Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.11.1978, Blaðsíða 32
Lækkar hitakostnaðinn FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1978 Þau lifðu flugslusið af Fimm íslendingar voru mcðal þeirra sem lifðu af flugslysið: Harald Snæ- hólm flugstjóri og flug- freyjurnar Jónína Sigmarsdóttir, Kristín E. Kristleifsdóttir, Oddný Björgólfsdóttir og Þuríð- ur Vilhjálmsdóttir. Þau voru flutt í sjúkrahúsið Negambo General Hospital og samkvæmt síðustu fréttum mun ekkert þeirra í lífshættu. Ji Harald Snæhólm Jónína Sigmarsdóttir Kristín E. Kristlcifsdóttir Oddný Björgólfsdóttir Þuríður Vilhjálmsdóttir Dagfinnur Stefánsson Stjórnar aðgerðum Flugleiða ÍSLENDINGURINN, sem mest hefur mætt á í Sri Lanka, er án efa Dagfinnur Stefánsson flug- stjóri. Dagfinnur var á flug- veliinum. þegar slysið varð og beið þar komu DC-8 þotunnar til þess að fijúga henni ásamt áhöfn sinni áfram tii Surabaya, en hann sá ekki vélina koma inn til lendingar. Mcð Dagfinni eru nokkrir aðrir íslendingar í Sri Lanka og hafa þeir annast aðgerðir af hálfu Flugleiða þar. Örn 0. Johnson, forstjóri Flugleiða: „Getum ekki aruiaztfram- haldpílagrímaflugsins” ,JZngin tilkgnning tilFlugleiða um ófull- nœgjandi lendingarskilyrði í Colombo „Við höfum tjáð indónesíska flugfélaginu Garuda sem eru skráðir leigutakar í pflagrímafluginu að við getum ekki annazt framhald pflagrímaflugsins og þær áhafnir sem eru úti munu koma heim um heigina,- sagði Örn 0. Johnson. forstjóri Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið í gær, en Flugleiðir áttu eftir að fljúga helming pflagrímaflugsins eða 20 ferðir milli Jidda og Surabaya. Það var hinsvegar í samningi Garuda og Flugleiða að ef vél Flugleiða forfallaðist af neyðarástæðum þá yrði Garuda að sjá um þann helming flugsins sem Flugleiðir höfðu samið um. Hins vegar munu 8 Flugleiðamenn verða um sinn í Colombo fyrir félagið, tveir í Surabaya og 5 í Jidda. Liðlega 60 manns voru farnir utan á vegum Flugleiða vegna pflagrímaflugslns. -Morgunblaðið bar undir Örn tilkynningu indónesískra stjórn- valda í gær að þau hefðu varað öll leiguflugfélög við því að millilenda í Colombo vegna ófullnægjandi skil- yrða á flugvellinum. Örn sagði að Flugleiðir hefðu enga slíka tilkynn- ingu fengið og kvað hann þessa tilkynningu koma sér á óvart að því leyti að mjög mikil flugumferð væri um Colombo flugvöll, bæði áætlana- flug ýmissa stærstu flugfélaganna og leiguflug bæði með breiðþotum og öðrum flugvélum. Morgunblaðið spurði Örn hvaða 1. desembervandinn á ekki að vera á dagskrá vísitölunefndarinnar örn 0. Johnson, forstjóri Flugleiða áhrif þetta áfall hefði á áætlunar- flug flugleiða. „Okkur hefur ekki gefizt tóm til að íhuga það á þessu stigi. Þessi vél átti að vera í pílagrímaflugi til 12. desember og síðan átti hún að koma inn í jólaflugið, en við eigum að geta haldið okkar flugáætlun með þeim vélakosti sem við höfum," sagði Örn. Þá var hann spurður að því hvort þetta slys yrði til þess að hin nýja breiðþota félagsins yrði fyrr tekin í notkun á flugleiðum félagsins en síðasta áætlun hefði reiknað með. Kvað hann enn verið að athuga með skammtíma leigu á breiðþotunni, en ekkert væri ráðið í þeim efnum ennþá. Þá kvað Örn Flugleiðir ekki hafa fengið neina vitneskju um það hverjar ástæður væru fyrir flugslys- inu. Kvað hann ýmsar hugmyndir hafa verið nefndar, en engar stað- reyndir, og rannsókn yrði að leiða slíkt í ljós. Ráðgert er að flugstjórinn og flugfreyjurnar, sem lögð voru inn á sjúkrahús í Colombo, komi heim um helgina, en þó er ekki víst að þau fái fararleyfi svo snemma af sjúkrahús- inu. Þá er einnig ráðgert að jarðneskar leifar þeirra sem fórust verði fluttar heim til íslands um helgina. „Á þessari sorgarstundu," sagði Örn, „leitar hugur okkar allra, stjórnenda og starfsfólks Flugleiða, til þeirra mörgu nær og fjær, sem eiga um sárt að binda vegna þessa hörmulega slyss. Við sendum þeim öllum okkar dýpstu samúðarkveðj- MIÐSTJÓRN ASÍ og stjórn BSRB hafa afhent svo til samhljóða bókanir á fundum vísitölunefnd- ar, þar sem aðalinntakið er að markmið nefndar- innar séu langtímamark- ið og ekki sé með neinu móti unnt að taka þann vanda sem steðjar að nú 1. desember vegna hækk- unar verðbótavísitölu inn í það dæmi. Var þetta álit lagt fram í nefndinni í gær og lá þá við að nefndin klofnaði og að hlutverki hennar væri.þá lokið. Það var hins vegar ekki markmiðið, heldur var vilji allra aðila að nefndin ynni áfram að visitölumálinu. í framhaldi af þessum atburð: um var miðstjórnarfundur ASI haldinn í gær. Þar kom fram vilji ASÍ að nefndin héldi áfram að skoða vísitölumálið í heild og hvernig unnt yrði að laga það að hreyttri efnahagsstefnu. Hins vegar er það skoðun ASI áfram að 1. desember-vandinn eigi ekki að vera á dagskrá þar, heldur sé hann málefni ríkisvalds og verkalýðshreyfingarinnar ein- göngu. Þannig vilja mgnn að málin þróist. Bandalag háskólamanna hefur nokkuð aðra afstöðu til málsins. Mun það geta sam- þykkt nokkru meiri breytingar á vísitölukerfinu, fái það þak afnumið, sem er mikilvægasta atriði þess að því er varðar vísitöluna. Svipaða afstöðu mun Farmanna- og fiskimannasam- bandið hafa í málinu. Hins vegar munu skoðanir atvinnu- rekenda standa næst tillögum Jóns Sigurðssonar, formanns vísitölunefndar. Fundur hefur verið boðaður i vísitölunefnd í dag og þegar niðurstöður hans liggja fyrir verður trúlega haldinn nýr miðstjórnarfundur i ASÍ og í ráði mun einnig að stjórn BSRB komi saman. Getur það hugsan- lega orðiö á laugardag, en á mánudag eiga fyrstu tillögur nefndarinnar að liggja fyrir samkvæmt skipunarbréfi henn- ar, sem forsætisráðherra gaf út. Félagsmálastofnunin í Breióholti: Borgarstjóri vítir aðgerðir starfsfólks Á FUNDI borgarstjórnar í gær- kvöldi óskaði Davíð Oddsson eftir að fulltrúar meirihlutans gerðu grein fyrir greiðsluvanda Félags- málastofnunar vegna aðgerða starfsmanna hennar í Breiðholti. Eins og fram hcfur komið í hlaðinu inntu starfsmennirnir ekki af hendi greiðslur til skjól- stæðinga stoínunarinnar dag einn fyrir skömmu. Voru pening- ar fyrir hendi en ekki nægilegir að mati starfsmanna. Guðrún Helgadóttir sagði að vonir stæðu til að málið yrði leyst bráðlega. Markús Örn Antonsson sagði ámælisvert af starfsmönnum að blanda skjólstæðingum í innri deilur Félagsmálastofnunar. Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri sagði aðgerðir starfsmanna Félags- málastofnunar í Breiðholti vítaverð- ar og kæmi slíkt fyrir aftur yrði tekið á málum í samræmi við það. Björgvin Guðmundsson sagði að borgarstjóra og borgarritara hefði verið falið að skila umsögn um fjárhagsvandann og hvernig við honum yrði brugðist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.