Morgunblaðið - 16.11.1978, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.11.1978, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 MORödN-N^ KArr/NO 1 íT))b r GRANI GÖSLARI PIB C0P(NH«C(N 2I|3 MOVL£ Hjálp — Hjálp — Trjámaðkur — Trjámaðkur! ... og eí hann roðnar allur er vatnið of heitt hjá þér, bláni hann er vatnið of kalt! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Öll lendum við meir og minna i kapphlaupi við tímann jafnt við spilaborðið sem í daglega li'finu. Oft er þetta óþarft kapphlaup en i bridge má stundum likja því við slagsmál upp á líf eða dauða. Gjafari vestur, norður-suður á hættu. Norður S. D8732 H. K104 T. G87 L. 97 Vestur S. ÁG6 H. G9 T. Á53 L. DG1086 Austur S. 1095 H. 87653 T. 642 L. 32 Suður S. K4 H. ÁD2 T. KD109 L. ÁK54 COSPER Nágrannar ykkar sögðu það vonlaust fyrir mig að bjóða ykkur hcr alfræðiorðabók? Eru þeir ómagastétt? „Ég get ekki orða bundizt, þegar ég heyrði frá formanni einhvers „stúdentafélags" í fyrir- spurnatíma nýlega. Hann vildi, eða öllu heldur krafðist skýringa, hvers vegna aumingja „stúdentarnir" væru hýrudregnir um 1,2 millj. kr. framlag til sundiðkana og aðstöðu til annarra íþrótta til handa þessari annars illa meðförnu stétt. Maður les og heyrir í fréttum erlendis frá um alvöru stúdenta, sem eru í fararbroddi í sínum löndum í baráttu við yfirvald, sem treður á tjáningarfrelsi og almennum mannréttindum og láta margir lífið í þeim tilgangi að reyna að afnema ógnarstjórnir. En hér, hvað gera þeir hér? Jú, þeir gera kröfur um fáránlegustu hluti og skeyta ekkert um þótt þjóð- félagið sé komið niður á hnén.- Aukin og óafturkræf námslaun, bygging húsnæðis, afsláttur af vörukaupum, bíóferðir o. fl. o.fl., sem bréfritari hefur ekki nennt að hlusta eftir. En að vera í farar- broddi, bæði vinstri og hægri menn, undir hvaða stjórn sem er, um hógværari kröfur og sam- einingu þjóðfélagsafla í baráttu við efnahagserfiðleika og þau mál, sem þjóðin á við að stríða á hverjum tíma, virðist afar fjar- lægt í þeirra hug. Þessir menn ættu að taka sér ferð á hendur í kringum landið og kynna sér staðsetningu sundlauga og ástand- ið í þeim efnum. Þeir ættu að heimsækja þau fjölmörgu sjávar- þorp þar sem engin sundlaug er, þótt aðalatvinnugrein staðarins sé sjómennska, þeir ættu að synda í fjölmörgum gömlum, opnum sund- laugum, sem eru svo kaldar og ófullkomnar að fullorðnir forðast þær, en samt eru þær notaðar til þess að kenna smábörnum og má sjá þau blá af kulda þótt um hásumar sé, þeir ættu að kynna sér kostnaðinn, sem ríkið greiðir til þess að framfylgja hinni almennu sundskyldu í flutningi barna milli og til staða, þar sem einhver pollur er, sem kallast mætti sundlaug. Svo er þessi stétt að kvarta í Reykjavík, með þrjár fullkomnar sundlaugar, þar sem þeir fá líklega frítt inn. Ég legg til að „stúdenta- félagið“ verði framvegis kallað „ómagafélag háskólans“. Fólkið sem vinnur og heldur efnahags- kerfi lands þessa gangandi, er löngu orðið þreytt á vælinu í þeim og reyndar ýmsum öðrum yfir- stéttum. J.B.“ • Nafnbirting? „Mér blöskrar svo miskunnar- leysið, sem blasir við í næstum hverju blaði og einnig í útvarpi, að ég get ekki orða bundizt lengur. Þarf að nauðga einhverjum eða rota gamalmenni til þess að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að nafni manns sé haldið leyndu þangað til einhver sök hefur verið ð sönnuð? Og sönnuð af þar til kvöddum yfirvöldum en ekki dylgjum dagblaða. Er ekki kominn tími til að settar verði einhverjar reglur um nafnbirtingar? Sam- ræmist það réttarvitund fólks að birta stöðu manns og heiti fyrir- tækis, ef maður er handtekinn, grunaður um að hafa ætlað að svíkja út fé (eins og eitt blaðið orðaði það) þannig að hver sem Eftir að vestur hóf sagnir með einu laufi, sem sýndi minnst þrjú spil í litnum, varð suður sagnhafi í þrem gröndum. Vestur spilaði út laufdrottningu og suður kannaði liðssveitir sínar nákvæmlega. 1 ljós kom, að öllu var óhætt ætti vestur aðeins fjögur lauf. Þá fengi vörnin aðeins tvo slagi á lauf og á ásana tvo en níunda slaginn varð sagnhafi að fá á spaða. Hættan lá því einmitt í, að legan væri.M),sem var fyrir hendi. Vestur-meo fimm lauf og báða ásana. Hið síðarnefnda var jú augljóst eftir opnunina. Hann hlaut að eiga báða ásana en þrátt fyrir það kom sagnhafi auga á möguleika, sem gæti bjargað spilinu. En til að hann tækist varð spaðinn að skiptast 3—3. Sagnhafi tók fyrsta slaginn og spilaði strax spaða- fjarka. Hefði vestur tekið þá á ásinn hefðu tígulslagir ekki lengur verið nauðsynlegir. Slagirnir níu yrðu; fjórir á spaða, þrír á hjarta og tveir á lauf. En vestur lét lágt þegar sagn- hafi spilaði spaðafjarkanum þann- ig aö drottningin fékk slaginn. Og það var líka nóg. Sagnhafi hætti við spaðann en rak í staðinn út tígulásinn. Og þó vestur gæti þá fríspilað lauflit sinn vann suður kapphlaupið um tímann. Hafði tryggt sér spaðaslaginn nógu snemma og níu slagi í allt. JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaói. 35 á klukkuna sem st<'»ð á arinhill- unni. Það var sýnt að hún var að hugsa um að maður hennar kæmi nú heim á hverri stundu. En þrátt fyrir augljósa vanlíð- an haggaðist hún hvergi. — Hvernig væri að þér játuðuð að ástæðan fyrir því að maðurinn sem kom hingað í nótt, fann ekki neitt. var að þér höfðuð skipt um felustað. — Ég veit ekki til að nokkurn tíma hafi verið falið undir gólffjölunum. — Þegar þér vissuð að hann hafði komið hingað og hann var eftir öllu að dæma staðráð- inn í að finna það scm þér höfðuð falið og hafa það á brott með sér. þá datt yður í hug að koma því í geymslu á járnbrautarstöðinni? — Ég hef ekki verið á Gare du , Nord og það eru mörg þúsund ljóshærðar konur í París sem koma heim við lýsinguna í mér. — Hvað hafið þér gert af kvittuninni? Hún er ekki hér. Ég er sannfærður um að hún er ekki í ibúðinni, en ég held ég viti hvar hana er að finna. — Þér eruð svei mér snjall. — Viljið þér fá yður sæti hérna við borðið. Ilann rétti henni pappírsörk og penna — Skrifið. — Ilvað viljið þér að ég skrifi? — Nafn og heimilisfang. Hún gerði það eftir örlítið hik. fi Öll bréf sem hafa vcrið sett í póstkassana í hveríinu í nótt verða rannsökuð. Ég get í- myndað mér að eitt þeirra beri rithönd yðar. Hann fékk Lucasi það verk- efni að hringja á stöðina og fyrirskipa þessa Jeit. Ilann var ekki alveg viss um hvort hún bæri árangur. en áhrifin létu ekki á sér standa. — Þetta er gömul og ófrum- leg brella, góan. Ilann hafði ekki fyrr ávarp- að hana svo óvirðulega. Hún leit á hann og augu hennar skutu gneistum af bræði. — Þér hafið sannarlega við- bjóð á mér. — Ég viðurkenni fúslega að ég hef enga ofurást á yður. Þau voru ein í borðstofunni. Maigret gekk um gólf hægum skrefum en hún sat kyrr við borðið. — Ef þér hafið áhuga á að heyra það. get ég ba‘tt því við að það sem mér blöskrar mest er ekki endilega það sem þér hafið gert yður seka um. heldur er það ófyrirleitni yðar og alger kuldi. Ég hef hitt marga afbrotamenn ba>ði karla og konur og kalla því ekki allt ömmu mína í þeim sökum. Ilér höhim við nú setið í þrjá klukkutima og maður hefði mátt a*tla að þér hefðuð vit til að skilja að nú er komið að leikslokum. Samt sem áður sýnið þér ekki lit á neinu. Eiginmaður yðar er væntanleg- ur á hverri stundu og þá munuð þér va-ntanlega reyna að leika píslarvott. Samtímis vitið þér að við munum fyrr eða síðar komast að því sanna. — Og þetta rugl í yður fæ ég sem sagt ekki skilið. Því að ég hef ekkert af mér gert. — Ilvers vegna reynið þér þá að dylja okkur þessa? Hvcrs vegna ljúgið þér? Hún svaraði ekki fyrr en eftir að hafa hugsað sig um. Stáltaugar hennar gáfu enn ekki eftir. Ilún leitaði sýnilega í huga sínum eftir leið til að komast úr klípunni. — Ég hef ekki hugsað mér að segja neitt, sagði hún að lokum. Hún lét fallast niður í hægindastól og sveipaði að sér morgunsloppnum. — Eins og yður þóknast. Hann kom sér og þægilega fyrir í stólnum andspænis henni. '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.