Morgunblaðið - 16.11.1978, Síða 39

Morgunblaðið - 16.11.1978, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 39 Þórður Jónsson,Látrum: V eturnóttahugleiðing um helstu dægurmálin Látrum. 22. okt. Það var einn veturnóttamorgun- inn, eftir dagatalinu 19/10, sem hér á vesturhorni landsins var út að líta sem stundum í hörku- veðrum á þorranum og góunni, semsagt, norðan stormur uppí 10 vindstig, með frosti og mikilli snjókomu. Þetta kom mörgum mjög á óvart, vegir urðu ófærir á svipstundu, svo sumir lentu í smáerfiðleikum. En þessi mikli snjór stóð ekki lengi og er nú að mestu horfinn á fyrsta sunnudag í vetri þegar þetta er skrifað. íslensk veðrátta er söm við sig. Þessi misseraskipti eru um margt sérstætt tímabil sem fólk kann að muna lengi. Ný ríkisstjórn er að hreiðra um sig í stjórnarstöð þjóðarskútunnar og þegar farin að senda út fyrirskipanir til áhafnar- innar, sem virðist bíða í ofvæni eftir hvað komi næst, eða hvaða kosningaloforð verði efnt næst, og hvernig, miðað við gefna stefnu fyrir kosningar. Ný fjárpest herjar nú sauð- fénaðinn, svokölluðu riðuveiki (ekki kosningaloforð) sem lengi hefir þó verið vitað um, en látin að mestu í friði af sjórnvöldum, og fengið að þróast uppí stór vanda- mál. Á þessum tölvu- og korta- gerðar tímum er allt kortlagt, pestin sem annað, og er nú dreift um korti af flestum pestum í sauðfé, þar á meðal kláða sem of lengi hefir loðað við, og er sauðfjárbændum til vanvirðu, eins og lús í skólum er þjóðinni til vanvirðu, en það er meira feimnis- mál, því aldrei komist á kort en mætti þó gera það. Alvarlegast af mörgu alvarlegu Það alvarlegasta af mörgu alvarlegu til umhugsunar við þessi missern.skipti eru þó umferðar- slysin sem orðið hafa á þessum haustdögum, og sem mér finnst að stjórnvöld fyrr og nú láti sig alltof litlu varða, hér er þó okkar dýrmætustu eign um að ræða, mannslífin, sem eru óbætanleg, fyrir nú után allt fjármunatjón, örkumla fólk, glataða lífs- hamingju, og hvers konar röskun á lífsleið fólks, samfara sorg og samviskubiti. Margir aðilar hafa hér vel á tekið til varnar þessu böli, sem ber að þakka, en betur má ef duga skal, hér geta allir lagt hönd og hug að verki án fjármuna, og áberandi rödd úr stjórnstöð þjóðarskútunnar framsett í sjón- varpinu af og til mundi styrkja mjög samstöðu almennings um slysavarnir í umferðinni. Landbúnaðarmálin — um fátt eru menn sammála Landbúnaðarmálin eru að von- um mikið rædd meðal bænda um þessi tímamót sumars og vetrar, sá málaflokkur hefir löngum verið mikill að vöxtum og margslunginn í okkar þjóðmálaumræðu, en er aldrei margslungnari og fjölþætt- ari en einmitt nú. Um fátt eru menn sammála í þeirri umræðu, sumir vilja fóðurbætisskatt, aðrir ekki. Sumir vilja burt með allan tilraunabúskap ríkisins í búfjár- rækt, aðrir ekki, sumir vilja taka fyrir allt sauðfjárhald þéttbýlis- manna, aðrir ekki. En um eitt og eitt eru menn þó sammála, eða ekki hefi ég heyrt annað en menn vilji koma í veg fyrir að farið verði að flytja út dilka til slátrunnar í suðurlöndum þar sem þeim verði svo slátrað með aðferð sem við viðurkennum ekki, það er að segja með svæfistungu, þótt við sjálfir hefðum mun ruddalegri aðferð við aflífun sauðfjár okkar um aldir, það er, skárum það á háls á þann hátt sem blóðið skilaði sér best úr skrokknum. Heyrði ég-talað um afburðaskurðarmenn sem skáru 70 í brýnunni, en ég sá ekki slíka afburðamenn að verki, en góða samt. En okkur hefir farið mikið fram á flestum sviðum, og þó nokkuð í mannúðlegri meðferð á skepnum, þó minnst í sambandi við slátrun sauðfjar, þar vill mannúðin enn víkja fyrir hags- munasjónarmiðum. Sjálfur er ég á móti þessum útflutningi, ekki sérstaklega vegna slátrunarað- ferðarinnay, heldur þess sem kindin kynni að þurfa að líða, frá því bóndin afhendir hana hér uppi á íslandi og þar til hún fær banastunguna af hendi Arabans. Offramleiðsla — stærra bú? Þá eru menn almennt sammála um, að offramleiðsla sé í okkar landbúnaði, og þar þurfi meiri stjórnun. Sjálfur er ég ekki svo viss um að offramleiðslan sé svo mikil, við ættum sem best að geta borðað þennan kjötbita sem við framleiðum, þá ætti ekki að vera vandræði með mjólkurdropann og smjörskökuna, ef þetta fengist á góðu verði, það hafa allar verðfell- ingar áþreifanlega sannað, og þá liði þessari þjóð miklu betur, einkum börnunum, og við vitum, að það var landbúnaðarhokrið sem bjargaði þjóðinni á hennar verstu tímum, það skulum við muna. Frammámenn í landbúnaði hafa haldið uppi linnulausum áróðri á undanförnum árum um að bændur stækkuðu búin, og það hafa þéttbýlisneytendur tekið undir, talið sig þá fá ódýrari vöru, en þetta hefir því miður ekki farið svo. Bændur hafa að sjálfsögðu farið eftir þessu, og fjöldi þeirra fengið titilinn: „Þeir skara fram úr“ með tilheyrandi, sem ég efast ekki um að þeir eiga, en skara þeir fram úr í því að framleiða sína vöru með sem minnstum til- kostnaði svo neytandinn geti fengið vöruna á sem hagkvæmustu verði? Svo virðist ekki vera. Hámarks afurðir með lágmarks tilkostnaði Eg hef lítið haft með skólagöngu að gera um ævina og þekki þvi lítið til búnaðarskóla sem annarra skóla, en ég læt mér detta í hug, að sé einhver námsgrein vanrækt í okkar fyrirferðar mikla skólakerfi frá tá og upp í hárssvörð, að þá hljóti það að vera hagnýt hagfræði í líkingu við það sem lífið sjálft kennir fólki. I þeim skóla hef ég helst lært og þaf af leiðandi er það sennilega, að ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að höfuðmáli í okkar búfjárbúskap sé að hafa sem besta og afurðamesta gripi og gera þeim vel, fjöldinn skiptir ekki mestu máli. Þarna koma inn í dæmið til leiðbeininga tilraunabú ríkisins, sem sumir vilja nú leggja niður til að minnka framleiðsluna, en ég leyfi mér að mótmæla þvi harðlega, og þá af minni reynslu, og er það sérstaklega tilraunabúið á Hesti, sem ég hef fylgst með í mörg ár og mikið lært af, þótt þeir ágætu menn sem þar eru viti ekkert um það. En nú er svo komið, að ég tel mig kominn verulegra lengra en þeir í því að ná hámarksafurðum með lágmarks- tilkostnaði, og hefði ég áhuga á að fá einhvern tíma tækifæri til að ræða það við þá persónulega, af hverju þeir hafa ekki náð lengra, en þar til sendi ég þeim kveðju mína og þakkir fyrir góða og ódýra fræðslu. bórður Jónsson. Það hefir stundum hrokkið upp úr okkar ágæta frammámanni bændasamtakanna, Gunnari Guð- bjartssyni, að það séu ekki litlu búin sem skapi mestan vandan. Þetta er sjálfsagt alveg rétt hjá þeim glögga og víðsýna manni, á litlu búunum er yfirleitt meira lagt upp úr einstaklingnum í bústofninum og meira fyrir hann gert ef hann þarf þess með. Eitt af vandamálum stóru bú- anna einkum þar sem landþröngt er, er ofbeitin. Ofbeit er miklu meiri og víðtækari en menn vilja vera láta, og hún mun eiga verulegan þátt í þeirri vandræða- stöðu sem landbúnaðurinn er nú í, og sumir vilja ná honum úr með fóðurbætisskatti, en að minu viti tekst það ekki. Stokka þarf spilin upp Ekkert getur bjargað land- búnaðinum út úr þessum vítahring nema að stokka spilin upp, miða framleiðsluna sem mest við innan- landsþarfir, að óbreyttum markaöshorfum, og sú framleiðsla sé fengin með mun minni tilkostn- aði en nú er, og það af þriðjungi eða helmingi minni hjörð en nú er. Þ.á væri vítahringurinn rofinn, færri gripir þýddi minni ofbeit, meiri gróður, meiri afurðir, minni áburðarkaup, minni fóðurbæti. Allt þetta ætti að stuðla að því að neytandinn fengi vöruna á mun lægra verði en nú er, bóndinn fengi hærra kaup, land hans mundi gróa betur, vinnuálag á bóndann mundi stórminnka, stór- ar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri mundu sparast í minni fóður- bætiskaupum, áburði, vélum og olíum. Það er talið að um síðustu áramót hafi verið í landinu uppað 900 þús. ærgildi í sauðfé, og 900 þús. ærgildi í nautgripum. Það væri mikill árangur ef hægt væri að fækka þessum ærgildum um V4 í hvorri grein, en ná sama afurðamagni, með miklu minni tilkostnaði, og ég vildi að það væri gert án þess, að skorin væri niður þau 3,79% af sauðfjáreign lands- manna sem talið er að þéttbýlis- menn eigi að gamni sínu, því sú sauðfjáreign er þeim ánægjulegt tómstundagaman, og verulegt upp- eldisatriði fjölda barna. Við ætt- um að fara hægt í það að drepa bóndann úr huga og hjarta þétt- býlisbarnanna, heldur hlúa að honum og fagna þar sem hann enn skýtur upp kollinum. „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi." Móðgun við þingmenn Eitt af því sem mikið umtal hefir vakið um þessar veturnætur, er sú hugmynd sem skotið hefur upp kollinum að stofna félag skattgreiðenda sem vinna ætti gegn ofsköttun á skattgreiðendum af hendi löggjafans og stjórnvalda. Fáránlegri hugmynd man ég ekki að hafa heyrt á opinberum vett- vangi, og mér krossbrá, þegar ég sá í Morgunblaðinu að ungir sjálfstæðismenn töldu sig vera þessu meðmælta, en ég vona að það hafi verið grín og segi því: „Fyrr má nú aldeilis fyrr vera“. Mér finnst þetta veruleg móðgun við háttvirta alþingis- menn miðað við það, að þeir hafa unnið eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, en 40 gr. hennar byrjar svo: Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Og 77. greinin hljóðar svo: Skattamálum skal skipa með lögum. (undirstrikun mín.^Og mér er til efs um, að slík félagsstofnun fengi staðist fyrir 73. gr. stjórnar- skrárinnar en hún hefst svo: „Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, án þess að sækja þurfi um leyfi til þess." Tilvitnun lokið, ég leyfi mér að efast um að tilgangurinn með félagsstofnun þessari gæti talist löglegur: Líki okkur ekki við yfirmenn skútunnar, þá, sem við höfum valið, þá eigum við að skipta um þá, þegar að okkur kemur næst, það er lýðræði, engan uppsteyt um borð. Meinið sjálft látið óhreyft Þetta uppþot um varnaraðgerðir í skattamálum er vafalaust fram komið vegna hinnar óvinsælu veturnótta-skattheimtu sem að sjálfsögðu verður mjög óvinsæl, og ekki minnstu líkur til að þungi hennar lendi á hinum raunveru- legu breiðu bökum heldur á hinum sem síður skyldi. Sú held ég hljóti að veröa raunin á. Meinið sjálft, sem hefir verið að grafa um sig á undanförnum árum í grunni skatt- heimtunnar, er látið óhreyft, en réttlæti í skattamálum ef hægt er um það að tala fæst ekki fyrr en það mein er burt skorið. Vonandi ber núverandi ríkisstjórn gæfu til að láta gera það svo vel takist, með alveg nýjum skattalögum, því þau, sem fyrir eru, eru um svo margt ekki marktæk að mínu mati, en um það rabba menn síðar. Við ættum sem lengst að hafa í heiðri hið forna spakmæli: „Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða.“ Látrum 22.10 1978. Sonybúðin opnar NÝLEGA var opnuð ný verzlun, Sonybúðin, á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Japansk íslenzka verzlunar- félagið hf. rekur þessa nýju verzlun, en þar eru á boð- stólum hljóm- og sjónvarps- tæki og fleira frá hinu heims- þekkta japanska fyrirtæki Sony. Framkvæmdastjóri Sony- búðarinnar er Kenichi Takefusa. Hann sagði í stuttu samtali við blaðið að Sony- vörur hefðu fengist hér á landi í 12 ár en nú væri í fyrsta skipti boðið upp á allar fram- leiðsluvörur fyrirtækisins. Sagði framkvæmdastjórinn að í hinni nýju verzlun væri boðið upp á eitthvert mesta úrval sjónvarps-, útvarps- og hljóm- tækja hér á landi auk skyldra hluta. Rafeindasérfræðingur Sony- verksmiðjanna er dr. Leo Esaki, sem hlaut Nóbelsverð- laun árið 1973, Sony hefur fengið margvísleg verðlaun fyrir framleiðsluvörur sínar, m.a. sérstök verðlaun fyrir litsjónvörp 1972 og myndsegul- bönd 1976. Myndin er af Kenichi Takefusa og Erni Georgssyni verzlunarstjóra í hinni nýju verzlun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.