Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978 TF-FLA DC-8 Þota Flugleiða, sem fórst við Colombó, í lendingu í Keflavík. Yfirflugstjóri Loftleiða, Ásgeir Pétursson, var meðal farbega í vélinni og fórst hann í flugslysinu. Hér er hann undir stýri í beirri sömu vél, en myndin var tekin sl. vor. DC-8þotur taldar vera afburðavélar ÞOTA sú af gerðinni DC-8-63 sem fórst við Colombo, hefur verið í eigu Flugleiða frá því 1. júlí 1975, en þann dag keypti félagið TF-FLA Leif Eiríksson, vélina sem fórst, og aðra sömu gerðar, TF-FLB Snorra Þorfinnsson. Áður höfðu þessar þotur verið í leigu hjá Flugleiðum og gekk ákveðinn hundraðshluti leigunnar upp í kaupverðið sem var samtals kringum 13,5 milljónir Bandaríkjadala fyrir báðar vélarnar. Seabord World Airlines leigðu Loftleiðum tvær fyrrnefndar þotur frá ár- unum 1970 hina fyrri og 1972 hina síðari, FLA, og voru þær á svonefndum kaupleigusamningi frá 1. október 1971 og 1. maí 1972 og sem fyrr segir báðar keyptar 1. júlí 1975. TF-FLA var smíðuð ár- ið 1968 í McDonnell Douglas flugvélaverk- smiðjunum í Kaliforníu, en fyrsta DC-8 þotan kom á markað 1958 og voru síðar endurbættar og framleiddar í 8 mismun- andi gerðum. Er DC-8-63 þeirra stærst og er burðarþol hennar og flug- þol mest. Hreyflar eru fjórir af gerðinni Pratt and Whitney JP3D-7 og framleiðir hver þeirra 19.000 punda kný í flug- taki. Flughraðinn er kringum 900 km á klst. og er flugþolið rúmlega 8.000 km. Eldsneytisgeymar taka 92.000 lítra og er mesti þungi vélarinnar í flugtaki 161 tonn. Lengd þotunnar er 56,25 metrar, vænghafið 44,55 m og hún er 3,75 m í þvermál. Með sætaskipan eins og Flug- leiðir höfðu á þotunni tók hún 249 farþega og 7 smálestir af vörum. Vélar af þessari gerð hafa verið taldar afburðavélar bæði hvað varðar rekstur, öryggi, hagkvæmni og afköst. Þess má geta að vélin var tryggð fyrir um 13 milljónir Bandaríkjadala, og farþegar og áhöfn í samræmi við alþjóðaregl- ur og samninga. Fréttatilkynning Flugleiða: Flugvélin brotlenti vio erfiö veðurskilyrði kL 18.00 í fyrrakvöld í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst í gær frá Flugleiðum segir m.a.< „Skömmu eftir kl. 22:00 í gærkvöldi barst aðalstöðv- um Flugleiða í Reykjavík sú harmafregn, að flugvél félagsins TF-FLA af gerð- inni DC-8 hefði farist fyrr um kvöldið í aðflugi að flugvellinum í Colombo á Ceylon, þar sem vélin var í pílagrímaflugi. Með vélinni voru 246 farþegar og 8 manna áhöfn, en auk þess voru í auka- áhöfn 2 flugstjórar, 1 flug- freyja, forstöðumaður flug- deildar Flugleiða og deildarstjóri í flugdeild Flugleiða, eða 13 íslending- Þá segir ennfremur: „Samkvæmt skeytum frá Colombo var flugvélin í aðflugi og brotlenti kl. 18:00 í gærkvöldi að íslenskum tíma, nokkrum mílum frá brautarenda við erfið veðurskilyrði. Að öðru leyti er ekki vitað um tildrög og orsakir slyssins. Flugvélin TF-FLA var af gerðinni DC-8-63. Hún hafði lengi verið í förum á vegum Loftleiða og keyptu Flugleiðir hana árið 1975. Var hún ein af þremur flugvélum af gerðinni DC-8, sem Flugleiðir áttu. Flug- vélin flaug um kl. 14:00 í fyrradag frá Luxemborg til Áþenu þar sem áhafnahvíld var tekin. Síðan var flogið í gærmorgun frá Aþenu til Jeddah í Saudi-Arabíu og hélt vélin þaðan fullhlaðin pílagrímum kl. 12:00 sam- dægurs áleiðis til Surabaya á Jövu með millilendingu í Colombo, en hluti áhafna hafði farið þangað áður með öðru flugfélagi. Þetta var fyrsta ferðin í síðari hluta pílagrímaflugs Flugleiða milli Surabaya í Indónesíu og Jeddah í Saudi-Arabíu. Alls áttu 6 flugáhafnir að annast þetta flug, þ.e. 48 flugliðar, auk flugvirkja, afgreiðsluliðs og rekstrarstjóra eða alls 62 starfsmenn. Flugleiðir, stjórn félags- ins og starfsfólk eru harmi slegin yfir þessu slysi og votta aðstandendum þeirra sem fórust dýpstu samúð.“ Doot miss the E1 Dorado Souvenir w »•> >«* «*•»* «> twnw»» «**■**»*><' *» <>** **4*t*>-' »> if* *»»'-!*«> 0 amtm *** <»> ♦•*** *»♦'><"* K> I*- *4» «««**«!> '■* *" <»•» 200 pilgrims die as jet crashes ’wo hundred pilgrims die s jet erashes in storm "»>:*< . +*& ' rLVnm .tLn.li EAStr! Símamynd AP Þannig skýrðu brezk blöð frá hinum voveiflega atburði á Sri Lanka í fyrrakviild. Fréttirnar sem myndin er af birtust í tveimur síðdegisblöðum í London í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.