Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978 7 Iðnaðarráö- herra ávíttur Hjörleífur Guttorms- son, iðnaðarráðherra Alþýðubandalagsins, hlaut Þungar ákúrur á Þingi Sambands byggingarmanna, sem lýtur forystu Benedikts Davíðssonar, sem jafn- framt er formaður Verka- lýðsmálaráðs AlÞýðu- bandalagsins. Þingiö gerði sérstaklega sam- Þykkt Þar sem segir m.a.: „Þing S.B.M. telur Þaö furðuleg vinnubrögö iðn- aðarráðherra, Þegar skipuð er nefnd til að fjalla um Þróun íslenzks iðnaðar næstu árin, aö ekki sé talin ástæða til að skipa í slíka nefnd fulltrúa úr samtökum launpega í byggingar- iðnaðinum, svo stór, sem Þáttur hans er í Þessum efnum.“ Svo mörg voru Þau orð byggingarmanna til iðnaðarráðherra. Seint gengur meö ákvöröun Þegar ákveöið var, að menntamálaráðuneytið keypti Víðishúsið svonefnda sætti sú ákvörðun harðri gagn- rýni, m.a. af hálfu AlÞýðu- bandalagsmanna. Skömmu eftir að einn úr Þeirra hópi tók viö embætti menntamála- ráðherra, gerði kunnur kaupsýslumaöur ráöu- neytinu tilboð um að kaupa húsið. Nú eru liðnar margar vikur frá Því að Þaö tilboð kom fram. Ætla hefði mátt að ráðherrann hefði tekið Þessu tilboði fegins hendi og selt húsið í snarhasti, sem flokkur hans Itaföi svo harðlega gagnrýnt að keypt var. Svo varð Þó ekki. Ráð- herrann hefur enn enga ákvörðun tekið. Slíkur seinagangur við ákvarðanatöku gengur ekki í athafnalífinu. Menntamálaráðherra veröur að gæta Þess að standa ekki uppi án Þess að hafa kaupanda Þegar hann er loks tilbúinn til Þess að taka ákvörðun. Það skyldi Þó aldrei vera, að AlÞýðubandalagið hafi engan áhuga á Því að selja húsiö, Þótt flokkur- inn hafi gagnrýnt kaup Þess svo harkalega, sem raun ber vitni um? Sá hringsnúningur væri í samræmi við annað, sem gerzt hefur frá Því, að flokkurinn komst í ríkis- stjórn. Eftir aö ríkis- stjórnin var mynduð hefur AlÞýðubandalagiö tekið Þveröfuga afstöðu nánast í öllum málum viðað viö Það, sem lýst hafði verið yfir af flokks- ins hálfu fyrir kosningar. Ætli niðurstaðan veröi ekki sú, að AlÞýöubanda- lagið verði eindregnasti talsmaöur kaupanna á Víðishúsinu áður en yfir lýkur. Marx kvölds og morgna Svavar Gestsson hefur gefið út dagskipun til flokksmanna sinna um, aö peim beri að lesa úrvalsrit Marx og Engels, kvölds og morgna, ekki síður en stjórnarsáttmál- ann. Væntanlega Þýðir Þessi boðskapur Svavars, að ráðherrar Alpýðubandalagsins og aðrir forystumenn grípi nú daglega til pessara texta Marx og Engels Þegar Þeir eru að taka ákvarðanir sínar. Varla getur hinn „borgaralegi stjórnmálafræöingur" Ólafur Ragnar Grímsson skorizt úr leik. Má Því búast við, að Þegar hann flytur landsfrægar ræöur sínar á AIÞingi eða í sjónvarpi í framtíðinni, muni hann lesa pindar- laust upp úr Marx og Engels, úrvalsritum, Þjóðinni til ánægju og skemmtunar. Munið Það AIÞýöubandalagsmenn! Marx og Engels, kvölds og morgnall Lúövík í allar nefndir? Sagt er, að Lúðvík Jósepsson láti skipa sig í allar nefndir, sem máli skipta og hyggist stjórna ráðherrum AlÞýðubanda- lagsins í gegnum Þessar nefndir, en eins og kunnugt er hefur Það komið í Ijós, að einn helzti vandi núverandi ríkisstjórnar er sá, að Lúövík er utan stjórnar og ráðherrar AlÞýðu- bandalagsins geta engar ákvarðanir tekið í hinum veigameiri málum, nema hafa fyrst samband við Lúðvík. KLÆÐIST FRJÁLSLEGUM FATNAÐI FRÁ TORGINU Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem geröu mér daginn ógleymanlegan á 80 ára afmæli mínu 2. nóv. s.l. Sérstaklega fósturbörnum mínum og systkinum, meö stórgjöfum, og öllum vinum mínum og nágrönnum meö gjöfum, símskeytum, bréfum, símtölum, blómum o.fl. Sérstaklega þakka ég blessuðum konunum, er gáfu mér allar veitingar og sáu um þær. Guö blessi þær og ykkur öll. Halldóra Jóhannesdóttir, Mosfelli. Þéttilistar Perfekt þéttilistinn dugar þegar annað drepst. Akarn h.f. Sími 51103. Láttu ekki bílinn þinn standa úti í roki og rigningu eöa fenna í kaf — EF ÞU ÆTLAR AÐ SELJA HANN Viö höfum nóg pláss fyrir 100 bíla í björtum og hlýjum sal — og viö geymum þá aö kostnaöarlausu. Bíllinn þinn selst hjá okkur ef þú kemur meö hann. Opið 9—7 einnig á laugardögum. a» í sýningarhöllinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.