Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 33 um um breytingar á samningsrétti opinberra starfsmanna gegn því að fallið verði frá þeirri áfanga- hækkun, sem núverandi samningar gera ráð fyrir. Þrátt fyrir nefndarskipun hefur ekki enn þá heyrst, að samkomulag sé í vændum í máli þessu eða hvort slíkt samkomulag muni ekki leiða til annars konar útgjalda hjá ríkissjóði í fjórða lagi hafa framlög úr ríkissjóði til Byggðasjóðs samkv. lögum þar um verið hækkuð um 1.2 milljarða kr. Byggðasjóði er ætlað með lántöku að tryggja sér það ráðstöfunarfé sem lögin gera ráð fyrir að sé varið til hans úr ríkissjóði. Með þessum talnaleik er á pappírnum verið að lækka útgjöld ríkissjóðs og ná þannig hagstæðari útkomu á fjárlögun- unX-, Slík vinnubrögð eru gersamlega út í hött. Miklu karlmannlegra hefði verið fyrir fjármálaráðherr- ann að leggja til breytingu á lögunum um Byggðasjóð og láta það vera háð fjárlögum hverju sinni, hvert framlag ríkissjóðs væri. I fimmta lagi er vantalinn í útgjaldalið 1 milljarður kr., sem fjármálaráðherra hefur gert ráð fyrir, að fjárveitinganefnd muni ráðstafa. Er þetta atriði eitt Tjósasta dæmið um þann talnaleik, sem notaður er varðandi fjöl- marga þætti frv. Þegar tekið hefur verið tillit til allra þessara atriða sem að framan greinir hækka útgjaldalið- ir frv. um a.m.k. 12.2 milljarða kr., þannig að áætlaður rekstraraf- gangur verður ekki 8.2 milljarðar heldur rekstrarhalli, sem nemur um 4 milljörðum kr., og greiðsluaf- gangur, sem sýndur er 4 milljarð- ar, verður greiðsluhalli, sem nem- ur 8 milljörðum kr. Þá eru ótalin loforðaútgjöld, sem eintakir stjórnarflokkar virðast ganga með upp á vasann, sem nemur milljörð- um sbr. yfirlýsingu þingmanna Alþýðubandalagsins. Að öðru leyti en að framan greinir eru launagreiðslur frv. samkv. þeim samningum, sem í gildi eru. Gert er ráð fyrir að lækka yfirvinnu og álagsgreiðslur hjá Ríkisspítölunum um 270 millj. kr. og hjá löggæslunni um 125 millj. kr. Þá er gert ráð fyrir lækkun launagjalda í grunnskól- um um 150 millj. kr. Við fjárlagagerð ársins 1978 var stofnunum ríkisins gefin fyrir- mæli um að skipta launaútgjöld- um eftir efnisþáttum, til þess að hægt yrði að skapa aukið eftirlit með launaútgjöldum ríkissjóðs. Var stofnunum gert að skila greinargerð þar að lútandi mánað- arlega og í maílok þessa árs gerður samanburður á áætlunum og útgjöldum. Með þessu fyrirkomu- lagi sem framhaldi af því út- gjaldaeftirliti, sem komið var á í fjármálaráðuneytinu í upphafi árs 1976, skapaðist grundvöllur til ákvarðanatöku um þær útgjalda- lækkanir, sem að framan greinir. Að mínum dómi ber brýna nauð- syn til að fylgja þessum verklags- reglum eftir og skapa þar með aukið aðhald og betri vitneskju um launaútgjöld ríkisins. Rekstrargjöldin hækka umfram almenna verðlagshækkun um 25% eða 1 milljarð kr. Þetta er eflaust í anda þeirrar yfirlýsingar eða hitt þó heldur sem fram kemur í einum af fyrirvörum, að lögð skuli sérstök áhersla á stóraukið aðhald í ríkisbúskapnum, og stefnt að því að lækka rekstrarkostnað um 1 milljarð kr. Sú mikla hækkun vaxtakostnað- ar, sem fram kemur, má m.a. rekja til vanáætlunar á fjárlögum yfir- standandi árs, vegna greiðsluhalla þessa árs, svo og vegna þess að ríkissjóði tekst ekki að greiða umsamdar afborganir við Seðla- bankann skv. fjárlögum 1978. Hækkun niðurgreiðslna um 164% eða rúma/11 milljarða kr. má að mestu leyti rekja til efnahagsráðstafana núverandi ríkisstj. Væri þessi liður rétt áætlaður eins og bent hefur verið á, ætti hann hækka a.m.k. um 19 millj. kr., eða um 282% en ekki 164%. Útflutningsuppbætur hækka um 80% eða 2.4 milljarða kr. og eru því 300 milljarðar kr. vegna eftirstöðva verðjöfnunargjalds bænda, sem ríkisstj. ákvað að ríkissjóður tæki á sig umfram þá 10% hámarksreglu, sem nú er lögbundin. Hér er vissulega við mikið vandamál að glíma og ýmsar hugmyndir hafa komið fram um breytingar þar að lút- andi, sem í senn geti tryggt jafnvægi milli framleiðslugreina, grundvallarverð til bænda og verið hvati til að selja landbúnaðaraf- urðir til útflutnings, jafnan á hæstu verði. Fylgt er þeirri stefnu í fjárlaga- frv. varðandi opinberar fram- kvæmdir að til þeirra er ætluð sama fjárhæð og á yfirstandandi ári að framlögum til vegamála undanskildum. Með þessu á sér stað nokkur magnminnkun verk- legra framkvæmda, en telja verður eðlilegt að ríkið dragi nokkuð saman framkvæmdir við núver- andi aðstæður. Tekjuhlið frv. ber með sér að mörg veigamikil atriði eru enn óútkljáð hjá stjórnarflokkunum. Eitt er þó ljóst, að hlutur beinna skatta.í tekjuöflun ríkissjóðs er stóraukinn á næsta ári. Gert er ráð fyrir, að hlutfallið hækki úr 18.2% í 22-23% og má búast við að tekjuskattsinnheimtan á næsta ári geti hækkað um allt að 100% frá árinu í ár, ef koma á saman hallalausum fjárlögum. Skattbyrði. einstaklinga af tekjum greiðsluárs hækkar um 20—30%. Verður fylgst sérstaklega með afstöðu þeirra alþm., sem afnema vilja beina skatta úr tekjuöflun ríkis- sjóðs. Hvaö ætlar ríkis- stjórnin aö gera Af því sem hér hefur verið rakið að framan er naumast ógerlegt að gera sér fulla grein fyrir hvert stefnir í fjármálum ríkissjóðs á næsta ári. Eitt er þó ljóst, að þeim höfuðmarkmiðum, sem ríkisstj. hyggst ná fram, þ.e. hallalausum ríkisbúskap, verður ekki náð með þessu frv. Umr. um fjárlagafrv. á þessu stigi eru næsta marklitlar. Þingmenn hefðu þurft að fá upplýsingar um efnahagsstefnu ríkisstj. í heild til þess að þeir geti tekið afstöðu til afgreiðslu ein- stakra Hða í fjárlögum. Hvað ætlar ríkisstj. að gera í gengismál- um? Hefur hún ákveðið að láta gengið síga áfram? Hvað með stefnuna varðandi lántökur er- lendis? I samstarfsyfirlýsingu ríkisstj. segir, að stefnt skuli að jöfnuði í viðskiptum við útlönd á árinu 1979 og dregið úr erlendum lántökum. Hverju geta menn treyst í þessu efni, þegar gripið hefur verið til þess ráðs á síðustu vikum að heimila sveitarfélögum að taka erlend lán til að standa undir rekstrarkostnaði? Hvað um stefnuna í vaxtamálum? Þing- menn eins stjórnarflokkanna flytja frv. til laga, sem stangast á við sjónarmið hinna tveggja flokk- anna. Hvenær tekur ríkisstj. af skarið í þessu efni? Hvaða ráðstaf- anir á að gera vegna fyrirsjáan- legra kauphækkana 1. des. n.k.? Ætlar ríkisstjórn Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks að éta ofan í sig öll stóryrðin, sem talsmenn þessara flokka höfðu um efna- hagsaðgerðir fyrrv. rríkisstj. í febrúar? Ekki verður annað séð en helstu talsmenn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks innan verkalýðs- hreyfingarinnar séu farnir að búa sig undir að verja það, sem þeir kölluðu „kauprán" fyrr á þessu ári og í kosningabaráttunni. Hvernig ætlar ríkisstj. að standa að endurskoðun vísitölunnar? Hver er stefna hennar í því máli? Viöhorf sjálfstæðismanna Ég vil að lokum leyfa mér að undirstrika viðhorf Sjálfstæðis- flokksins varðandi þau miklu vandamál sem nú steðja að. Sjálfstæðisflokkurinn telur rétt og nauðsynlegt að skrá gengi íslensku krónunnar samkv. verð- gildi hennar í aðalviðskiptalönd- um okkar. Sjálfstæðisflokkurinn telur óhjákvæmilegt að beita ítrasta aðhaldi um erlendar lántökur sbr. stefnu fyrrv. ríkisstjórnar í lán- tökumálum á þessu ári. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á jöfnuð í viðskipt- um við útlönd. Það er skoðun Sjálfstfl. að beita þurfi ströngu aðhaldi í peninga- málum og ná aftur jöfnuði í fjármálum ríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áherslu á auknar verðtrygg- ingar í lánamálum svo tryggðir verði fjármunir sparifjárei;geenda og minnir á þá einföldu staðreynd, að aukinn sparnaður er forsenda nýrra framkvæmda. Að lokum vil ég minna á yfirlýsingu fyrri ríkisstj. um nauðsyn þess að draga ú'r víxl- hækkun kaupgjalds og verðlags og endurskoðun núgild. vísitölu og hefur skoðun sjálfstæðismanna í engu breyst enda þótt flokkurinn hafi skipt um hlutverk í íslenskum stjórnmálum. Ég hef hér áður í ræðu minni vissulega dregið upp dapurlega mynd, sem hver maður getur raunar séð fyrir sér við lestur þessa fjárlagafrv. Hún er þeim mun hörmulegri þegar haft er í huga að þörf er á raunsæi og hugrekki til að takast á við vandann. Þess í stað má horfa á stjórnarflokkana verja tíma sínum og Alþ. í innbyrðis áflog. Við verðum að vona lands og þjóðar vegna, að betur fari en nú horfir. Nýtt jólakort f rá Ásgrímssaf ni Jólakort Asgrímssafns á þessu ári er prentað eftir olíumálverkinu Hafnarfjörður í skammdegissól. Myndin er máluð um 1929, og þykir eitt af öndvegis olíumálverkum Asgrímssafns, en Ásgrímur Jónsson málaði töluvert á þessum slóðum kringum 1930. Hafnarfjörður í skammdegissól. Olíumynd máluð um 1929. Kortið er í sömu stærð og hin fyrri listaverkakort safnsins, með íslenzkum, dönskum og enskum texta á bakhlið, ásamt ljósmynd af listamanninum við vinnu. Offsetprentsmiðjan Grafik sá um prentun þessa korts, og er það í fyrsta sinn sem listaverkakort frá Asgrímssafni er offsetprentað. Eiríkur Smith listmálari valdi myndina til prentunar, en hann hefur verið ráðunautur Ásgríms- safns frá fyrstu tíð í sambandi við val á myndum til kortagerðar. Eins og undanfarin ár hefst sala jólakortanna snemma til hægðar- auka fyrir þá sem langt þurfa að senda jóla— og nýárskveðju, en þessar litlu eftirprentanir af verkum Ásgríms Jónssonar má telja góða landkynningu. Ennþá eru fáanleg hin ýmsu kort sem safnið hefur látið prenta undan- farin ár. Ágóði af kortasölunni er notaður til viðhalds listaverkum safnsins. Listaverkakortin eru aðeins til sölu í Ásgrímssafni, Bergstaða- stræti 74 á opnunardögum, og í verzlun Rammagerðarinnar í Hafnarstræti 17. Ásgrímssafn er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30-4. Þá skiptum við — Guðmundur Kr. Sigurðsson við stjórnvöl- inn. Brldge Umsjón. ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Kópavogs S.l. fimmtudag 9. nóvember var spiluð 4. umferð í hrað- sveitakeppni Bridgefélags Kópavogs. Besta árangri kvöldsins náðu þessar sveitir: stig Vilhjálmur Vilhjálmss. 643 Friðjón Margeirsson 600 Sigríður Rögnvaldsd. 598 Grímur Thorarensen 589 Fyrir síðustu umferð er röð efstu sveita: Ármann 2566 Vilhjálmur 2450 Böðvar 2407 Grímur . 2349 Síðasta umferð verður spiluð fimmtudaginn 16. nóvember kl. 8.00 að Hamraborg 11. Barðstrend- ingafélagið íReykjavík Úrslit í annarri umferð hrað- sveitakeppninnar, 5 efstu voru þessir: Sveit stig Ragnars Þorsteinss. 1199 Helga Einarss. 1167 Hauks Heiðdals 1112 Gunnlaugs Þorsteinss. 1105 Kristins Óskarss. 1093

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.