Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 Flokksráðsfirndur Sjálfstæóisflokksins: Kosinn verði f or- maður miðstjórn- ar í stað ritara Skýringar á fyrirvara Ingu J. Þórðardóttur og Jóns Magnússonar á nef ndaráliti IIÉR FARA á eftir skýringar þeirra Jóns Magnússonar og Ingu Jónu bórðardóttur við álit nefndar miðstjórnar og þingflokks til að kanna orsakir kosningaúrslitanna í byggða- og alþingiskosningunum 1978. Morgunblaðið hefur þegar virt álit meirihluta nefndarinnar, og þykir því rétt að gera einnig grein fyrir þeim sjónarmiðum er hér koma fram. Það var aðeins við lítinn hluta tillagna nefndarinnar sem ágreiningur var um. og vilja þau Jón og Inga Jóna, að í stað kafla III., 2.1. og 2.2. komi eftirfarandii 2. Skipulagsleg uppbygging. 2.1. Forystusveit flokksins Á landsfundi verði kjörnir formaður og varaformaður flokksins, sem jafnframt eiga sæti í miðstjórn hans. Auk þess séu kjörnir formaður og vara- formaður miðstjórnar. Verkefni formanns miðstjórn- ar verði að starfa að innri málefnum flokksins,- stjórna fundum miðstjórnar og skipu- leggja starf hennar. Taki formaður miðstjórnar aðalsæti á framboðslista flokks- ins við alþingis- og/eða bæjar- og sveitarstjórnarkosningar skal hann láta af formennsku en varaformaður taka við til næsta Landsfundar. Miðstjórn skal á hverjum tíma kjósa sér sérstaka fram- kvæmdastjórn svo og aðrar þær starfsnefndir sem hún telur nauðsynlegar til að efla star- fsemi flokksins, auk fastanefnda skv. skipulagsreglum. Framkvæmdastjórn mið- stjórnar skal skipuð 3 mönnum sem miðstjórn kýs auk for- manns og varaformanns mið- stjórnar. Framkvæmdastjórnin annast um undirbúning mið- stjórnarfunda og framkvæmd samþykkta miðstjórnar. 2.3. Nefndir 2.3.1. Orðist svo: Skipulags- nefnd í núverandi mynd verði lögð niður, en skipaðar verði tvær 5 manna nefndir. Skal önnur fjalla um áróðurs- og útbreiðslumál, en hin um skipu- J5Kv TIulÖG-UM fA€.t£lHUtTfl MrTNÍtfr'ÆtiMflO.. : 0 l< A\ -----_ X jí- íZlTPVLll ^wftrtjejÞiiífe.ft \/AlZAFctír«\ -»- L > ! i MíO^Taó^/j \ t l FRAMWrí:ML>fl37jí£A -^ wófiu«es- tíh. úT&.AtifötiícefwD s» FtPtOSLU -fcjfcf iJO lags- og fræðslumál flokksins. Miðstjórn skipi báðar þessar nefndir og tilnefni formann þeirra sérstaklega. 2.3.3. Orðist svo: Verkefni skipulags- og fræðslunefndar o.s.frv. Við bætist nýr liðurí 2.3.3. sem orðist svo: f. Annast um framkvæmd á skipulagsregl- um flokksins. Inga Jóna Þórðardóttir (sign.) Jón Magnússon (sign.) Greinargerð í dag er fámennisstjórn í flokknum. Æskilegt er að breikka forystu flokksins enda er það í samræmi við þær hugmyndir, sem sjálfstæðis- menn hafa sett fram um vald- dreifingu. Af þeim sökum m.a. teljum við heppilegt að skipan forystumála flokksins sé með þeim hætti sem hér er lýst en þar er gert ráð fyrir sérstökum formanni og varaformanni flokksins, sérstökum formanni og varaformanni miðstjórnar svo og sérstökum formanni og varaformanni þingflokksins. Það hefur lengi verið um það talað og reyndar almennt viður- kennt að á meðan formaður flokksins gegnir ráðherrastörf- um hafi hann lítinn tíma til að sinna almennu flokksstarfi. En það virðist einnig næsta aug- ljóst að leiðtogi stjórnarand- stöðu er einnig störfum hlaðinn og hefur takmarkaðan tíma til að vinna að flokksstarfinu. Okkar hugmyndir miða að því að formaður flokksins sé pólit- ískur foringi hans og stefnumót- andi sem slíkur. Pólitískt starf og stefnumótun hlýtur ávallt að verða sá burðarás sem að stjórnmálaflokkur byggist á. Þessvegna er eðlilegt að þetta sé verkefni formanns flokksins enda yrði hann um leið óum- deildur foringi flokksins. Verkefni formanns miðstjórn- ar eru á sviði innanflokksstarfs- ins og miða að eflingu þess. Sérstaklega er undirstrikað að Inga Jóna Þórðardóttir. Jón Magnusson. SKiPímiT roKYsrjfAyjjsTUÉ. FLoasiios S&. TÍLLÓÍkUrA rV\ifJ*/tHLu7fl MErJtíOACÍMrtC^ F0R.M_A€U£. vRi?AFoícN\fieL;e FOffNVflOUfc AflíesTJ. vecf^Foe^N -*• MfiLEFrJfl- UEriJDÍR F*ftrMV. stjdCpJ iKÍPULrt&S- 06. F£ÆD5LUWtfN0 RRööUCS Vief/JD f:hR*Wi\ fm 3l þessi maður eigi ekki að vera atvinnumaður í stjórnmálum sbr. það að hann láti af störfum ef hann tekur aðalsæti á fram- boðslista flokksins. Maður sem gegnir veigamikilli trúnaðar- stöðu á Alþingi eða í bæjar- og sveitarstjórnum hefur iðulegast lítinn tíma aflögu til að stjórna og skipuleggja hið almenna flokksstarf. Tillöggur meirihluta nefndar- innar um sérstaka fram- kvæmdastjórn eru tilkomnar vegna þess að miðstjórn hefur ekki skilað því hlutverki sem til er ætlast af henni. Við teljum hinsvegar eðlilegra til þess að fá fram aukið og betra starf hjá miðstjórn að yfir henni sé formaður sem hafi tíma til að sinna henni og virkja hana, en útilokum þó ekki að sérstök framkvæmdastjórn sé kosin af miðstjórn en teljum fráleitt að valdsvið slíkrar framkvæmda- stjórnar verði jafnvíðtækt og meirihluti nefndarinnar leggur til. Þá væri umað ræða yfir- nefnd sem stýrði bæði stjórn- málastarfi flokksins sem og öllu öðru flokksstarfi. Við teljum verulega hættu á þvi, að ef það skipulag yrði samþykkt, sem meirihluti nefndarinnar leggur til, að miðstjórn yrði jafn óvirk eða óvirkari en hún er nú, en framkvæmdastjórnin — yfir- nefndin tæki að meira eða minna leyti við hlutverki henn- ar. Nauðsynlegt er að benda á, að valdsvið ritara skv. tillögu meirihlutans er að verulegu leyti óskilgreint, en sem formað- ur framkvæmdastjórnar eru honum færð mun meiri völd í hendur, en sérstökum formanni miðstjórnar skv. tillögum okkar. Tillögur meirihlutans eru því líklegar til að auka miðstýringu og samþjöppun valdsins í flokki sem kennir sig við valddreif- ingu. Sigursteinn Guðmundsson héraðslæknir—Fimmtugur Sigursteinn Guðmundsson héraðslæknir á Blönduósi er fimmtugur í dag. Hann fæddist 16. nóvember 1928 í Hafnarfirði. Sonur hjónanna Guðmundar Valdimarssonar vélstjóra í Hafnarfirði og konu hans Sigur- línu Magnúsdóttur frá Hnjóti á Rauðasandi Árnasonar. Foreldrar Sigursteins bjuggu í Hafnarfirði og var faðir hans lengst af vélstjóri á togurum þaðan. Sigursteinn er því Hafn- firðingur. Hóf hann ungur nám í Verzlunarskóla íslands, en hvarf frá því og fór í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1950. Hóf hann síðan læknanám og lauk prófi í febrúar 1958. Á hans uppvaxtarárum var hinn mæti maður Bjarni Snæbjörnsson starfandi læknir í Hafnarfirði við mikinn orðstír. Sigursteinn varð svo lánsamur að kynnast honum og varð snemma sem læknanemi í þjónustu hans. Var það honum hollur skóli til uppörvunar og sjálfsnáms í hinum daglegu störf- um héraðslæknis, og telur það hafa orðið lán í lífinu. Er líða tók á námsárin dvaldi hann með Páli Kolka héraðslækni á Blönduósi er var mikilhæfur maður og fræðasjór. Síðan varð Sigursteinn aðstoðarlæknir Páls um árabii og kunni vel við sig á Blönduósi. Hófust þá kynni Sigur- steins Guðmundssonar við Hún- vetninga er urðu til þess að hann hefur unnið meðal þeirra sitt ævistarf. Sigursteinn Guðmundsson varð héraðslæknir á Patreksfirði 1961 og var þá kominn á sína ættarslóð. En í desember 1962 var hann skipaður héraðslæknir á Blönduósi og hefur gegnt því héraði síðan og um árabil Höfðahéraði, Skaga- strönd. Aðkoman var góð á Blönduósi, nýbyggt Héraðshæli, sem er sjúkrahús, elliheimili og var þar íbúð fyrir héraðslækni og aðstoðarlækni. Hafði þetta hús verið reist fyrir forgöngu Páls Kolka og annarra mætra Hún- vetninga. Vegakerfið gott um héraðið, með tveimur kauptúnum, blómlegum sveitum og tekjumikið. Hefur Sigursteinn læknir unað sér vel í Húnaþingi við góða hagi. Hann kvæntist 17. júní 1950 Brigitte Dórotheu Vilhelmsdóttur, þýskri konu frá Lúbeck, starf- samri konu, er samið hefur sig hér að þjóðlegum háttum. Talar vel málið og klæðist íslenskum bún- ingi við meiri háttar tækifæri. Fellur henni vel að búa meðal vor. Þau hjón hafa eignast þrjú börn, Matthias, Rósu og Guðmund, sem andaðist fulltiða. Sigursteinn Guðmundsson hefur alla tíð látið til sín taka um gengi Héraðshælisins, að það megi vera sem fullkomnust stofnun, til þjón- ustu fyrir héraðsbúa. Hefur í hans tíð verið reistur læknisbústaður á lóð hælisins og bygging elliheimil- is komin undir þar og viðbót við héraðshælið fyrirhuguð. Sigursteinn Guðmundsson er dagfarsprúður maður og vinsæll í héraði sínu. Hann hefur farið margar ferðir utan sér til fræðslu í læknislistinni. Pétur Þ. Ingjaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.