Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.11.1978, Blaðsíða 48
TiflRklgfl.r hitakostnaðinn truw^Ia^i^ Verzlið í sérverzlun med litasjónvörp og hljómtœki. Skipholti 19, sími 29800 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1978 5 ára fangelsi fyrir manndráp KVEÐINN var upp í gærmorgun í sakadómi Reykjavíkur dómur í máli ákæruvaldsins gegn Jennýju Grcttisdóttur. sem varð eiginmanni sínum. Arclíusi Viggóssyni, að bana í húsinu Skóiavörðustígur 21A í Rcykjavík aðfararnótt 19. febrúar 8.1. Var Jenný dæmd í 5 ára fangelsi. sem er vægasti dómur, sem 211. grein almennra hegningarlaga heimilar að dæma í manndrápsmáli. Saksóknari er skyldur lögum sam; kvæmt að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Sakadómararnir Halldór bor björnsson yfirsakadómari, Sverrir Einarsson og Haraldur Henrýsson dæmdu í málinu. Munu þeir við uppkvaðningu dóms hafa tekið mið af 74. og 75. grein almennra hegningarlaga, þar sem eru ákvæði til refsilækkunar undir vissum kringumstæðum. Þegar atburðurinn gerðist var Jenný 25 ára gömul en Arelíus 22 ára. Furðu lostinn yfir um- mælum forsætisráðherra — segir Davíð Scheving Thorsteinsson ..Ég verð að segja það hrcint út. að ég or furðu lostinn yfir þcssum ummælum forsætisráðhcrra." sagði Davíð Schoving Thorstcins- son. formaður Félags íslcnzkra iðnrckcnda. cr Mbl. lcitaði í gær álitsjians á þeim ummælum Ólafs Jóhanncssonar í samtali við Mhl.. að honum þætti líklcgast að ckki yrði farin sú leið að fresta tollalækkunum um áramótin „hcldur verði lagðir á sclektífir tollar. scm yrðu ígildi tolla- lækkunarinnar". „Það er hreint furðulegt að horfa á þessi ummæli forsætisráð- herra annars vegar og hins vegar stjórnarsáttmála hans, þar sem segir að fresta eigi tollalækkunun- um," sagði Davíð. „Reyndar kom það í ljós þegar fjárlagafrumvarp- ið var lagt fram, að ekki yröi farið út í frestun tollalækkana, heldur eitthvað annað gert í staðinn, sem yrði ígildi framlengingar. Við skrifuðum þá ríkisstjórninni bréf og báðum um fund til að fá skýringar á því, hvað þetta annað væri, en höfum enn ekki fengið nein svör við því bréfi. Ef ég skil þessi ummæli for- sætisráðherra í Morgunblaöinu rétt þá er ætlunin að velja úr þær iðngreinar, sem sízt hafa staðið sig í aðlögun að Eftaaðild og láta tollalækkunina ekki koma fram gagnvart þeim. Slík stefna leiðir af sér verri lífskjör þjóðarinnar, því hún ýtir undir það sem sízt gengur og hegnir hinu, sem betur hefur staðið sig." Þessi mynd var tekin á athafnasvæði söltunarstöðvarinnar Stemmu á Hornafirði í gær en starfsfólk stöðvarinnar verður nú að verka og pækla sfldina utan dyra í misjöfnu veðri eins og myndin ber með sér. Byrjað er að ryðja brunarústir hins 1800 m2 sóltunarhúss og stefnt á nýtt hús fullbúið fyrir vertíðina næsta haust. Sjá grein á bls. 20—21. Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen. Kristján Ragnarsson í setningarræðu sinni á aðalfundi LIÚ: Veruleg takmörkun þorsk- afla yfir sumarmánuðina Minni sókn í milli- og smáfisk til að tryggja vöxt og viðgang þorskstofnsins AÐALFUNDUR LÍÚ hófst í Reykjavík í gær og setti Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri sambandsins fundinn. I ræðu sinni vék Kristján meðal annars að stb'ðu þorskstofnsins hér við land og sagði hann, að með því að veiða um 340 þúsund tonn af þorski í ár eins og á síðasta ári næðist ekki upp kynþroska hluti stofnsins. Hann væri nú talinn vera innan við 200 þúsund lestir, en fyrir f jórum árum var hann um 700 þúsund tonn. svæða, þar sem vart verður við mikið af smáfiski, er góðra gjalda verð, en dugar ekki ein sér, sagði Kristján í ræðu sinni. — Þorsk- veiðibann í 1 mánuð að sumri og í 3 vikur í desember er heldur ekki nægilegt. Mikið hefur verið rætt um að eina leiðin að settu marki sé að setja aflakvóta á hvert skip, eða banna notkun afkastamesta Kristján sagði það sannfæringu sína, að við værum ekki á réttri leið og sagðist byggja skoðun skoðun sína í meginefni á því hve aflabrögð hefðu verið léleg við SV-land á hrygningartímanum og hinum ört minnkandi afla báta- flotans. Kristján sagði að nú væri einstakt tækifæri til að byggja upp nýjan hrygningarstofn því í upp- vexti væru tveir mjög sterkir árgangar frá árunum 1973 og 1976. Sagði Kristján það vera skyldu okkar við komandi kynslóðir að tryggja vöxt og viðgang þorsk- stofnsins og það yrði gert með því að minnka sóknina í millifisk og smáfisk í ríkara mæli en gert hefði verið. — Stækkun möskva og lokun „Síldin gefur ærlega und- ir fótinn nótt ognótt.,." VIÐ BRUGDUM okkur um borð í Báruna GK 24 í Hornafjarðar höfn í fyrrinótt þegar þeir voru að landa síld í gríð og erg en Báran er langaflahæsti síldar báturinn á þessari vertíð sem lýkur í dag. Eru þeir að nálgast 600 tonn og er það mesti afli á sfldarbát á einu úthaldi síðan á sfldarárunum á miðjum síðasta áratug. Skipstjóri á Bárunni sem senn mun hljóta nafnið Gissur hvíti SF. er Guðmundur Kr. Guðmundsson. en 9 manna áhöfn er á bátnum sem er gerður út frá Hornafirði. Á öðrum árstímum stunda þeir línu og net. „Þetta er þriðja haustið sem ég er á reknetum," sagði Guðmundur, „og það hefur alltaf gengið vel, en þetta er það langmesta. Ég þakka það fyrst og fremst heppni og góðum mannskap. Annars fylgir síldinni alltaf einhver spenningur. Hún getur gefið sig betur til á köflum en aðrar fisktegundir, gefur ærlega undir fótinn nótt og nótt og það er meira spennandi en hinn daglegi barningur á línu og netum. Það er líka eitthvað sérstakt sem fylgir því að fást við silfur hafsins." „Það er veitt á grunnu núna." „Þegar líður að þessum árstíma Daglegir viðburðir að smásíldarköst- um sé hent, segir Guðmundur Kr. Guðmundsson á aflahæsta síldarbátnum Guðmundur Kr. Guðmundsson á Bárunni. aflahæsta sfldar bátnum um langt árabil. Ljós- mynd Mbl. á.j. gengur síldin mjög skart á grynn- ingar og tekur jafnvel netin með sér. Hún leitar jafnvel alveg upp í brot, en bezt er að leggja á um 10 faðma dýpi. Þetta er þó misjafnt, en stærsta lögnin okkar var 500 tunnur." „Er síldin að aukast"? „Já, ég held að hún sé að aukast og ég held að við förum skynsam- lega að síldveiðum á margan hátt, en nótaskipin hafa sleppt miklu af smásíld. Það eru mikil brögð að slíku, daglegir viðburðir og það er sleppt og hent afla úr fleiri köstum heldur en þeim köstum sem aflinn er hirtur úr. Ef bátar fá smásíld, sem mikið er af, þá sleppa þeir henni og mismikið af henni drepst. Þetta er hrikalegt og ekki bætir úr þegar jafnvel margir bátar kasta á sömu smásíldartorf- una þar sem ekkert eftirlit er." veiðarfærisins, flotvörpunnar. Ég hef ekki sannfærzt um ágæti þessara leiða. Aflakvóti á hvert skip er neikvæð leið, sem dregur alla niðun í meðalmennsku og virkar gegn dugnaði og sjálfs- bjargarviðleitni. Flotvarpan er hagkvæmt veiðarfæri og við eigum á hverjum tíma að afla fisksins með sem minnstum tilkostnaði, sagði Kristján. I stað þessara leiða benti Kristján á að takmarka þorskafl- ann yfir sumarmánuðina á þann hátt að leyfa aðeins ákveðið hlutfall þorsks í afla, t.d. 25—40% sem yrði þá meðalhlutfall þorsks í afla í 3 veiðiferðum á tímabilinu frá júní-sept. Heildarþorskaflinn yrði innan við 280 þúsund lestir, en annar afli ykist að sama skapi. Benti Kristján á að fiskifræðingar hefðu í tillögum sínum miðað við 60 þúsund lestir af karfa sem hámarksafla í ár. Útlit væri fyrir að karfaveiðin í ár yrði innan við helming af þessu magni. Sóknin í karfann hefði minnkað frá síðasta ári og væri jafnvel hætta á að við yrðum ásakaðir fyrir að nýta ekki þennan stofn og aðrar þjóðir krefðust þess að fá aö nýta hann. Ræða Kristjáns Ragnars- sonar er birt í heild á bls. 16 »g 17. 15% hætíí- un á taxta leigubíla VERÐLAGSYFIRVÖLD hafa heimilað 15% hækkun á taxta leigubifreiða og hefur hin nýja gjaldskrá þcgar tekið gildi. Start- gjald hækkar úr 640 krónum í 740 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.