Morgunblaðið - 17.11.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.11.1978, Qupperneq 1
32 SÍÐUR 263. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Yfir200látnir í flugslysinu íSriLanka: Flugstjórinn gaf hreyflunum fullt afl rétt fyrir flugslysiö RÉTT áður en flugvél Flugleiða hrapaði til jarðar í aðflugi að Katunyake-flugvelli við Colombo á Sri Lanka í fyrradag gaf flugstjórinn hreyflunum fullt afl. Þetta kom fram í samtali, sem Dagfinnur Stefánsson flugstjóri átti eftir slysið við Harald Snæhólm flugstjóra, sem var í aukaáhöfn og sat aftast í vélinni. Með vélinni voru 259 mannsi 246 indónesískir pflagrímar og 13 íslendingar. átta manna áhöfn og fimm manna aukaáhöfn. í slysinu fórust 188 farþegar og átta íslendingar, þar af 5 úr áhöfninni, eins og skýrt er frá annars staðar á síðunni, en í gærkvöldi var tala látinna orðin 207. Fimm íslendingar lifðu af slysið. Harald Snæhólm og flugfreyjurnar Jónína Sigmarsdóttir, Kristín E. Kristleifsdóttir, Oddný Björgólfsdóttir og Þuríður Vilhjálmsdóttir. Þau voru flutt í sjúkrahús í Negambo, þar sem flugvöllurinn er. Ekki höfðu í gærkvöldi bomt nákvæmar fréttir af þeim, en þó var vitað, að Oddný var mjaðmagrindarbrotin og Harald hafði skaddazt á hrygg. Ekkert þeirra mun þó vera lífshættulega slasað. Lögreglumenn frá Sri Lanka kanna flakið af Leifi Eiríkssyni, DC-8 þotu Loftleiða, skömmu eftir slysið í fyrrakvöld. símamynd ap Slysið varð klukkan 18 í fyrradag að íslenzkum tíma, um miðnætti að staðartíma. Vélin var í fyrstu ferð síðara áfanga pílagrímaflugs Flug- leiða milli Jiddah í Saudi-Arabíu og Surabaya á Jövu með millilend- ingu í Sri Lanka. I 21 ferð höfðu Flugleiðir flutt um 5000 pílagríma frá Jövu til Jiddah og nú skyldu þeir fluttir heim aftur í jafnmörg- um ferðum. Fór vélin frá Jiddah klukkan 12 í fyrradag með fyrstu pílagrímana. Mikið þrumuveður var yfir flug- vellinum á Sri Lanka er flugvélin kom þangað, en að sögn flugvallar- starfsmanna var veðrið að ganga niður og fékk flugvélin lendingar- leyfi, þegar hún hafði hringsólað yfir vellinum. Starfsmenn í flug- turninum sáu ljós vélarinnar, þegar hún kom niður úr skýjunum, en skyndilega hurfu ljósin og hafði þá vélin hrapað niður á kókös- hnetu-plantekru við flugvöllinn. Hjúkrunarfólk við sjúkrahúsið í Negambo á Sri Lanka hlúir að Jónínu Sigmarsdóttur flugfreyju, sem komst lífs af úr flugslysinu. Símamynd ap fórust í flugslysinu Átta íslendingar fórust með þotu Flugleiða við flugvöllinn í Negambo og voru þeir fimm fyrsttöldu úr áhöfn þotunnar. Þeir eru: Haukur Ilervinsson flug- stjóri, Urðarstekk 1, R. Haukur var fæddur 15. maí 1936 og var 42 ára. Hann hóf störf hjá Loftleiðum 15. nóvember 1960. Hann lætur eftir sig konu, Ernu Guðbjarnardóttur og tvö börn fædd á árunum 1963—’69. Guðjón Rúnar Guðjónsson flugmaður, Bergþórugötu 33, R. Guðjón Rúnar var fæddur 19. maí 1940 og var því 38 ára. Hann hóf störf hjá Loftleiðum 1. janúar 1966. Guðjón lætur eftir sig eiginkonu, Sigríði Alexandersdóttur og þrjú börn, fædd á árunum 1967—'76. Ragnar Þorkelsson, flugvél- stjóri, Hlíðarvegi 18, Kóp. Hann var fæddur 7. október 1923 og því 55 ára. Ragnar hóf störf hjá Loftleiðum 1. nóvember 1947. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Svövu Gísladóttur, og þrjú börn fædd á árunum 1949—’62. Erna Haraldsdóttir, flug- freyja, Túngötu 7, R. Erna var fædd 21. janúar 1940 og því 38 ára. Hún hóf störf hjá Loft- Haukur Harvlnaaon Ouftjón Rúnar Ragnar Þorkalaaon Hugatjóri Guöjónaaon ttugmaöur ttugvólatjóri leiðum 1. janúar 1960. Erna lætur eftir sig eiginmann, Jón Pál Bjarnason og voru þau barnlaus. Sigúrbjörg Sveinsdóttir, flugfreyja, Hraunbrún 6, Hafnarfirði. Sigurbjörg var fædd 10. júlí 1941 og því 37 ára. Hún hóf störf hjá Loftleiðum 10. desember 1967. Sigurbjörg lætur eftir sig eiginmann, Eyþór Þórláksson, og áttu þau 1 barn. Þá voru meðal farþega í þessari ferð 5 aðrir starfsmenn Flugleiða og fórust 3 þeirra. Þeir voru: Asgeir Pétursson yfirflug- stjóri, Furulundi 9, Garðabæ. Ásgeir var fæddur 2. ágúst 1930 og var því 48 ára. Hann hóf störf hjá Loftleiðum 1. maí 1956. Ásgeir lætur eftir sig eiginkonu, Þóreyju Ósk Ingvarsdóttur, og þrjú börn fædd á árunum 1958—’64. Ólafur Axelsson deildarstjóri í flugdeild, Kóngsbakka 3, R. Ólafur var fæddur 20. nóvember 1930 og því 47 ára. Hann hóf störf hjá Loftleiðum 1. maí 1956 og var á leið til starfa í Negambo. Ólafur lætur eftir sig eiginkonu, Ólafíu Auði Ólafs- dóttur og þrjú börn fædd á árunum 1953--’61. Þórarinn Jónsson forstöðu- maður flugdeildar, Skólagerði 36, Kóp. Þórarinn var fæddur 24. júlí 1926 og því 52 ára. Þórarinn hóf störf hjá Loft- leiðum 1. júlí 1952. Þórarinn hafði leitt pilagrimaflug Flug- leiða frá upphafi. Hann starfaði í Negambo í fyrri lotu þessa pílagrímaflugs, kom heim að henni lokinni og var á leið til starfa í Negambo á nýjan leik. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Borghildi Eðvald og fjögur börn fædd á árunum 1951—’65. Erna HaraldadAttir Sigurbjörg Svaina- Áagair Pituraaon Ólalur Axataaon Þórarinn JAnaaon flugtrayja dAHir flugfrayja yfirttugatjAri deildaratjAri í flugdeild foratööumaður flugdeildar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.