleymdiim öðrum þýðingarmiklum verkefnum, sem tengdust öryggis- og varnarmál- um, svo og landhelgismálið. Hin ríkisumsvifin og áformað, að ríkisútgjöldin sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hækki um tæp 4% eða yfir 30 milljarða kr. Frv. mun því auka enn þá verðbólgu, sem við búum við. Þá ber þetta fjárlagafrv. þess merki, að við völd situr ríkisstj., sem hefur enga fastmótaða stefnu í efnahags- og ríkisfjármálum. Þá er það óvenjulegt við þetta fjár- lagafrv., að stjórnarflokkarnir eru alls ekki á einu máli um það, hver skuli verða endanleg niðurstaða frv. Að sjálfsögðu hefur það gerst oft áöur, að þingmenn greini á um afstöðu til einstakra atriöa í fjárlagafrv., en ég held, að fullyrða megi, að aldrei hafi frv. verið lagt fram með jafnmiklum fyrirvörum og þetta. Væri slíkt fyrirvara- fargan skiljanlegra sem aðdrag- andi að stjórnarslitum. Nú er því ekki að heilsa að ríkistj. sé að búa sig undir að biðjast lausnar. Þvert á móti er hún nýmynduð að undangengnum löngum samninga- viðræðum og á grundvelli sam- starfsyfirlýsingar í fjölmörgum liðum um flesta þætti þjóðmála og ekki síst um efnahagsmál. Af ágreiningnum um fjárlagafrv. verður helst ráðið að þessar samningaviðraeður hafi snúist um allt annað en lausn aðsteðjandi vanda. Þar hafi menn setið og rökrætt en látið óskhyggjuna ráða ferðinni. I aths. við frv. kemur fram. að ætlun hæstv. ríkisstj. er að vinna upp þann halla, sem verður á ríkissjóði á þessu ári og jafnframt tryggja hallalausan ríkisbúskap á næsta ári. Sá halli er augljóslega verður á ríkissjóði á þessu ári er afleiðing ráðstafana ríkisstj. frá því í septembermánuði s.l. eins og fram hefur verið tekið og mun hann néma samkvæmt áætlun Fjárlaga- og hagsýslustofnunar um 500 millj. kr. Er þá ekki gert ráð fyrir að greiddar verði um- Spurði Matthías Á. Mathiesen við 1. umræðu fjárlaga í fyrradag þáv. forsætisráðherra Hermann Jónasson sagði hér á Alþingi, er ríkisstj. hans sagði af sér í desembermánuði 1958: „Boðaði ég þá ráðherrafund að morgni laugardags 29. nóv., en þar náðist ekki samkomulag um stuðn- ing við frv. Af þessu leiddi, að hin nýja kaupgreiðsluvísitala kom til framkvæmda um mánaðamótin, og ný verðbólgualda er þar með skollin yfir." I frv. ríkisstj. Ólafs Jóhannes- sonar er lagt var fyrir Alþingi á útmánuðum 1974 segir: „Hér er um svo mikla hækkun að ræða, að ný og kröpp verðbólgu- alda hlýtur að rísa í kjölfarið, auk þess sem kauphækkun einstakra hópa launþega umfram ákvæði rammasamningsins magnar óhjá- kvæmilega togstreitu og launa- kapphlaup stétta á milli á næstu mánuöum og misserum." Það verðuF hins vegar ekki um það deilt, að tímabil viðreisnar- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins 1959—1971 er árangursríkasti áratugur í bætt- um lífskjörum og stöðugleika efnahagslífs á íslandi. Vissulega átti sú stjórn við mikla erfiöleika aö etja. Viö vandamálunum var hins vegar brugöist og á árinu 1971, þegar vinstri stjórnin tók við völdum, var verðbólgan innan við 10%. Þegar hins vegar vinstri stjórn- in lét af völdum 1974 var verðbólg- an á því ári 54% frá upphafi til loka árs. Hér eru engin tök á að gera samanburð svo neinu nemi á þjóðarbúskapnum ílok viðreisnar- tímabilsins 1971 og við uppgjöf vinstri stjórnarinnar 1974. Sá samanburður yrði vinstri stjórn- inni sannarlega óhagstæður í öllum greinum. Aðeins skulu tvö mikilsverð atriði nefnd. Árið 1971 var rekstrarhalli öra verðbólguþróun sem átt hafði sér stað árin á undan, svo og versnandi viðskiptakjör árin 1974 og 1975 leiddu til þess að ekki gafst svigrúm til að snúa af þessari braut fyrr en komið var fram á árið 1976, en þá rofaði til og úr verðbólgunni tókst að draga og rekstrrarafkoma ríkissjóðs varð hagstæð. Áfram hélt þessi þróun fram á mitt s.l. ár og verðbólgustigið komið niður í 26%, en þá skipti um því miður. Geröir voru samningar á vinnu- markaðinum, sem með engu móti gátu rúmast innan afkomu þjóðar- búsins. Þá var enn fremur samið um vísitölukerfi, sem mældi í enn ríkara mæli verðlagshækkanir og magnaði þar með kapphlaup verð- lags og kaupgjalds. Þá var ljóst, að ekki varð fram hjá opinberum starfsmönnum gengið með launahækkanir og leiðréttingu og má rekja m.a. lakari stöðu ríkissjóðs á s.l. ári til aukinna útgjalda vegna þessara launahækkana. Ríkisstj. var ásökuð fyrir að bregðast ekki rétt við, svo og að taka þátt í lausn þeirrar deilu, sem þá var milli aðila vinnu- markaðarins með beinum að- gerðum. Það verður ekki gert af sanngirni í sama orðinu og hún er gagnrýnd fyrir sambandsleysi við aðila vinnumarkaðarins. Við 1. umr. fjárlaga fyrir 1978 gerði ég að umtalsefni stöðu efnahags- og ríkisfjármálanna. Þá var öllum Ijóst, að grípa yrði til svokallaðra „óvinsælla aðgerða" til þess að ekki glataðist það sem þá hafði áunnist og hægt væri að halda áfram á þeirri braut, sem þjóðarbúskapurinn var kominn á fyrri hluta s.I. árs. Takmörkun vísitölubóta í febrúarmánuði s.l. voru lagðar fram af hálfu ríkisstj. tillögur um takmarkáðar vísitölubætur, sem var ætlað að tryggja kaupmátt þeirra lægst launuðu í þjóðfélag- inu. Með þessum ráðstöfunum var gert ráð fyrir verðbólgustigi í lok ársins milli 35—40%. Þá var því lýst yfir af hálfu ríkisstj., að hún myndi beita sér fyrir viðræðum við aðila vinnumarkaðarins um breyttan vísitölugrundvöll. Forsrh. Geir Hallgrímsson gerði þjóðinni grein fyrir stöðu þessara mála og lagði tillögurnar fram og kom ekki til álita aö fresta slíku fram yfir kosningar. Fölsun vísi- tölu, fölsun kaupmáttar voru ekki tillögur fyrrv. ríkisstj., vandanum var heldur ekki velt yfir á ríkissjóð, sem hefði leitt til aukinnar skattheimtu eða skulda- stöfnunar. Tillögur þessar fengu óblíðar viðtökur. — Kauprán —samnings- rof — voru orð, sem óspart voru notuð, þá fannst mönnum það mögulegt að skipta kökunni þann- ig að allir fengju allt sem þeir vildu, og þeir hinir sömu boðuðu samningana í gildi. Til að tryggja enn betur hlut þeirra lægst launuðu var þessum tillögum breytt í maí s.l. Afram var talað um kauprán og samningsrof af hálfu óábyrgrar stjórnarandstöðu enda kosningar að nálgast. Málflutningur þáverandi stjórnarandstöðu leiddi til þeirrar niðurstöðu, sem við blasir í dag. Vinstri stjórn með hefðbundnum efnahagsúrræðum vinstriaflanna, sem fært hefur okkur 20 ár aftur í tímann hvað snertir stjórn efna- hagsmála, er endurspeglast m.a. í aukinni ríkisforsjá eins og fjár- lagafrv. þetta ber með sér. 65% hækkun Niðurstöðutölur þess fjárlaga- frv., sem hér er til umr., hækka um rúmlega 65% frá síðasta fjárlaga- frv. eða töluvert meira en svarar til verðbólgunnar, en vöxtur henn- ar verður milli 40—50% á þessu ári. Þá er gert ráð fyrir að auka samdar afborganir til Seðlabank- ans að fjárhæð 3,4 milljarðar kr. því er frv. látið sýna greiðsluaf- gang, að fjárhæð 4 milljörðum kr. og til þess að mæta þannig fjárvöntun ársins í ár. Furðulegur talnaleikur Að óathuguðu máli gæti mönn- um virst sem þessi markmið næðust en við nánari athugun kemur allt annað í ljós. Veigamikl- ir útgjaldaliðir eru vanmetnir, ýmsum mikilvægum atriðum hreinlega sleppt og enn fremur farið í furðulegan talnaleik til að reyna að sýna þann rekstrar- og greiðsluafgang, sem látinn er koma fram í þessu frv. Skal nú vikið nánar að þeim atriðum, sem ég tel vera vanmetin í þessu frv. í fyrsta lagi eru verðlagsfor- sendur frv. miðaðar við desember- mánuð n.k. og gert ráð fyrir hækkun verðbótavísitölunnar um 10%. Samkvæmt upplýsingum sem nú liggja fyrir, má ætla að verðbótavísitalan 1. des. hækki um 14% en ekki 10% eins og frv. gerir ráð fyrir þannig að verðlags- og launaforsendur þess eru rangar. Ef ekki er gert ráð fyrir launahækkunum sem þessu nemur, en verðlagsforsendum frumvarpsins haldið, þá mun ríkissjóður þurfa að auka útgjöld vegna niðurgreiðslna á næsta ári um að minnsta kosti 5.2 milljarða. í öðru lagi vantar 2.8 milljarða kr. til viðbótar þeirri fjárhæð, sem frv. gerir ráð fyrir til niður- greiðslna, ef halda á því niður- greiðslustigi sem efnahagsráð- stafanir frá því í september- mánuði gera ráð fyrir. I þriðja lagi er ekki reiknað með umsömdum launahækkunum til handa opinberum starfsmönnum hinn 1. apríl n.k., sem auka útgjöld til launa og tryggingamála um 2 milljarða kr. Hér er sennilega verið að taka tillit til þess sem fram kemur í stjórnarsáttmálan-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.