Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 37 4. LIÐUR í SJÁLFSTÆÐISVIÐ- LEITNI SMÁÞJÓÐAR - Það er mikið talað um landskynningar- gildi ýmissa þátta í menningu okkar. Þar hafa íþróttir ekki hvað minnst gildi. Góðir íþróttamenn eru besta landkynning hverrar þjóðar. Fimmta atriðið getur svo verið það, að veita eigi hverjum þegn möguleika á að njóta hæfileika sinna. í upphafi flokkaði ég íþrótta- iðkun í 4 megin flokka, en minntist jafnframt á að mikil skörun væri á milli og erfitt að draga skýrar línur. Eg vænti þess að Sigurður og allir sanngjarnir menn séu mér sammála að íþróttir hafi mikið þjóðfélagslegt gildi í dag. Sigurður gagnrýnir fyrst og fremst einn þátt þ.e.a.s. afreks- íþróttir eða það sem hann kallar stjörnuíþróttir. Ég er nokkuð viss um að Sigurður á einhverja skoðanabræður. Hans sjónarmið eru að verða all algeng hér á landi. Enginn á að skara fram úr, allir eiga að vera jafnir. Þetta kallaði einn flokksbróðir Sigurðar sósíalisma andskotans. Ég er sammála því að það eigi að veita öllum sama tækifæri, en allir geta aldrei' verið jafnir. Flatneskju hugsunarhátturinn leiðir til lit- lauss þjóðfélags þar sem einhver allsherjar lágkúra ríkir. Þessu verðum við að vera vel á verði gegn, hvar sem það birtist og í hvaða mynd sem er. Erlendis tiðkast það að pólitísk- ir flokkar gefa út stefnuyfirlýs- ingu um íþróttir. Því spyr ég, hvert er viðhorf íslenskra stjórn- málaflokka til: 1. Afreksíþrötta 2. keppnisíþrótta 3. Almenningsíþrótta 4. íþrótta barna og unglinga? Hvert er viðhorf núverandi ríkisstjórnar til málefna íþrótta- hreyfingarinnar? Gott væri að fá þessum spurningum svarað, því það er næstum ógerlegt að starfa við núverandi aðstæður. Ég fullyrði að það sé viss krafa frá almenningi um að íslenskir afreksíþróttamenn nái viðunandi árangri í keppni. Maður verður var við mikla ánægju þegar vel gengur og dæmi eru þess að eftir sigur í iandskeppni hafi ráðherrar og bæjarstjórnir ákveðið að auka fjárveitingar til styrktar afreks- íþróttum. Ekki vil ég gera lítið úr stundar hrifningu, en mér finnst samt slíkt ekki vænlegt til árangurs. Það er erfitt að þurfa fyrst að sanna sig til að geta hlotið nauðsynlegan stuðning. Svíar voru mjög óánægð- ir með frammistöðu sinna manna í sundi á síöustu Olympíuleikum. Þess vegna ákváðu þeir að auka fjárframlag til sundíþróttarinnar, en ekki öfugt. Það þarf að efla íþrótta- hreyfinguna til muna. Verkefnin eru óþrjótandi en mátturinn lítill eins og er. Ég sagði að helst mætti bera okkur saman við vanþróuð lönd á sviði íþrótta. Enn mikilvæg- ur munur er þó á okkur og fátæku iöndunum. Við erum rík þjóð þrátt fyrir allt verðbólgutal og efna- hagserfiðleika. Það er mikil þekking í landinu, sem getur komið til liðs við íþróttahreyfing- una. Við byggjum á góðri íþrótta- menningar hefð. Það eina, sem vantar til að íþróttahreyfingin geti sinnt hlutverki sínu eins og Sigurður, ég og fjöldinn allur vill, er yfirlýst stefna stjórnvalda og peningar til að gera það, sem þarf að gera. Júhannes Sæmundsson. meö æfingunni. Og feröalög eru proskandí — Það vita allir, sem ekki sitja alltaf ð sömu Þúfunni. Hver Þjóð hefur sín séreinkenni og siöi, sem er ikaflega lærdómsríkt aó kynnast. Áheyrendur eru líka mjög mismunandi eftir löndum. Á undan- förnum órum hef ég mikið sungið í Japan, og ó Japönum hef ég mikið dóiæti. Þeir eru svo viðkvæmir og fíngeröir í lund. Þeir lóta tilfinningar sínar í Ijós með allt öörum hætti en til dæmis Evrópubúar. Þeir eru mikiö fógaóri og öll viöbrögö Þeirra bera vott um Það. Ef vió líkjum saman Japönum og Frökkum Þá eru peir nónast eins og svart og hvítt. Frakkar, mínir ógætu landar, eru frekir og ókurteísir, og tjó sig með óttalegu brambolti, en Japanir eru aftur ó móti svo hógværir og viókvæmir, ón Þess þó aó vera bældir, að Þaö er unun aö syngja fyrir Þó. Þetta gerir Þaó líka aó verkum aó maóur sýnir Þeim meiri varfærni en öórum — er hræddari um aó valda vonbrigöum. — Ég hef aóeins einu sinni sungíó í Sovétríkjunum. Það var órió 1967. Síóan hef ég ekki farið Þangað og hef ekki hugsaö mér aó leggja leió mína Þangaó í framtíö- inni. Ekki af Því aó mér mislíkaði vió óheyrendur, síður en svo. Þeir voru Ijúfir, einlægir og ókaflega móttæki- legir. En Þetta er land, sem mér fannt í einu orói sagt ömurlegt, og ég legg Þaó ekki ó ir.ig aó fara Þangað aftur. Allt er undir smósjó, allir eru Þrúgaóir af einhverju ofurvaldi, — eins og í spenni- treygju. Maóur sér Þetta ó fólkinu, úti ó götu, í verzlunum og hvar sem er. Þaó er ekki hægt annað en kenna í brjósti um Þetta blessað fólk. Ég hef komiö til annarra Austur-Evrópulanda, en hvergi oró- ió jafn óÞreifanlega var við Það hvernig hægt er að halda öllu í vióurstyggilegum jórngreipum. — Til aó skýra Þetta get ég sagt smósögu af hóteli, sem ég bjó ó í Moskvu. Þetta var gríöarstórt hótel og ó hverri hæó voru margir gangar, sem mynduöu hólfgert völundar- hús. Allt var Þó vel merkt Þannig aó vandalaust var að rata í sína vistarveru. En alls staðar á kross- göngum sótu konur, sem fylgdust með ferðum gestanna, og skrifuóu niður og merktu viö Þegar Þeir fóru inn og út, ef einhver fór ó milli herbergja og yfirleitt ef einhver hreyfði sig. Fyrir Þó, sem ekki hafa kynnzt Þessu, getur Þetta virzt smóvægilegt angursefni og í fyrstu fór Þetta í taugarnar ó mér. Ég reiddist og gat ekki sætt mig vió aó líkamningar hins sóvézka valda- kerfis sætu viö hvert fótmól og fylgdust meó mér eins og saka- manni. Síóan rann mér reiðin og mér fór aó Þykja Þetta óskaplega ópægilegt, varö gripinn eínhverri kæfandi tilfinningu. Þetta var nú bara pað, sem að mér sneri, — mér, sem dvaldist Þarna skamma hríö og hef sjólfsagt verið meóhöndlaður betur en flestir aðrir í Þessu landi. En hvað um Þó, sem ala Þarna allan sinn aldur og kynnast ekki öóru? Afskíptasemi valdakerfisins í Sovétríkjunum tekur ó sig ýmsar myndir. Það var gerð tilraun til að ala mig svolítió upp. Það geróist með peim hætti að ég óskaöi eftir Því að fó morgunveróinn sendan upp ó herbergi. Ég lifi nú yfirleitt engu sérstöku munaóarlífi, en ó feröalögum pykir mér einfaldast og Þægilegast að snæóa morgunverö- inn í herberginu. Þessi ósk mín olli fjaðrafoki í gistihúsinu. Ég var að Því spurður hver óstæóan væri, hvort ég væri kannski veikur, fyrst ég treysti mér ekki ti( að borða morgunverð í veitingasal, eins og aðrir gestir. Ég sagói sem var, að ekkert amaði að mér, heldur væri ég vanur aö hafa Þetta svona Því aó mér Þætti Það hampaminnst. Þessi afstaða ótti ekki upp ó pallborðið hjó hinum sovézku gestgjöfum. Það var sezt að mér til að útskýra fóein grundvallaratriði varðandi almenna hegðun. Það væri engum hollt að vera með svona fyrirtektarsemi og mér sjólfum fyrir beztu að reyna að uppræta slíkan hégóma úr huga mínum. Síðan hef ég verið forhertari en óður í pví aö lóta færa mér morgunverð og aðrar vistir ó hótelherbergi. — Á.R. lírukassann Kortasaga íslands frá lokum 16. aldar til 1848 Árið 1971 gaf Menningarsjóður út mikið og veglegt rit með heitinu: Kortasaga Islands fr.á öndverðu til loka 16. aldar. Höfundur var Haraldur Sigurðs- son, bókavörður. Það duldist víst engum, sem kynnti sér þetta rit, að hér var um öndvegisverk að ræða, hið langítarlegasta sem ritað hafði verið um kortasögu Islands á því tímabili sem um var fjallað, en fyrirrennarar Haraldar um ritun kortasögu Islands eru: Þorvaldur Thoroddsen í Landfræðissögu sinni, í fjórum bindum, sem fjallar að nokkru um kortagerð og kom út á árunum 1892—1904, Halldór Hermannsson í tveim bindum í tímaritinu Islandica (1926 og 1931), og N.E. Nörlund, þáverandi forstöðumaður dönsku landmæl- ingastofnunarinnar, í þeirri stóru bók, Islands Kortlægning, sem kom út 1945, er lokið hafði verið prentun atlaskortanna s.k. af Islandi í mælikvarðanum 1:100.000. Þess hefur verið beðið með eftirvæntingu, að út kæmi framhald af Kortasögu Islands og nú er það komið, í enn stærri og veglegri bók en fyrsta bindið var. Tímabil það, sem þetta nýja bindi spannar, er vel afmarkað í báða enda. Upphafskafli þess fjallar um fyrsta íslenzka kortagerðar- mannninn að heitið geti, Guð- brand biskup Þorláksson, en kort hans af Islandi er ótrúlega mikil framför frá eldri kortum og, svo vitnað sé í bók Haraldar, „Hátt á aðra öld var kort hans undirstaða allra þeirra landabréfa, sem birt voru af íslandi". Bókinni lýkur með kafla um Björn Gunnlaugs- son, sem meira hefur lagt af mörkum til bættra korta af landinu en nokkur annar einstak- ur maður. Þeir kortagerðarmenn, auk áðurnefndra, sem skipa mest rúm í bókinni, eru Islendingarnir Þórður biskup Þorláksson (1637—1697), dóttursonur Guðbrands biskups, Magnús Arason (1683—1728), fyrsti Islendingurinn er sinnti landmælingum að ráði, Sæmundur Hólm (1749—1821), sá fjölhæfi sérvitringur, og Sveinn Pálsson læknir (1762—1840); Danirnir Johannes Meyer (1606—1684), Hans Hoffgaard (f. 1678), T.H.H. Knoff (1699-1765), H.E. Minor (d.1778), og norsku strandmæl- ingamennirnir Hans Jörgen Wetlesen, Hans Frisak og Hans Jakob Scheel (sex af þessum sjö Skandinövum hétu Hans), sem á fyrtu áratugum 19. aldar fram- kvæmdu af miklum dugnaði og harðfylgi þær þríhyrningamæling- ar af ströndum landsins sem Björn Gunnlaugsson byggði á við korta- gerð sína. En í þessu bindi kortasögunnar er einnig fjallað um fjölmarga aðra kortagerðar- menn og fjölmörg kort, sem þó allflest eru byggð á kortum áðurnefndra manna. Margt og mikið hefur Haraldur dregið fram í dagsins ljós, sem ekki er að finna í ritum þeirra, er áður hafa fjallað um kortasögu Islands, enda hefur hann víða leitað fanga. Bók hans er því mikil að vöxtum, 280 bls. auk fjölda korta, og hún vegur átta pund, en er svo sannarlega ekki þung lesning. Texti Haraldar er sérstak- iega notalegur aflestrar, málfar hans látlaust og lipurt og laust við skrúð, en þó gerðarlegt, og fellur mjög vel að efninu, en ekki þykir mér ólíklegt að einhverjir lesendur vildu að latínuklausurnar, a.m.k. þær lengstu, væru einnig með í íslenzkri þýðingu. Þeim lesendum fækkar, sem geta stafað sig fram úr iatneskum texta. Það ræður að líkum, að bók sem þessari verða ekki gerð viðhlítandi skil í umsögn, sem ætluð er dagblaði, til þess þarf lengra mál. Hér verður til málamynda vikið að nokkrum atriðum, en ítarlegri umfjöllun og vangaveltur bíða betri tíma. Ilaraldur Sigurðsson bókavörður. Allmörg litprentuð kort eru í bókinni, og yfirleitt hefur prentun þeirra tekizt mjög vel. Svo er og um mörg svart-hvítu kortanna, en þar bregður þó útaf. Nokkur kort eru helzti dauf og því óskýrari en skyldi, og á það einkum við um myndblað 18, sem er kort T.H.H. Knoffs af Skaftafellssýslum. Lík- lega er það þessvegna, sem það hefur farið framhjá Haraldi, að þetta kort sýnir útbreiðslu hlaup- setsins úr jökulhlaupinu, sem var samfara Öræfajökulsgosinu 1727 og er áreiðanlega langelzta kort, sem sýnir slíkt fyrirbæri. Knoff teiknar stór stöðuvötn á aðaljökla landsins. Vel má það vera rétt hjá Haraldi, að hér sé um að ræða skýringu á jökulhlaupum, en þess er einnig að minnast, að fram undir miðja 18. öld eimdi enn eftir af þeirri miðaldaskoðun, að frá heimshöfunum flæddi vatn eftir neðanjarðarrásum upp í hæstu fjöli og fyllti þar stóra geyma, hydrophylacia, en í þeim ættu árnar upptök sín. Knöff kann að hafa trúað þeirri kreddu. Ekki er ég viss um að orðið Udlöheniökul hjá Knoff bendi til hugmynda um jökulhlaup, mér er nær að halda að það eigi aðeins að tákna skriðjökul, því það stendur við mestu skriðjöklana er ganga suður úr Vatnajökli. Og úr því að jökla ber á góma hefði mátt geta þess, að hið fræga íslandskort Guðbrands biskups, sem birtist hjá Ortelíusi 1590, er elzta kort sem vitað er um, sem sýnir jökla með sérstakri teiknun, aðgreinda frá öðrum fjöllum. Raunar hefur því lengi verið haldið á lofti af þeim þjóðum, er Alpana byggja, að elzta kort, er sýndi jökla sérstak- lega, væri kort af Týról frá 1604 eftir mann að nafni Warmund Ygl. Meðal annars þessvegna gaf Þýzk-austurríska Alpafélagið kort Ygls út fyrir tveim áratugum í tilefni af aldarafmæli sínu. Fremsti jöklafræðingur Austur- ríkis, R. von Klebelsberg, skrifaði langan formála, en varð að skjóta því inn, eftir að hafa lesið grein í Jökli, að þetta væri víst ekki elzta jöklakortið. Má jafnvel vera, að Ygl hafi beinlínis farið að dæmi Guðbrands er hann gerði sitt kort, því vel getur hann hafa þekkt kort Guðbrands í Ortelíusar eða Merca- torsgerð. Ekki er laust við að ég sakni korts Sigurðar Stefánssonar, síðar Skálholtsrektors, frá 1590 í svona bók, enda þótt Haraldur segi með réttu að það sé fremur þáttur í kortasögu Grænlands en Islands og það hafi margoft verið prentað. En þetta kort er þó hið elzta er sýnir Vínland og Helge Ingstad segir það hafa átt sinn þátt í því að hann fann menjar norrænna vesturfara á Lance aux Meadows. Og Sigurður Stefánsson setur Herjólfsnes, sem er í Eystribyggð, vestan megin á Grænlandi. Einnig sakna ég korts Peter Rabens stiftamtmanns, sem gert er 1791. Þrátt fyrir mikla vankanta er það athyglisverð tilraun til að sýna útbreiðslu byggðar á íslandi. En vitanlega er ekki hægt að krefjast þess að öll íslandskort, sem hægt er að grafa upp, séu tekin með í kortasöguna, og er því umdeilanlegt, hverju skyli sleppa og hverju ekki. Ofangreindar athugasemdir, og þótt einhverjar fleiri mætti til tína, eru harla léttvægar hjá því sem hægt er að segja þessari bók til hróss. Þetta er stórvirki og kjörgripur, höfundi, bókagerðar- mönnum og ' Menningarsjóði til mikils sóma. I henni er mjög merkum þætti í rannsóknar- og menningarsögu okkár lands gerð greinarbetri og miklu ítarlegri skil en áður hefur verið gert. Það hefur margur orðið doktor fyrir minna. Mikið vill meira, og allt er þegar þrennt er. Æskilegt væri, að Haraldi gæfist fjárráð og tími til að setja saman þriðja bindi Kortasögu íslands, söguna eftir 1848. Það bindi yrði að líkindum eitthvað minna að vöxtum en þau tvö, sem út eru komin, en í því yrði að finna þætti, sem eru meðal þeirra merkustu í Kortasögu landsins, svo sem kortagerð Þor- valds Thoroddsens og þær dönsku og dansk-íslenzku landmælingar á fyrri helmingi þessarar aldar, er leiddu til gerðar þeirra korta, sem enn eru niest notuð hérlendis, þótt völ sé nú á nákvæmari kortum. Þessar landmælingar voru firna mikið og af' flestum vanmetið framlag til þekkingar á okkar landi. Enn er í minni núlifandi manna, íslenzkra og danskra, sitt hvað varðandi þessar mælingar, sem síðustu forvöð eru að forða frá gleymsku. En vissulega má Haraldur þó vera ánægður með það sem hann hefur þegar gert. Til haris verður hugsað með þakklæti svo lengi sem saga kortagerðar af Islandi er einhverjum einhvers virði. Sigurður bórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.