Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 t Utför ÁGÚSTS SVEINSSONAR í Atum veröur gerö frá Stóra-Núpskirkju laugardaginn 18. nóvember kl. 14. Húskveöja hefst aö Ásum kl. 13. Bílferð verður frá Umferöarmiöstööinni kl. 10.30. Börn hins litna. t Maöurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi HALLDÓR MAQNÚSSON, Brekkustíg 4A, lyrrum bóndi að Vindheimum ( ölfusi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. nóvember kl. 10.30. Sesselja Einarsdottir, Jónína Halldorsdottir Hannes Ingibergsson, Guðrún Halldórsdottir, Roger Dawson, Magnaa Halldorsdóttir, Grimur Lárusson, Hatsteinn Halldórsson, Halga Friðriksdóttir, og barnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir mín VALGERÐUR HELGA ÍSLEIFSDÓTTIR, Fögrubrekku 11, Kópavogi, sem lést 8. þ.m. veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju 17. nóvember kl. 3 e.h. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagiö. Tómas V. Öskarsson. ísleifur Hannesson, ísleifur Tómasson, Karitas Jóna Tómasdóttir, Egill Róbertsson. Tómas Haukur Tómasson, t Hjartkær eiginmaöur minn og faðir ÞORKELL PÁLSSON bifreiðasmiður Bólstaðarhlíð 68, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. nóv. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á KFUM og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Guöfinna Guðmundsdóttir, Margrét Þorkelsdðttir. + Hjartans þakkir fyrir sýnda samúö viö andlát og útför fööur míns ODDGEIRS Þ. ODDGEIRSSONAR bókara. Fyrir hönd barna, systkina og annarra ættingja. Berglind Oddgeirsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu viö andlát og útför bróöur okkar EINARS JÓNSSONAR, Hátúni 12. Þórir Jónsson, Eiríkur Jónsson, Guðfinnur Jónsson, Eybór Jónsson. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR Nestúni 17 Hellu Sérstakar þakkir færum viö hjúkrunarfólki á deild 3 b, Landakotsspítala fyrir góða og hlýja umönnun. Jón Magnússon, Magnús B. Jónsson, Steinunn Ingólfsdóttir, Erna Jónsdóttir, Jón Sighvatason, Inga Jóna Jónsdóttir, Ólafur Óskarsson, og barnabörn. + Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdar.ióður og ömmu, GUÐRÚNAR KRISTMUNDSDÓTTUR fri Hrauni i Skaga, sem lést 24. október s.l. Gunnsteinn Steinsson, Guðbjörg Guðmundsdottir Guðrún Steinsdóttir, Sigurður Jónsson Rögnvaldur Steinsson, Guðlaug Jóhannsdóttir Svava Steinsdóttir, Lirus Björnsson Guöbjörg Steinsdottir, Olgeir Sveinsson Tryggvina Steinsdóttir. Hrólfur Ásmundsson Kristmundur Steinsson, Erla Jónsdóttir Svanfríður Steinsdóttir, Ástvaldur Tómasson Sveinn Steinsson, Anna Jörgensen Ásta Steinsdóttir, Benedikt Andrisson Hafsteinn Steinsson, Þðrdís Davíðsdóttir i | og aðrir ættingjar. í Tómas Tómasson forstjóri - Minning Það var á morgni þessarar aldar að nokkrir menn suður á Seltjarn- arnesi tóku höndum saman og gerðu eitt af ævintýrunum að veruleika tækninnar með því að stofna öl- og efnaverksmiðjuna Sanitas. Börnin úr nágrenninu komu auðvitað til að sjá ævintýrið með eigin augum og svo vel vildi til að við ævintýrið vann ungur maður, sem mátti vera að tala við börnin og jafnvel lofa þeim svo sem rétt að kíkja á dýrðina. Þessi gamla saga rifjaðist enn á ný upp fyrir mér þegar ég heyrði andlát Tómasar Tómassonar for- stjóra, því að hann var einmitt þessi ungi maður, en móðir mín ein af börnunum, sem hann gaf svörin um ævintýrið Sanitas. Kynni þessi urðu reyndar að löngum fjölskyldukunningsskap og vináttu um tvo ættliði, sem ég hinn þriðji ættliður naut er ég átti skipti við Tómas löngu síðar, en gott dæmi gagnkvæms trausts og gildis hinna óskrifuðu samninga þessa „aldamótafólks" var þegar Tómas keypti brúkunarhest móð- urafa míns af ekkju hans, þótt ekki verði sá samningur frekar rakinn nú. Starfsmaðurinn ungi úr Sanitas stofnsetti síðar sína eigin verk- smiðju, Ölgerðina Egil Skalla- grímsson, sem hann rak einn til ársins 1952, en sem einn hluthafi og forstjóri frá því fyrirtækinu var breytt í hlutafélag og varla mun þurfa að tíunda gengi þess fyrir- tækis fyrir neinum íslendingi í dag. Svo sem vænta má um skaprík- an, drífandi og athafnasaman mann var víða sóst eftir Tómasi við félagsmálastörf og var hann m.a. í stjórn Félags ísl. stórkaup- manna og í stjórn Félags ísl. iðnrekenda um árabil. Mímir man og vel fyrsta formann sinn, stórhug hans og vonir. Nú eru áfangaskipti og þótt andlát níræðs manns sé náttúru- lega eðlilegur hlutur, er jafn söknuður fjölskyldu hins látna, en það ætla ég hins vegar að enn hafi Tómas Tómasson gengið á vit nýs ævintýris og nýrra vona. Þakkir flyt ég Tómasi fyrir okkar viðkynni um leið og ég votta konu hans og sonum samúð mína. E. Birnir. Kveðja frá Sambandi dýra- verndunarfélaga íslands í dag verður til moldar borinn einn styrkasti stuðningsmaður íslenzkrar dýraverndunar þar sem er Tómas Tómasson, fram- kvæmdastjóri nýlega orðinn ní- ræður að aldri. Margs þyrfti að geta, ef rekja ætti hinn langa starfsdag þessa duglega manns. Tómas heitinn var fjölhæfur maður og átti nokkuð mörg áhugamál, en líklega þó fá hugstæðari en dýraverndunarmál- in. Þegar Dýraverndunarfélag íslands var stofnað, gerðist hann strax virkur félagi, og þegar það félag varð — ásamt fleiri. dýra- verndunarfélögum — að Sambandi dýraverndunarfélaga íslands, var Tómas kosinn í stjórn þess og var í henni í mörg ár. Tómasi var vináttan til dýranna í blóð borin, enda var hann fæddur og uppalinn í sveit, þar sem mikið var um skepnur, en það var í Miðhúsum í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu. Faðir hans var Tómas Jónsson, bóndi þar, og kona hans, Sigurlaug Sigurðardóttir, frá Móakoti Garði. Tómas missti foreldra sína ungur og varð þá að fara í vinnumennsku, sem kallað var. Þá strax var eftir því tekið hve allar skepnur urðu hændar að honum. Um tvítugt fluttist Tómas til Reykjavíkur og fljótlega fór hann að láta að sér kveða í stóriðnaði, þrátt fyrir „kreppur" og almennt atvinnuleysi. En eins og áður er sagt áttu dýraverndunarmálin alltaf trausta stoð og styttu þar sem hann var. Fyrir þau mál sérstaklega vill stjórn Sambands dýraverndunar- félaga íslands þakka Tómasi Tómassyni, nú að leiðarlokum. Blessuð sé minning hans. Minning —Þorlákur Bjarni Halldórsson Hann Þorlákur Bjarni Halldórs- son er dáinn og verður borinn til moldar í dag. Það er erfitt að finna orð, þvílíkt reiðarslag er missir þessa ágæta drengs, sem varð fyrir hörmulegu vinnuslysi við höfnina. Hann var 22 ára gamall, eitt fjögurra barna Else Þorláksson og Halldórs Þorlákssonar. Kynnum mínum af Þorláki sem vini og félaga mun ég seint gleyma, því mikil voru áhrif þessa stórbrotna æskumanns. Snemma varð hann virkur í verkalýðsbar- áttunni á vinnustað og í verka- mannafélaginu Dagsbrún. Hann var verkamaður með stéttvísa afstöðu sem við vinnufélagarnir gátum treyst á. Aldrei minnist ég þess að hann hafi borið nokkrum manni illt orð, það var eitur í hans beinum. Þessi stórvaxni og sterk- byggði maður var yfirleitt glaður og hýr á brá en fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Þannig öðlaðist hann traust og virðingu félaga sinna. Þess vegna er fráfall hans svona þungbært. Ég vil að lokum tjá foreldrum og systkinum Þorláks heitins innilega samúð frá okkur vinnufélögunum við höfnina. Benedikt Kristjánsson. verkamaður. Þorlákur Bjarni Halldórsson, sem í dag verður borinn til grafar, var aðeins 22 ára þegar hann lést af slysförum. Ástvinamissir er alltaf þung- bær, en engin orð fá lýst þeim harmi, sem ættingjar og vinir verða slegnir við svo snöggt fráfall ungs manns í blóma lífsins. Þorlákur hafði flest það til að bera sem prýða má ungan mann. Hann var mjög vel gefinn, hávax- inn og fríður sýnum. Hann var hægur og prúður í allri umgengni, og eitt mesta ljúfmenni sem ég hefi fyrir hitt. Á árunum fyrir og um fermingu, átti skákin hug hans allan, og var hann þá virkur þátttakandi í skáklífi hér í borg. Þó hann tefldi minna seinni árin, stóðu fæstir honum snúning þegar tækifæri gafst til þess að grípa í tafl. Eins og títt er um unga menn, varð Þorlákur mjög snemma fullur áhuga á stjórn- og félagsmálum. Hann hafði stundað siglingar á farskipum, og kaus fremur úti- vinnu við líkamleg störf en þægi- lega innivinnu. Hann hafði brenn- andi áhuga á velferð vinnufélaga Lokaö í dag vegna jaröarfarar TÓMASAR TÓMASSONAR, ölgerðarmanns. H.F. Ölgeröin Egill Skallagrímsson. sinna, bæði til sjós og lands, og setti sér það mark að vinna af lífi og sál að hagsmunum verka- mannsins. Þegar rætt var um þessi mál og það velferðarþjóðfélag sem stefnt skyldi að, voru skoðanir hans ákveðnar og ófrávíkjanlegar. Eitt þeirra mála, sem var honum efst í huga rétt fyrir andlátið, var öryggi á vinnustöðum. Ég kveð kæran frænda með ósk um að áunnir mannkostir þessa lífs verði honum að leiðarljósi þar sem við tekur. Þ. Þorláksson. „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska," er ritað og er það eina sem maður getur huggað sig við, þegar hann hverfur svo snögglega frá okkur. Þorlákur Bjarni var aðeins 22 ára gamall og átti svo margt ógert. En furðulegt er það þó, að hann skyldi deyja af völdum vinnuslyss, þar sem aðalhugsjón hans var að berjast fyrir rétti og öryggi verkamanna á vinnustað, og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélag- inu. 011 mín nítján ár hef ég haft hann fyrir augunum sem kátan, hjartahlýjan og glaðan dreng og erfitt er að sætta sig við, að hann sé nú horfinn. Hann var mér bæði kær bróðir og vinur. Það var hann, sem tók utan um mig, þegar ég var lítil og huggaði mig og reyndi að kenna mér mun á réttu og röngu. Auðvitað áttum við okkar barna- legu erjur á uppvaxtarárunum eins og öll systkini, en miklu fleiri voru hamingjustundirnar en hin- ar. En alltaf er dauðinn jafnsár, þegar hann knýr dyra, þó svo að stundum sé hann betri en lífið eins og nú, vegna þess að Þorlákur Bjarni hefði aldrei sætt sig við að vera ekki fullhraustur. Það er svo margt, sem ég hugsa, en orð fá ekki lýst. Þess vegna bið ég Guð að varðveita minn ástkæra bróður. Anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.