Morgunblaðið - 16.11.1978, Síða 46

Morgunblaðið - 16.11.1978, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 að leyna, að ekki hefur borið eins mikið á mönnum eins og Torfa Magnússyni, Ríkharði Hrafnkels- syni og Lárusi Hólm eins og búast mátti við. Valsmenn eiga að geta teflt fram 7 manna jafn-sterku liði og einmitt það á eftir að reynast þeim sterkt vopn í hinni annars jöfnu úrvalsdeild. Það er augljóst að liðið er sterkara sem heild eftir að Rick Hockenos fór frá liðinu, en segja verður þó að það hafi verið hann, sem lagði grunninn að þessu skemmtilega leikandi liði. Ljóst er að Valsmenn munu koma til með að berjast um meistaratitilinn í vor ef áframhald verður á þessum ágætu leikjum þeirra, en enn er langt í land. Valsmenn eru með ungt lið í höndunum og ef rétt er á málum haldið eiga þeir áreiðan- lega eftir að taka við Islandsmeist- arabikarnum, en hvort það verður í vor verður reynslan að skera úr um. Þór Eftir 1. umferð eru Þórsarar í neðsta sáeti ásamt stúdentum með tvö stig og er hætt við að róðurinn verði þungur hjá þeim í vetur og sjálfsagt stefna þeir aðeins að því að halda sæti sínu í deildinni. Þórsarar hafa þó alls ekki staðið sig illa og kannski heldur betur en búist hafði verið viö og tapað þremur leikjum af fjórum með litlum mun. Reynsluleysi háir liðinu, því að það er að mestu leyti skipað ungum og óreyndum leik- mönnum, sem marga skortir einn- ig greinilega þjálfun í undirstöðu- atriðum, sem kemur fram í því að liðið gerir of mikið af klaufalegum mistökum í leik. Burðarás liðsins er Mark Christensen, sá snjalli leikmaður, en eins og margsinnis hefur komið fram nýtast hæfileik- ar hans ekki sem skyldi, því að félagar hans eru oft alls ekki með á nótunum. I liðinu eru einnig efnilegir leikmenn, sem hafa alla burði til þess að ná langt, og eru þar fremstir í flokki Eiríkur Sigurðsson og Birgir Rafnsson, en sá síðarnefndi lék með Tindastóli í fyrravetur. Þá má ekki gleyma Jóni Indriðasyni, sem sennilega hefur aldrei leikið betur en í vetur. Liðið vantar hins vegar tilfinnan- lega góðan bakvörð til þess að stjórna spili liðsins. Þó að Þórsarar sitji nú á botni deildarinnar er óhætt að fullyrða að ekkert lið getur bókað sigur gegn þeim fyrirfram, sérstaklega ekki á þeirra heimavelli, þar sem þeir eiga eflaust eftir að krækja sér í nokkur stigin í vetur. Drengur úr Kópa- vogi vann 1,176,000 I 12. leikviku kom fram einn seðill með 12 réttum og er Vinningur fyrir hann kr. 1.176.000.-. Eigandi hans er ungur drengur úr Kópavoginu. Hann hlýtur þennan vinning fyrir 4 raða seðil, sem kostaði hann kr. 200.-. Með 11 rétta voru 4 seðlar og vinningur fyrir hvern kr. 126.000.-. Þetta er í fyrsta sinn, sem vinningur í getraunum fer yfir milljón krónur. Væri þátttaka í getraunum hér á landi hliðstæð við þátttökuna í Danmörku, þar sem að jafnaði koma inn 4 raðir áhvern íbúa, mundi hiiðstæður árangur hér vera um 10 millj- ónir króna. Sveitar- glíma SVEITAGLÍMA íslands fer fram í íþróttahúsinu á Laugum í Keykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu laugardaginn 18. nóv. nk. Hefst hún kl. 14.00. Fjórar sveitir eru skráðar til leiks, tvær frá Héraðssambandi Suður-Þingeyinga, ein frá Ung- mennafélaginu Víkverja og ein írá KR. Keppnin fer fram með sama sniði og síðast, þ.e.a.s. að hver sveit er skipuð þremur mönnum, einum úr hverjum þyngdarflokki. Hver þátttakandi þreytir jafnaðarglímu við keppanda í sama þyngdarflokki í sveit mót- herjanna. Sveitirnar keppa allar hver við aðra. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Hugleióing um úrvalsdeildina í körf uknattleik GREIN sú, sem hér fer á eftir, hefur að geyma hug- Ieiðingar körfuknattleiks- fréttamanna Mbl. um þau sex lið sem skipa hina nýstofnuðu úrvalsdeild. Er að því stefnt að birta greinar, hliðstæðar þess- ari, að lokinni hverri um- ferð í úrvalsdeild, en sem kunnugt er, verður þar leikin ferföld umferð. Verð- ur hér fjallað á breiðum grundvelli um stöðu lið- anna, breytingar sem þau kunna að taka og þar fram eftir götunum. ÍR Það er víst alveg óhætt að segja, að ÍR sé það lið í úrvalsdeildinni, sðm mest hefur komið á óvart í vetur. Fáir áttu von á að liðið kæmi jafn sterkt til leiks og raun hefur orðið á. IR-ingar hafa hins vegar sýnt að þeir eru til alls líklegir og koma út úr 1. umferð- inni með 6 stig, þeir töpuðu naumlega fyrir UMFN og KR, en sigruðu önnur lið örugglega. I ÍR-liðinu er lítil breidd og má segja að það sé helsti veikleiki liðsins. I tvísýnum leikjum er oftast aðeins notaðir 6 leikmenn og ef lykilmenn meiðast eða fá 5 villur þá virðist voðinn vís því að varamenn liðsins eru einfaldlega ekki nógu sterkir til að halda uppi merki hinna í hörkuleikjum eins og kom berlega í ljós, er ÍR tapaði fyrir KR í síðustu viku. Hins vegar hafa ÍR-ingar mjög góðu 5 mannaliði á að skipa og er þar orðin mikil breyting á frá því í fyrravetur, því að liðinu hefur bæst góður liðsauki. Má þar fyrstan nefna þjálfara liðsins, Paul Stewart, sem einnig leikur með liðinu. Hann hefur komið mjög vel út, tekur mikið af fráköstum og skorar mikið. Þá gekk Kolbeinn Kristinsson til liðs við sína fyrri félaga og hefur hann átt mjög góða leiki og verið besti maður liðsins í síðustu leikjum. Bræðurnir Kristinn og Jón Jör- undssynir eru alltaf drjúgir þó þeir séu kannski ekki eins áber- andi og t.d. í fyrra, en það er aðeins vegna þess að liðið er miklu sterkara og vinnur sem ein heild. Miðað við frammistöðu IR-inga í 1. umferðinni má því fastlega búast við að þeir verði með í baráttunni um Islandsmeistaratitilinn, en það er nokkuð sem fáir reiknuðu með áður en mótið hófst. ÍS Stúdentar hafa valdið áhang- endum sínum miklum vonbrigðum þar sem bikarmeistararnir frá því í fyrra hafa aðeins unnið einn leik af 5 í úrvalsdeildinni. Hverju um skal kenna er ekki auðfundið, en helsta -skýringin, sem í hugann kemur er, að leikmenn liðsins eru hættir að treysta á sjálfa sig og leita til snillingsins Dirk Dunbars til að skora stigin. Dunbar, sem meiddist í leik gegn ÍR á dögunum verður væntanlega kominn aftur í slaginn eftir 10 daga, en þá leika ÍS-menn gegn Barcelona í evrópu- keppni bikarhafa. Verður fróðlegt að sjá hverju gengi stúdentar hafa í þeim leik að fagna, en ef leikmenn liðsins taka sig ekki saman í andlitinu þá má búast við því að spánverjarnir tæti ÍS í sig. En varlega skal spá um allt slíkt þar eð stúdentar hafa oft gert góða hluti þegar þeirra hefur síst verið að vænta. Hvað einstaka leikmenn varðar, þá verður það að segjast eins og er að aðeins Steinn Sveinsson hefur sýnt það sem af honum mátti búast. Aðrir máttarstólpar liðsins hafa verið æði mistækir, t.d. Bjarni Gunnar Sveinsson, Ingi Stefánsson og Jón Héðinsson. Þótt útlitið sé svart hjá stúdent- um verður ekki fram hjá því litíð að liðið hefur innan sinna vébanda ágætis leikmenn og reynslumikla. E.t.v. eiga stúdentar ekki mikla möguleika á meistaratitlinum í ár, en bikarkeppnin er eftir og þar hafa stúdentar titil að verja. En stúdentar eiga einnig eftir að hafa sín áhrif í úrvalsdeildinni þar eð þeir eru færir um að sigra öll lið deildarinnar á góðum degi. Þannig geta dýrmæt stig tapast í leikjum gegn þeim, en skortur á breidd kemur eflaust í veg fyrir að liðið geti gert harða hríð að efstu sætunum. KR Islandsmeistarar KR, er án efa það lið, sem hvað mesta athygli hefur vakið, það sem af er keppni í úrvals'deild. Eftir heldur misjafna leiki þeirra á Reykjavíkurmótinu, kom mörgum á óvart hin ágæta frammistaða þeirra yfir IS og UMFN, en í þeim leikjum lék liðið virkilega vel, hvergi virtist veikan hlekk að finna, hver maður nýttist til hins ýtrasta og svo mætti lengi telja. Leikurinn gegn Val var því mikið áfall stuðningsmönnum liðsins, þar gekk hvorki né rak og fyrsta tap KR í úrvalsdeild var staðreynd. KR-liðið er í raun skipað tveim- ur kynslóðum. Annars vegar eru margreyndir kappar, sem í gegn- um árin hafa unnið marga góða sigra með liðinu; hins vegar yngri menn, sem á undanförnum árum hafa vakið mikla athygli og raunar löngu úrelt að nefna efnilega. Hefur, að margra áliti, verið nokkur misbrestur á, að þessir yngri menn fengju notið sín sem skyldi. Er KR-liðið ekkert eins- dæmi hvað þetta varðar, en engu að síður er ég ekki í nokkrum vafa um, að á þessu verði ráðin bót, einfaldlega vegna }Tess, að hin erfiða keppni í úrvalsdeild gerir þá kröfu, að einu gildi hvaða fimm menn leiki hverju sinni; liðið sé alltaf jafnsterkt. Takist KR-ingum þetta, kæmi mér ekki á óvart þó að þeir stæðu uppi sem sigurvegarar að lokinni keppni í úrvalsdeild. UMFM Margir hafa orðið til þess að spá liði Njarðvíkinga frama í vetur og kemur þar margt til. Það fyrst, að Njarðvíkingar hafa á undanförn- um árum verið mjög nærri því að hljóta sæmdarheitið „besta körfu- knattleikslið íslands", en til þessa hefur ætíð vantað herslumuninn á að svo yrði. Er skemmst að minnast úrslitaleiks þeirra gegn KR-ingum á siðastliðnum vetri, sem KR vann naumlega. Þegar Njarðvíkingar síðan ákváðu að fá til liðs við sig Bandaríkjamanninn Ted Bee, voru flestir á einu máli um, að Njarðvíkingar yrðu at- kvæðamiklir í vetur. ■ Miðað við þær vonir, sem bundnar voru við liðið, er mér ekki grunlaust um að frammistaða þeirra í fyrstu umferðinni hefur valdið mörgum vonbrigðum. Liðið leikur á stundum skínandi körfu- knattleik, hraðan og fjörugan, þess á milli dettur allur botn úr leik þeirra og er fyrri hálfleikurinn gegn KR óneitanlega skýrt dæmi um það síðarnefnda. Njarðvíkur- liðið er mikið „stemmningarlið", ef svo má að orði komast; ef þeir ná sér einu sinni vel á strik í leiknum, virðist fátt geta haldið aftur af þeim. Veldur þar án efa miklu hinn dyggi hópur stuðningsmanna sem ávallt fylgir þeim og lætur vel í sér heyra, ef svo ber undir. Njarðvíkurliðið er að mestu leyti skipað ungum leikmönnum og hafa á undanförnum árum komið fram margir bráðefnilegir piltar, t.d. Árni Lárusson, Jón Matthías- son og Júlíus Yalgeirsson. Sá háttur hefur verið hafður á, af hálfu forráðamanna liðsins, að leyfa þessum ungu mönnum að reyna sig, jafnt gegn sterkum andstæðingum sem hinum veikari. Hefur þetta orðið til þess að auka mjög á breiddina í liðinu, og hlýtur slíkt að vera hverju liði styrkur. Verður fróðlegt að fylgjast með því, hvernig Njarðvíkingum reiðir af í þeirri miklu keppni sem framundan er í úrvalsdeild. Valur Eftir að Valsmenn tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í haust misstu þeir einbeitnina og héldu að leikirnir myndu vinnast af sjálfu sér. Þeim var heldur betur kippt niður á jörðina þegar ÍR-ingar og stúdentar sigruðu þá nokkuð auðveldlega. Við þetta virtust Valsmenn vakna til lífsins og í leikjunum við Njarðvík og KR sýndu þeir að það er engin tilviljun að liðið varð Reykjavíkurmeistari. Geysilegur baráttuandi var nú kominn á ný í liðið og ekki var það verra að Þórir Magnússon og Kristján Ágústsson voru óstöðv- andi, auk þess sem Tim Dwyer batt vörnina saman. Því er þó ekki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.