Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978 GILS Guðmundsson, forseti sameinaðs Alþingis, minntist þeirra, er létust í Hugslysinu á Sri Lanka á þingfundi í gær, og óskaði hinum slösuðu velfarn- aðar. Forseti sameinaðs Alþingis sagðii „Sorgarfregn hefur borist. íslensk flugvél fórst síðdegis í gær við Colombo-flugvöll á Sri Lanka. I flugvélinni voru um 250 manns, áhöfn og farþegar. Um 200 þeirra fórust, þar af 8 Islendingar, og margir eru slasaðir. Islenska þjóðin er harmi slegin við þessi tíðindi. Flug- þjónusta er ung atvinnugrein Islendinga, sem vaxið hefur og Látinna úr flugslysinu minnst áAlþingi dafnað á skömmum tíma. Sókn- djörf og traust flugmannastétt hefur aflað þjóðinni vegs og virðingar. A tímum hraða og örra samskipta á öllum sviðum hefur flugið orðið ómetanleg lyftistöng til framfara. Okkur, sem byggjum fámenna ey langt frá öðrum þjóðum, er þjóðbraut loftsins brýn nauðsyn. Nú hefur varpað sorgarskugga á glæstan feril íslensk flugs. Þjóðin á mikils að sakna. þegar slíka harma ber að höndum. Fjöldi einstaklinga og fjölskyldna á um sárt að binda, margir hér á landi, en miklu fleiri meðal fjarlægra þjóða. Við alþingis- menn vottum þeim öllum samúð í nafni íslensku þjóðarinnar. Ég vil biðja háttvirta alþingismenn að minnast hinna látnu, óska hinum slösuðu vel- farnaðar og votta ástvinum þeirra allra samúð með því að rísa úr sætum.“ KJARNAFJÖLSKYLDAN Afmæli SJÖTUG er í dag 17. nóvember, Ágústa Kristófersdóttir, Staðar- hóli við Dyngjuveg, ekkja Krist- ins Magnússonar. ASI minn- istþeirra sem fórust ALbÝÐUSAMBAND íslands sendi í gær eftirfarandi skeyti til Félags Loftleiðaflugmanna, Flugfreyjufélags _ Islands. Flugvirkjafélags íslands og Flugleiða h.f., sem er svohljóð- andii „Á fundi miðstjórnar Alþýðusambands íslands 1 dag var minnst þess fólks, sem fórst í hinu hörmulega flugslysi á Ceylon í gær. Alþýðusamband Islands vottar félagi yðar fyllstu samúð vegna þessa sorglega atburðar. Snorri Jónsson.“ A Toshiba Japan er stærsti framleiðandi heims á rafeindatækjum. Úr ótrúlegum fjölda Toshiba hljómflutningssamstæða höfum við valið bessa kjarnafjölskyldu — Hér býðst pér mest fyrir aurinn. Toshiba SM 3600 Stereo samstæöa með Dolby. Stórfallegt hljómflutningstæki fyrir þá sem gera kröfur. Útvarpstæki meö lang-, mið-, stutt- og FM bylgju. 65 Watta magnari. Plötuspilari meö reimdrifnum disk og vökvalyftum arm. Magnetísk Pickering hljóödós eftir vali (ekki í verði). Stereo Cassettutæki meö Dolby. 2 upptökumælar. Hátalarar eftir vali (ekki í veröi). Toshiba SM 3100 Stereo samstæöa Upplagt tæki fyrir þá sem vilja fullkomna samstæöu á góöu veröi. Útvarp meö lang-, miö- og FM bylgju. Magnari 40 wött. Plötuspilarl meö reimdrifnum disk og vökvalyftum arm. Magnetísk Pickering hljóödós eftir vali (ekki í veröi). Stereo Cassettutæki meö 2 upptökumælum. 2 stórir hátalarar meö bassa og diskanthátölurum. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10 A. SÍMI16995. Toshiba SM 2700 Stereo samstæöa Bráöfallegt stereotæki á einstöku veröi. Tæki sem allir ráöa viö. Útvarpstæki meö lang-, mlö- og FM bylgju. Magnari 28 wött. Plötuspilari meö góöum 28 sm. disk. Ceramisk hljóödós. 2 hátalarar meö bæöi bassa og hátíönihátölurum. Árs abyrgö — Greiösluskilmálar. Sendum gegn kröfu. SM 3600 Verö kr. 378.000.- án hát. og hljóðdósar SM 3100 Verö kr. 317.850 - án hljóöd. SM 2700 Verð kr. 222.300 - tneð hát.og Utsölustaöír: Akranes: Bjarg hf. Borgarnes Kaupf. Borgf. ísafj: Verzl Straumur. Bolungarv.: Verzl. EG. Hvammstangi: Verzl. V.S.P. Blönduós: Kaupfélag. A. Hún. Sauöárkrókur: Kaupf. Skagf. Akureyri: \Æ5ruhús Kea Hljómver HF. Húsavík: Kaupfélag Ping. Egilsstaöir: Kaupfél. Héraösb. Ólafsfjöröur: Verzl. Valberg. Sigiufjöröur: Gestur Fanndal. Hornafjöröur: KASK. Hvolsvöllur: Kaupfél. Rang. Vestmannaeyjar: Kjarni sf. Keflavík: Stapafell hf. Rækjuveiði heimiluð í Húnaflóa og Öxarfirði SJÁV ARÚTVEGSRÁÐUNEYT- IÐ hefur heimilað rækjubátum við Húnaflóa og í Öxarfirði að hefja veiðar enda hafa athuganir Hafrannsóknastofnunar sýnt að seiðamagn er nú undir hættu- mörkum á þessum svæðum. Jón B. Jónasson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði við Mbl. að seiðamagn í ísafjarðar- djúpi og Arnarfirði væri enn of mikið til þess að heimila veiðar þar, en á þessum tveimur veiði- svæðum hafa 49 bátar heimild til veiða. I Öxarfirði og Húnaflóa hefur samtals 41 bátur leyfi til rækju- veiða og eru þeir allir byrjaðir veiðarnar. Opnun Húnaflóa er bundinn þeim skilyrðum að ekki sé veitt þar á ákveðnum svæðum fyrst um sinn. Rannsóknarbáturinn Dröfn fer í dag í rækjuleiðangur í Isafjarðar- djúp og Arnarfjörð. 802bækur og bæklingar komu út á síðasta ári ÍSLENZK bókaskrá 1977 er nýlega komin út, en útgáfu hennar annast þjóðdeild Lands- bókasafns íslands. Skráin er að þessu sinni 103 blaðsíður og skiptist bókaskráin sjálf í staf- rófsskrá, kortaskrá, flokkaða skrá og seinast efnisorðalykil að flokkuðu skránni. í formála er gerð nákvæm grein fyrir allri tilhögun skrárinnar. Þá er skrá um skammstafanir, um íslenzk útgáfufyrirtæki og loks tölulegt yfirlit um íslenzka bóka- útgáfu 1977, auk endurskoðaðs fyllra yfirlits um árið 1976. Af töluyfirlitinu sést að á árinu 1977 hafa komið út alls 802 bækur og bæklingar, þ.e. 576 bækur og 226 bæklingar, en bæklingur telst rit, sem er 5—48 blaðsíður að stærð. Á árinu komu út alls 110 barnabækur, 88 kennslubækur og 218 þýddar bækur. FSA f ær þr jú sjónvarpstæki Akureyri, 14. nóvember. Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri fékk fyrir skömmu að gjöf þrjú sjónvarpsviðtæki, eitt 26“ Blaupunkt-litatæki frá Akurvík hf. og tvö svarthvít 14“ tæki frá Radíóbúðinni, en bæði fyrirtækin veittu verulegan afslátt af verði tækjanna. Tækin voru sérstaklega gefin fæðinga- og kvensjúkdóma- deildum FSA, en þrjár konur, sem legið hafa á þeim deildum, söfnuðu andvirði tækjanna og afhentu þau. Þær eru Björg Þórðardóttir, Akur- eyri, Dóra Gunnarsdóttir, Akur- eyri og Þórunn Þórðardóttir, Dalvík. Forráðamenn deildanna og stjórn sjúkrahússins þökkuðu gjöfina, bæði konunum þremur, sem gengust fyrir söfnuninni og einnig þeim mörgu, sem lögðu fram fé til söfnunarinnar. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.