Morgunblaðið - 16.11.1978, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.11.1978, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 Jóhannes Sæmundsson: Jóhannes Sæmundsson skilningur ráðamanna á íþróttum og þjóðfélagslegu gildi íþrótta eigi eftir að aukast. Þrátt fyrir það, að Sigurði vaxi i agum það, sem hefur verið gert fyrir íþróttir, er stað- reyndin sú að á þessu sviði má einna helst bera okkur saman við vanþróuðustu lönd veraldar, þrátt fyrir sýnilega velmegun þjóðar- innar undanfarin ár. Ef það er yfirlýst stefna stjórn- valda, að afreksíþróttir eigi ekki rétt á sér, þá þarf þaö að koma fram. Frá mínum bæjardyrum séð, er vandinn einkum sá, að í dag er stór hópur karla og kvenna, sem stundar siína íþrótt meö þátttöku í afreksíþróttakeppni í huga. Þetta fólk leggur mikið á sig og áhuga- mál þess kostar þau mikla peninga og tíma. En öll aðstaða, bæði hjá íþrótta- hreyfingunni, sérsamböndum og félögum er svo bágborin að í flestum tilvikum er ekki unnt að Iþróttaiðkun landsmanna Fyrir nokkrum dögum hófust blaðaskrif vegna gagnrýni Sigurð- ar Guðmundssonar á framkvæmd- ir á vegum Reykjavíkurborgar á gerð íþróttamannvirkja. Rétt er að þakka þeim, er um þessi mál hafa fjallað, því að sannleikurinn er sá, að alltof lítið er um opinbera umræðu um málefni íþróttahreyfingarinnar. Til að auðvelda umræður um íþróttaiðkun landsmanna, má skipta henni í eftirtalda flokka: 1. Alreksíþróttir 2. Keppnisíþróttir 3. Almenningsíþróttir — TRIMM 1. íþróttir harna og unglinga Að sjálfsögðu er töluverð skörun á milli þessara flokka og í mörgum tilvikum erfitt að draga skýr mörk á milli þess hvort t.d. um sé að ræða keppnisíþróttamann eða af- reksíþróttamann. Með afreks- íþróttum er átt við þá íþrótta- menn, sem undirbúa sig og keppa við þá bestu frá öðrum löndum. Mér virðist Sigurður Guðmundsson vera þeirrar skoð- unar að þessi hópur íþróttamanna eigi ekki rétt á sér hér hjá okkur vegna fátæktar þjóðarinnar og þeirra mörgu verkefna’ sem við þurfum að sinna í okkar fámenni. Kkki vil ég halda því fram að Sigurður hafi ekkert til síns máls, þótt ekki sé ég sammála honum. Eg vil einnig trúa því að ádeila Sigurðar sé af góðum hvötum sprottin, en ekki vegna þess að hann vilji leita höggstaðar á pólitískum andstæðingum og aug- lýsa sjálfan sig. Öll umræða um íþróttahre.vfinguna er þakkar verð, því alltof lítið hefur verið rætt og skrifað um þessi mál. Megin spurningin er sú, hvort Islendingar vilji eiga afreksmenn á borð við aðrar þjóðir eða ekki. Það fer ekki á milli mála að það er stefna íþróttahreyfingarinnar. Við tökum þátt i landskeppni, Norðurlandamótum, Evrópumeist- aramótum, heimsmeistarakeppni og Olympíuleikum. Hvert sérsam- band leggur metnað sinn í að undirbúa þátttöku sinna manna sem best og fólk gerir sér afar litla grein fyrir því, hve mikil vinna er lögð fram af þessum áhugamönn- um, bæði íþróttamönnunum sjálf- um og öðrum. En spurningunni hefur ekki verið svarað, hvort stjórnmála- flokkar og stjórnvöld vilji að Islendingar geti tekið þátt í alþjóða samskiptum á sviði íþrótta. Ég á ekki við þátttöku þar sem aðal markmiðið er að íslenski fáninn blakti meðal fána annarra þjóða, heldur þátttöku þar sem íslenskih íþróttamenn eru fram- bærilegir fulltrúar síns lands. Stjórnmálamenn verða að gera sér grein fyrir því að þátttaka í íþróttum á alþjóðamælikvarða krefst ekki einungis mikils undir- búnings af hálfu íþróttamannsins, það þarf líka aðstöðu til að geta keppt. Ég er þeirrar skoðunar að íþróttahreyfingunni væri mikill greiði gerður ef pólitískir flokkar og íslensk stjórnvöld lýstu yfir skilmerkilegri stefnu í íþróttamál- efnum. Vandinn er sá í dag, að menn eru alltaf að vonast eftir að veita íþróttafólkinu þann stuðning sem þarf. Þessu gera flestir sér grein fyrir, sem bera hag íþróttahreyf- ingarinnar fyrir brjósti. Þetta vandamál leiðir til annarra vanda- mála, svö sem vanrækslu á félags- legri uppbyggingu innan hreyfing- arinnar, almenningsíþróttum og barna og unglingaíþróttum. Við núverandi aðstæður getur íþrótta- hreyfingin ekki sinnt nema litlum hluta þeirra verkefna, sem hún þarf og vill sinna. Orð mín ber ekki að skilja svo, að allt sé í kalda koli. Þótt erfiðleikarnir séu miklir er leitast við að gera eins vel og menn geta. En að mínu mati er það ekki nógu gott. Miðað við núverandi aðstæð- ur í íþróttahreyfingunni getur hún ekki sinnt hlutverki sínu. Og hlutverk hefur hún, hlutverk sem verður mikilvægara með hverju árinu sem líður. Sigurði og öðrum til glöggvunar ætla ég að leyfa mér að setja fram nokkur atriði, sem ég álít að séu hlutverk íþrótta á Islandi í dag. 1. UPPELDI — Vel rekin íþrótta- hreyfing stuðlar að góðu uppeldi æsku landsins. I því sambandi má tala um almennt uppeldi, svo sem að hlýða settum reglum o.s.frv. Félagslegt uppeldi, starfa með öðrum o.s.frv. 2. FYRIRBYGGJANDI ÞÁTTUR í ALMENNRI HEILSUVERND — Flestum er Ijós sú breyting, sem orðið Jiefur á lífsvenjum okkar íslendinga. Við erum vel- ferðar þjóðfélag með öllum þess göllum og kostum. Iþróttir stuðla að bættri heilsu, bæði líkamlegri og andlegri. Með þátttöku í íþróttum byggja menn sig upp líkamlega og fá útrás fyrir inni- byrgða streitu, sem getur verið mikilvægur liður í almennri geðvernd. 3. SKEMMTUN - Mikill fjöldi fólks hefur ánægju af því að horfa á íþróttakeppni. Nægir að vitna í þær þúsundir, sem horfa á keppni ár hvert um land allt. íþrótta- keppni er hluti af skemmtana menningu okkar og hefur ekki minna gildi sem fæða fyrir sálina en leikhús, tónlist eða aðrar listgreinar. Gérard Souzay — Fraegð ? Ég hugsa aldrei um fraegð. Sennilega eru nokkuð marg- ir, sem hafa heyrt mín getið, en fáir pekkja míg í raun og veru. Aðdáendur? Fraegð og aðdáun eru svo yfirborðsleg hugtök og koma alvöru lífsins nákvaemlega ekkert við, — eru eins og froða sem kemur og fer. Sjálfsagt má halda pvi fram að miðaö við eitthvert óljóst meðal- talshlutfall eigi ág aðdáendur og aö ág sé fraegur, en hverju skiptir pað? Það kemur pví harla lítið við hvernig ég stend mig sem listamaður, og Þaö er pað eina sem skiptir máli. Ég hugsa aö peir séu margir lista- mennirnir, sem aldrei fara með list sína á almannafæri, og verða Því hvorki frægir né dáöir, en pað Þýöir samt ekki Það að Þeir séu síöri listamenn en Þeir, sem blakta. Og listin er Það eina sem skiptir máli í Þessu sambandí. Listtúlkun og listsköpun eru svo samofin, að stundum er erfitt að greina á milli. Sá sem skapar list gerir Það af innri Þörf og fyrir áhrif frá umhverfinu, og sama er að segja um Þann sem listina túlkar. Þetta sagöi Gérard Souzay er við hittum hann að máli á dögunum Þegar hann var kominn til Reykja- víkur til að halda tónleika og söngnámskeið á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík. Og hann hélt áfram: — En fyrst við vorum að tala um frægð og aðdáun, sem hvort tveggja eru hlutir, sem margir sækjast eftir og vilja jafnvel leggja allt í sölurnar tyrir. Bæði frægð og aðdáun eru svo forgengileg. Þetta gleymist allt svo fljótt. Hvað mundi til dæmis gerast ef ég dæi? Það yröi enginn stórkostlegur missir fyrir einn eða neinn. Líklega mundu nokkrar manneskjur gráta í prjá, fjóra daga. Svo væri pað búið. Annað yrði Það nú ekki. Við erum nefnilega ekki annað en sandkorn, mannfólkið, sandkorn á sjávar- strönd. Tæknin er meira að segja komin á Það stig að söngvarar geta ekkí dáið á heiöarlegan hátt, eins og fólk geröi hér áöur fyrr. Þeir lifa áfram á hljómplötum og halda áfram að bergmála svo lengi sem einhver lætur sér detta í hug að skrúfa frá Þessu bergmáli. Kannski á maöur ekki að vera svona alvörugefinn, en ég er einu sinni Þannig gerður að ég tek lífið mjög alvarlega. Og fyrir mér er lífið sú list sem ég iðka. í henni lifi ég og hrærist og í henni mun ég deyja Þegar minn tími er kominn. Þú skalt ekki vera hissa á Því Þótt ég sé upptekinn af dauðanum Þessa stundina. Það er ég ævinlega Þegar ég er að hugsa um Vetrarferðina. Þetta tónverk hefur Þau áhrif aö maður skynjar betur en annars hvaö petta blessað jarðlíf er lítill hluti af eilífðinni og hvað maöurinn má sín lítisl gagnvart höfuðskepn- unum. Stundum finnst mér ég vera eins og gamli maðurinn með lírukassann í síðasta laginu í Ijóðaflokknum. Hann heldur áfram sinn veg með lírukassann og snýr sveifinni, hvort sem einhver hlustar á hann eða ekki. Á sama hátt sný ég minni sveif og mun halda pví áfram meöan ég er á pessu ferðalagi, hvort sem einhver hlustar eða ekki. — Oft finnst mér nefnilega eins og enginn sé að hlusta á mig Þegar ég syng, enda Þótt hljómleikasalur- inn sé fullur af fólki. Þá finnst mér eins og allt Þetta fólk hafi safnast Þarna saman tíl að eiga notalega stund og hlusta á gamal kunnar melódíur, sem sagt, að Það sé komið til að láta skemmta sér. En Þá er ég hræddur um að fólk fari erindisleysu, pví að ég er ekki maður sem tek að mér að skemmta fólki. Og Það fólk, sem kemur til að láta skemmta sér kemst ég ekki í snertingu viö, af pví að ég hef einfaldlega ekkert aö gefa Því. Annars er sambandið við áhorfend- ur kapítuliút af fyrir sig. Þaö er eins og andrúmsloftiö í salnum sé smitandi. Ég verð oft var við Það að í upphafi tónleika er petta samband fyrir hendi, en síðan dofnar yfir pví, Það er eins og værö sígi á. Svo undir lokin fer aftur að lifna yfir pví. — Þetta samband við áheyrend- ur skiptir mig ekki miklu máli, pví að pegar ég syng Þá er ég aleinn. Ég gleymi sjálfum mér og öðrum og Það eitt skiptir máli að fá að syngja ótruflaður. Kannski get ég Þá oröið nokkuð tillitslaus, en pað verður pá að virða mér Það til vorkunar. Tónleikagestirnir í Háskólabíói hafa ef til vill ekki allir kunnað pví vel að fá ekkert hlé, en á síðari árum hef ég farið Þá leið að syngja Vetrar- feröina í einu lagi. Þetta tónverk er að mínum dómi ein órjúfanleg heild og kemst ekki til skila með ööru móti — hvorki fyrir Þá sem á hlýða né flytjendur. Taliö berst aö söngmenntum og Gérard Souzay kveðst sannfæröur um að á næstu árum komi fram á hinu alpjóðlega söngsviði mikill fjöldi nýrra afburöasöngvara: — Ástæöan er án efa meðal annars sú að almennt hefur tón- listariðkun farið mjög vaxandi á síðari árum. Það hefur til dæmis ekki lítið að segja að tónlist er svo miklu aðgegilegri fyrir allan Þorra fólks en áður var. Þá hefur mennt- unaraðstaða batnaö mikið líka. Hins vegar er vert aö benda á Það, að list er ekki hægt að kenna. Hún er eitthvað, sem menn annaö hvort hafa í sér eða ekki. Ef við lítum á söngnámskeiöið, sem ég er með hér hjá Tónlistarskólanum, Þá er Það afar takmarkað, sem ég sem ég hef fram aö færa viö Þetta fólk. Ég get leiðbeint Því, bent á ýmis tæknileg atriði, sem betur mega fara, en ég get hvorki búið til raddir né heldur Þá innri Þörf, sem verður að búa með einstaklingnum, Þá Þörf sem gerir menn aö listamönnum. Þessir eiginleikar verða að fá aö Þroskast sjálfstætt og í Því sam- bandi eru heiðarleiki og einlægni Það, sem fyrst og fremst skiptir máli. Þetta eru grundvallaratriði og ef Þau vantar stoðar lítið að menn hafi til aö bera leikni í meðferð tækisins, hvort sem Það er röddin eða hvaða hljóðværi sem er, seiglu og metnað. Ég hef ánægju af Því að leiðbeina söngvurum, pótt ég geri lítið af Því að kenna, og hafi reyndar engan áhuga á Því að snúa mér að slíkum störfum. Margir söngvarar taka til við kennslu Þegar aldurinn fer að segja til sín og röddin er farin aö gefa sig. Ég er nú orðinn sextugur, og samkvæmt Því ætti mín rödd að vera farin að dofna, en Það er öðru nær. Ég syng að mörgu leyti miklu betur nú en ég gerði fyrir tíu árum eöa svo, og ég get nú sungið tónverk, sem Þá voru ekki á mínu færi. Ástæðan( Hún er held ég fyrst og fremst sú að ég hef kunnað að sníða mér stakk eftir vexti. Ég hef farið vel með röddina, kunnað að fara sparlega með hana og gætt hófs. Hér áður fyrr gerði ég dálítið af Því aö syngja í óperum, jafnframt Ijóðasöngnum. Svo kom að pví að ég gerði mér Ijóst að til pess að svara Þeim kröfum, sem ég gerði sjálfur til mín, varð ég að takmarka mig. Varð að einbeita mér alfariö að Því, sem ég ætlaöi mér aö leggja sérstaka rækt við. Valið var ekki erfitt, Því að Ijóðasöngurinn hefur frá upphafi verið pað, sem stendur mér næst. Það er enginn vandi aö belgja sig út á öllum sviöum, en Þaö kemur manni í koll. Það eru til óteljandi dæmi um söngvara, sem hafa böölazt á röddinni og hrein- lega ofboöið henni meö Þeim afleiðingum að allt í einu hefur hún verið búin. Söngvarar eru engin ofurmenni frekar en annað fólk, og Það er ekki von að vel fari Þegar allt á að gleypa í einu. Mannsröddin er svo viðkvæmt hljóðfæri og vand- meöfariö, að takmarkalaus notkun setur fljótlega sín merki. Tökum sem dæmi Maríu Callas, Þá frábæru söngkonu. Hún var nokkur ár á hátindinum, en svo allt í einu var röddin búin. Sorgleg staðreynd, en óumdeilanleg. Gérard Souzay hefur víða fariö um dagana, en síöustu áratugi hefur hann verið á nær stanzlausum söngferðalögum um lönd og álfur. — Svona ferðalög geta orðið lýjandi, en maöur kemst upp á lag meö Þetta eins og annað. Það er hægt að verða sérfræðingur í aö ferðast, eins og öðru. Það kemur Eins og gamli maðurinn með

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.